Morgunblaðið - 22.02.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 22.02.1961, Síða 6
6 MORGUl\*JLAÐ7Ð Mlðvikudagur 22. febr. 1961 íslendingafélagið G'isli Brynjólfsson segir frá ýmsu markverðu frá Noregi íslendingafélagið „Jú, blessaður komdu á fund- inn“, segir glaðleg rödd í sím- anum, „og segðu okkur eitthvað að heiman". Það er formaður ís- lendingafélagsins í Bergen, sem er að segja, að það eigi að vei'a fundur annað kvöld. Og ég á fundinn, og sagði þeim það helzta, sem gerst hafði áður en ég fór að heiman og sýndi nokkr ar skuggamyndir. Og þar talaði líka séra Egill Lehman prestur i Fana, mikill áhugamaður um samband Islands og Noregs og talar íslenzku ágætlega, þótt aldrei hafi hann til íslands kom- ið. Og hann messar fyrir landa á þjóðhétíðardaginn. íslendinga- félagið er bara tveggja ára og meðal stofnenda þess og aðal- starfskrafta ber að nefna Vest- firðinga tvo, Ingibjörgu Jóhann- esdóttur, sem hér hefur dvalið síðan 1926, gift Dyrkolbotn manntalsstjóra í Nesttun og svo Jón Sigurðsson, sem um áratugi var vélstjóri hjá Bergenska, nú á eftirlaunum og áttræðisaldri, en hrókur fagnaðar hvar, sem hann kemur eins og maðUr í blóma lífsins. Félagið heldur fundi mánaðarlega að vetrinum eg sér um fullveldisfagnað 17. júní. Formaður er Gottfred Kvinge. Norðmaður sem bjó 18 ár á íslandi. Hann rekur hús- gagnabólstrun, á indælt gestrisn- isheimili með Molly konu sinni og tveim sonum, Katli og Geir. Fjórir nýir biskupai Kirkjusókn var hér meiri um jólin en nokkru sinni fyrr. Sum- ir prestar urðu að messa 2—3 sinnum á aðfangadag, af því að kirkjan rúmaði ekki allan söfn- uðinn. Nú um áramótin hafa kirkjur líka verið fjölsóttar. Annars er kirkjusókn ekki mikii hér á venjulegum helgidögum, þrátt fyrir ötult starf presta og margra áhugasamra leikmanna. Þetta er sjálfsagt ásamt öðru, orsök þess að nokkur skortur er hér á prestum. Standa nokkur brauð auð, einkum í Norður- Noregi og er þeim þjónað af ná- grannaprestum. Von er að úr þessu rætist á næstu árum, því að fleiri stunda nú guðfræðinám en gert hafa undanfarið. Hér í landi eru þrír prestaskólar: Guð- fræðideild háskólans í Osló, Safnaðarháskólinn og presta- skóli Norska Kristniboðsfélags- ins í Stafangri. Nemendur hans verða þó að þreyta próf í Osló. Við Bergensháskóla, sem er í örum vexti, er ekki guðfræði- deild, og er ólíklegt að hún verði stofnuð í bróð. En fram hefur komið tillaga um að setja þar á fót kennslustofnun í trúarbragða vísindum, s- s- trúarbragðasögu, trúarheimspeki, trúarsálfræði og trúaruppeldisfræði. Yrði hún þá einkum fyrir þá, sem stunda kennslu í kristnum fræðum o. fl. Sem heppilegur maður til að starfa við slíka stofnun hefur verið nefndur hinn ungi og gáf- aði prestur, Per Lönning lektor við kennaraskólann í Osló. Hann er bara 32 ára en hefur þó tvær doktorsgráður, dr. theol. fyrir rit um Sören Kirkegárd og dr. phil. fyrir rit um Pacal. Um daginn sótti Lönning um dóm- formaður íslendingafélagsins í Bergen • Skemmdarvargar í Kópavogi Gröm húsmóðir í Kópavogi