Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. febr. 1961 Myrkraverk 22 eftir Beveriey Cross ■ þýðsngu Bjarna Arngrímssonar „17?“ „Billinn er númer 17, bíllinn minn.“ „Ég hélt þú meintir konuna í Maintenon" sagði «ég, og við hlógum báðir, hrösuðum af stað yfir steinlagninguna og héldum í hvorn annan í árangurslausri leit að stuðningi. Á þennan hátt slöguðum við í áttina að göt- unni, þar sem Benoit hafði sinn elskaða Bugatti í skúrnum. Við vorum hálfa klukkustund að komast þangað, en þegar þangað kom vorum við ekki al-" veg eins fullir. Benoit fálmaði eftir lyklinum sínum og við fór- um inn. Tunglskinið skein á segl ið yfir bílnum og við gátum séð til að ná vasaljósinu. Og aftur hélt ég því hátt upp yfir höfði Benoit meðan hann rúllaði segl- inu aftur. Og þá urðum við báð- ir skyndilega ófullir. Alkóhól- gufurnar, sem höfðu legið yfir heila mínum, hurfu á augna- bliki og við störðum báðir á bílinn skelfingu lostnir, og vild- um ekki trúa okkar eigin aug- um. Hnn hafði verið eyðilagður, gersamlega og villimannlega. Sleggja hafði brotið vélina, mælaborðið og stjórntækin, stýr- ið var bogið. Öxi hafði slitið og rifið sætin, hjólbarðana og gólf- ið. Sýru hafði verið hellt á skrokk inn, og hún hafði étið upp bæði fánana og töluna. Hann var al- gjörlega ónýtur. Benoit virtist falla saman. Hann eltist á einu augnabliki. Hann snerti sundur- lamda vélarhlífina með hend- inni, eins og hann vildi með einu töfrabragði gera hana jafn fagra og fullkomna og hún hafði verið aðeins 6 stundum áður og starði á eyðilegginguna, frosnum og sljóum augum. „Les Salauds", hvæsti hann. „les assassins." ,,En hver, en hver?“ hvíslaði ég. „Lucien og hinir, þeir hafa gert það, Luuien og hinir.“ ,,Lucien?“ Ég gat ekki skilið. „Refsing.“ — Verið ekki með þessar af- •akanir heimskingjarnir ykkar! Finnið drenginn og þann sem „En fyrir hvað í ósköpunum?" ,,Þetta atvik með lögreglu- manninn í morgun.“ „En — .“ Hann sneri sér við og tók fram í fyrir mér. „Þú gleymir hverjum þú ert með, rosbif. Þetta er ekki allt einn stór og skemmtilegur leik- ur. skaltu vita. Láttu ekki glað- lyndið í dag koma þér til að halda að þetta sé allt saman skemmtilegt og auðvelt. Við er- um hættulegir. Lucien er högg- ormur. Við erum allir morðingj- ar. Við erum Náttfararnir. Ég reyndi að vara þig við einu sinni áður. Manstu eftir því sem skrif að var á banjóið þitt.“ „Varst það þá þú? Ekki Franc- oise?“ „Ég gerði það, og þarna er seinni aðvörunin." Hann benti á bilhræið. , Komdu þér burtu núna, áður en þú hefur flækzt meira í þessu. Komdu þér burtu.“ ,,Ég get ekki skilið af hverju þú stendur þarna og sættir þig við þetta allt. Hvers vegna reyn- irðu ekki að gera eitthvað?" „Ég gerði mistök. Mér hefur verið refsað.“ Hann • skildi og virtist ekki reiður, kannski kraminn en ekki reiður. Hann strauk beyglaðri vélahlífinni og reyndi að rétta úr bognu stýrinu. „Það tekur önnur tíu ár að gera við allt þetta,“ sagði hann og talaði við sjálfan sig, frekar en við mig. „Tíu ár.“ Síðan sagði hann yfir öxl sér: „Hvers vegna ferðu ekki? Líttu á þetta og komdu þér burtu.“ Og ég skildi hann einan eftir hjá flakinu og gekk hægt heim gengnum sofandi borgina og yfir mánasilfraða ána. Brýrnar á Signu voru hvítar eins og snjór, og auðar, nema örfáir elskendur stóðu og héldust í hendur, stundu, og horfðu á lygna ána. Þegar ég kom aftur til Saint- Germain hafði ég ákveðið að halda ævintýrinu áfram, halda áfram með Náttförunum. Hin ó- skiljanlega tryllta refsing fyrir rændi honum og verið ekki lengi að því! Farið þið nú! Farið þið nú! hin litlu mistök Benoit juku að- eins aðdáun mína á hinum misk- unnarlausa aga og tilgangi fé- lagsskaparins. Og