Morgunblaðið - 19.02.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.02.1961, Qupperneq 13
Sunnudagur 19. febr. 1961 MORGVISBIAÐIÐ 13 Ofbeldi leiðir til manndrápa Andlát Þorsteins sýslumanns Við útför Ólafs Lárussonar fyrri föstudag var það auðsætt, að mági hans, Þorsteini Þorsteins Byni, var brugðið. Hann mun þá jþegar hafa verið lasinn og á- Igerðist veikin skjólega svo, að fá um sólarhringum síðar var hann látinn. Þorsteinn var ættrækinn maður og mundi sízt hafa kunn- að því illa, þótt hann hefði séð jþað fyrir, að sín síðasta ganga yrði til þess að votta sínum mik- ilsvirta mági vináttu. Ættrækni Þorsteins sýslumanns hvíldi á ináinni þekkingu á sögu síðari alda. Um hana var hann óvenju- lega vel að sér, svo sem fram íkemur í ritum hans um menn og Ibúskaparhætti þeirra tíma. Bóka vinur var Þorsteinn svo mikill, að lengi hefur verið og mun verða til vitnað, enda átti hann eitt dýrmætasta bókasafn í ein- staklingseigu hér á landi. Bók- fræðin gerði Þorstein aldrei að neinum skýjaglóp, því að hann var mikill búmaður að eðlisfari og hafði ætíð ánægju af því að sinna landbúnaði, enda var hon- um einkar sýnt um alla fésýslu. 'Hyggindi mótuðu öll störf Þor- steins jafnt í einkalífi, héraðs- stjórn og á Alþingi. Sýslu- mennska í Dalasýslu var hans aðalstarf og þótti þar lengi eng- um ráðum vel ráðið, nema hann væri kvaddur til. Á Alþingi átti •Þorsteinn langa setu og var ætið vel virtur, enda um skeið for- seti efri deildar. Hann var þraut seigur og laginn við að koma málum sínum fram, hafði gam- an af græskulausum orðaihnypp- ingum og gat þá sjálfur verið •glettinn em fyrtist sízt, þótt hon- um væri svarað í sömu mynt. ,Guoi sé lof að til er Hæstiréttur“ •i Á seinni árum yfirráða Dana á íslandi þóttu það firn mikil, ef einhver varð til þess að lofa forsjá stjórnarvaldanna í Kaup- mannahöfn. Því eftirminnilegra er. að það var ekki talið hneyksl- unarefni, þegar haft var eftir tilteknum embættismanni, að hann hefði sagt, er hann heyrði um úrslit máls fyrir yfirréttin- um 1 Reykjavík: „Guði sé lof að til er Hæstiréttur“. b íslendingar ákváðu að vísu Bkömmu eftir viðurkenningu Dana á fullveldi landsins með sambandslögunum 1918 að setja é stofn innlendan Hæstarétt og Itók hann til starfa 16. febrúar : 11920. Þetta var ekki gert af ó- finægju með hinn danska dóm- ítól, sem hafði verið æðsta dóms Btig Islendinga í nær 260 ár heldur af því, að breytingin var talin eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing fullveldis þjóðarinnar. Frá einum af hinum fjölmennu fundum Varðar. REYKJAVÍKURBRÉF "" LaugarcL 18. febrúar Hæstiréttur Danmerkur hafði yfirleitt reynzt ágætlega í mál- efnum íslendinga, oft svo, að al- menningur taldi dóma hans ber- sýnilega réttari en þá, sem hinir innlendu dómsstólar höfðu kveð- ið upp. Þessi ágæti danski dóms- stóll varð 300 ára sl. þriðjudag, hinn 14. febrúar. Var vel til fundið, að forseti Hæstaréttar íslands, Gissur Bergsteinsson, skyldi eiga þess kost að vera staddur við þá afmælishátíð og bera þar fram heillaóskir og þakkir íslendinga. Vörður 35 ára Á mánudaginn var átti Lands- málafélagið Vörður í Reykjavík 35 ára afmæli. Vörður er stærsta og áhrifaríkasta stjórnmálafélag hérlendis. Þeir, sem þar hafa sótt fundi að staðaldri, eiga það- an margar góðar endurminning- ar, enda hafa þar margar merk- ar ræður verið haldnar og af- drifaríkar ákvarðanir teknar. Mesta þýðingu hefur Vörður haft sem fræðslustofnun. Síðasta mannsaldur hafa nær öll meiri- háttar stjórnmál þjóðarinnar verið rædd á þeim vettvangi og fundarmenn yfirleitt horfið fróð ari heim. Forystumenn um hug kjósenda og kjósendur um eðli þeirra viðfangsefna, er hverju sinni þurfti að leysa. Kveður svo rammt að því, að andstæð- ingar hafa oftar en einu sinni ásakað forystumenn Sjálfstæðis- flokksins fyrir að láta sér of títt um að skýra helztu þjóðmál fyr- ir Varðarfélögum. Á