Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. febrúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Friðsamleg sambúð \ augum Kennedys RÍRTSSTJÓRNIR um heim allan athuga nú gaumgæfilega ræðu Kennedys, Bandaríkjaforseta, þar sem hann ræddi ástand og horfur í málum, sem varða Banda iríkin, — til þess að fá ljósari vís bendingu um áform hinnar nýju stjórnar í alþjóðamálum. Þessa vísbendingu er ekki fyrst og fremst að finna í um- naælum forsetans um megin- vandamál utanríkisstefnunnar. Hann lýsti afdráttarlausum stuðn ingi við aðgerðir Sameinuðu þjóð anna í Kongó, átaldi harðlega yfirgang kommúnista á Kúbu, en drap. aðeins lítillega á Laosdeil- una og minntist ekki á Berlín. Stefna stjórnarinnar í öllum þess um málum sem og varðandi það hverjar skuli vera lágmarkskröf- ur hennar um eftirlit með banni við kjarnorkuvopnatilraunum, er greinilega í deiglunni. Engu að síður virðist mér ræða hans gefa afar mikilsverða vís- 'bendingu um þær hugmyndir, sem Kennedy hefur um sambúð við kommúnistaríkin og skoðun hans á hlutverki vopnabúnaðar og eftirlits með honum. Fyrst skulu raktar hugmynd- ir hans um sambúðina við kommúnistaríkin. Friðsamleg samkeppni — friðsamleg sambúð Kennedy hefur varpað fyrir horð öllum tálvonum um, að Rússar og Kínverjar hafi látið af „áformum sínum um heims- yfirráð" og hann telur, að hin nýja stefnuskrá heimskommún- ismans, sem samþykkt var á hinni nýafstöðnu ráðstefnu í Moskvu benti til þess að stefna Rússa og Kínverja mótist enn sem fyrr af hugsjónalegri andúð á þeim ríkjum, sem ekki aðhyll- ast kommúnisma. En hann er ekki uppnæmur yfir þessu í sjálfu sér, — hann telur, að það þurfi ekki að koma í veg fyrir samkomulag um ákveðin mál né heldur samvinnu við þessa and- Stæðinga í vísindalegum efnum. Kennedy fagnar friðsamlegri samkeppni við kommúnismann — bæði efnahagslegri og hug- pjónalegri — fullviss um yfir- burði hinna frjálsu þjóða. En hann leggur ríka áherzlu á, að ofbeldi og undirróður séu ekki samræmanleg friðsamlegri sam- keppni. Með þessu á hann greini lega ekki við venjulegan áróð- Ur, því að hann er samþykkur samkeppni um hugi manna — heldur á hann við stuðning við yopnaða uppreisn utan frá, sem veittur er í formi peninga, stjórn málaklækja, vopna og tæknisér- fróðra manna, enda þótt ekki sé wm beina hernaðaríhlutun að j-æða. í þessu er fólginn meginmunur á kenningum Kennedys um frið- samlega samkeppni og kenning- um Krúsjéffs og Maos um frið- samlega sambúð, eins og þær (komu fram í Moskvu á dögunum. Hin kommúníska kenning leyfir beinlínis og hvetur allar komm- Únistastjórnir til þess að styrkja ineð öllum ráðum byltingarstyrj- eldir og „réttlátar frelsisstyrj- eldir". Þetta er, að áliti Kenne- dys, ósamrýmanlegt „friðsam-- legri sambúð“ — það er „undir- róður" og takmark stefnu Banda ríkjamanna í utanríkismálum er eð sannfæra Rússa um að þeir muni hafa jafn lítinn hag af slík- »m aðgerðum eins og þeir mundu hafa af ofbeldi. Til þess að ná þessu takmarki, þarf að stuðla að heillavænlegri þróun á hinum vanþróuðu hættu svæðum heimsins. Sameinuðu T þjóðirnar verða að koma í veg fyrir, að erlendir aðilar blási 1 glæður innanríkiserja hinna ýmsu þjóða. Ennfremur er nauð- syn vopna og færanlegra her- sveita, sem unnt væri að beita til þess að sporna við erlendri íhlutun, án þess að þegar drægi til kjarnorkustyrjaidar. Enn sem komið er, eru hug- myndir Kennedys um form hugs- anlegrar styrjaldar við kommún- istaríkin í nánum tengzlum við hugmyndir hans um þær tegund- ir vopna, sem Bandaríkin þurfi á að halda og möguleika til tak- mörkunar og eftirlits með vopna búnaði. Bráðabirgða ráðstafanir Kennedys Hinn nýi forseti hefur til- kynnt,' að varnarmálastefna hans muni ekki ákveðin fyrr en ná- kvæm rannsókn hafi farið fram á hernaðarmætti og tæknistöðu Bandaríkjamanna. Engu að síð- ur sýna tvennar bráðabirgðaráð- stafanir hans greinilega hvers má af honum vænta í þessum efnum. Annars vegar er sú skip un hans að auka sem fyrst flutn ingasveitir flughers Bandaríkj- anna til þess að auðvelda