Morgunblaðið - 19.02.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.1961, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐlh Sunnudagur 19. febr. 1961 wgttttMðMfr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. ' Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. CÖÐIR VEGIR ERU ÞJÓÐAR- NAUÐSYN |> jartmar Guðmundsson og fimm aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa á yfirstandandi Alþingi flutt tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lögum um vegi. Er í greinargerð henn- ar vakin athygli á því, að 6 ár séu nú liðin síðan vegalög hafa verið opnuð, eins og það er kallað. Hins vegar liggja fyrir Alþingi og hafa legið undanfarin ár fjöldi breyt- ingatillagna við vegalögin, sem allar g&nga í þá átt að faera þjóðvegakerfið út frá því sem nú er. í greinargerð tillögunnar er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Eins og nú hagar háttum manna er sæmilegt akvega- samband lífsnauðsyn hverju byggðu bóli. Margir eldri vegir, þótt sæmilegir þættu á sínum tíma, þurfa endur- bóta við, jafnvel endurbygg- inga. Aðkallandi verkefni blasa við hvarvetna. Aðstaða landsmanna hvað samgöngur varðar, er mjög misjöfn eftir því, hvar þeir eru búsettir. I>ann aðstöðumun verður að jafna eftir föngum, jafnhliða því að eldri vegir verða end- urbættir smátt og smátt“. Þessi ummæli flutnings- manna hafa vissulega við fyllstu rök að styðjast. Ak- vegir um landið allt og ak- vegasamband við alla lands- hluta er frumskilyrði þess að haldið verði uppi framleiðslu störfum um land allt og gæði landsins hagnýtt eins og efni standa til. En ísland er stórt og þjóð- in fámenn. Þess vegna er til- tölulega mjög dýrt að leggja vegi um þetta stóra og strjál- býla land. En í þessum efn- um hefur mikið áunnizt á undanförnum árum. Þó brest ur mikið á það að allir lands hlutar geti talizt í sæmilegu akvegasambandi við megin- akvegakerfi landsins. Þau verkefni, sem nú blasa við á sviði vegamál- anna eru fyrst og fremst þessi: Skapa þarf fullkomið ak- vegasamband við þá lands- hluta, sem ennþá eru verst settir í þessum efnum. í öðru lagi þarf að endur- bæta marga eldri vegi, og ekki hvað sízt þá sem mest umferð er um og liggja um fjölbýlustu hluta landsins. Þegar að slíkum endurbót- um kemur, er æskilegt að geta hafizt handa um steypu eða malbikun fjölförnustu veganna. Eru þegar uppi ráðagerðir um steypu fjöl- förnustu veganna í nágrenni höfuðborgarinnar. En til þess að unnt sé að vinna markvisst að nauðsyn- legum umbótum í vegamál- um þjóðarinnar, þarf mjög aukið fjármagn til vegagerða. Hinsvegar blæs ekki byrlega í þeim efnum. Vega- og brúagerðum eru því miður, eins og svo mörgum nauð- synlegum framkvæmdum í landinu, settar þröngar skorð ur af hinni naumu fjárhags- getu þjóðarinnar. Eðlilegt virðist, að að því sé stefnt að meginhluti bensínskattsins verði notaður til samgöngu- bóta í landinu. í bili lítur þó út fyrir að ríkissjóður geti ekki misst af þessum tekju- stofni. Vonandi verður tillaga Bjartmars Guðmundssonar og félaga hans um endur- skoðun vegalaganna sam- þykkt og síðan lokið endur- skoðun laganna á næsta þingi. Er þá æskilegt að tek- in verði upp í vegalög ákvæði, eins og bent er á í greinargerð tillögunnar, sem tryggja þjóðvegakerfinu fast- ar tekjur og aukin fjárráð, miðað við það sem verið hefur. Góðar samgöngur eru ekki aðeins lífsnauðsyn strjálbýlisins. Þær eru engu síður nauðsyn fyrir þéttbýl- ið, sem hefur margvísleg og nauðsynleg viðskipti við framleiðslubyggðalögin úti um allt land. ÞEIR BERA ÁBYRGÐINA 11/| eginhluti línuvertíð- ar Vestmannaeyinga er liðinn hjá án þess að þeir hafi komizt á sjó. Kommún- istar og fylgilið þeirra hafa haft forystu um allsherjar- verkfall í Vestmannaeyjum, sem hindrað hefur alla fram- leiðslustarfsemi þar um há- bjargræðistímann. Það sætir vissulega engri furðu, þótt tekið sé að þreingjast í búi hjá ýmsum, bæði sjómönnum og land- verkafólki í Vestmannaeyj- um um þessar mundir. Þetta mikla athafnabyggðalag hef- ur verið lamað vegna árása kommúnista á bjargræðisvegi þess. Það eru kommúnistar og Framsóknarmenn, sem bera alla ábyrgð á því tjóni, sem Vestmannaeyingar og þjóðar Ný kenning um myndun alheimsins við sprengingu Próf. Ryle telur öll sólkerfi mynd uð úr einu risatómi S E X vísindamenn í Bret- landi hafa borið fram nýja kenningu um það, hvernig alheimurinn hafi orðið til. — Þeir halda því fram að sól- kerfin hafi myndazt úr einu gríðarlega stóru atómi, sem hafi sprungið fyrir 10 millj- örðum ára. — Þeir telja að áhrifanna frá þessari spreng- ingu gæti enn og muni búið hafa þegar orðið fyrir af verkföllum þar nú eftir áramótin. Takmark þessara verkfalla er ekki að bæta kjör almennings í Vest- mannaeyjum, heldur að hrinda af stað nýrri verð- bólguskriðu og eyðileggja þar með árangur þeirra mik- ilvægu viðreisnarráðstafana, sem gerðar hafa verið til þess að reisa íslenzkt efna- hagslíf úr þeim rústum, sem úrræðaleysi og upplausnar- stefna vinstri stjórnarinnar skapaði. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna að mennirnir, sem höfðu for- ystu í vinstri stjórninni og öllu komu út á yztu þröm skulu nú leggja höfuðkapp á að eyðileggja þær raunhæfu viðreisnarráðstafanir, sem núverandi stjórn hefur gert. SKRÍLMENNSKA F'rá því var skýrt nýlega hér * í blaðinu, að Strætisvagn- ar Reykjavíkur hafi orðið að kosta tugum þús. kr. til við- halds farþegaskýlanna, vegna þess, hve umgengni er slæm um þau. Er nú svo komið, að í athugun er að flytja skýli í burtu af nokkrum biðstöðv- um, þar sem þau eru meira og minna skemmd, nærri því um leið og lagfæring hefur farið fram. íslendingar vilja láta telja sig í hópi mestu menningar- þjóða, en menningin er ekki aðeins fólgin í því að kunna að lesa og skrifa, og hafa áhuga á fögrum listum. — Fólk verður líka að haga sér eins og siðaðir menn. — Á þennan þátt menningarinnar skortir verulega hér á landi, og þyrftu skólarnir, einkum barna- og unglingaskólar, að taka það til rækilegrar at- hugunar. Þjóðinni hefur að nokkru leyti farið fram á þessu sviði að undanförnu, og oft er um fámennan hóp að ræða, sem spjöllum veldur. — En hinir mörgu gjalda hinna fáu, eins og sést á því, ef taka þarf niður strætisvagnabið- skýli vegn ómenningarbrags nokkurs hluta borgaranna. krafturinn frá henni haldast í minnsta kosti 100 milljarða ára enn. Kenningar vísindamann- anna styðjast við rannsóknir og mælingar gerðar frá risa- stórri radíóstjörnuathugunar- stöð við Cambridge, sem er svo öflug, að hægt hefur verið að gera mælingar á svonefndum radíó-stjörnum í þriggja og allt upp í 8 milljarða Ijósára fjarlægð frá jörðu. Stjörnur þessar sjást ekki í neinum stjörnu- kíki, en hins végar tókst vís- indamönnunum að nema radíómerki frá þeim. Eftir níu ára rannsóknarstarf þykjast vísindamennirnir geta sagt með nokkurri vissu, að al- heimurinn hafi, eins og fyrr segir, myndazt við eina feikn- lega sprengingu — eins konar atómsprengingu — og síðan það gerðist hafi allar stjörnur, sól- kerfi og vetrarbrautir geimsins þotið með ógnarhraða út frá miðju þessarar sprengingar. Sprengikrafturinn er enn að verki, en smám saman dregur úr honum — og líður að heims- endi. Hann verður, þegar allt er staðnað í geimnum, að áliti vísindamannanna. En 100 milljarðar ára er býsna langur tími, svo að við, sem nú lifum, ættum ekki að láta bugast af áhyggjum við þessa nýju heims- endisspá. Langar deilur Forystumaður þessa hóps vís- indamanna er prófessor Martin Ryle í Cambridge, 42 ára gam- al! — viðurkenndur vísindamað- ur. — Hann gerði nýlega grein fyrir kenningunni og rannsókn- arstarfinu sem að baki liggur, á fundi í konunglegu stjarnfræði- stofnuninni í Lundúnum. Um langt skeið hafa staðið yfir deilur milli eðlisfræðinga og stjarnfræðinga um það, hvemig heimurinn hafi skap- azt. Hafa sumir verið þeirrar skoðunar, að hann hafi myndazt smámsaman, eða alltaf verið til, Próf. Martin Ryle — 9 ára rannsóknir. — og muni standa um alla framtíð. Aðrir hafa haldið því fram, að hann hafi myndazt skyndilega. Þótt rannsóknir Ryles og félaga hans sé enginn endanlegur dómur í málinu hafa þær mjög styrkt aðstöðu þeirra sem álíti að heimurinn hafi myndazt skyndilega. 1 hópi hinna fyrmefndu er m. a. annar kunnur Cambridge- prófessor, Fred Hoyle, sem fyrir 13 árum setti fram kenningu sína um „varanlegt ástand al- heimsins“ — þ. e. að hann sé óumbreytanlegur og eilífur. —- Hann sagði m. a. um kenningar starfsbróður síns, að enda þótt hann væri mjög vantrúaður, þættu sér niðurstöður Ryles mjög athyglisverðar. Kvaðst hann ekki vilja segja neitt ákveðið um þær fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér þær til fulls og gera eigin athuganir á grundvelli þeirra. Fleiri frægir stjörnufræðingar hafa tekið svipaða afstöðu. „Gat“ í miðju geimsins Eins og fyrr segir, byggja Ryle prófessor og félagar hans niðurstöður sínar á mælingum radíóstjarna óravegu úti í geimnum. Þeir mældu og „kort. Framih. á bls. 23 V'f'iHHtHfi - :i‘ iL W//0 Fimm hinna sex brezku vísindamanna, sem telja sig hafa leyst gátuna um myndun alheimsins. Frá vinstri: Paul Scott, dr. Graham Smith, próf. Martin Ryle, Rupert Clarke og dr. Anthony Hewish. — Auk þessara manna, starfaði 25 ára gömul stúlka að rannsóknunmn, eu hún hefur ekki verið nafngreind í fréttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.