fundum fé- lagsins hafa skynsamleg íhugun og rétt mat málsatvika ætíð ver- ið höfð í hávegum. Á þessum árum hefur margt misjafnt að höndum borið, stund um gengið vel en í önnur skipti miður um lausn vandamála og skilning almennings á viðhorfi flokksins. En ætíð hefur Vörður haldið velli áður en yfir lyki. Hinn sterki málstaður, studdur öruggum rökum og rækilegri í- hugun, hefur gefið Verði kraft til að standa af sér rangindi og jafnvel beint ofbeldi utanaðkom- andi yfirgangsseggja. „Undrun og fyriríitning64 Margt væri betur komið í ís- lenzku þjóðlífi, ef andúð á æs- ingum, rógi og ofbeldi væri hvar vetna jafnrótgróin og hún er meðal Varðarmanna. Segja má, að þetta þrennt sé höfuðeinkenni stjórnmálabaráttu sumra aðila í okkar litla þjóðfélagi. Það er t. d. leitun á því blaði Þjóðviljans, að þar sé ekki að finna einhver ummæli, sem varða við lög og dómstólar mundu dœma refsingu fyrir, ef sá, sem þeim er beint gegn, hirti um að reka réttar síns. Vissulega mundi það skapa ólíkt betra andrúmsloft, ef þessi háttur væri af lagður, og Þjóð- viljinn í þess stað tæki upp þa-nn sið að ræða mál með rökum en hyrfi frá æsingum, lygum og ærumeiðingum. Engir tveir menn gætu meira ráðið um þetta en þeir Bryn- jólfur Bjarnason og Einar Ol- geirsson, ef þeir vildu svo vel gera. Af yfirlýsingu þeirra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag út af frásögn blaðsins af fjárskiptum Xnga R. Helga- sonar og Sósíalistaflokksins mætti ætla, að hjá þeim væri orðin alger sinnaskipti. í yfir- lýsingu sinni segja Einar og Brynjólfur, f. h. framkvæmda- nefndar Sósialistaflokksins, svo: „Framkvæmdastjórn Sósíalista flokksins lýsir undrun sinni og fyrirlitningu á slíkum skrifum sem þessum.“ „Ganga úr skugga um sannleiksgildi“ Hvað sem líður efni þess máls, sem um er rætt og framkvæmda nefndin er þegar orðin tvisaga um, verður ekki um hitt deilt, að frásögn Morgunblaðsins á ekkert skylt við þau ósköp, sem lesa má í Þjóðviljanum dag hvern. Ur því að Brynjólfur og Einar bregðast svo við frásögn Morgunblaðsins, að þeir fyllast „undrun og fyrirlitningu", ættu þeir því frekar gæta þess, að þurfa ekki á hverjum morgni að fyllast sama viðbjóði af lestri síns eigin flokksblaðs. Þeim ætti að vera því auð- veldara að firra sig slíkum ósköpum, þar sem eftir orð- um Inga R. Helgasonar sjálfs, sem framkvæmdanefnd Sósía- listaflokksins segir „einn af snjöllustu talsmönnum Sósíalista flokksins“, er njóti „óskoraðs trausts", virðist hann vilja fylgja þveröfugri stefnu við þá, sem Þjóðviljinn hefur hingað til haldið. í Þjóðviljanum, hinn 16. febrúar segir, segir Ingi. „Blaðamaður má aldrei neita sér um þann munað að ganga úr skugga um sannleiksgildi frétta sinna áður en hann birtir þær, því að hann stoðar ekki að skjóta sér bak við heimildar- menn sína, ef þær reynast rang- Ef þéssari reglu væri fylgt, mundi ekki mikið af fréttum Þjóðviljans birtast þar með þeim hætti, sem hingað til hefur gerzt. Þar væri yfirleitt þveröf- ugt sagt frá miðað við það, sem tíðkazt hefur. En því miður eru hér sennilega ekki sinna- skipti á ferðum, heldur ein- ungis Framsóknarreglan gamla: „Það er ósambærilegt" þ. e. a. s. allir þessir herrar gera allt aðrar kröfur til andstæðinga sinna en sjálfra sín. Merki þessa mátti sjá í Þjóðviljanum sl. mið- vikudag, þar sem Þorvaldur Þór- arinsson, hrl., skrifar grein, sem hann nefnir. „Styðjum Kongó.“ „Ber íslandi að taka þátt í að afhrópa Dag Hammarskjöld?46 í þessari grein segir Þorvald- ur Þórarinsson um Dag Hamm- arskjöld, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann hafi gerzt „vitandi vits auðvirði- legt handbendi nýlenduveldanna í Kongó.