Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagUr 22. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 VIÐ sáum hann í Kirkju- stræti og okkur fannst hann tilvalinn til þess aS mynda hann þar sem hann mokaði snjófölið af gangstéttinni. Hann snýtti sér hraustlega milli vísi- fingurs og þumalfingurs hægri handar og þurrkaði sér á snjónum. — Og þið eruð að moka snjófölið af gangstéttunum, segjum við til að segja eitt- hvað. Gamli maðurinn lítur upp frá verkinu, strýkur skeggið og kímir með augunum. ★ — Já, þetta er of lítið tii þess að hægt sé að vinna vís- indalega að því. — í>ú átt við með vélskófl- um burtu fölið og höggvum |||| upp svellið. » — Hvað heitirðu? — Þetta er þá létt verk. — Eg heiti Magnú^ Jakobs- §§§ son. — Og hvað ertu gamall? — 64 ára. — Eruð þið margir svona gamlir í þessari vinnu. — Já, já. Sumir eldri, en þeir eru nú að gefast upp og týna tölunni sumir. Já, já. ★ — Það hefir annars verið rólegt hjá ykkur í vetur við snjómoksturinn? — Já, það hefir það verið. Áðeins 4 dagar í vetur. Þeg- ar mest hefir verið að gera á undanförnum árum hefir oft þurft að taka aukalið. — Vinnurðu við göturnar á sumrin líka? Magnús Jakobsson: Maður vinnur sér þetta ekki um megn. — Sumir eru eldri en þeir eru a ð gefast upp um og þessháttar tækjum \ — Já, einmitt. — Já, frekar það. Við klór. Óe/rðir í Angola NEW YORK, 21. febr. (Reuter) Fulltrúi Líberíu í öryggisráði SÞ skoraði í dag á ráðið að ræða á- standið í portúgölsku nýlendunni Angola í Vestur Afríku eins fljótt og auðið er. í bréfi sem Líberíufulltrúinn George Padmore sendi forseta ráðsins sir Patrick Dean í dag lætur hann í Ijós áhyggjur sinar varðandi ’ástandið í Angola. Fer hann þess á leit að málið verði tekið fyrir hið fyrsta til að fyrir byggja enn meiri hörmungar í landinu. í bréfinu segir fulltrú- inn að fjöldi manns hafi verið drepinn í óeirðum undanfarið. Þoka RÓM og Ósló, 21, febr. (NTB- Repter). — Loka varð hinum nýja alþjóðaflugvelli Rómar á Fiuminicino við Miðjarðarhafs- ströndina í gærkvöldi vegna þoku. EEr þetta fimmta kvöldið í röð sem flugvöllurinn er lok- aður. Einnig urðu umferðatruflanir j hjá flugvélum í Hollandi og Dan mörku. I Hollandi var skyggni tæpir 200 metrar og stöðvaðist allt flug um tíma. Kastrup-flugvelli við Kaup- mannahöfn var lokað á miðnætti í nótt og urðu margir flugfar- þegar að taka sér ferð með jám- brautarlestum til Frankfurt, Dusseldorf eða Stokkhólms áður en flugferð þeirra gat hafizt. I Ósló var þoka í dag og er það sjötti þokudagurinn í röð þar. Olli þokan miklum umferða töfum og var Fornebuflugvöllur lokaður. Siglingar skipa hafa einnig tafizt mjög mikið. — Já. Eg hef verið að pjakka alls konar torf með- fram stéttunum. Þeir skömm uðu mig nú fyrir það. — Og þetta er ekki mjög erfitt? — Nei, nei. Verkstjórarnir segja að maður þurfi ekki að leggja hart að sér. En maður á nú víst ekki að segja frá því. Eg fór mér líka hægt fyrst. Fótbrotnaði fyrir nokkru og lá lengi á spítala. Nei. Maður vinnur sér þetta ekki um megn. Ólafur snýst í kringum okk 'ur og smellir , af nokkrum myndum. Gamli maðurinn hallar sér fram á rekuna með an hann rabbar við okkur. Hann hefir ekki hirt um að þurrka tóbakið af nefinu. Við þökkum hor.um fyrir og höldum út í kófið. Magnús gamli bograr yfir rekunni sinni og pjakkar upp snjóinn. vig. Handritin heim? Gamli mað'urinn bograr yfir rek- unni sinni og pjakkar upp snjóinn. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.). . Flugferð féll niður KEFLAVÍKURFLUGVELLI 21. febr. — Áætlunarflug Pan American til Norðurlanda um Keflavík féll niður í gær, mánu dag, vegna verkfalls vélamanna á bandarískum flugvélum. Raupmannahöfn, 21. fébrúar. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. DAGBLAÐIÐ Politiken í Kaupmannahöfn segir í dag að góðir möguleikar séu á því, að nú sé loks að fást lausn á margra ára og oft biturri deilu um íslenzku handritin, lausn, sem bæði íslenzk og dönsk yfirvöld geti sætt sig við. Talið er eðlilegt að íslenzkir og danskir ráðherrar á þingi Norðurlandaráðs ræði um fyrir- komulag á afhendingu handrit- anna. Ef þau eiga nú að af- hendast Islendingum, verður að sjálfsögðu fyrst að ljúka við að ljósmynda þau öll, svo unnt verði að halda áfram vísinda- legum rannsóknum í sambandi við handritin í Kaupmanna- höfn. Sennilegt þykir að íslending- ar leggi fram tillögu í málinu næstu daga. Menn muna það að Starcke var eini ráðherrann í síðustu ríkisstjórn, sem veru- lega var mótfallinn afhendingu handritanna, en aðrir meðlimir stjórnarinnar voru málinu vin- veittir. í sambandi við þessa frétt frá Kaupmannahöfn má geta þess að fréttastofa útvarpsins hér sneri sér í gær til Gylfa Þ. Gíslason- ar menntamálaráðherra og spurði hann fregna af málinu. Var það haft eftir ráðherranum í hádegisútvarpinu að engar við- ræður hefðu farið fram milli ís- lendinga og Dana um handrita- málið að undanförnu og að eng- ar viðræður væru ráðgerðar. Varö fyrir bifreið tékk heilahristing LAUST FYRIR kl. 7 í gærkvöldi ók bifreið á grænu ljósi niður Bankastræti og yfirgatnamót þess og Austurstrætis. í sama mund fór kona af Lækjartorgi suður yfir Austurstræti. Er bíllinn kom hikaði konan og lenti á bifreið inn með þeim afleiðingum að hún féll og hlaut af heilahrist ing. Var hún þegar flutt á Slysa varðstofuna. Konan heitir Ingibjörg Tómas- dóttir til heimilis að Grettisgötu 79 og er 73 ára að aldri. Lögreglan óskar eftir að hafa samband við sjónarvotta að slysi 'þessu. STAKSTEINAR Kallar Vestmanneyinga skríl Það hefur vakið eigi litla at- hygli, að forseti Alþýðusambanda íslands, Hannibal Valdimarsson komst þannig að orði á fundi meS verkfallsmönnum í Vestmanna- eyjum, að hann „vildi æskja þess að enginn skríll færi að vaða hér uppi“. Tilefni þessara ummæla forseta Alþýðusambandsins var það, að nokkur kurr varð á fyrr- greindum fundi vegna þess, hvernig bornar voru upp til at- kvæða tillögur, sem lagðar höfðn verið fram á fundinum. Virðist virðing forseta Alþýðusambands- ins fyrir verkalýðnum í Vest- mannaeyjum ekki vera ýkja rót- gróinn. Vegna þess að Pundar- menn eru ekki allir ánægðir meS fundarstjórn á fyrrgreindum fundi þá fer Hannibal Valdi- marsson strax að tala um skrils- Iæti! Nei, kommúnistunum í forystu- liði Alþýðusambandsins þykir á- reiðanlega ekki sérstaklega vænt um fólkið í Vestmannaeyjum, eða bera fyrir því mikla virðingu. Þeim finnst hinsvegar gott að nota það sem tilraunakanínur í hinum pólitísku verkfölhim, sem þeir hafa hafið gegn viðreisnar- stefnunni. V estmannaey ingar skilja þetta Fólkið í Vestmannaeyjum, sem staðið hefur í verkföllum síðan i byrjun janúar og misst hefur af stórum hluta vetrarvertíðar sinn- ar, að nú farið að skilja þetta. Það finnu að kommúnistaleiðtogun- um í Reykjavík er alveg ósárt um, þó að vélbátaflotinn í Eyjum liggi þar bundinn í höfn mánuð- um saman og fólkið gangi um at- vinnulaust og tekjulaust. Það eru ekki bætt kjör almennings í Vest mannaeyjum, sem þessir herrar hafa fyrst og fremst álhuga fyrir. Takmark þeirra er allt annað. Hið pólitíska tilraunaverkfall í Eyjum stefnir að því einu að ryðja kommúnistum og fram- sóknarmönnum braut til póli- tískra áhrifa og valda að nýju. Sporin hræða En sporin hræða. Kommúnist- ar og framsóknarmenn bcittu sér fyrir pólitískum verkföllum vet- urinn 1955. Afleiðing þeirra varð ný verðbólgualda. En kommún- istum og framsóknarmönnum tókst að mynda vinstri stjórn á faldi hennar. Sú stjórn lét það vera sitt fyrsta verk að taka veru legan hluta kauphækkunarinnar frá 1955 af launþegum aftur. Þá var ekki lengur kjarabót að kaup hækkuninni. Og þá skoruðu þess- ir herrar á verkalýðinn að heimta ekki hækkað kaup. Vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum eftir 2*4 ár. Verðbólgu- aldan skolaði henni burtu. Nú þykjast þeir kumpánar, fram- sóknarmenn og kommúnistar, að nýju vera þess umkomnir að bjarga þjóðinni. Nú segja þeir að hækkað kaup skapi kjarabætur. En eru þessir menn ekki nákvæm lega jafn ófærir um það nú og þeir voru, þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum á miðju kjörtímabili að Ieysa vandamál þjóðfélagsins? Niðurrifsbandalag Áreiðanlega. Hvergi örlar á já- kvæðri tillögu til lausnar nokkr- um vanda í málgögnum niðurrifs bandalags framsóknar og komm- únista. Niðurrifsbandalagið heimtar aðeins nýtt kapphlaup milli kaupgjalðs og verðlags, nýja verðbólguöldu yfir þjóðina. Það er eina „bjargráðið“, sem þessir herrar eygja. En er það nokkurt bjargráð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.