Morgunblaðið - 19.02.1961, Page 20

Morgunblaðið - 19.02.1961, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. febr. 1961 Myrkraverk a eftir Bever’ey Cross í þýðingu Bjarna Arngrimssonar Marcel vissi, að ég var æstur yfir einhverju, að eitbhvað tafði mig við vinnu mína, en hann spurði engra spurninga. Eg held að hann hafi grunað að ég væri ástfanginn. Tíu dögum eftir að ég kom til La Condamine, fékk ég skila- boð frá Lucien, sem bað mig að koma til verkstæðisins næsta morgun og vera í elztu fötunum mínum. Víð ættum að fara til Belleau. Eg mætti stundvíslega kl. 8 utan við verkstæðið um leið og syfjaður kaffihúseigandi, í rönd óttri skyrtu og með axlabönd, kom út til að taka hlerana frá gluggunum og deplaði augunum í morgunsólinni. Benoit var kom inn á undan mér og ég heyrði hann rífast við einhvern inni í skúrnum, og um leið og ég kom fyrir hornið, kom hann út á gangstéttina. Eg snarstanzaði skelfdur, því að með honum var lögregluþjónn. ,,Boncieur, jeune home“ sagði hann, án þess að gefa mér neitt aðvörunarmerki. Lögreglumaður inn tók ekkert eftir hinu óstyrka stami mínu en skálmaði framhjá mér og benti á gangstéttina. Rauð málning hafði sletzt um allan veginn og á gangstéttina alveg út á brún. Benoit þótti gott að vinna í sólinni og sleppa við óþefinn og rifrildið í skúrnum. Eg gerði mér grein fyrir því, að ekki hafði kom izt upp um okkur, en ég óskaði þess að Benoit væri ekki jafn þrjózkur og hefði lofað lögreglu manninum að gera þetta ekki aft ur til að hann gengi ánægður leiðar sinnar. Þeir böðuðu út öllum öngum og lögreglumaður inn sþarkaði í vegginn og fégg menju á skóna sína. Dédé kom fyrir homið við enda götunnar. Hann var í leð urjakka og skálmaði áfram blístr andi með þumalfingurna undi-r belti sér. Þegar hann sá lög- reglumannin, lét hann sem ekki væri, en snarsnerist á hæli og hvarf bak við pýramídann. Sá stutti kom ekki aftur fyrr en lögreglumaðurinn hafði verið 1 sendur burtu með smáupphæð frá Lucien í bætur fyrir máln inguna á skónum hans og móðg ani-r Benoit’s. Þegar hann var farinn rak Lucien Benoit inn í skúrinn og kallaði hann „heimsk ann og klaufalegan fábjána“. „Viltu hafa hann rekandi nef ið hér inn aftur?“ spurði hann reiður. „Viltu að hann gangi hér um og leiti að málningu á gang stéttunum? Viltu hafa hann á verði til að leita að átyllu til að stinga þér inn?“ Reiði hans virtist ekki standa í neinu réttu hlutfalli við afbrot ið, en ég tók eftir, að Moumou og Dédé héldu sig í burtu og Benoit, sem hafði verið svo mælskur við lögreglumanninn, draup höfði og sagði ekki neitt. Þessi atburður dró frekar úr mínu góða morgunskapi og hin um kitlandi æsingi. Við hlóðum bílinn með tunnum með loki. Lucien horfði á og erti Benoit allan tímann með bitrum háðs- yrðum og ég var ánægður þegar við loksins einir í skítugum bíln um og hristumst niður götuna burtu f-rá La Condamine. Ben- oit muldraði eitthvað í barm sér. „Honum brá illa við“, fitjaði ég upp á. „Svona er hann", sagði Benoit, „foringinn er svona. Hann getur látið mann sk-ríða eins og skítug an orm“. Hann bölvaði fótgangandi mnni, er hentist í ofboði frá okkur. í staðinn fyrir að halda beint í áttina til Bois de Boulogne sneri hanh til norðurs. „Eg ætla að skoða svolítið", út skýrði hann og stanzaði framan við röð af yfirgefnum og hálf hrundum skúrum. ,,Þú mátt kom með og horfa á, ef þig langar til“, sagði hann, gekk á undan mér frá vörubíln um og leitaði í buxnavösum sín um að lykli. Hann opnaði dyrn- ar að einum af bílskúrunum og við fórum inn í rökkvaðan óupp lýstan skúr, þar sem helj-arstór bíll stóð hulinn seglum í myrkr- inu. „Haltu á þessu", sagði hann og rétti mér stórt vasaljós. sem átti að lýsa með yfir öxl hans, meðan hann velti seglunum af. Eg kíkti og sá sjálfan mig spegl ast í skínandi vélarhúsi langs og lágs kappakstursbíls. Benoit braut yfirbreiðsluna vandlega saman og hinn rennilegi bíll gljáði í