her- sveitum, búnum venjulegum vopnum, að bregðast skjótt við ógnum styrjalda á afmörkuðum svæðum, hvar sem er á hnettin- um, — með öðrum orðum, að letja „undirróður" án þess að eiga kjarnorkustyrjöld á hættu. Hins vegar er skipun hans um að hraða smíði kafbáta og Pol- Kaupmh. í janúar 1961. f DANMÖRKU er nýútkomið fyrsta bindi mikils ritverks, sem nefnist „Vor kulturarv". Á sam- komu á Hotel d’Angleterre var blaðamönnum skýrt frá efni þess. Utvarp og sjónvarp hafa aukið mjög áhuga fyrir menningarsögu. Fólk vill fræðast sem mest um líf og lífskjör forfeðra sinna og um það, sem liggur til grund- vallar fyrir menningu vorra daga. Bent Amdi Nielsen, cand. jur., sem stjórnar útgáfufyrir- tækinu „Forlag for faglittaratur", réðist því í að gefa út nýja menn- ingarsögu, þar sem lýst er upp- runa vestrænnar menningar og þróunar hennar frá fornöld og fram á kjarnorkuöldina. Ritverk þetta fjallar um stjórn málalífið, þjóðféla^sskipun, trú- arbrögð, listir, vísindi, bókmennt ir leikhús kvikmyndir, útvarn. aris flugskeyta, en kafbátar bún ir slíkum skeytum eru taldir væn legastir til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld, þar sem erf- iðast er að granda þeim. Jafn- framt fullvissar Kennedy menn um, að floti hans muni aldrei hefja árás að fyrra bragði. Einnig þetta felur í sér meiri- háttar stefnuákvörðun. Polaris- flugskeytin eru eðhlegt endur- gjaldsvopn. Séu þau nægilega mörg geta þau valdið árásarað- ila ógurlegu tjóni hversu skelfi- leg, sem skyndiárás hans kann að hafa verið. En þau mundu koma að litlum notum til skyndiárásar gegn flugskeytastöðvum óvinar. Fjöldi þeirra takmarkast af sjálfu sér, vegna þess, að til endur- gjalds árásar þarf aðeins ákveð- inn fjölda kafbáta, búnum slík- um flugskeytum. Þegar báðir aðilar hafa komið sér upp nægi- lega miklum fjölda flugskeyta, geta báðir talið sig tiltölulega örugga gegn kjarnorkuárás, án þess að halda áfram kapphlaup- inu. Á hinn bóginn hlýtur sérhver tilraun tii þess, að hafa nægilega mörg varin flugskeyti á landi — til þess að geta grandað öllum hliðstæðum flugskeytum óvinar- ins með skyndiárás — að hafa í sjónvarp o. fl. Hafa höfundarnir lagt áherzlu á að lýsa þarna öll- um greinum menningarinnar og sambandinu þeirra á milli. Höfundarnir eru 35 merkir fræðimenn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ritstjórar þessa rit- verks eru þrír: dr. phil. Per Kra- rup, menntaskólarektor í Dan- mörku, Haakon Holmboe, rektor í Noregi og dr. theol. Kirster Gierow, yfirbókavörður í Lundi. Fyrsta bindið, sem ber undir- titilinn „Menningargrundvöllur- inn“, fjallar aðallega um Forn- Grikki og Forn-Rómverja, krist- indóminn og Norðurlandabúa frá því að fyrstu sögur fara af þeim og fram á víkingaöldina. Ritverkið verður samtals 2000 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Fjögur fyrstu bindin koma út á þessu ári og síðasta bindið vorið 1962. Páll Jónsson. för með sér endalaust kapphlaup um að búa til fleirx, þyngri og betur varin flugskeyti, jafnframt kapphlaupi um að afla sífellt nákvæmari upplýsinga um stað- setningu flugskeyta óvinarins. Hið rétta svar — Innan bandaríska hersins hefur lengi staðið deila milli fylgis- manna þessara tveggja hug- mynda um flugskeytahernað. Annars vegar eru þeir, sem láta sig dreyma um „gjöreyðandi fyr- irbyggjandi árás“ og hinsvegar þeir, sem eru fylgjandi því, að markmiðið sé að koma í veg fyrir árás’ með því að vera fær um að endurgjalda hana. Skipun Kennedys um að hraða smíði Polaris flugskeyta sýnir, að hann hneigist að seinni hugmyndinni. Á liðnum árum hefur aðal- röksemdin gegn þessari stefnu verið sú, að með henni mundu Bandaríkin glata getu sinni til þess að koma í veg fyrir að sigr- ast á — með flugskeytum á landi — meiriháttar árás sterkari herja, sem þó væru ekki búnir BÚNAÐARBANKINN hefir unn ið mál fyrir Hæstarétti. Hafði bæjarsjóður Reykjavíkur lagt út svar á leigutekjur sem bankinn hafði haft af húsi sínu í Aust- urstræti, árið 1958. Var bank- anum gert að greiða 45.000 kr. í útsvar. Bankinn neitaði að greiða