“ Síðan segir orðrétt: „Hann sveik Lúmúmba og fé- laga hans í hendur morðingjan- um. Hann er ráðbani Lúmúmba. Sá dagur mun koma að frjáls lýðveldisstjórn í Kongó mun krefjast þess að fá Dag Hamm- arskjöld framseldan sem hvern annan stríðsglæpamann, hafi hann ekki þegar áður framið á sér kviðristu. Hammarskjöld hef ur valið sér sama pólitískt hlut- skipti og vesalingurinn Tryggve Lie. Ef hann hefur ekki vit á að segja sjálfur af sér starfi aðalframkvæmdastjóra, verður að víkja honum úr því. Enginn heiðvirður maður getur treyst honum framar. Allur heimurinn hlýtur að sameinast um þessa kröfu: Dag Hammarskjöld verð- ur að víkja.“ Eftin þetta finnst manni það nánast vera blíðyrði, þegar Þor valdur segir Hammarskjöld vera „sænskan ólánsmann" og að Sameinuðu þjóðirnar verði „aldr ei starfhæfar á meðan Hammar- skjöld fer þar með æðstu völd.' Enn síðar spyr hann: ,,Hvað getur ísland gert? íslandi ber að slíta stjórnmála sambandi við Belgiu. fslandi ber að viðurkenna stjórn Gísenga. íslandi ber að taka þátt í að af- hrópa Dag Hammarskjöld “ Svo mörg eru þau orð. Rang- ar sakargiftir skyldi enginn hafa í frammi. Hvorki í þeim efnum né öðrum mega rangindi annars verða afsökun fyrir misferli hins. En hvernig lízt mönnum á, þeg- ar einn nánasti samstarfsmaður þeirra, sem segjast fyllast „undr un og fyrirlitningu“ yfir ásök- unum gegn flokksbróður sínum, birtir óátalið af þeim, slíkan óhroða um þann mann, sem öðr- um fremur hefur lagt sig í líma, ekki aðeins til að friða Kongó, heldur til að halda friði um heim allan? Atburðirnir í Kongó eru svo flóknir og erfiðir yfir- sýnar, að enginn viti borinn maður ætti að dæma um þá fyrr en úr flækjunni hefur verið greitt. Að sjálfsögðu hljóta allir heið- virðir menn að fordæma morðið á Lúmúmba. Þar sem ofbeldi heldur innreið sína, er einungis tilviljun þangað til slík hryðju- verk gerast. Ritsfjóri Þjóðviljans heimtaði í sumar, að hér væri stofnað „Alþingi götunnar“ í lík- ingu við það, sem þá hafði tekið til starfa í Japan. Þeim sorgar- leik lauk með morðum á svipað- an hátt og nú í Kongó. Skammt er á milli upphafs og endis, þar sem ofbeldisandinn leikur lausum hala. Hitt er öfugsnúningur sannleikans og móðgun við heil- brigða hugsun, að kenna Dag Hammarskjöld um þann ófam- að sem hann allra ínanna mest hefur reynt að sporna gegn. Von á „stóraukn- um fjársöfnunum44 Enn hefur sannazt, að skjótt kveður við kalli hjá kommúnista deildinni hér á landi. Sovét- stjórnin er ekki fyrr búin að setja fram þá fráleitu kröfu, að Hammarskjöld skuli „afhrópað- ur“ en forystumenn ís- lenzku kommúnistadeildarinnar taka undir hana með öllum sín- um fegurstu orðum. Fram- kvæmdanefnd Sósíalistaflokks- ins hafði daginn áður sagt frá því í Þjóðviljanum, að Ingi R. Helgason þyrfti ekki lengur „að standa í þeim stöðugu tímafreku fjársöfnunum, sem halda uppi starfsemi flokksins og Þjóðvilj- ans.“ Síðar í sömu yfirlýsingu var látin uppi sú von, að um- ræðurnar um Inga R. Helgason yrðu til þess að „stórauka" „þær fjársafnanir sem flokkurinn og þlað hans standa í.“ Bergmálið í Þórsgötu 1 Menn vita af fenginni reynslu, hvað er á ferðum, þegar komm- únistar efna til hinna „stór- auknu“ „fjársafnana". Þá er ýmist komið eða í vændum vænt framlag frá vinunum í austri. Einmitt sama daginn og framkvæmdanefnd flokksins tal- aði um hnar „stórauknu fjársafn- anir“, hafði Þjóðviljinn endur- prentað „fagnaðarboðskapinn" frá Moskvufundinum í nóv.-des. sl. sem Sovétsendiráðið hafði skömmu áður sent frá sér fjöl- rtaðan. Sú endurprentun var í sumum blöðuifi kölluð „kvittun" og benda ummæli framkvæmda- nefndarinnar óneitanlega til þess að það sé réttnefni. Ekki skal um það sagt, hvort Þorvaldur Þórarinsson er nú tekinn við „fjársöfnunum“ og óhróður hans um Dag Hammarskjöld er ein- hvers konar viðbótarkvittun. Svo þarf þó ekki að vera „Den sympatiske forstáelse", eins og Ágúst H. Bjarnason forðum nefndi doktorsritgerð sína, — samúðarskilningur forystu- manna kommúnista hér á landi á öllu því versta, sem valdhaf- arnir í Kreml fremja eða gera, Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.