ljósinu. Hann er fallegur, Bugatti módel 1938 í fullkomnu lagi, nýmálaðu-r, með ný hjól og ný áklæði úr ilmandi rauðu leðri. Hann var málaður dökk- rauður og á dyrum og vélarhlíf voru tveir franskir fánar í koss og hvítir hingi með tölunni 17. Benoit tók hreinan klút og fægði hinn gljáandi bíl af ást og virð ingu. Eg hélt vasaljósinu stöðugu fyrir hann og sagði ekki neitt. Eg vissi, að það sem ég sá þarna kom honum einum 'við, meira að segja var mér mikill heiðu-r að vera viðstaddur. Ef til vill hafði Benoit ekki farið til bíl skúrsins nema vegna reiðikasts Luciens. Athöfnin sefaði og endurnærði hann og hann brosti til mín með an hann breiddi seglið aftur yf ir og gekk á undan út úr bíl- skúrnum. Hann læsti dyrunum mjög vandlega og leit upp og niður götuna, eins og hann ótt aðist að við hefðum verið eltir. En þega-r Við vorum á annað borð komnir á stað áleiðis til Rambouillet, byrjaði hann að blístra og brátt að tala. Hann sagði mér frá bifreiðinni og að hann hefði unnið þrjá G-rand Prix kappakstra í henni, unz hann varð fyrir slysi í Casa- blanca. ,,Við vorum báðir sundurtætt ir“, sagði hann, ,ég hafði enga von lengur um að geta tekið þátt í kappökstrum. Eg hafði glatað lífsþrótti ipínum og taugasty-rk Hann.var heldur ekki nema fyrir ruslahaugana. En ég gat ekki fengið af mér að selja hann, svo ég lét senda hanan til Parísa-r í geymslu. Eg átti nóg af pen- ingum þá, skaltu vita“. Hann brosti til mín, og mér geðjaðist ósköp vel að honum. ,,Eg sá hann ekki aftur fyrr en stríðið var hálfnað, þega-r ég kom til að gá að honum. Og ég hef verið næstum 10 ár að gera hann eins og hann var, alveg jafnfallegan eins og þegar hann vann í Mílanó! Hann hafði náð heilsu í sólskininu í húsi sínu við Antibes og við hjúkrun konu hans, sem va-r bæði indæl og trygg, því hann hafði ennþá nóg af peningum, og verksmiðj an hafði verið mjög örlát. Síðan kom stríðið. Vinirnir hurfu. Ben oit og kona hans lokuðu sig inni í húsi sínu og biðu, unz allir pen ingar þeirra voru búnir. Þeir misstu gildi sitt mjög fljótt og það var ekkert efti-r. „Og daginn sem við eyddum síðasta eyrinum“, sagði hann, „dó konan mín. Hún lagðist bara á hliðina og dó. Hún gat ekki búið við skort, gat ekki hugsað sér að eiga ekki peninga, Svo hún sneri sér bara til veggjar og dó“. Eg held hann hafi enn verið undrandi yfir, hversu einfalt það var. ,,Svo kom ég til Parísa-r til að leita að Bugatti-bílnum mínum" hélt han-n áfram, „fann hann og gekk svo í andspyrnuhreyfing- una“. ,,Og hvað ætlarðu að gera við hann núna?“ spurði ég, „nú þeg ar þú ert búinn að gera við hann aftur“. „Eg ætla að selja hann“ sagði hann öruggur, „ég ætla að selja hann og fara svo aftur í sólskin ið“. En ég gat ekki trúað honum. Hver mundi vilja Bugatti frá 1938? Og hvernig mundi hann nokkru sinni geta skilið við hann? Eg hafði séð ástina skína úr augum hans, meðan hann var að fægja bílinn, og ég vissi að tal ið um að selja og halda suður á bóginn var einungis þjóðsaga. Við fórum yfir ána og þutum gegnum stóru undi-rgöngin, sner um síðan af leið til fyrsta við- komustaðarins, liðsforingjaskól- ans við Clenton. Þar tókum við þrjá ný-þvegna „américains" og tókum til baka þrjá-r illþefjandi tunnur með rotnandi mat, er stóðu utan við eldhúsið. ,,Þetta lærðum við af 2. hern um brezka", sagði Benoit. „Við seljum bændunum það. Þeim finnst þeir fá það ódý-rt, og þeir hafa rétt fyrir sér. En það verður að gæta þess, að fyirtæki okka-r verzla-r ekki með svínafóður í gróðaskyni, heldur a-f öðrum á- stæðum“. Hann hafði gert þetta í þrjá mánuði, en það var hugmynd Benoit sjálfs, og á því byggðist öll áætluni-n. Eftir bjö-rgunina og jafnvel þótt svínafóðrið gæfi ekki neinn gróða til lengdar, átti að halda áfram að taka við, sækja SkáBdið og mamma litla fóðu-r og senda bændunum í að minnsta kosti má-nuð. „Svo að engan gruni neitt“ út skýrði Benoit. „Það er líka mín hugmynd". Eg óskaði