Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. febrúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kristján Guðmundsson Fáskrú&árbakka ■ Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 10. • „Týndi hlekkurinn“. Skömmu ettir að vísinda- mennirnir hófu starf sitt -;uð ur í Thailandi fundu þeir nokkrar heillegar beinagrind ur af steinaldarmönnum skammt fyrir norðan bæinn Ban Kao í grennd við Kwal- noi, sem lesendur munu betur kannast við sem Kwai- fljótið (úr kvikmyndinni „Brúin yfir Kwaifljótið"). Nielsen telur hér vera um svo merkan fund að ræða, að hann geti e.t.v. veitt fyllri upplýsingar um líf og hætti frummannsins á forsöguöld en allt annað, sem áður hefir fundizt, — en beinaleifar stein aldarmanna hafa ekki fyrr fundizt í Thailandi. — Niel- sen og félagar hans eru raun- verulega að leita að hinum „týnda hlekk“ („the missing link“), sem þeir telja mestar líkur til að finna á þessum slóðum — og hafa þeir mjög styrkst í trú sinni á það við þennan merkilega beinafund, sem að ofan getur. — Með hin um „týnda hlekk“ er átt við tengilið milli Pekingmanns- ins og Javamannsins en þeir hafa að líkindum verið uppi með um það bil 100 þús. ára millibili, eins og fyrr greinir, ■— ★ — Eigil Nielsen segir, að það starf, sem þeir félagar hafa þegar unnið, sé aðeins byriun in. Þeir geri nú hlé á leit sinni, þar til í marzlok eða byrjun apríl nk. — og nota tímann þangað til, til þess að undirbúa að hefja starfið af enn meiri krafti en áður. SlÐAN ég gerðist íslendingur hef ég kynnzt mörgum ágætum og mætum mönnum á þessu landi en ég er ekki í neinum vafa um það, að Guðmundur , hreppstjóri Arason var ólíkur flest öllum öðrum, ekki fyrir hin miklu störí sem hann vann •fyrir sveit sína, Vatnsnes, og sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, sem hreppstjóri, skattanefndar- maður, sýslunefndarmaður og fjölda önnur trúnaðarstörf í tugi ára, heldur finnst mér hann ógleymanlegur fyrir per- Bónuleik sinn, hin óhemjulega hressandi og uppörvandi áhrif á aðra: leiftrandi gáfur hans í hvívetna, gleði svo mikla og magnþrungna, hinn mikla kær- leika og velvild. Mig minnir að það væri Bac- on, heimspekingurinn, sem Bkrifaði: „Sumir menn erur fæddir miklir, aðrir verða það á lífsins leið“. ' Guðmundur Arason var stór og framúrskarandi vel byggður maður; sópaði að honum hvar sem hann kom. Ætt hans hefur búið á Illhugastöðum í yfir 130 ár. Oftar heldur en einu sinni átti hann kost á því að bjóða Big fram í sínu kjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hann kaus heldur að sinna bústörfum á sinni fögru óðalsjörð, setja svip á bæinn, sveitina sína og 6ýslu. Þegar ég kom beint frá Kanada til að setjast að á iTjörn á Vatnsnesi, fór ég strax að Illhugastöðum. Undir eins kom Guðmundur Arason fyrir sýnir mínar eins og einn af þeim gömlu og góðu Víkingum, sem ég hafði lesið um sem ung- ur Skoti við nám í Reykjavík. Ég mun alltaf muna eftir traustu handtaki hans og fram- úrskarandi miklu gestrisni. Húsið hans og hjarta voru setíð opin og á Illhugastöðum Eigil Nielsen, sem nú er fimmugur að aldri, er talinn færasti vísindamaður Dana á sviði hinnar svokölluðu vertebra-steingervingafræði — þeirrar greinar, sem fjall ar um rannsóknir á útdauðum hryggdýrategundum. — Þeg- ar er hann var rúmlega tví- tugur, tók hann þátt í leið- angrum Lauge Kochs til Grænlands, og vakti þá mikla athygli, er hann fann stein- gerfinga af fjórlima fiski. — Árið 1950 dvaldist hann svo í Tíbet, ásamt fleiri dönskum vísindamönnum, við rannsókn á ýmsum leifum frá trias- tímabilinu, og tókst honum þá að sýna fram á, að skyldir fiskar hefðu lifað á þeim slóð um, sem Tíbet er nú. og við Grænland — fyrir milljónum ára. — Þegar Nielsen var á ferð um Suður-Afríku árið 1953, fékk hann, fyrstur allra stengervingafræðinga, tæki- færi til að rannsaka náið og Ikryfja bláfiskinn svonefnda — sem nefndur hefur verið „hinn lifandj steingervingur“ — en allt til 1938 hafði hann, eins og flestir aðrir vísinda menn, verið þeirrar skoðunar að þessi fisktegund væri út dauð fyrir 60—70 milljón ára. — ★ — Eigil Nielsen er í hópi virt ustu vísindamanna Dana — og er heimskunnur á sýru sviði, sem steingervingafræð- ingur. Því mun verða fylgzt r.