ævintýralöng- un mín, sem aukizt hafði við leiðangurinn til Belleau, rak mig áfram til að komast að fleiru og gera meira. Þrátt fyrir allt, á- kvað ég að fara varlega, og minn ast hins brotna Bugattis. p Kvöldií' eftir heimsótti ég Ohollet í rykugri, litlu skrifstof- unni hans nálægt Rue Pigalle. Á veggjunum hengu hundrað brosandi stúlkur, sem allar höfðu ritað nöfn sín með stóru renni- legu letri og fjálgum hamingju- óskum. „Til elsku, elsku Collet með eilífri, innilegri ást frá Zen“, og „til örláta góða pabba frá hinni litlu indælu Jean“. Þó virtist hinn hræddi, litli umboðs maður vera allt annað en aðdá- unarefni fyrir konur. Eftir því sem nær dró hljómleikunum, því megurri og brjóstumkennanlegri virtist hann verða. Ég var aldrei nákvæmlega viss um hvað það var, sem Lucien hafði til að reka hann áfram. Ég get ímyndað mér, að það hafi verið einihvers konar kjánaskapur, sem hann hefði gert af sér meðan á her- setunni stóð, minnháttar þjóð- verjasamvinna eða eitthvað því- umlíkt. En hvaða glæp, sem hann hafði framið, var hann nógur til þess að gera hann skelfdan við Lucien og Náttfarana. Hann varð að hjálpa þeim og hann hat aði þá. „Mér datt í hug að við ættum að fara út og leika nokkur lög í hljóðfæraverzluninni handan við torgið,“ sagði hann og þurrk aði svitann vandræðalega af enni sér. „Þú þarft að hafa nokk- ur að auki fyrir utan þennan með Montandsöng og þann um kastalann.“ , Ég var að hugsa um að syngja St. Louis Blues,“ sagði ég, hálfu leyti á frönsku og hálfu á ensku. Mér finnst hart að hafa búning- inn til einskis. Enn sem komið Á meðan. — Þér líður betur, greyið, miklu betur. Á morgun ættir þú er er ekkert, sem hefur minnsta samband við villta vestrið.“ Svo fórum við yfir torgið, framhjá næturklúbbunum, þar sem ungir heimsmenn störðu vonglaðir á myndir af stúlkum, og inn í langan gang í hljóð- færabúðinni. Um það bil 50 grammófónum var raðað með- fram báðum hliðum gangsins, á hverjum þeirra lá eintak af nót- unum. 20 frankar voru látnir í rifu og þá gat maður hlustað á uppt.öku af söngnum í heyrnar- tækjum og fylgzt með á nótna blöðunum um leið. Við tókum ihirúgu af mynt hver um sig og fórum að hlusta á grammófón- ana. Stundum voru þrjár línur nóg til að segja mér að ekkert væri í sönginn varið en stund- um lék ég hann allan, jafnvel í annað skipti, eingöngu vegna þess að mér þótti lagið skemmti- legt. Eftir hálftíma lenti ég á söng, sem sennilega var hægt að nota, Sur les ponts de Paris, hét hann og Chollet kom yfir til að hlusta á, er ég lék hann aftur. „Einskis virði,“ sagði hann og fór aftur að sínum vegg til þess að halda.áfram að leita. Hér um bil þegar í stað veifaði hann höndunum æstur og kallaði á mig að koma og hlusta á næsta sönginn. Það var suðuramerískt þjóðlag um bófa, úr gamanóper- unni í Lyrique, með fjörlegri kalypsó-hrynj andi, einmitt það, sem við þurftum. Við fórum aft- ur til skrifstofu hans og ég söng lagið fyrir hann. Ég verð að játa, að þótt leikaraumboðum hans virtist fækka, og taugaóstyrkur hans ykist eftir því sem nær dró hljómleikunum, kunni hann verk sitt. Hann vissi allt um kynn- ingu og flutning, og er hann hafðj leiðbeint mér í klukku- stund hefði ég trúað sjálfum mér til að koma fram í harðsoðnustu kabarettunum í Pigalle. Ég fór frá honum um fimm leytið og lofaði að æfa a. m. k. þrjá klukkutíma á hverjum degi. Lagið hljómaði í höfði mér, og mig langaði óskaplega til að syngja það fyrir einhvern. Og er ég sá strætisvagn á leið til Avenue des Ternes stökk ég um borð, ég ætlaði að syngja það fyrir Francoise. Dyr vinnustofunnar voru opn- ar þegar ég kom, en enginn virt- ist vera heima.