honum til hamingju og hann trúði mér nægilega vel til að hvísla því, að þó að Lucien virtist vera foringinn, þá væ-ri í raun og veru hann Benoit, sem legði til vi-tið. Við kinkuðum kolli samþykkir. sUÚtvarpiö Sunnudagur 19. febrúar 8.30 Fjörleg músík að morgni dags. 900 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar. a) Strengjakvartett f A-dúr op. 39 nr. 3 eftir Boccherini (lt- alski kvartettinn leikur). b) Hilde Zadek syngur aríur eft* ir Purcell, Haydn og Hándel. c) Prómeþeus-forleikurinn op 43 og Sinfónía nr. 1 í C-dúr op. Keflavík. Arnarfell kemur til Hull á 21 eftir Beethoven (Fílharmon íusveit franska útvarpsins; Paul Parey stjórnar). 11.00 Messa 1 Dómkirkjunni (Prestur? Séra Arelíus Níelsson. Organleik-* ari: Helgi Þorláksson). . 12.15 Hádegisútvarp. ’ 13.05 Erindi um heimspekileg efni; I.? Efahyggja (Brynjólfur Bjarnason fyrrum menntamálaráðherra). 14.00 Miðdegistónleikar (frá tónlistar-* hátíðinni í Liege 1960): Öperan ,,Orfeus“ eftir Monteverdi (Belg ískir söngvarar, kór og hljómsveit flytja; Edgar Doneux stjórnar. — Þorsteinn Hannesson flytur skýringar). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.). a) Jósef Rúdólfsson Felzmann og félagar hans leika. b) Eastman-Rochester ,Pons* hljómsveitin leikur létt lög eftir Leroy Anderson; Fred-* erick Fennell stj. 16.30 Endurtekið efni (frá 31.f.m.)? a) Úr samfelldri dagskrá um Torfa Eggerz. b) Tónlist eftir Björgvin Guð- mundsson. 17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari) ? a) ,,Já eða nei". spurningaþáttur. b) Guðjón Ingi Sigurðsson les ævintýri. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Kristjana Þor steinsdóttir velur sér hljómplöt- ur. 19.10 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Um daglegt líf f Óslandshlíð fyr- ir 75 árum (Gísli Kristjánsson rit stjóri flytur eftir frásögn Jóns Konráðssonar hreppstjóra í Bæ), 20.20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko a) ,,Á krossgötum*', svíta eftir Karl O. Runólfsson. b) „Trittico Botticelliano" eftir Ottorino Respighi. 20.50 Erindi: Sjónvarp og útvarp t Bretlandi (Séra Emil Björnsson), 21.15 Gettu betur!, spurninga- og skemmtiþáttur undir stjórn Svav ars Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson vel ur og kynnir. 23.30 Dagskrárlok. 1) Og hvað finnst þér svo um inni- 2) Það er prýðilegt. Ég segði, að 3) ....ef ég hefði ekki séð mörg hald kvæðisins? þú værir frumlegur, ef______ kvæði alveg eins áður. — Þetta var óheppilegt ....I gæti hann visað mér leiðina tilj er enn of máttfarinn til að| að honum batni o-g vona að hann Ef hundurinn væri heilbrigður,I foreldra drengsins .... En hann hreyfa sig! Ég verð að bíða eftir| geti hjálpað! Mánudagur 20. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar —• 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —- 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur; Vélabúskapur (Haraldur Árnason ráðunautur), 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar), 18.00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil'* bernskuminningar listakonunnar Eileen Joyce; XVI. — sögulok Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Vignir Guðmundsson, blaðamaður). 20.20 Einsöngur: Sigurveig Hjaltesteð syngur: Við píanóið: Fritz Weisa happel. a) Tvö lög eftir Jóhann Ö. Har- aldsson: „Vögguljóð" og „Sum arnótt". b) Fjögur lög eftir Karl O. Run- ólfsson: „Japanskt ljóð", „Vikl vaki", „Síðasti dans" og „Den farende svend". 20.40 Leikhúspistill: Viðtal við Önnu Borg (Sveinn Einarsson fil. kand, 21.00 Tónleikar: Klarínettukvintett f A-dúr (K581) eftir Mozart (V. Ríha og Smetana kvartettinu leika). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin" eftir Guðmund G. Haga- lín; III (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar. 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 1 23.10 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.