Morgunblaðið - 19.02.1961, Side 23

Morgunblaðið - 19.02.1961, Side 23
Sunnudagur 19. feb'r. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 «V — Utan úr heimi Framh. af bls. 13 lögðu“ samtals 1230 slíkar stjörnur — og kcjmust að þeirri miðurstöðu, að þser væru lang- jþéttastar lengst í burtu, og þytu þar út í ómælið með hraða, sem nálgaðist ljóshrað- ann. Vísindamennirnir segja, að eftir því sem nær dragi jörðu í(sem þeir telja vera nálægt miðju alheimsins) verði stjörn- urnar æ strjálli — og megi nán- ast segja, að „gat“ sé að mynd- ast í miðju geimsins. Með þessu styðja þeir einkum kenningu sína um frumsprenginguna í öndverðu. Þungt efni Einna mesta athygli vekja kenningar Ryles og félaga hans um það að allt efni í heiminum hafi fyrir sprenginguna verið saman komið í einu gríðarlega stóru atómi. Þetta eina atóm virðist hafa verið eins stórt og sólin eða heldur minna en í því hefur verið saman komið allt það efni, sem til er í stjörnukerfunum í dag, en svo mjög samanþjappað, að stykki af þessu efni á stærð við eld- spýtustokk myndi vega, ef það væri hér á jörðunni, 1 milljarð lesta. Efni það sem jörðin er samsett úr hefur þá verið í þessu risatómi — og ekki tek- ið meira rúm en nokkrir rúm- sentimetrar. * - • - 1 Kenningar brezku vísinda- jnannanna hafa vakið umræður víða um heim. En biskupinn af Manchester, William Greer, sagði, að þær breyttu í engu skoðunum sínum á guðdómn- um og sköpun heimsins. — Því að jafnvel þótt heimurinn hafi myndazt við sprengingu, var það guð sem kom sprengingunni af stað, sagði biskupinn. Það er til marks um, hve mikla athygli kenningar próf. Ryles og félaga hans hafa vak- ið, að stjórnvöld í Bretlandi munu nú þegar hafa ákveðið að Jóta reisa nýjan radíóstjörnu- iturn, miklum mun öflugri en þann, sem þeir unnu að rann- sóknum sínum með. Þessi nýja athugunarstöð á að geta „séð“ 40 milljarða Ijósára út í geim- inn — það er að segja um það i>il á heimsenda, i þess orðs fyllstu merkingu, ef gengið er út frá hinum nýju kenningum um, að alheimurinn hafi orðið til fyrir 10 milljörðum ára og að stjömukerfin hafi síðan þotið út frá sprengistaðnum með hraða ljóssins, eða allt að því. REYNIR Jónasson saxófón- leikari í hljómsveit Svavars Gests og Elly Vilhjálms sjást hér á sviðinu í Sjálfstæðishús- inu. Myndin var tekin sl. þriðjudag þegar síðari undan- keppni laganna í nýju dönsun- um í danslagakeppni SKT fór fram. Nú er undankeppninni lok- ið og mun liljómsveit Svavars Gests ásamt söngvurunum Ragnari Bjarnasyni og Elly Vilhjálms leika úrslitalögin á dansleik í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, en gestir hússins greiða atkvæði nm lögin. Þrjú at- kvæðahæstu lögin hljóta há peningaverðlaun, auk þess sem hljómplötufyrirtæki hér hefur lofað að gefa út á plötu atkvæðahæsta lagið. - Dagsbrún Frh. af bls. 2 þó ekki alveg. Bað ég formann inn nú um að leiðrétta þennan misskilning. Nú kom alvaran í þessu máli í ljós. Forráðamenn þarna á kjör stað voru í einu og öllu samtaka um að hundsa allar skýringar mínar og óskir um leiðréttingu, enda fór það svo að mér var mein að að kjósa í þessu stéttarfélagi mínu. Tel ég formanninn bera á því fulla ábyrgð að réttur minn til þátttöku í Dagsbrúnarkosningun um var svo gjörsamlega fótum- troðinn. Frumstæðustu réttindi þess manns, sem í stéttarfélagi starfar og stendur í skilum við það í einu og öllu, er að hafa rétt til að taka þátt í kosningu til stjórnar og annarra trúnaðar- starfa í félagi sínu. Um þetta getur ekki verið ágreiningur. En hvað veldur læt ég órætt. Menn geta sennilega sjálfir komizt nærri sannleikanum. Flest árin, sem ég hefi unnið verkamnnavinnu hef ég starfað í frystihúsi ísbjarnarins hér á Seltjarnarnesi. Geta trúnaðar menn Dagsbrúnar á þessum ár um, um það borið að ég hefi alltaf staðið í fullum skilum við Dagsbrún, — það tel ég sjálfsagt og eðlilegt. Eg læt þessa getið til að enn einu sinni að undirstrika ótvíræð an rétt minn til kosningaþátttöku í Dagsbrún, sem formaður þessa stéttarfélags míns neitaði mér um. Snæfelli, Seltjarnarnesi, 8. febrúar 1960, Stefán Jónsson. Landsliðio vann Á FÖSTUDAGKV ÖLDIÐ lék landsliðið í handknattleik „kveðjuleik" að Hálogalandi og mætti þá úrvalsliði. Leikurinn var skemmtilegur og tvísýnn og lauk með sigri landsliðsins 24—21. í hálfleik stóð 12—12. Nánar síðar. NámskeiÖ iyrir knattsp yrn uþjáliara K. S. f. heíur skipað nefnd til tæknilegs ráðuneytis um þjálf- unarmál á vegum sambandsins. Nefndina skipa þeir; Karl Guð- mundsson, sem er formaður nefndarinnar, Óli B. Jónsson og Reynir Karlsson. Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að gangast fyrir þrek- þjálfunarnámskeiði, sem fram á að fara í Reýkjavík um næstu helgi, ^ hinn 25. og 26. febrúar n.k. Á námskeiði þessu verða teknir fyrir ýmsir þættir þrek þjálfunar fyrir knattspyrnumenn og auk þess flutt fræðilegt erindi. Kennarar á námskeiðinu verða nefndarmenn allir, svo og Bene- dikt Jakobsson, sem mun flytja erindi. Námskeið þetta er fyrst og fremst ætlað knattspyrnuþjálf- urum eldri flokka félaganna, en það hefst, laugardaginn 25. fe- brúar n.k. kl. 3% e.h. í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, Baróns stíg. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu K. S. í., Vesturgötu 20, sími 24079, eigi síðar en 23. febrúar n.k. EGGERT CLAESSEN og GtJSTAV A. SVEINSSON hæstar é tt arlögm eno. Þórshamri við Templarasund. Hraðkeppni í körfuknattleik HIÐ nýstofnaða Körfuknattleiks samband gengst fyrir hrað- keppni í körfuknattleik í Háloga landi á þriðjudagskvöldið. Taka 6 lið þátt í keppninni — KFR, ÍR, ÍS, IKF og KR. Leikirnir verða 2x15 mín. og er það lið úr leik sem tapar einu sinni. Engin hlé verða í leikj unum og ekki er að efa að keppn- in verður tvísýn. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austuistræti 10 A — Sími 11043 INNANMÁl CLUCCA »4— .--r 2« 1* EFNISBREI00*... VINDUTJÖLD Dúkur — Pappír og plast Framleidd eftir máli Margir litir og gerðir Fljót > afgreiðsla Kristján Siggeirsson Laugavegi 13 — Sími 1-3P-79 — Visindi Framh. af bls. 15 greint sem jarðnesk fyrirbæri. Árið 1948 sáu tveir flugmenn ásamt nokkrum mönnum á jörðu niðri einkennilegan hlut, sem stefndi með ofsa- hraða að flugvélinni, sem flug mennirnir stjórnuðu. Virtist hann vera um 30 metra vængjalaus vél, sem var eins og vindill í laginu. Áður en hluturinn náði flugvélinni, beygði hann upp á við, og sáu þá flugmennimir, að eldtung ur stóðu út úir afturhluta hans. Sögðu flugmennirnir, að hluturinn hefði ekki getað ver ið jarðneskur. Þetta er eitt dæmi um fyrir bæri, sem ekki er hægt að út skýra, svo enn þá getur eng inn fullyrt með vissu, að fljúgandi diskar séu ekki til. Má því telja fullvíst, að minnsta kosti í náinni framtíð, að heimurinn muni skiptast í tvo hópa. Annar hópurinn mun trúa á fljúgandi diska, en hinn fullyrðir, að þeir séu aðeins hugarfóstur mannanna. — Fiskifélagið Framh af bls. 6. Síðast en ekki sízt hefur Fiski- félag fslands gefið út tímaritið Ægi um áratuga skeið og varð þessi útgáfustarfsemi upphafið að öflun afla- og útgerðar- skýrslna, sem nú er veigamikill þáttur i starfsemi félagsins. ★ Fiskiþing, sem hefur æðstu völd í málefnum félagsins, hefur komið saman reglulega síðan 1913 og þar hafa jafnan verið rædd hin þýðingarmestu mál sjávarútvegsins á hverjum tíma — og gerðar tilögur um lausn margvíslegra vandamála útvegs- ins. Þess ber loks að geta, að upphaf björgunarstarfseminnar hér á landi má einmitt rekja til Fiskiþings og Fiskifélags ís- lands. Fiskimálastjóri, Davíð Ólafs- son, er framkvæmdastjóri félags- ins og jafnframt stjórnarformað- ur. Aðrir í stjórn eru: Emil Jóns- son, Pétur Ottesen, Ingvar Vil- hjálmssón og Margeir Jónsson. Sendiferðabifreið Dodge 1951 til sölu. Verður til sýnis á mánudag. BIFREIÐASALA GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Hjartkær eiginmaður minn EINAR ÁGÚST GUÐMUNDSSON klæðskerameistari, ísafirði, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 18. þ.m. Þuríður Vigfúsdóttir. SIGURVEIG RUNÓLFSDÖTTIR frá Bakka, andaðist að morgni 18. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda. • Georg Guðmundsson. Útför móður okkar GUÐLAUGAR GUNNLAUGSDÖTTUR frá, Bræðraparti, Akranesi, sem andaðist 13. þ.m., fer fram frá Akraneskirkju þriðju daginn 21. febrúar kl. 2. Blóm afbeðin, en þeim, er vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á sjúkra- hús Akraness og líknarstofnanjr. Elísabet Jónsdóttir, Ingunn M. Freeberg, Jón Kr. Jónsson, Ölafur Jónsson, Gunnlaugur Jónsson. Faðir okkar og tengdafaðir, GRlMUR KR. JÓSEFSSON járnsmiður verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börn og tengdaböm Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KONKORDlU STEFÁNSDÓTTUR Björg Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar ÞÓREYJAR JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJARGMUNDAR SIGURÐSSONAR málarameistara Gíslína Kjartansdóttir, Kjartan Bjargmundsson Valgerður Guðmundsdóttir, Sigurður Bjargmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.