Morgunblaðið - 23.02.1961, Side 1

Morgunblaðið - 23.02.1961, Side 1
20 siður 48. árgangur 44. tbl. — Fimmtudagur 23. febrúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hefndarmorð Stanleyville í WIWM r»h, ■ v- stiórnarinnar rámmtán menn líflátn’r Leopoldville, Elisábethville, 21. febr. (Reuter-NTB). FRÁ Stanleyville berast þær fregnir, að fimmtán pólitísk- ir fangar, sem voru í haldi hjá stjórn Gizenga, hafi ver- ið líflátnir, þrátt fyrir ein- dregnar aðvaranir fulltrúa Sameinuðu þjóðanna um að láta slíkt ógert. Yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna í Leo- poldville hefur ekki getað staðfest fregn þessa opinber- iega en allar líkur þykja fcenda til þess, að hún sé á rökum reist. Af þessum fimmtán eru tíu þingmenn Kongóþings en fimm eru úr hemum. Einn mannanna er Alphonso Songolo, öldunga- deildarþingmaður, sem tekihn var til fanga í október jsl. og hefur samkvæmt fyrri fregnum verið misþyrmt á margvísleg- an hátt — missti meðal annars annað augað. Songolo fór í haust til Stanleyville í því skyni að ræða við fylgismenn Lumumba um lausn á vanda þjóðarinnar, en var þá þegar tekinn höndum. Hlutlaust belti írskur herforingi úr liði SÞ, Sean McKeown, kom til Leo- poldville 1 dag frá Ekvator-hér- aði, þar sem hann ræddi við Mobutu um framkvæmd ákvörð- unar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðánna. Talsmaður SÞ sagði í dag, að fundur þeirra hefði farið Berlingske Tidende skýrir frá þvi, að þátttakendur í Norður- landaráði hafi verið gestir Niels Bohrs á sunnudaginn og skoS- að eðlisfræðistofnunina við Blegdamsveg. Fremst til hægri sjást þeir Niels Bohr og Magnús Jónsson, alþingismaður. Samræmd aöstoð vio vanþróuð lönd Frá fundi Norðurlandaráðs Kaupmannahöfn, 22. febr. (NTB). i 4 DAG laug umræðum á fundi Norðurlandaráðs um sameigin- legan stuðning Norðurlanda við yanþróaðar þjóðir. Samþykkt var að skipa nefnd ráðherra, þar sem hvert Norður- landanna á einn fulltrúa. og á sú nefnd að skila áliti innan þriggja mánaða. Jens Otto Krag utan- ríkisráðherra Dana boðaði fyrsta fund nefndarinnar í Kaup- mannahöfn. í umræðum um mál þetta lagði Norðmaðurinn Finn Moe áherzlu á, að markmiðið væri samvinna en ekki góðgerðarstarfsemi gagn- vart hinum vanþróuðu ríkjum. Sagði hann aðstoð við vanþróuð Frh. á bls. 19 vinsamlega fram.- McKeown hefði hvatt Mobutu til þess að sýna engan ofsopa eða beita valdi, og stungið upp á að kom- ið yrði á hlutlausu belti á landa mærum Ekvator og Orientals- héraðs. Gæti McKeown þá rætt við Victor Lundula á því svæði, en upphaflega ætlaði McKeown til Stanleyville til viðræðna við Lundula, en hefur frestað þeirri för um sinn. RáSast ekki á hermenn SÞ Ian Berendsen, fulltrúi SÞ í ELISABETHVILLE, 22. febr. (Reuter) — Tilkynnt var í Elisabethville í kvöld, að Moise Tshombe hefði fallizt á það við Ian Berndsen, að hætta ofsóknum sínum á hend ur Balubamönnum, en her- menn Tshombe hafa farið með báli og brandi um byggð ir Balubamanna undanfarna daga. Elisabethville hefur sent Thsom- be héraðsstjóra bréf, þar sem hann biður um, að eiginkona Mwamba Ilunga, yfirmanns hins nýstofnaða Lualaba ríkis í Norð ur-Katanga, verði lótin laus úr haldi, ásamt öðrum gíslum, sem Tshombe heldur föngnum. Var- V æntanlega 27. febrúar PARÍS, 22. febr. (NTB — AFP) Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum mun fundur þeinra de Gaulle, Frakklandsforseta og Bourguiba, forseta Túnis verða haldinn 27. febr. Verður fundur þeirra á landsetri de Gaulle, Rambouillet, rétt fyrir utan París Forsetarnir munu ræða Alsír málið og möguleika á samninga viðræðum milli Frönsku stjórnar innar og útlagastjórnar Alsír. ar Berendsen mjög við því, að fólk þetta verði beitt valdi og segir það muni hafa hinar alvar legustu afleiðingar. Tshombe skírskotaði til íbúa Katanga-héraðs í dag að halda ró og reglu, en vera engu að síður við öllu búnir. Hann sagði, að hermenn hans myndu ekki ráðast á hermenn Sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir herútboð hans í gær. Sagði hann, að allt geti komið fyrir á þessum slóð- um