Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 10
MORGVNBLAÐID Miðvikudagur 22. febr. 1961 m Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavxk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgxeiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. URELT BARATTUTÆKI H ið mikla tjón sem hin^ pólitísku verkföll í Vest- mannaeyjum hafa valdið á þessu ári eru enn ný og greinileg sönnun þess, að verkföll eru orðin úrelt bar- áttutæki í nútímaþjóðfélagi. Fyrr á tímum, þegar kjör verkamanna og sjómanna voru hin bágbornustu og margskonar misrétti við- gekkst í þjóðfélaginu, var verkfallsrétturinn dýrmætt og mikilvægt tæki í höndum launþegana. Þá mátti segja að kauphækkanir væru eina leiðin fyrir launþegana til þess að bæta kjör sín. Á þessu hefur orðið gjör- breyting. Nú er svo komið, eftir félagsmálaþróun síðustu áratuga, að kauphækkanir eru fjarri því að fela alltaf í sér raunverulega kjarabót. Þvert á móti geta þær leitt til kjaraskerðingar og haft í för með sér háskaleg áhrif á framtíðarafkomu launþeg- anna. Þetta hefur sannazt greini- lega hér á landi. Efnahags- málaráðunautar og hagfræð- ingar sjálfra verkalýðssam- takanna hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að kaup- hækkanir síðastliðin 10—15 ár hafi ekki fært launþegum raunverulega aukinn kaup- mátt launa og kjarabætur. Þetta sprettur af því að verðlagið hefur svo til alltaf hækkað í kjölfar kauphækk- ananna. Hinn aukni krónu- fjöldi, sem komið hefur í vasa launþeganna, hefur jafn harðan verið étinn upp - af hækkuðu verðlagi. Kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur þannig haft í för með sér dýrtíð og verð- bólgu, sem smám saman hefur grafið undan efnahags- grundvelli þjóðfélagsins. Það var vegna þess að vinstri stjórnin gat ekki stöðvað þessa óheillaþróun, sem hún hrökklaðist frá völdum eftir 2'/2 ár. Enginn þarf að halda að kommúnist- ar, Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn hafi að gamni sínu slitið því sam- starfi, sem þeir tengdu svo miklar vonir við, er það var sett á laggirnar sumarið 1956. Nei, það var úrræða- leysi þessara flokka gagnvart verðbólguvandamálinu, kapp hlaupinu milli kaupgjalds og verðlags, sem skolaði vinstri stjórninni burtu á miðju kjörtímabili. Núverandi ríkisstjórn hef- ur hinsvegar reynt að horf- ast í augu við raunveruleik- ann og freistaS- að hindra áframhaldandi verðbólgu. — Það er gegn þessari viðreisn- arstefnu, sem kommúnistar og Framsóknarmenn beita nú pólitískum verkföllum. KARTÖFLUR OG GRÆNMETI f Tpplýsingar frú Rögnu Sig- ^ urðardóttur, húsfreyju að Þórustöðum í Ölfusi hér í blaðinu í gær um kartöflu- og grænmetisrækt hér á landi, eru vissulega hinar at- hyglisverðustu. Hún lýsir þeirri skoðun sinni, að við ræktum nú ekki nema helm- inginn af þeim kartöflum, sem við þurfum að nota, en telur líklegt að rækta mætti nægilegar kartöflur handa landsmönnum án þess að auka það landrými, sem not- að er til kartöfluræktar. Að- eins þyrfti betri ræktunar- aðferðir, meiri áburð, notkun skjólbelta og aukna þekkingu á notkun réttra varnarlyfja gegn sjúkdómum, sem herja á kartöfluræktunina. En