Morgunblaðið - 22.02.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.1961, Qupperneq 1
20 siftur 48. árgangur 43. tbl. — Miðvikudagur 22. febrúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kommúnistar aö tapa fHin pólitísku verkföll mælast illa KOMMÚNISTAR eru að tapa innan verkalýðshreyfingar- innar. Það er auðsætt af nýjustu úrslitum í kosningum til trúnaðarstarfa innan verkalýðsfélaganna. Lýðræðissinnar juku t. d. mjög fylgi sitt innan Múrarafélagsins, en í því var kosin stjórn um síðustu helgi. Hlaut listi lýðræðissinna nú 109 atkvæði, en listi kommúnista og stuðningsmanna þeirra 82 atkvæði. Er fylgi lýðræðissinna mun öflugra nú í félaginu en fyrir einu ári. í Hinu íslenzka prentarafélagi er stjórnarkosningu einnig nýlega lokið. Frá úrslitum hennar verður ekki skýrt fvrr en á aðalfundi félagsins. En vitað er að kommúnistar fóru þar hina mestu hrakför. í Sjómannafélagi Reykjavíkur unnu lýðræðissinnar glæsilegan sigur og aðstaða kommúnista veiktist þar verulega. 1 Félagi rafvirkja varð fram- boðslisti lýðræðissinna sjálfkjör- inn. Var svo dregið af komm- únistum þar að þeir buðu ekki fram við stjórnarkjör. í Vélstjórafélagi Vestmanna- eyja töpuðu kommúnistar stjórn arkosningu og urðu undir í af- greiðslu félagsmála. Voru þessir menn kosnir í stjóm félagsins: Sigurður Sigurjónsson, for- maður, Hjörleifur Hallgrímsson, varaformaður, Guðni Grímsson, fjármólaritari, Þormóður Stef- ánsson, ritari, og Alfreð Þor- grímsson, gjaldkeri. Varamenn voru kjömir Guðfinnur Þorgeirs son og Tryggvi Sigurðsson. í Félagi skipasmiða í Reykja- vík tóku lýðræðissinnar stjóm- ina í sínar hendur og héldu stjórninni í Félagi íslenzkra prentmyndasmiða. í Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti juku lýð- ræðissinnar fylgi sitt. og kommúnistar sér að leika sama leikinn. Þess vegna er nú verkafólki og sjómönnum í Vestmannaeyjum haldið at- vinnulausu viku eftir viku um hábjargræðistímann. Um þessi mál er rætt nokkru nánar í forýstugrein og Staksteinum blaðsins í dag. Það er af þessum staðreynd- urn ljóst að kommúnistar eru á greinilegu undanhaldi innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir allt brambolt sitt, tapa þeir verulega innan einstakra félaga. Þeir bættu að vísu við sig atkvæðum í Dagsbrún. En það gerðu lýðræðissinnar einnig. PÓLITlSKU VERKFÖLLIN MÆLAST ILLA FYRIR Þess verður í vaxandi mæli vart á vinnustöðvum, bæði hér í Reykjavík og úti um land, að hin pólitísku verk- föll kommúnista og Fram- sóknarmanna mælast illa fyrir. Fólkið man verkföllin árið 1955, sem eingöngu voru notuð til þess að ryðja braut pólitísku stjórnarsamstarfi Framsóknarmanna og komm- únista. En vinstri stjómin lét það verða eitt sitt fyrsta verk að taka þær kauphækk- anir af launþegum aftur, sem knúðar höfðu verið fram með verkföllunum 1955. Nú ætla Framsóknarmenn I TILEFNI af áttræðisafmæli Jón Stefánssonar listmálara í dag, birtast hér inngangsorð í sýningarskrá, sem Valtýr Stefánsson ritstjóri skrifaði, þegar Menntamálaráð íslands hélt yfirlitssýningu á verkum Jóns í Listasafni ríkisins i ágúst og september 1952 Einn ig eru greinar um Jón Stefáns- son á miðsíðu blaðsins, eftir Ragnar Jónsson og Valtý Pét- ursson listmálara. Valtýr Stefánsson segir meðal annars: „Rúmlega tvítugur að aldri ákvað Jón Stefánsson að gera málaralistina að ævistarfi sinu. Frá æskuárum hafði hann Jón Stefánsson: Sjálfsmynd. Jón Stetansson nst- málari áttræður í dag Her Tshombe sœkir fram New York, 21. febr. (NTB-Reuter). —• í SKÝRSLU, sem meftlimum öryggisráðs SÞ var afhent í Geimskot ; Kanaveralhöfða, Bandaríkj- unum, 21. feb. (NTB-Reuter) BANDARlKJAMENN skutu í dag á Joft samskonar geim- skipi og notað verður síðar til að koma fyrsta Bandaríkja- manninum út í geiminn. Til- raunin tókst í alla staði vel og kom geimskipið niður á fyrir- fram ákveðnum stað í 2.300 kilómetra fjarlægð frá Kana- veralhöfða. Eldflugin, sem notuð var, var af gerðinni Atlas, og náði hún 21.000 kíló metra hraða á klukkustund og komst t 170 