áið með rannsóknum hans og félaga hans í Thailandi, og margir — a.m.k. meðal Dana — hafa nokkra trú á því, að honum muni takast, með dug.i aði sínum og víðtækri þekk- ingu, að ná marki sínu: að finna „týnda hlekkinn". hafa óteljandi margir, bæði inn- lendir og útlendir notið gest- risni hans og konu hans, frú Jónínu, og henni eru ekki síður að þakka allar góðar veitingar, gestrisni og góðvild, sem fólk naut þar heima. Og eins og það er með alla menn, sem eru sannarlega miklir, var Guðstrúin sterkásti þáttur í eðli Guðmundar Ara- sonar og öll störf hans, allt líf hans og viðhorf til málanna og hugsunarkerfi hans var mótað af þeirri trú og samofið henni. Ég er einn í stórum hópi karla og kvenna sem minnast Guðmundar Arasonar sem eins þeirra manna, sem var raun- verulega höfðingi og góður drengur I beztri merkingu þess- ara orða. Það tel ég mér bæði sæmd og lærdómsríkt. Hann var fæddur á Illhuga- stöðum 1. ágúst 1893; var kvænt ur Jónínu Guðlaugsdóttur og voru þau hjón gift í rúmlega 40 ár. Þeim varð tveggja barna auðið, Auðbjörg, gift Jóhannesi Guðmundssyni, bónda í Syðri- Þverá í Vestur-Hópi, og Hrólf- ur. Hann er ókvæntur og nú er hann stoð og stytta móður sinn- ar, þrátt fyrir að hann er fæddur heyrnarlaus og mállaus. Hrólfur er með almyndarleg- ustu mönnum, sem ég hef séð og hefur hann erft marga kosti af föður sínum, meðal annars gestrisni, góðvild og fróðleiks- ást, sem hann hefur sótt í lest- ur góðra bóka, eins og faðir hans. Þau hjón ólu einnig upp fósturdóttir, Erlu Pétursdóttur. Guðmundur Arason var jarð- sunginn 26. f. m. á Tjörn á Vatnsnesi og var útför hans hin fjölsóttasta í Vestur-Húna- vatnssýslu í langan aldur. Blandaður kór undir stjóm Karls Hjálmarssonar söng með ágætum, bæði við húskveðjuna og kirkjuathöfnina. Robert Jack. HINN 1. febr. sl. andaðist í sjúkra húsinu á Akranesi Kristján Guð- mundsson, óðalsbóndi á Fáskrúð- árbakka í Miklaholtshreppi. Háði hann langa og erfiða sjúkdóms- legu, sem hann bar með einstakri hugprýði og æðruleysi. Útför hans var gerð frá Fá- skrúðárbakkakirkju laugardag- inn 11. febr. að viðstöddu miklu fjölmenni. Kristján Guðmundssön var fæddur í Haukatungu í Kolbeins- staðahreppi 16. nóv. 1892. For- eldrar hans voru: Guðmundur Guðmundsson og kona hans Oddný Kolbeinsdóttir. f foreldra- húsum hefir Kristján eflaust hlot ið það veganesti, sem títt var um uppeldi þeirra, sem upp hafa vaxið síðasta tug nítjándu aldar og fyrsta tug tuttugustu aldar. Að vinnan og hinn strangi skóli lífs- baráttunnar, hefir eflaust mótað hugarþel þeirra sem lifað hafa þann aldaranda er þá tíðkaðist. En við sem lifum nú fjórða og fimmta tug tuttugustu aldar, get- um vart trúað að slíkt hafi ver- ið, hinn virkilegi aldarandi og lífsins skóli. En eflaust hefir lífsbaráttan frá þeirra tíma hætti, kennt mörgum þær hollu dyggðir, að ráðvendni og fyrirhyggja væru það sem kæmi öllum að góðu gagni á lífs- brautinni síðar meir. Við, sem þekktum Kristján Guðmundsson og fylgdumst með störfum hans og athöfnum, getum borið þess vitni, að ráðvendni og fyrir- hyggýa voru sterkir þættir í lífs- starfi hans auk grandvarleika og orðheldni í hversdagslegu lífi hans. öll störf, og allar fram- kvæmdir voru eigi í mót greypt- ar í huga hans, nema að yfirveg- uðu ráði, samfara fyrirhyggju og hagsýni, í hverri mynd sem fram- kvæmdin var fyrirhuguð. Kristján Guðmundsson var um marga hluti eftirtektarverður maður, hann var dulur í skapi, sérstaklega orðvar, flíkaði lítt hugsjónum sínum, eða hafði hátt um sínar framtíðaráætlanir, en var farsæll í störfum og starfs- glaður. Hygg ég að það lífsstarf er hann valdi sér, að verða bóndi hafi verið honum svo kærkomið og samleikið hugarþeli hans að hann fann ætíð sífelda ánægju í störfum sínum, enda einstakur búhyggjumaður í þess orðs beztu merkingu. Enda ann hann heim- ili sínu, öllum sínum kröftum; ég hygg þó að oft ha& hann