hefur sent Velvakanda bréf: „Það er nú einn helztí leik- ur pilta hér í Kópavogi að skera niður þvottasnúrur eft- ir að dimmt er orðið á kvöld- in. Og þessir þokkapiltar láta sig litlu skipta þó snúrurnar séu fullar af þvotti. Það er ekki skemmtilegt að koma að þvottinum í forinni eftir að hafa staðið í þvottahúsinu allan daginn. Eg held að tlest um þyki nóg að þvo þvottinn sinn einu sinni í einu. •^Ónáttúra^ En það er ekki fyrst og fremst tjónið, sem veldur mér hugarangri, heldur hugsunar- í Bergen prófastsembættið í Osló, sem losnaði, er dr. Godal varð Þránd. heimsbiskup eftir Fjellbu. Lönn ing fékk flest atkvæði í safnað- arráðinu, en ekki er enn vitað hvort hann fékk meðmæli bisk- ups. En svo mikið er víst að ekki hlaut hann embættið. Það var veitt einum elzta umsækjandan- um, F. Knudsen, vel metnum sóknarpresti um sextugt. Þó að embættisveiting þessi þyki nokk uð álitamál, finnst mörgum hún réttmæt, því að fara eigi eftir starfsaldri frekar en öðru. Lönn- ing hefur líka nóg að gera. Hann er eftirsóttur fyrirlesari, hann situr á Stórþinginu (fyrir hægri menn) hann er meðritstjóri Kirke og Kulur, einn af þrem ritstjórum Kirkjublaðsins o. s. frv. Tveir bisíkupar verða vígðir í Osló 15. janúar, Godal til Þrándheims og Fridtjof Birkeli til Stafangurs. Sá síðarnefndi er framkvæmdastjóri Norska Kristniboðsfél. og hefur aldrei þjónað prestsembætti í norsku kirkjunni. Er það óvenjulegur ferill upp í biskupsstól. Á þessu ári láta tveir aðrir biskupar af embætti sökum aldurs, þeir Alv Wiig í Tromsö og Ragnvald Indrebö í Björgvin. Þegar þess er gætt, að biskupar Noregs eru ekki nema 9 alls, eru þetta ó- venjulega mikil mannaskipti á einu ári. Kirkjan starfar mikið Eins og fyrr er að vikið, er kirkjusókn ekki mikil hér. Vor- ið 1956 voru kirkjugestir taldir í nokkra mánuði. Ég hef séð skýrslur úr einu biskupsdæmi. Þar reyndist kirkjusóknin vera 3,6% á venjulegum helgidögum. hátturinn, þessi skemmdar- fýsn og ónáttúra í blessuðum börnunum. Það er eins og stór hópur barna sé haldinn þeim sjúklegu hvötum að vilja ,,ná sér niðri á“ öllu og öll- um, bæði lifandi og dauðu. Þessir skemmdarvargar ættu skilið að fá duglega hirtingu — og foreldrarnir að bæta tjónið. Og það er ekki að vita hve lengi þessi börn láta sér nægja að skera niður snúrur. — Eg held, að foreldrar ættu að kynna sér vel til Iwers börn og unglingar nota sjálf- skeiðunga og vasahnífa, sem þeim er leyft að vera með í Töikum". • Orðlagður fyrir hófsemi G.S. sendir okkur bréf um bjórinn: Talið er að síðan hafi kirkju- sókn aukizt nokkuð. Kirkjum er haldið vel við, þær eru hitaðar með rafmagni og hinar vistleg- ustu og hafa yfirleitt ágæt hljóð- færi. Allir starfsmenn kirkjunn- ar, aðrir en presturinn, eru ráðn- ir og launaðir af safnaðarstjórn- inni, sem fær fé frá bæjar- eða sveitarfélaginu til kirkjumál- anna og virðist hafa rúm fjárráð. Sérstök sóknargjöld eru efrki, en samskot eru algeng við guðs- þjónustur, og kemur þá oft inn mikið fé til kristniboðs, líknar- mála eða einhvers