frú Ragna bendir jafn- framt á það, að auk þess að rækta rófur og kartöflur, þá þurfum við að rækta hvít- kál, blómkál, lauk, gulrætur, steinselju og margar fleiri grænmetistegundir. Reynslan hefur sannað, að það er auðvelt að rækta all- ar þessar grænmetistegundir hér á landi. Og það er ekki vanzalaust að áratugur eftir áratugur skuli líða svo, að þjóðin láti þetta undir höfuð leggjast. Grænmetið er ein- hver hollasta fæðutegundin, sem þjóðin þarfnast til dag- legrar neyzlu. Undir niðurlag greinar sinnar kemst frú Ragna Sig- urðardóttir m. a. að orði á þessa leið: „Við ættum að geta fram- leitt í landinu nægilegt græn meti handa okkur. Og þegar þar við bætist framleiðsla gróðurhúsa: Gúrkur, tómat- ar, bananar og vínber, ætt- um við ekki að þurfa að flytja inn annað grænmeti eða ávexti en epli og appel- sínur á jólum og öðrum stór- hátíðum. Nú mun árlega flutt inn í landið grænmeti fyrir 4 milljónir króna og lík lega annað eins af ávöxtum“. Fyllsta ástæða er til þess að taka ummæli hinnar merku húsfreyju, að öðru leyti en því, að eðlilegt er að ávextir, eins og epli og appelsínur, séu jafnan á markaðnum. Ástæða er Hin tvíhöfða ófreskja MBL. birti fyrir nokkrum dögum grein eftir Russlands- einnig til þess að taka undir þá ábendingu hennar, að brýna nauðsyn ber til þess að hefjast handa um ræktun skjólbelta í vaxandi mæli. Að þeim gæti orðið mikið gagn, ekki aðeins fyrir garð- yrkjuna heldur fyrir skóg- ræktina í landinu. FUNDUR NORÐ- URLANDARÁDS TVTíundi fundur Norðurlanda- ráðs stendur um þessar mundir yfir í Kaupmanna- höfn. Ræðir fundurinn að vanda mörg mál. Á honum eiga sæti um 40 ráðherrar og 69 þingmenn frá öllum þing- um Norðurlanda. Ólafur Thors, forsætisráð- herra íslands, hélt ræðu á fundinum sl. sunnudag. — Hann minntist m. a. á það að oft væri um það talað, að mörgum málum, sem snertu norræna samvinnu þokaði hægt áfram. En Róm hefði ekki verið byggð á einum degi. Norðurlandaráð gæti ekki, frekar en aðrar alþjóð- legar stofnanir, komið öllum sínum hugsjónum og áhuga- málum í framkvæmd í einu vetfangi. Aðalatriðið væri að sameina kraftana og vinna sem ötullegast að framkvæmd sameiginlegra hagsmunamála Norðurlanda- þjóðanna. Þetta er vissulega rétt. — Hvert sem litið er í alþjóð- legri samvinnu verður það Ijóst, að þar Ijúkast mál yf- irleitt ekki á örskömmum tíma. Það tekur oft langan tíma að samræma sjónar- miðin og komast að sameig- inlegri niðurstöðu fulltrúa þjóða, sem eiga hinna ólík- ustu hagsmuna að gæta. Enda þótt Norðurlanda- þjóðirnar eigi fleira sameig- inlegt en flestar aðrar þjóð- ir, er það þó svo, að einnig þær hafa mismunandi af- stöðu til hinna ýmsu mála. En óhætt er að fullyrða að Norðurlandaráð hafi þau 9 ár, sem það hefur starfað, komið fjölmörgum sameigin- legum hagsmunamálum Norð urlanda verulega áleiðis og skilað sumum þeirra í höfn. íslendingar líta fyrst og fremst á sig sem norræna þjóð. Þeir vilja eiga sem mest og bezt skipti við frænd þjóðir sínar á Norðurlöndum. Þess vegna hafa þeir frá upp hafi stutt Norðurlandaráð, tekið þátt í störfum þess og reynt að leggja sinn litla skerf til þess að