Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. febrúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 ★ ÞAÐ á ekki af erlendum togurum að ganga, sem leita hafnar í Vestmanna- eyjum um þessar mundir. Skemmst er að minnast afdrifa belgíska togarans Marie Jose Rosette, sem strandaði og sökk við Norðurgarðinn. Síðastliðinn sunnudag hafn- aði sig þar brezki togarinn „Spurnella" og mun hann þriðji brezki togarinn, sem þangað kemur frá því er deil- an um fiskveiðilandhelgina hófst. Togarinn kom með bil- aða ljósavél og hugðist fá hana viðgerða í Eyjum. * * * En veðurguðirnir vildu ekki gefa frið til viðgerðarinnar. Ekki hafði skipið legið nema í fimm klukkustundir við bryggjuna í Eyjum þegar haf- áttin, og þó einkum sogið í höfninni, voru orðin svo mik- il, að þau sviptu sundur öllum virum, er bundu skipið við land. Úti fyrir höfninni var stórsjór og leiddi því til hins mikla sogdráttar við bryggj- urnar. / Brezki togarinn „Spumella“ strandaður á sandrifi í Vestmannaeyjahöfn. Myndirnar tók Sigurgeir Jónsson. Veðurguðirnir taka illa á mdti erlendum togurum í Eyjum Hafnarverðir höfðu verið við skipið önnum kafnir að bæta á virum og binda á ný það sem slitnaði. En allt kom fyrir ekki. Skipið losnaði frá og rak innar og norðar í höfn- ina og strandaði þar á sand- eyri og náðist ekki út fyrr en sl. þriðjudagskvöld. * * * Skipið hafði sig á flot af eig- in rammleik að nokkru með hjálp eigin vélakrafts svo og gat það dregið sig á flot með spilkrafti. Svo illa hafði tekizt til er það slitnaði frá bryggju, að festarvírar höfðu lent í skrúf- unni og mun strandið hafa að nokkru orsakazt af þeim sök- um. Er um hægðist tókst að reita vírana burtu með spili skipsins og með því að snúa skrúfunni ýmist aftur eða fram. Ráðgert er að kafa við togarctnn og hreinsa það sem etir kann að vera á skrúfunni. Tíðindamaður blaðsins í Vestmannaeyjum brá sér um borð í togarann og hafði tal af skipverjum. * * * Skipstjðrinn, Robert Hutc- heon, er aðeins 33 ára að aldri skiptum en vill hins vegar fátt ræða um sambúð íslendinga og Breta vegna landhelgis- deilunnar. Togarasjómaður hefir hann verið frá 14 ára aldri. Tíðindamaðurinn náði einn- ig tali af bátsmanninum, sem er gamall í hettunni, hefir verið hér á íslandsmiðum í sl. 30 ár. Bátsmaðurinn segir land helgisdeiluna algert aukaatr- iði frá sínum bæjardyrum séð, landhelgin mætti eins vel vera 20 mílur. * * * — Fiskur elur ekki aldur sinn á miðum þar sem botninn er ekki ýfður af og til, líkt og er um akur bóndans. f sama streng tók einn há- setanna er viðstaddur var sam talið. Hann hefir verið hér á miðunum í undanfarin 4 ár. Allir voru þessir Bretar sammála um að deilan um fiskveiðimörkin hefði ekki haft nein áhrif til hins verra á sambúðina milli brezkra og íslenzkra sjómanna nema ef vera kynni fyrstu dagana eftir að þorskastríðið hófst. Vænta þeir að hin góða sam búð megi haldast. Skipstjórinn er aðeins 33 ára en hefir verið togaraskiipstjóri i 12 ár. og telst það ekki hár aldur brezkra skipstjóra. Hann hefir þó stjórnað togurum sl. 12 ár og hefir mikið sótt íslands- mið. Ber hann íslendingum vel söguna og segir þá hafa reynzt sér vel í öllum við- Björgunin tókst vel Bátamaðujrinn segír að landhelgin megl eins vera 20 milur GIFTUSAMLEGA tókst að bjarga Hásteini II. frá Stokkseyri Þessi bátur er um 30 tonn og slitn aði hann frá legufærum við Stokkseyri í stormi aðfaranótt mánudags sl. Rak bátinn upp á hraunklappir og kastaði brimið honum töluvert upp fyrir sjávar- mál. Skemmdist báturinn töluvert á hraunnibbunum, en þó kom ekki nema eitt gat á botninn. Björgun h.f. í Reykjavík var fengin til að Langeygðir eftir nýjum fiski VESTMANNAEYJUM, 24. febr. Trillurnar hafa ekki komizt á sjó héðan í 9 daga svo að hér hefur ekki sést nýr fiskur í meira en viku og hefur það