átt þar langan vinnudag ,enda kapp- samur í störfum að hverju sem gengið var, samfara miklu starfs þreki meðan heilsan var óskert. Árið 1921 kvæntist hann Verón- iku Narfadóttur. Reystu þau þá bú að Grísatungu í Mýrasýslu á lítilli harðbýlli jörð. Bjuggu þau þar í 5 ár, fluttu síðan að Akur- holti í Eyjahreppi, voru þau þar í 20 ár, en fluttu svo þaðan að Fá- skrúðárbakka og hafa búið þar sl. .15 ár. Ekki er mér kunnugt um, hversu mikill búsmali þeirra hjóna var í fyrstu, en hygg þó að hann muni ekki hafa verið stór. En samfara ráðvendni, hagsýni, búhyggju og miklum dugnaði, þá blómgaðist hagur þeirra til batn- aðar með hverju ári. Og nú þegar Kristján er nú all- ur, þá hygg ég að bústærð þeirra hjóna, muni vera eitt stærsta bú hér í Snæfellsnes- og Hnappadals sýslu. Og eflaust á þar kona hans mikinn þátt í því farsæla starfi, er þau hafa nú leyst af hendi eft- ir fjörutíu ára samstarf. Ég nefndi hér fyrr í þessum fá- tæklegu línum, að Kristján Guð- mundsson hefði verið mikill bú- hygginda maður. Skal hér eitt dæmi nefnt. Sumarið 1955 er ef- laust mörgum í fersku minni, hið mikla óþurrkasumar, sem olli mörgum bóndanum erfiðleikum og tjóni. Á suður og suðvestur- landi, tók ekki af steini að heitið gæti, frá sláttarbyrjun þar til í september. Voru þá hey víða stór hrakin og jafnvel sums staðar ó- nýt. En Kristján lét ekki rosann leika á sig, hann hafði ráð til að sigrast á óþurrkunum, hyggindi hans komu þar fram sem oftar Hann hólfaði þurrheyshlöður sín- ar niður í votheysgryfjur á mjög auðveldan hátt, og þannig tókst honum að bjarga sínum heyjum að mestu óhröktum þrátt fyrir hinn mikla rosa. — Jörð sína Fá- skrúðárbakka hefir hann bætt stórlega þessi fimmtán ár, er hann bjó þar, stórstígastar hafa framkv. verið á sviði ræktunar. Er nú túnið á Fáskrúðárbakka eitt með beztu og beztræktuðu túnum hér í sýslu. Enda var Krist ján ótrauður að taka sér tækni nútímans í sína þjónustu. Þrátt fyrir hin miklu veikindi sem sóttu á Kristján nú undanfar in ár, þá hafði hann svo mikla starfslöngun og lífslöngun, að hug ur hans bjó yfir miklum framtíð- ardraumum, sem hann hefði látið verða af veruleika hefði líf og heilsa enzt lengur. Hin bjargfasta trú hans á mætti moldarinnar, og öllu gróandi jarðlífi vár svo sterk í huga hans, að hið farsæla og þroskavænlega starf ræktunar- mannsins var hans líf og yndi, og hans unaðsheimur. Enda mik- ill gæfumaður í lífinu, því lífs- förunautur hans stóð þar fast við hlið hans og studdi hann til allra góðra dáða, farsældar og blessun- ar. Þeirn hjónum varð 10 barna auðið. Eitt þeirra misstu þau í æsku. Hin eru öll uppkomin, mannvænlegt og traust fólk. Börnin eru: Kristín, frú í Rvík; Guðmundur og Narfi, bændur í Hoftúnuíh í Staðarsveit; Þuríður, frú í Ólafsvík; Guðbjartur bóndi á Lækjamótum; Oddný, Gunnar, Sigurvin og Jóhann hafa dvalið heima. Um leið og ég votta eigin- konu Kristjáns og börnAm samúð og hluttekningu við lát eigin- manns og föður. Þá vil ég þakka Kristjáni sérstaklega gott grann- býli, trausta og hlýja vináttu und- anfarin ellefu ár, er leiðir okkar hafa legið saman. Um leið og ég bið guð að blessa minningu hans. Borg, 14. febr. 1961. Páll Pálsson. r^SKWAN Höiðatúni 2 — Sími 24866 Sækjum — Sendum Höfum móttöku á eftirtöldum stöðum: Efnalaugin Lindin, Hafnarstræti 18. Nýju efnalauginni, Laugav. 20B og Fichersundi Efnalaugin Hjálp, Bergstaðastræti 28 Grenimel 12, Skóbúðinni Álfheimum. Toledo Langholtsvegi 128 og Ásgarði 20—24 Skeifunni Blönduhlíð 35 Skóverkstæðið Grensásvegi 26 Verzlun Steinnes Seltjarnarnesi Verzlunin Sóvallagötu 27 Efnalaug Hafnarfjarðar. „3 tegundir tannkrems“ FlF QE3D „Með piparmintubragði og virku Cuma- sina-silfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir“. IQDQQQ „Sérlega hressandi með Chlorophyll, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn- þefjan“. L3QDQQ „Freyðir kröftuglega með piparmintu- bragði“. V VEB Kosmetik-Werk Gera Deutsche Demokratische Republik. V/ð útför Guðmundar Arasonar hreppsstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.