og yrðu menn því að vera viðbúnir. Er hvítir menn í Elisa bethville og Leopoldville heyrðu um þessi ummæli Tshombe, urðu þeir allmiklu rórri, en frá því í gaér hafa þeir helzt vilj- að komast á brott frá Kongó sem fyrst. Framhald á bls. 19. Teiknimynd þessi af Ólafi Thors forsætisráðherra birtist í Ber- lingske Tidende sl. mánudag, /sásamt úrdrætti úr ræðu hans. Forsætisráöherra kemur heim í dag Ræðir við B.T. um handritin og viðreisnina ÓLAFUR THORS, Forsætisráðherra kemur í dag heim frá Kaup- mannahöfn af fundi Norðurlandaráðs. Eins og kunnugt er, fór ráðherrann til Kaupmannahafnar á laugardaginn var. Áður hefur verið skýrt frá störfum Norðurlandaráðs hér í blaðinu og ræðu Ólafs Thors, sem hann flutti á fundi þess. Danska blaðið B.T. á stutt samtal við Ólaf Thors í fyrra- dag og spyr hann m.a. um hand- ritamálið. Þar segir m.a.: „— Hvað með handritin, sem ísland vill fá aftur? — Ég vil ekki segja neitt um þau. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að hinir dönsku vinir okkar eigi að hafa frið til að taka hina réttu ákvörðun. Það er hin rétta málsmeðferð. — Hvernig gengur með efna- hagskreppuna á íslandi? — Núverandi stjórn, sem var mynduð haustið 1959, hefur komið fram með viðreisnará- ætlun, sem hefur að takmarki að skapa jafnvægi í efnahags- málunum. Hingað til hefur allt gengið vel, en upp á síðkastið hafa verið nokkur alvarleg verk föll. Stjórnin skiptir sér ekki af þeim, en ég vona að þjóðin skilji að það séu örlagaríkir tímar, sem íslendingar nú lifa“. Orðnir langeygir eftir lausn Einkskeyti til Mbl. London, 22. febrúar. FULLTRÚAR brezkra togaraeig- enda áttu í dag fund með Home, lávarði utanríkisráðherra Bret- lands og Chriopher Soames fiskimálaráðherra og* * skýrðu þeim frá því, að þeir bæru „þungar áhyggjur" vegna þeirr- ar óvissu, sem nú ríkti í deilu Breta og íslendinga um fiskveiði takmörkin. Fyrir fulltrúum togaraeigenda fór J.R. Cobley varaformaður samtakanna. Áreiðanlegar heim- ildir herma, að togaraeigendur og togarasjómenn séu nú orðnir æði langeygir eftir lausn deilunn ar og leggi mikla áherzlu á, að bundinn verði endi á núverandi ástand, áður en vorveiðarnar við ísland eiga að hefjast fyrir alvöru. Fulltrúar togaraeigenda minntu ráðherrana á, að togaraeigendur hefðu af frjálsum vilja fallið frá þeirri ætlun að veiða innan tólf mílna við ísland — fyrir nær fellt ári síðan, sökum þess að þá voru i undirbúningi viðræður um fiskveiðitakmörkin. ★ í opinberri yfirlýsingu sem Von um betri sambúð WASHINGTON, 22. febr. (Ntb- Reuter). — Kennedy, Bandaríkja forseti hefur sent Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna per sónulega orðsendingu, þar sem hann lætur í ljós þá von, að sam búðin milli ríkjanna fari batn- andi. Óskar hann eftir að sambúðin verði bætt að diplomatiskum leið um fyrst um sinn svo og að nán- ari samvinna megi takazt í list- um og ef til vill vísindum. Það er sendiherra Bandaríkja- manna í Moskvu, Llewellyn Thom,pson, sem flytur Krúsjeff orðsendingu þessa, en sendiherr- ann er á förum til Moskvu eftir nokkra dvöl í Bandaríkjunum. gefin var út af fundi loknum var sagt, að fulltrúar hefðu skýrt ráðherrunum svo frá, að þeix bæru „þungar áhyggjur vegna þeirrar óvissu, sem nú ríkti í þessu máli, einkum þar sem fisk veiðar við ísland ættu undir eðli legum kringumstæðum að ná há- marki innan skamms". Ráðherr- arnir fullvissuðu togaraeigendur um, að þeim væri fyllilega Ijóst, hve núverandi ástand væri alvar legt og hétu því, að hafa náið samband um málið við fulltrúa allra greina fiskiðnaðarins. Ann- ar fundur þessara aðila verður haldinn innan skamms og næst- komandi föstudag munu fulltrú- ar togaraeigenda og verkamanna ræða við Soames, ráðherra. • Kvarta yfir seinaganginum í skeyti sem Mbl. hefur borizt frá Grimsby um þennan sama fund, segir meðal annars, að hann hafi verið haldinn vegna síauk- inna kvartana togarasjómanna yfir seinagangi samningavið- ræðnanna. Sjómenn krefjast þess, að konmt verði að einhverri nið Framhald á bls. 1Q.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.