treysta og efla þessi samtök norrænna þjóða. sérfræðinginn Edward Crank shaw um deilur Rússa og Kínverja á undanförnum mánuðum, en þar byggði hann á nýjum gögnum, sem hann hafði komizt yfir og báru það með sér, að deilur þessar hafa verið miklum mun hatrammari en menn höfðu almennt talið áður. — Grein Crankshaws birtist hinn 12. þ. m. í hinu virta, brezka blaði, „Observer“. — Hinn 15. febrúar fjallaði svo Joseph Alsop um málið í hin- ,um fasta þætti sínum í bandaríska stórblaðinu „New York Herald Tribune“, og gerði þar grein fyrir þeim nýju vandamálum, sem hann telur geta leitt af þessari ^DeiIa Rússa og Kín-| (verja hefir dregið I j m jög úr völdum Krú-J J sjeffs — og markars Iþannig nýtt, alvarlegti ivandamál fyrir vest- J í ræna leiðtoga \ __________* deilu tveggja mestu ríkja hins kommúníska heims. — Grein Alsops, sem ber fram- anskráða fyrirsögn („The Two-Headed Monster“), fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu og örlítið stytt: • MIKILVÆGASTA NIÐURSTAÐAN Þegar Kennedy hittir Ni- kita Krúsjeff — sem að öllum líkindum gerist um mánaðamót- in april—maí nk. — mun ein af mörgum hindrunum á vegi samkomulags þeirra í milli verða það, hve ófullkomið vald Krús- jeffs raunverulega er, svo uncj- arlegt sem það kann nú að virð- ast. — Kennedy getur nú taiað fyrir munn vestrænna ríkja með nokkurri vissu um það, að sjón- armið hans verði samþykkt í meginatriðum af bandamönnun- um. Slík er aftur á móti alls ekki aðstaða Krúsjeffs, einvalda Sovétríkjanna. Sannleikurinn er sá, að Krúsjeff hefir fengið ó- itvíræða aðvöru* um það, að þótt hann kjósi að mæla fyrir — takmörkun valdsins K E N N E D Y • nýtt vandamál fyrir hann og aðra vestræna leiðloga munn hins kommúniska heims- hluta, sé alls engin trygging fyr- ir því, að skoðanir hans og sjón armið hljóti samþykki í öllum kommúnistaríkj um. Þetta er mikilvaegasta niður- staðan, sem bandarískir leiðtog- ar og aðrir þeir, er móta stefr.u vestrænna landa, hljóta að di-aga af þeim furðulegu skjölum, sem nýlega hafa komiS fram um ó- samlyndi sovézkra og kínverskra kommúnista. Hinn brezki Sovét-sérfræðing ur, Edward Crankshaw, var fyrstur með fréttina um, að þessi ótrúlegu skjöl væru komin fram, og skrifaði merka grein byggða á þeim. Þessi sömu skjöl eru nú að sjálfsögðu komin í hendur Bandaríkjastjórnar — og skoðun M A O — annað höfuð á ófreskjuna bandarískra sérfræðinga stað- festir það mat Crankshaws, að umrædd skjöl skýri frá „mesta hættuástandi, sem (heims)- kommúnistaflokkurinn hafi átt við að etja allt frá rússnesku byltiníuxmi“. • MARGFALT DJÚPSTÆÐARA Hér í þessum dálkum og víða annars staðar hefir oft ver- ið bent á, að ósamkomulag ríkti með Kína og Sovétríkjunum — og lýst hefir verið þeim atrið- um, sena helzt skilja þessa tvo risa kommúnista-blokkarinnar. En hin ný-framkomnu skjöl hafa leitt í ljós, að deilan er marg- falt djúpstæðari, bitrari og hat- rammari en rnenn höfðu áður getað ímyndað sér. — Á Moskvu- ráðstefnunni dengdi Krúsjeff I rauninni öllum þeim verstu skammarheitum, sem fyrirfinn- ast í orðabók kommúinista, á Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.