útsvarið. Kom málið til kasta fógctaréttar og þar krafð- ist bæjarsjóður þess að gert yrði lögtak í eignum bankans til tryggingar útsvarskröfunni. Fógetaréttur féllst á það sjón- armið bæjarsjóðs, að leigutekjur bankans séu útsvarsskyldar sam- kvæmt almennum reglum út- svarslaganna, nr. 66/1945. Ekki vildi Hæstiréttur fallast á þetta sjónarmið og segir svo í forsendum hins staðfesta dóms: I a-lið 6. gr. laga nr. 66/1945 um útsvör segir, að ríkissjóður og aðrir sjóðir, sem standa und- ir umsjón ríkisstjórnarinnar, þ. á. m. Ræktunarsjóður, séu und- anþegnir útsvarsskyldu. Jafn- framt er kveðið svo á, að um útsvör annarra ríkisstofnana fari eftir lögum nr. 47/1924, en sam kvæmt þeim lögum er engin stofnun ríkisins útsvarsskyld eft- ir efnum og ástæðum, nema um verzlunarstofnanir ríkissjóðs sé að ræða og þá eftir tilteknum reglum. Búnaðarbanki Islands, er ríkisstofnun, sem starfar í fimm deildum, og eru meðal þeirra Ræktunarsjóður og Bygg ingar- og landnámssjóður, sbr. 3. gr. laga nr. 115/1941. Bank- inn, sem ekki er verzlunarstofn- un í skilningi laga nr. 47/1924, er því undanþeginn útsvars- skyldu samkvæmt áðurgreindum beinum ákvæðum útsvarslaga. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um framkvæmd lögtaks fyrir útsvari kjarnorkuvopnum, — til dæmis í Evrópu. En slík árás án sam- hliða árásar á hinar mikilvæg- ustu stöðvar er í sjálfu sér ólík- leg. Ákvörðun Kennedys gefur aftur á móti í skyn þá skoðun hans, að hið rétta svar við hætt- unni á takmarkaðri styrjöld sé ekki hin innantóma ógnun um „endurgjald", heldur nægileg aukning á styrk og hreyfanleik þeirra sveita Vesturveldanna, sem búnar eru venjulegum vopn- um. Sé þessi túlkun á bráðabirgða- ákvörðunum Kennedys í varnar- málum rétt, sýnir hún, að hann er ekki á þeirri almennu skoð- un, að þeir tveir einir kostir, sem til greina komi, séu aukinn vígbúnaður eða afvopnun undir eftir'liti. Sum vopn hljóta að hafa í för með sér vígbúnaðar- kapphlaup séu þau aðalvopnin í vopnabúrum þjóðanna. Önnur vopn koma síður í veg fyrir sam- komulag um afvopnun undir eft- * irliti (t. d. Polarisflugskeyti). En svo vill til að Bandaríkjamenn hafa að undanförnu lagt minnst kapp á smíði vopna af síðari gerðinni og telja því margir á- byrgir og hugsandi bandarískir stjórnmálamenn að auka verði birgðir Bandaríkjamanna af slíkum vopnum áður en til af- vopnunar geti komið. Af ávarpi Kennedys til þings- ins virðist mega ráða að hann sé á þeirri skoðun. Auðvitað er slík hugmynd ekki samrýmanleg slagorði Rússa um „almenna og algera afvopnun“. Af því leiðir þó engan veginn, að hún geti ekki verið grundvöllur einlægra samn ingaumleitana við Rússa um tak mörkun vopnabúnaðar undir eftirliti, sem hefjast myndi með varanlegu banni við tilraunum með kjarnorkuvopn og með við leitni til þess að takmarka fjölda kjarnorkuvelda, áður en það er um seinan. því, er greinir í úrskurði fógeta. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 8.000,00. Bílskúr skemmist af eldi SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að Holtsgötu 10 í gær kl. 16.16. Hafði kviknað í bílskúr og urðu skemmdir talsverðar. Bifreið var inni í skúrnum, en henni tókst að bjarga óskemmdri, ea munir sem í skúrnum voru skemmdust. Samkomur í Dómkirkjunni HJÁLPRÆÐISHERINN, Kristni boðssambandið Kristileg skóla- samtök, Kristilegt stúdentafélag, K.F.U.M. og Heimatrúboð leik- manna halda almennar samkom- ur í dómkirkjunni dagana 23.— 26. þ. m. Aðal ræðumenn á samkomum þessum verða Norðmennirnir cand theol. Erling Moe og söng prédikarinn Thorvald Fröytland. Nokkur tilbreytni mim að öðru leyti koma til með að verða við þessi samkomuhöld, og áherzla lögð á almenna þátttöku í söng. Samkomur þessar hefjast hverju sinni kl. 20,30 og eru allir hjartanlega velkomnir. Frá vinstri: Útgefandi ritverksins, Bent Amdi Nielsen, og aðalhöfundar þess, Krarup, Holmboe og Gierow. „Vor kulturarv" Eftir Richard Loewenthal OBSERVER — öll réttindi áskilin. Leigutekjur hankans ekki útsvarsskyldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.