km. hæð. Bandarísku geimfararnir sjö, sem undanfarið hafa ver- ið í þjálfun með væntanlega geimferð fyrir augum, voru viðstaddir geimskotið. Á eftir var tilkynnt að úr hópi þeirra hafi nú verið valdir þrir, og að einhver þeirra þriggja verði fyrstur til að reyna ferð í samskonar geimskipi og \ barna var skotið á lofti. dag, er ráðizt harðlega á Tshombe forseta Katanga fyr ir að brenna heil þorp og of- sækja íbúana. Skýrslan er samin af fulltrúa SÞ í Kongó, Indverjanum Daval. Segir í skýrslunni að Baluba ættflokkurinn byggi norðurhluta Katanga, og hafi sveitir Tshombe Framhald á bls. 19. TÍka tilhneigingu til sltáld- legra hugleiðinga, en hin djúpa og naema innsýn hans í eðli þeirra hluta, sem fyrir augu hans bera, er honum í blóð borin. Að yfirveguðu máli valdi hann sér málaralistina til að skapa athugumim sinum og hugrenningam listrænt form. Um þær mundir er Jón Stefínsson hafði ákveðið að helga málaralistinni krafta sína óskipta, rak hinn frægi danski málari, Zarthmann, myndlistarskóla í Kaupmanma höfn. Varð hann fyrsti kenn- ari Jóns. Síðan ákvað hann, ásamt nokkrum féiögum sin- um, norskum, að leita eftir kennslu og leiðbeiningum í skóla hirrs mikla franska meist ara, Henri Matisse, en til hans komu þá ungir efftismenn víðs vegar að úr heiminum. Svo mikil nýlunda var það á þessum árum, að í§lending- ar sæktu nám til þessarar höf. uðborgar heimslistanna, að fyrir mörgum var fordæmi Sæmundar Sigfússonar nær- tækast í endurminningunni. • En þótt Jóni Stefánssyni hlotnaðist eindregnasta upp- örvun á þessum fyrstu árum sinum á listabrautinmi frá mikilhæfum kennurum og námsfélögum, var hógværð hans svo mikil og sívakandi sjá.Ifsgagnrýni, að honum tókst ekki um skeið að ná staðföstu trausti á hæfileikum Hervæðing í Katanga Tshombe lítur á her SÞ. sem óvini Elisábethville, 21. fébr. (NTB). MOISE Tshomhe forseti Kat- anga sendi í dag út fyrirskip- un um allsherjar hervæSingu í landinu. Eru allir íbúar, hvort heldur þeir eru svart- ir eða hvítir, kvaddir til vopna. Ráðstöfun þessi er gerð vegna samþykktar ör- yggisráðs SÞ um að beita valdi ef nauðsyn krefur til að koma í veg fyrir borgara- styrjöld í Kongó. Ráðstefna Tshombe sendi einnig út á- skorun um að haldin verði ráð- stefna kongóskra stjórnmálaleið toga í Genf hinn 1. marz n.k., og að þangað verði einnig stefnt erkióvini hans Antoine Gizenga. En Gizenga tók við forustu Lum umbamanna í Orientale-héraði að Lumumba látnum, og hefur stjórn hans hlotið viðurkenningu flestra kommúnistalandanna og nokkurra hlutlausra landa sem hin eina löglega ríkisstjóm í Kongó. Frekleg afskipti Þá tilkynnti Tshombe að rík- isstjórnin í Katanga hefði ákveð ið að veita hverjum sem þess óskaði ríkisborgararétt í Kat- Frh. á bl' sínum. Enda var það á þess- um árum talið fullkomið eins dæmi, ef íslendiagur gæti orff ið hlutgengur á braut mynd- listar á heimsmælikvarða. Liðin eru fimmtíu ár síðan Jón Stefánsson valdi sér mál- aralistina að ævistarfi. Vin- sældir hans og áhrif á þroska, skiining og hugorfar íslenzku þjóðarinnar hafa farið sívax- andi með árunun .... Um list Jóns Stefánssonar verður eigi fjölvrt að þessu sinnri, því veirkin tala sinn augljósara máli. Talið er með réttu, aff land- ið hafi mótað þjóðina að veru legu leyti, lyndiseinkenni hennar og hugarfar. Eitt af merkustu verkefnum Jóns1 Stefánssonar hefur verið aff gera samtiðinni grein fyrir þeim svipeinkennum og töfr. um lands vors, er greinilegast hafa mótað skapgerð okkar og þjóðaranda. Annar er sá þáttur í list hans, svo fleiri verkefni séu nefnd, myndir hans af íslenzka hestinum, er greina frá eiginleikum hans og ævikjörum, en sambúff manms og hests hefur veriff ríkur þáttur í davlegu lifi ts- lendinga allt frá landsnáms. öld. Hið þrlðja er meðal ann- ars skilgreining þessa fjölgáf. aða og mikilvirka málara á. töfrum hins lifandi gróðurs, og eru þó ótaldar margar greinar i listsköpun hans, svo sem mannamyndir og myndir af einkennandi þjóðlífshátt- um“. Valtýr Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.