Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 18
1 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. febr. 1961 WWwMW&m - íii WmmSmwmB&mmBm Knattpyrna innan- húss í næstu viku Þorsteinn Einarsson íþróftafulltrúi réttlœtir „Furðulegt rá ÞANN 19. janúar sl. feirtu dag- blöðin Tíminn og Morgunblaðið á íþróttasíðum feitletraðar inn- rammaðar smágreinar frá setn- ingu Valsmótsins. Með greinum þessum fyldu myndir til þess að sýna „lágkúruskapinn“ og Morg- unblaðið leggur rauðan lit í um- gjörð og stórletrað „FURÐU- LEGT RÁÐSLAG". Ástæðan fyrir þessum hneyksl- unarskrifum íþróttaritstjóra blað anna er sú, að þeir eru viðstaddir setningu Valsmótsins í íþrótta- húsi Knattspyrnufél. Vals hér í Reykjavík og verða þess þá varir, að við salinn er ekkert áhorfenda svæði, en gestir standa meðfram veggjum og nokkrir hafa sezt upp í leikfimirimla, sem settir voru upp á sl. hausti. Ritstjórarnir furða sig á því, að ekki skuli vera við salinn á- horfendasvæði fyrir 3—500 manns og hafa það eftir Vals- mönnum og öðrum, sem að smíði hússins stóðu, að „tiltölulega lít- ill aukakostnaður hefði orðið þó byggt hefði verið áhorfenda- svæði fyrir 3—500 manns“. Vals- menn hafi óskað eftir áhorfenda- svæði en iþróttafulltrúi ríkisins hafi sagt: „blákalt nei“ .... „og vart getur hugsast, að íþrótta- fultrúinn taki slíkt upp hjá sjálf- um sér. Hann hlýtur að vera að túlka skoðanir þeirra sem ráða þessum málum á æðsu stöðum". „Fyrir þröngsýni fékkst ekki að hafa salinn í fullri löglegri stærð, með áhorfendasvæðum .. . og er það til mikils skaða fyrir félagið.“ Á árunum 1953 til 1958 var sal- urinn reistur ásamt gangi, hit- unarrými og hluta búnings- og baðklefa. Nú er unnið að smíði áhaldageymslu og þess sem vant- aði á búnings- og baðherbergi. Að öllum þessum framkvæmd- um hafa Valsmenn unnið og vinna enn með aðdáunarverðum dugnaði. Þeir öfluðu og afla enn fjár og lögðu og leggja sífellt á sig mikla þegnskaparvinnu. Þeg- ar húsið var fokhelt leigðu þeir það í 2 ár og fengu góða leigu. Þá öfluðu þeir sér lána, til dæmis lánaði Tennis- og Bandmintonfél. Reykjavík- ur þeim nokkuð fé gegn for- gangsrétti að afnotum salar. Til þessa tíma hefur íþróttahúsið kostað um 2 milj. kr. Áætlað er, að ÍBR styrki smíði hússins að 30% kostnaðar þess með fé frá bæjarsjóði Reykjavíkur og hafa þegar verið greiddar kr. 402.400,00 (eða 21,9%). Áætluð þátttaka ríkissjóðs, þ. e. styrkur úr íþróttasjóði, er 40% af stofn- kostnaði. Sjóðurinn hefur greitt 211 þús. kr. (eða 11,6% auk kostnaðar við sérfræðilega að- stoð (teikningar). Þegar Knattspyrnufél. Valur hóf undirbúning að því að reisa íþróttahúsið, hafði Knattspyrnu- fél. Reykjavíkur reist íþróttasal sinn (tekinn í notkun 1953) og hluta búnings- og baðherbergja. Stærð þess salar varð 16x32x8 m ðslag" og ekkert áhorfendasvæði. Vitað var um áætlaðar framkvæmdir að lausn samskonar verkefnis hjá Glímufél. Ármann, íþrótta- fél. Reykjavikur, Umf. Reykja- víkur, Knattspyrnufél. Víkingur, Knattspyrnufél. Þróttur og Knatt spyrnufél. Fram. Frumdrættir eða fullunnar bygginganefndarteikningar liggja nú fyrir að íþróttamannvirkjum þessum, nema hjá ÍR og Fram og hafin smíði íþróttaheimila þriggja þessara félaga (Ármanns, Víkings og Ungmennafél.). Samtímis því, að þessar fyrir- ætlanir voru á prjónunum var rætt um smíði Æskulýðshallar á vegum BÆR. í fyrstu í formi skautahallar, s«m breyttist síðan vegna aðgerða og samstöðu 7 íþróttafélaga, aðstoðar ÍBR og bæjarfélagsins í það sýninga- og íþróttahús, sem nú er að fullu teiknað og framkvæmdir hafnar á inni í Laugardal. Vegna fyrirhugaðrar smíði allra þessara íþróttahúsa hlutu heildarsamtök íþróttamanna hér í Reykjavík að marka einhverja stefnu. Þegar á fimmta tug þessarar aldar var vitað, að íþróttafélög- in hér í Reykjavík hefðu hug á að gera sér íþróttavelli og reisa sér íþróttaheimili, var megin- stefnan mörkuð um staðsetningu, gerðir og stærðir þessara mann- virkja á fundi, sem stjórn ÍBR efndi” til. Meðal annarra á þess- um fundi var fulltrúi frá bæjar- stjórn Reykjavíkur