Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 16
16 ' MORCVTSBL AÐlh Fimmtudagur 23. febrúar 1961 Myrkraverk 12 eftir Beverley Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar Við hlógum bæði og urðum róleg. Ég sá að líkami hennar var einungis lítið brenndur, and- lit hennar var ómálað og yndis- lega sólbrúnt. „Við erum hátt uppi yfir öll- um öðrum og þurfum ekki að vera í neinu.“ Hún vafði hand- klæðinu fastar um sig. „Er Lucien hjá þér?“ spurði ég. „Hann fór upp í sveit að gera eitthvað. Hann kemur ekki aftur fyrr en eftir nokkra daga.“ Ég mundi þá eftir Benoit, sagði ekkert, en hún hélt áfram: ,,En hvers vegna komst þú?“ „Mig langaði til að syngja fyrir þig söng.“ „Söng?“ ,,Já, um bófa. Ég á að syngja hann á hljómleikunum. Ég fann hann fyrst í dag, og ég ákvað að þú ættir að vera hin fyrsta, sem heyrðir hann.“ Nú hélt ég að hún myndi fara að gráta. Hún horfði á mig hugsandi augum, og ég rétti henni hönd mína. Hún sneri sér undan. „Ágætt, fyrst fáum við okkur kaffi, og ég fer í einhver föt, svo hlusta ég á sönginn. Hvem- ig væri það?“ Hún reyndi að vera hressileg og flýtti sér í átt- ina til eldhússins. Ég gat ekki stillt mig um að segja henni, hversu mér geðjað- ist vel að gula handklæðinu. Ég sagði henni, að ég vildi gjarnan að hún klæddist því á- fram og skipti ekki um föt. „I>ú ættir að mála sjálfsmynd af þér svona “ sagði ég, „með þetta handklæði og hárið þitt bundið svona aftur. Það er einkar yndis- legt.“ Ég held hún hafi komizt við. Ég er viss um að Lucien tók aldrei eftir henni. Ég held hún hafi komizt við af klaufalegum tilraunum mínum til að segja henni að mér fyndist hún fögur, en hún sagði ekkert, brosti að- eins leyndardómsfull í barm sér, og gekk frá eldhúsinu í áttina að svefnherberginu. Hún dró tjaldið fyrir á eftir sér og ég elti sem í draumi. Sólin var lágt á lofti og kastaði skuggum af reyk háfum gegnum stóru glerrúð- urnar og yfir tandurhreint gólf- ið. Ég beið, starði á þung tjöldin og hlustaði á andardrátt hennar hinu megin. Ég heyrði ennþá sönginn um bófann í höfði mér og ég mundi hvítan líkama henn ar, nóttina sem ég svaf á sófan- um. í>á dró ég tjöldin frá og gekk til hennar. Gula hand- klæðið hafði fallið á gólfið og lá þar í hrúgu við bera fætur hennar. Hún stóð og sneri sér að veggnum, studdi sig með ann arri hendi við snyrtiborðið. Ég tók klútinn af höfði hennar og leysti svart hárið, svo það féll niður með öxlum hennar og hálsi. f>að var þungt eins og það væri vætt í olíu, og ilmur þess yfirgnæfði Arpége-lyktina. Hún sneri sér ekki við, en sagði lágri ungmeyjarröddu: „Enginn hefur nokkru sinni talað svona við mig, enginn hef- ur verið blíður, aldrei." Ég beygði höfuð mitt og kyssti axlir hennar og gróf höf- uðið í slegnu hárinu. „Og þú komst til að syngja fyrir mig,“ sagði hún og þrýsti heitum, leitandi fingrum mínum að brjóstum sínum. Hún sneri sér við í fangi mér og lyftt and- litinu, svo ég gæti kysst hana. Síðan stóðum við þarna, að því mér fannst um aldur og ævi. Hún rétti út annan handlegginn til að draga tjöldin fyrir og lok- aði úti sólarlagið. Svalir fingur hennar byrjuðu að hneppa frá mér skyrtunni. Og ég get ekki lýst ástaratlotum okkar. Er nóttin kom og huldi gler þakið, kveiktum við upp og sett- umst á teppið við eldinn. Ég strauk hár hennar og söng fyrir hana gamla söngva. Þegar birti, og nóttin læddist frá reykháfunum eins og skríð- andi kolsvartur köttur, skildi ég við hana sofandi. Grannur hand- leggur hennar lá yfir grunnu lautina sem líkami minn hafði skilið eftir. Hún brosti hinu þreytta brosi dreymandi stúlku, sem hefur dansað alla nóttina. Hún sýndist ótrúlega ung og yndislega fögur. Ég kyssti þreytt augu hennar og fór. Undirbúningurinn undir björg unina hélt áfram, þrátt fyrir fjarveru