sennilega sjald an gerzt um hávertíðina hér í Vestmannaeyjum. Menn verða því að láta sér nægja saltfiskinn, saltaðan rauðmaga að norðan og kjötið, sem enn er leyft að skipa í land hér. ná bátnum út. Var það erfitt verk, því sprengja þurfti hraun- klappir frá svo að hægt yrði að komast að bátnum. Var honum lyft upp í rennu og síðan var hann dreginn yfir lítið hraun, um 30 metra vegalengd niður í flæð armálið. Gekk þetta vel miðað við aðstæður og unnu 17 menn að björguninni. — Bátnum verð- ur siglt til Vestmannaeyja og þar fer viðgerð fram. Grínduvík SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Grind; fvíkur heldur aðalfund sinn morgun, sunnudag kl. 3 e.h. samkomuhúsinu. — Fundarefn Venjuleg aðalfundarstörf, ræ um árshátíð félagsins og innri un nýrra félaga. Að fundarstörl um loknum verða skenuntiatrií STAKSTEI\AI» Lækkun skitta Á valdatímabili vinstri stjórn- arinnar var stöðugt verið að hækka skatta, tolla og hvers kon ar álögur á almenning. Ríkis- stjórn hinna svokölluðu vinstri flokka hafði þó lofað að létta byrðum af almenningi. Það lof- orð var svikið eins og öll önnur. Núverandi ríkisstjórn hefur haft annan hátt á. Þeirri heildar endurskoðun skattalaga sem hún fyrirhugar, er að vísu ekki lokið ennþá, en lýkur væntanlega á yf- irstandandi Alþingi. En þegar hafa verið framkvæmdar veru- legar skattalækkanir. Hafa þær ekki hvað sízt komið láglauna- fólki að gagni. Ennfremur hefur verið unnt að lækka útsvarsbyrðina verulega í mörgum byggðarlögum. Ríkis- stjórnin hefur einnig reynt aX koma sveitarfélögunum til hjálp ar með því að láta þau fá nýjan tekjustofn. Merkilegt spor í sparnaðarátt Alþingi hefiur nú afgreitt frun varp ríkisstjórnarinnar um sam- einingu Tóbakseinkasölunnar og Áfengisverzlunar ríkisins í eitt fyrirtæki undir stjórn eins for- stjóra. Með þeirri ráðstöfun er gert ré(S fyrir að hægt verði aS framkvæma verulegan sparnað á heildarrekstrarútgjöldum þessara fyrirtækja. Hér er um að ræða merkilegt sper I sparnaðarátt. Er nú mik- ilsvert að haldið verði áfram að gera rekstur ríkisins og stofnana þess hagkvæmari og ódýrari, eft- ir því sem möguleikar frekast eru á. Það verður að snúa við frá útþenslustefminni, sem sífellt hafði í för með sér aukna eyðslu og sóun á f jármunum hins opin- bera og þar með almennings \ landinu. „Framleiðslustefna vinstri stjórnarinnar“! Þjóðviljinn talar í gær í for- ystugrein sinni um „framleiðslu- stefnu vinstri stjórnarinnar". Skárri var það nú framleiðslu- stefnan, sem vinstri stjórnin fylgdi. I hverju skyldi hún helzt hafa verið fólgin? Hún var fólgin í því að verð- bólgan hélt stöðugt áfram að magnast, dýrtíðin að aukast og hallarekstur framleiðsliutækjanna að verða óviðráðanlegri. Hún var ennfremur fólgin í því að vinstri stjórnin lagði stöðugt á hrikalega nýja skatta og jós tekjunum af þeim síðan beint í hina botnlausu hít verðbólgunnar. Öll þessi hringavitleysa leiddi síðan til þess, að fullkomin ring- ulreið skapaðist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðslan, sem vinstri stjórnin þóttist alltaf vera að bjarga með hringavitleysu sinni, komst á heljarþröm. Þeg- ar svo var komið, hljóp vinstri stjórnin frá öllum vanda og sagði af sér. Þar með var árangur „framleiðslustefnu“ hennar kom inn í ljós. Vildi nú Þjóðviljinn til dæmis ekki vera svo elskulegur að skýra frá því, hvers vegna vinstri stjórnin hafi sagt af sér, ef þa® var í raun og veru þannig aS henni hafi tekizt að tryggja blóm legan rekstur og afkomu framl- Ieiðslutækja landsmanna? Út með svarið, kommar góðir. Það er búið að standa á ykkur í rúm tvö ár að gefa skýringu á þessu. Nú er ekki seinna vænna að koma með hana. Leggið spilin á borðið, piltar. Út- skýrið fyrir þjóðinni töfra ykkar margumræddu „framleiðslu- stefnu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.