safnaðar- starfs. Um nýjungar eða sérstakt framtak á sviði kirkjunnar mætti nefna sem dæmi: í stærstu 'borgunum hefur kirkjan komið upp ráðleggingarstofum, sem fólk getur leitað til vegna vand. kvæða í heimilislífi sínu eða erfiðleikum á ýmsum sviðum og eru þær opnar allan sólarhring- inn. Stofnun starfar, sem veitir um bjórinn, að mig langar til að leggja orð í belg. Eg er liðlega fertugur og hef alla tíð verið orðlagður meðal vina minna og félaga fyrir hóf semi — og áfengi hef ég varla bragðað, bragðið þykir mér vont og áhrif þess hef ég ekki reynt. Sama gilti um bjórinn, þann sterka, sem hér var seld ur í mínu ungdæmi. Mér fannst hann vondur á bragðið og áfengur bjór heillaði hvorki mig né aðra unglinga á þeim tímum. • Með magakvilla Allt frá því að ég komst á fullorðinsárin hef ég verið slæmur í maganum og hef þurft að fara varlega í mat og drykk. Vanlíðan minni get ég fræðslu og aðstoð við trúarlegt uppeldi barna, önnur stofnun starfar við að undirbúa leikmenn til ýmiskonar þjónustu í söfn- uðunum og sjálfsagt mætti nefna fleira þótt ekki sé mér um það kunnugt. Mikil áherzla er lögð á að kanna nýjar leiðir til að ná til æskulýðsins, leiðbeina ungu fólki og laða það að kirkj- unni, og gefin hefur verið út ný þýðing af Nýja Testamentinu, sem sérstaklega er ætluð börn- um og unglingum. Allt þetta sýnir að þrátt fyrir litla kirkju- só'kn, er starf kirkjunnar mikið og blómlegt á ýmsum sviðum og öflugt leikmannastarf í þágu kristniboðs og fleiri málefna ber ótvíræðan vott um það, hve djúp um rótum kristindómurinn stend ur í þjóðlífi Norðmanna. Indre Arna, 5. janúar 1961 vart með orðum lýst, þegar eitthvað brá út af í matar. ræði — og ég veit, að þeir einir, sem haft hafa maga- kvilla, skilja þetta. Ekki gat ég kennt vínneyzlunni um, því áfengi bragða ég ekki. Svo var það eitt sinn, nán- ar tiltekið fyrir 10 árum, að ég fór í skemmtiferð til Eng- lands með kunningjafólki. Eg gerði það af rælni í þéssari ferð að drekka eitt sinn flösku af sterkum bjór. En hvað gerðist? Mér varð í fá- um orðum sagt mjög gott aí. • Ttorðaði allan mat Nú gat ég borðað allan al- gengan mat án þess að mér yrði meint af. Þetta þakka ég bjórnum. — Síðan hef ég far. ið alloft til útlanda og þá drukkið 2—4 flöskur af áfeng um bjór á dag og það sama hefur endurtekið sig. Óþæg- indin í maganum hverfa og ég get farið að borða „eins og hitt fólkið". Þetta er e. t. v. undarlegt, en engu að síður sannleikur fslenzki bjórinn, sá sem við getum fengið hér í verzl- unum gerir ekki sama gagn. Mér verður alltaf leitt af hon um. Nú verður mér á að spyrja: Hvers vegna má ég og mínir líkar ekki fá þann drykk, sem sannanlega á vel við okkar meltingarfæri? Getur ekki verið að bjórinn lækni ein- mitt vanlíðan einhverra þeirra, sem fá meltingartrufl- anir af þessari taugaspennu, sem hrjáir þorra manna á dögum, Er þetta e. t. v. ekki rétti drykkurinn til að hjálpa meltingarfærunum við að melta þennan þunga mat sem við neytum almennt?" Gísli Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.