Luciens. í vinnuskúrn- um löguðu Benoit og Dédé þrjár tunnur með loki, handa Lucien, Moumou og Dédé til að ferðast í, en ég sat á hækjum mínum inn í rykugri skrifstofunni, saumaði orðubönd og skreytingar á þrjá kakhi-einkennisbúninga. Þeir áttu að vera klæddir sem hermenn úr 81. fótgönguliðsher- deildinni til að auðveldara væri fyrir þá að komast út, og svo að þeir væru dulbúnir, ef eitthvað færi öðruvísi en ætlað var. Dédé heimtaði liðþjálfaleggingar og Croix de Guerre. „Við fórum aldrei í búninga í andspyrnuhreyfingunni.," kvart aði hann. „Ég hafði sömu tign og majór, en ég fékk aldrei tækifæri til að setja stjörnurnar upp.“ Svo létum við hann hafa lið- þjálfaleggingarnar og orðuna, sem hann átti í raun og veru rétt á að bera. Hann hafði fengið hana fyrir að sprengja upp olíu- flutningaskip í Port du Buc við mynni Rhone fljóts, eftir að vera búinn að synda undir kafbáta- net, án þess að hafa öndunar- tæki og einungis heimagerða sundfit. „Það blæddi úr eyrunum og nefinu í þrjá daga,“ sagði hann, „og marglitturnar höfðu brennt mig á meira en hundrað stöð- um.“ Hann sýndi mér örin. Moumou sór og sárt við lagði að þau væru gömul bóluör. Náttfararnir höfðu unnið mik- ið neðansjávar, notað frumstæð- an froskmannaútbúnað, heima- gerðar fitjar og öndunarpípur. Mér fannst ég geta staðið þeim á sporði í þvíumlíkum verkum, eftir reynslu mína af neðansjáv- ar fornleifafræði við Chateu d’If, Við áttum í endalausu rifrildi um öndunaraðferðir og beztu staðina í Frakklandi til að stunda þessa íþrótt. Upphaflega átti björgun Tiss- ons að fram um vatnið, með hjálp froskmannabúnaðar. En er þeir höfðu athugað aðstæðurnar, kom í Ijós, að of grunnt var við kastalann og hvergi mátti leyn- ast fyrir glampanum af leitar- ljósum, sem skinu ofan af víg- girðingunum. Síðasta könnunar- ferðin átti samt að fara fram um vatnið, og ég hafði fengið Lucien til að taka mig með. Hljómleik- arnir áttu að vera eftir viku, og við þurftum að líta kringum okkur í eitt skipti enn til að geta endurskoðað staðsetningu og tíma. „Við viljum fá eins míklar upplýsingar og við getum, hvort sem þær koma að gagni eða ekki. Það skiptir ekki máli,“ hafði hann sagt. „Áður en við gerum áætlun um smáatriðin þurfum við að fá vitneskju um allar staðreyndir sem mögulegt er að fá. Frá Chollet, frá Benoit, með könnun og allstaðar að.“ Allir meðlimir félagsskaparins höfðu fengið skipanir í belg og biðu, unz allt hringsnerist í höfðum okkar. Ég var að hugsa um hvernig hann kæmi mér fyr- ir sjónir, þegar hann kæmi aft- ur. Ég hafði nú gert mér sömu mynd af Lucien og Francoise gerði, og mér fannst ég skilja, hvað hún hefði ætlað að sýna í málverkinu. Ég gerði mér einn- ig grein fyrir, hvers vegna hon- um geðjaðist að því. Hann vildi í raun og veru vera hinn misk- unnarlausi, tilfinningarlausi og hagsýni foringi. Þó ég sæi nú gegnum grímu hans, vissi ég, að ég mundi engu að síður hlýða honum, stökkva upp í hvert skipti sem hann skipaði mér. Og af því ég hafði svikið hann, ótt- aðist ég afturkomu hans. Við biðum í þrjá daga. Allt var tilbúið fyrir könnunarferð- ina. Við vorum allir reiðubúnir I björgunina. Og enn biðum við. Þriðja kvöldið var ég á leiðinni til vinnustofunnar. Ég varð að sjá Francoise aftur. Vinnustofan var heit og tóm, og enginn svar- aði þegar ég kallaði. Ég mundi hvar hún hafði verið, þegar ég kom síðast með lagið mitt, og ég leitaði að gula handklæðinu, en gat ekki fundið það. Þá hlaut hún að vera á þakinu. Ég gekk yfir stigapallinn og sá að glugg- inn yfir klósettinu var opinn. Ég steig upp á setuna og dró mig upp í gegnum þröngan glugg ann og út á þakið. Það var heitt viðkomu, hátt liggjandi afsíðis sólskýli, sem skýlt var við vind- unum og veröldinni af lágum 1) Já, auðvitað kem ég tímanlega