og undirrit- aður sem fulltrúi íþróttanefndar ríkisins. Knattspyrnufélag Reykjavikur reið á vaðið með að rækta gras- völl og reisa íþróttaheimili, en megin hluti þess er íþróttasalur, að gólffleti 16x32 m og ekkert áhorfendasvæði. fþróttaheimilið var tekið í notkun 1953. í marz sama ár æskir stjórn Knatt- spyrnufél. Valur staðfestingar á teikningu fyrirhugaðs íþrótta- heimilis og að fyrsti áfanginn verði smíði íþróttasalar að stærð 16x32 m. í júní ári síðar óskar byggingarnefndin eftir því að fá leyfi til þess að stækka salinn í 20x32 samkvæmt ósk stjórnar félagsins. Áhorfendasvæði er ekki nefnt í þessu bréfi, en á það minnzt í viðræðum. ♦---------------------♦ Fyrsta greinin af þr«nmr ♦---------------------♦ Þegar K.R. hafði á prjónunum að reisa íþróttaheimili, var .stærð salarins rædd af íþrótta- nefnd ríkisins, vegna væntanlegr ar umsóknar félagsins um styrk úr íþróttasjóði. Spor það, sem K.R. ætlaði sér að stíga, var stórt, það sem við fslend- ingar höfðum til þessa byggt íþróttasali stærsta 12x24 m og forráðamenn Háskóla íslands höfðu í háskólaráði fellt að reisa stærri sal. íþróttanefnd samþykkti áætlanir K. R. Framh. á bls. 19 "'ralur minnist 50 ára afmælis með móti NÚ ERU knattspyrnukapp- leikir utanhúss langt undan. — En knattspyrnuunnendur eiga von á bragarbót. Hinn 1. og 2. marz gengst knatt- spyrnudeild Vals fyrir innan- hússmóti í knattspyrnu og fer það fram að Hálogalandi. Þegar hafa skráð sig til móts ins 12 lið en von er á fleir- um, svo víst er að slagur verður þar mikill um sigur. ★ Innanhússknattspyrna er mjög vinsæl þar sem hún ef iðkuð. Til gamans má geta þess að stærsta íþróttahús Dana er alltaf fullt þegar slík mót fara þar fram. Innanhússknattspyrna hefur lít illega verið kynnt hér en aldrei á staðgóðum grundvelli. Það væri því óskandi að þetta mót væri ekki aðeins til að minna á afmæli Vals, heldur til þess að viðhalda og rótfesta innanhúss- knattspyrnu hér. ★ Hér verður leikið eftir þeim reglum að 3 menn eru í liði hverju í senn. Skipta má um menn svo oft sem vill og er tala leikmanna í hverju liði óákveðin. Sjaldnast munu þó fleiri vera í liði en 5 (skiptast á 3 í senn). Mótið verður hraðkeppni óg er það lið úr leik sem tapar einu sinni. 12 lið hafa þegar skráð sig tilkeppninnar: Fram, KR, Valur, Víkingur, Þróttur og Keflavík með tvö lið hvert félag. Búizt er auk þess við þátttöku fr áAkra- nesi og ef til vill Hafnarfirði. Leiktími í hverjum leik er 2x7 mín. og hamagangur mikill. Nuverandi heimsmeistarar Svíar Danmörk — Noregur 22:13 (N) Sigurvegar Danmörk. Vestur-Evrópa I Frakkland — Spánn 12:12 (S) Frakkland — Portúgal 16:7 (F) Spánn — Portúgal 18:16 (P) Frakkland — Spánn 16:9 (F) Frakkland — Portúgal 10:9 (P) Sigurvegari Frakkland Vestur-Evrópa II Holland — Luxemburg 22:12 (H) Belgía — Luxemburg 23:21 (L) Holland — Belgía 26:12 (B) Sigurvegari Holland Mið-Evrópa I Austurríki — Sviss 11:14 (A) Sviss — Austurríki 12:13 (S) Sigurvegari Sviss. Mið-Evrópa II Júgóslavía - Ungverjal. 18:14 (J) Júgóslavía - Ungverjal. 13:15 (U) Sigurvegari Júgóslavía Amstur-Evrópa I Tékkóslóvak. - Pólland 24:12 (P) Tékkóslóvak. - Pólland 22:10 (T) Sigurvegari Tékkóslóvakía Austur-Evrópa II Sovétríkin •— Rúmenía 12:9 (S) Rúmenía — Sovétríkin 18:13 (R) Sigurvegari Rúmenía ★ Keppnin var mjög tvísín í flest um riðlum og unnust 3 á marka- tölu. Það kom áberandi í ljós hve mikil hlunnindi það eru að leika á heimavelli. H eímsmeisfarakeþpni í handknattleik úrslit þessi: (f sviga fyrir aftan úrslitin segir hvar leikurinn fór fram). Norðurlönd # FORKEPPNI heimsmeistara- I nýlokið. 15 þjóðir kepptu í 7 keppninnar hófst í október og er I riðlum, heima og heiman og urðu Danmörk — Finnland 26:15 (D) Danmörk — Finnland 34:24 (F) ENGINN, sem rekur við- skipti í einhverri mynd, má láta sig vanta í VIÐSKIPT ASKRÁN A EKKERT starfandi félag má VIOSKIPT ASKRÁIN 1961 heldur iáta sig vanta. TjarnargÖtU 4 Sími 17016 ER í UNDIRBÚNINGí Þeir sem ekki eru skráðir láti vita í síma 17016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.