# Ég kallaði á Francoise og leit inn í eldhúsið. Hún var ekki þar. Svo gekk ég að trönunum og horfði á mynd- ina af Lucien. Hann hélt áfram að ygla sig, og ég gat séð að hún hafði ekki unnið meira að henni. Síðan dró ég tjaldið frá skotinu, sem þau notuðu fyrir svefnher- bergi. Þar var ilmur af Arpege og jafnmikil óreiða og vinnu- að geta vísað mér heim til for- eldra drengsixxs. stofan sjálf var snyrtileg. Föt- um hafði verið fleygt á stól, rúm ið var óumbúið og vindlings- stubbar á öskubakka. Bók lá á gólfinu við hliðina á krumpuð- um náttkjól og á litla snyrti- borðið var hrúgað krukkum með snyrtivörum og litlum flöskum með ilmvatni og kölnarvatni. „Að hverju ert þú að leita?“ Ég hrökk við er ég heyrði rödd hennar bak við mig. ,,Ég var að hugsa um hvar þú værir,“ sagðj ég og sneri mér við til að heilsa henni. „Dyrnar voru opnar.“ Hún hafði vafið um sig stóru, gulu handklæði og svart hár hennar var bundið aftur með silkiklút. Hún var í inniskóm, og um háls hennar hékk kringla úr bronsi, á stærð við tveggja krónu pening, í mjórri keðju. Hún bar sólgleraugu og glas af sólarolíu. Við stóðum og horfðum hvort á annað. Síðan sagði hún: „Ég var í sólbaði uppi á þakinu.“ „Hvernig kemstu þangað?“ „Það er svolítið erfitt. Ég fer reyndar gegnum gluggann yfir klósettinu.1' SHÍItvarpiö Miðvikudagur 22. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 TJtvarpssaga barnanna: ,,Atta börn og amma þeirra í skógin- um" eftir Önnu Cath.-Westly XIV. (Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: ,,U. sögu For- syteættarinnar" eftir John Gals- worthy; þriðja bók: „Til leigu", útvarpsgerð eftir Muriel Levy. II. kafli. Þýðandi: Andrés Björna son. — Leikstjóri: Indriði Waage, Leikendur: Valur Gíslason, Þor- stenn O. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Helgi Skúlason, Inga Þórðardóttir, Húrik Haralds- son, Anna Guðmundsdóttir, Gest- ur Pálsson, Jón Aðils, Baldvin Halldórsson, Jóhanna Norðfjörð. Aróra Halldórsdóttir og Margrét Ölafsdóttir. 20.45 Föstumessa í elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjörn A. Gíslason. Organleikari: Daníel Jónsson). 21.30 „Saga mín", æviminningar Pad- erewskys; III. (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Upplestur: „Góðhundurinn Hex#% bókarkafli eftir Birgi Kjaran (Brynjólfur Jóhannesson leikari) 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 23. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Mo: g unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilk.). 12.50 ,,Á frívaktinni": Sjómannaþáttu* í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Vigdí* Finnbogacíóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyð% Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Alexander BrailowsLy leikur píanótónverk eftir Frany Liszt. 20.30 Kvöldvaka. a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; XIV. — sögu lok (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Sigvalda Kaldalóns. c) Erindi: Ljós og eldur I þjóð- trú og þjóðsiðum (Þórður Tóm asson fræðimaður frá Vallna- túni.) d) Víshaþáttur Sigurður Jónsson frá Haukagili). 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson.) 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (22). 22.20 Úr ýmsum áttum (Ævar K. Kvar an leikari). 22.40 „Fúgulistin" (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; fyrsti hluti af þremur (Kammer- hljómsveit óperunnar 1 Dresten leikur; Werner Egk stjórnar. -- Dr. Hallgrímur Helgasoa skýrir verkið. 03 ^ DaffKkrárlok. Skáldið og mamma litla 1) En hvað mamma þín á mikið af 2) Já, hún á ölgíös, vínglös, snaps- 3) ....og gamalt sinnepsglas fyrir glösum! glös.... mig að drekka úr mjólkina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.