heiri, vertu ekki með þessi læti, kona góð. 2) Hringja í mömmu þína og bjóða henni í mat, ef ég kem ekki? 3) Nei, elsku konan mín, það er alveg óþarfi — ég lofa að koma í mat! Skáldið og mamma litla Svona nú hundur . ...Farðu! Skilur þú ekki?Farðu heim! Farðu hundurl ...» Vísaðu «|fi|br leiðina 1mI»! steinriða- og skorsteinavíggirð- ingum. Á gula handklæðinu lá Franc- oise með útbreiddan faðminn, eins og hún vildi faðma að sér sólskinið. Hún var nakin. Nakin, en svo brún og fagursköpuð, að þessi sýn gerði mig hvorki feim- inn né æstan, aðeins fullan að- dáunar. Augu hennár voru lokuð og hún sýndist sofa. Við hlið hennar á handklæðinu lá opin bók, og litla málmkringlan glampaði í sólskininu, þar sem hún lá á vindlingapakka. Ég horfði niður á hana án þess að segja orð, og án þess að vekja hana. Hún virtist tæplega anda. Það var friðsælt þarna uppi, svo friðsælt og svo heitt, að mér fannst ég heyra sólskinið. Ég fór úr fötunum, nuddaði brjóst mitt og handleggi, líkt og ég vildi þrýsta hitanum gegnum hold mitt og inn í beinin til að verða eins gullinn og fullkom- inn og konan. Síðan lagðist ég varfærnislega niður á handklæð ið, án þess að snerta hana. Sól- skinið smaug í mig þegar í stað. Það var eins og faðmlag, stunga er spýtti inn heilbrigði og tólc burtu áhyggjurnar. Ég teygði ir fótum mínum og handleggjum, fannst beinin vaxa og vöðvarnir stríkka. Fingur mínir komu við handlegg hennar. 3|lltvarpiö Fimmtudagur 23. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Mor^ unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —• 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilk.). 12.50 ,,A frívaktinni'*: Sjómannaþáttur 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum" (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyð* Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir), 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Alexander Brailowsky leikur píánótónverk eftir Fran? Liszt. 20.30 Kvöldvaka. a) Lestur fórnrlta: Lárentíusar saga Kálfssonar; XIV. — söta lok (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Sigvalda Kaldalóns. c) Erindi: Ljós og eldur 1 þjóð* trú og þjóðsiðum (Þórður Tórn asson fræðimaður frá Vallna* túni.) d) Vísnaþáttur Sigurður Jónsson frá Haukagili). 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene* diktsson.) 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (22). 22.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22.40 „Fúgulistin" (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; fyrsti hluti af þremur (Kammer- hljómsveit óperunnar í Dresteri leikur; Werner Egk stjórnar. —• Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið. 23.10 r-- ' ..augur 24. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Sér* Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna"; Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.01 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð« urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar), 18.00 Börnin heimsækja framandi þjól ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá höfuðleðrasöfnurum f Andesfjöllum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Öskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Við orgelið (Dr. Páll ísólfsson). 21.00 Upplestur: Dagbjört DagsdóttiP les frumort kvæði. 21.10 „Söngvar úr suðurrikjunum'* „Roger Wagner kórinn syngur). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin" eftir Guðmund G. Hagalín; (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Erindi: Barnið, heimilið, um« hverfið (Stefán Sigurðsson kenn* ari). 22.40 A léttum strengjum: Danshljóm- sveit tékkneska útvarpsins leikur þarlenda dansmúsík; Karel Kraut gartner stj. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.