Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNftLAÐIÐ Laugardagur 25. febrúar 1961 nsttMðfrifr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaiatræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AÐSTOÐ VIÐ VANÞRÓUÐ LÖND Pitt gleggsta einkenni efna- hagsástandsins í heimin- um í dag er hinn geysimikli munur, sem er á lífskjörum þjóðanna. Þessi mikli mis- munur er tiltölulega nýr og mun hafa farið vaxandi með hverju ári að undanförnu. Ef litið er eitt til tvö hundruð ár aftur í tímann kemur í ljós, að þá var töluverður munur á afkomu hinna ýmsu þjóða, en hann var hverfandi lítill á móti því sem nú er. Stór hluti mannkynsins býr við lífskjör, sem bera mætti saman við það, sem var hér á Íslandi á 18. öld. Matvæli eru af svo skornum skammti, að hungursneyð ríkir sum árin, en sjúkdóm- ar, sem stafa af næringar- efnaskorti, eru landlægir. — Klæði eru ónóg og húsnæði ekki betra en svo, að oft myndi ekki talið skepnum bjóðandi. Svo er annar hluti þjóðanna, að vísu mikill minnihluti, sem býr við eins góð og betri lífskjör, en við eigum nú að venjast á ís- landi. Yfirleitt eru það ekki rýrir landkostir, sem einkum valda fátæktinni, heldur miklu frekar almennur þekkingar- skortur o^ ýmsir sérstakir erfiðleikar, svo sem mikill fólksfjöldi og fólkfjölgun. Einkum er fólksfjölgunin mikið vandamál víð>a í Asíu. Hinn mikli aðstöðumunur þjóðanna er hættulegur frið- inum í heiminum. Talið er, að eina leiðin til að draga úr mismuninum sé, að ríku þjóðirnar hjálpi hinum fá- tæku til að hjálpa sér sjálf- ar. Þetta er bæði skynsam- legt að gera og jafnframt sanngjarnt, enda hefur kristnum mönnum verið kennt að hjálpa meðbræðr- um sínum. Bandaríkjamenn hafa af þessum ástæðum, skynsemd- ar og sanngirni, haldið uppi stórkostlegri aðstoð við aðrar þjóðir. Nutu ríki Vestur-Ev- rópu mjög góðs af, á árunum eftir heimsstyrjöldina. Nú hafa þessi ríki vel efni á að feta í fótspor Bandaríkjanna og aðstoða, einkum þjóðir í Asíu og Afríku. En hætt er við að nauð- synlegur árangur náist ekki, nema öllu því fé, sem nú er notað til hernaðarútgjalda í heiminum, verði varið til að- stoðarinnar. Hvort svo giftu- samlega tekst til er því mið- ur ekki undir leiðtogum <s>- hinna vestrænu þjóða komið, nema að mjög takmörkuðu leyti. En allt mannkyn hlýt- ur að vona hið bezta. HANDRITIN HEIM? ÍTmræður þær, sem nú fara fram í Danmörku um handritamálið og benda til þess að Danir hafa í huga að afhenda íslendingum þau innan skamms, vekja að sjáífsögðu mikla ánægju hér lendis. Segja má, að hand- ritamálið sé eini skugginn, sem ber á vinsamlega sam- búð þessara frænþjóða, nú orðið. Kapp er bezt með forsjá, segir máltækið. Við íslend- ingar höfum gert ákveðna kröfu til handritanna og eiga þeir menn, íslenzkir og erlendir, þakkir skildar, sem rökstutt hafa rétt okkar rækilegast. Varla fer þó milli mála, að skynsamlegt hefur verið að hafa hljótt um mál- ið nokkurn tíma, svo að Dönum gæfist kostur til að gera það upp við samvizku sína. _ Hvað sem segja má um gamlar væringar íslendinga og Dana, þá verður hinu ekki neitað að Danir eru meðal gagnmerkustu þjóða veraldar. Er það , trú okkar, að þeir muni brátt sannfær- ast um, að það sé siðferðileg skylda þeirra að afhenda fs- lendingum handritin og á þeim sama degi munu ís- lendingar tengdir Dönum traustari vináttuböndum en nokkurri þjóð annarri. Eins og Ólafur Thors forsætisráð- herra gat um í viðtali við Mbl. í gær, þá er það auð- vitað ekki af fjandskap neinna íslendinga við Dani, þótt íslenzka þjóðin endur- heimti óskorað sjálfstæði sitt. Hljótum við að vona, að þeirrar stundar verði skammt að bíða, að þessu misklíðar- efni verði rutt úr vegi. 10-15-20 ^T'iminn fann upp á því með kommúnistum, að sjó- mannasamningarnir nýju þýddu 15—25% kjarabætur fyrir sjómenn. Þessa frétta- fölsun hefur blaðið síðan notað til að krefjast þess að allar aðrar stéttir þjóðfélags- ins færu fram á stórfelldar Suðurskautslandið stærsta frystigeymsla veraldar 1 ARGENTÍNU eru uppi ráðagerðir um það að koma fyrir stærstu frysti- geymslu veraldar á Suð- urskautslandinu. í Argen- tínu er sem kunnugt er, ur í snjóinn. Matvælin eru geymd á 20 metra dýpi niðri í íslaginu, þar sem frostið er að jafnaði um 25 gráður. Hita- mismunur sumar og vetur er aðeins ein gráða. Þetta er að- eins tilraun til að kanna Úr lofti má sjá snæviþakin fjallasvæði og víðáttumiklai isauðnir. mikil nautgriparækt, og þegar um offramleiðslu er að ræða á matvælum vantar einatt frystigeymsl ur í landinu. En þær eru hinsvegar fyrir hendi á Suðurskautslandinu, þar sem Argentína rekur bæki stöð í samvinnu við Banda ríkin. — Á 20 METRA DÝPI Fyrir nokkru kom ísbrjótur inn General San *Martin til bækistöðvarinnar með lestar fullar af matvælum. Mikið magn af smjöri, eggjum, kjöti, osti o. fl. verður nú grafið nið kauphækkanir. En ekki hef- ur þó verið gott samræmi í málflutningnum, því að einn daginn breyttist talan 15 í 10 og annan dag breyttist hún í 20%. Fer þetta allt eftir því, hve mikið óðagot er hvern daginn að krefjast pólitískra verkfalla. Hitt er svo mál út af. fyrir sig, að raunverulega hefur enginn hælt viðreisninni jafn mikið og stjórnarandstæðing- ar, þegar þeir segja að ein stétt hafi getað fengið allt að fjórðungs kjarabætur við það eitt að hverfa frá upp- bótakerfi og að heilbrigðum atvinnuháttum. Þessar kjara- bætur hafi sjómenn fengið þrátt fyrir það að allar upp- bætur til útvegsins hafa ver- ið felldar niður og þeir þung bæru skattar, sem á landslýð inn voru lagðir þeirra vegna. í samræmi við þessar full- yrðingar Framsóknarmanna og kommúnista ætti kjörorð þeirra því auðvitað að vera: Lifi viðreisnin. geymslumöguleikana í íshell- unni. SÝKLAR Á SUÐURSKAUTINU Annars hafa Argentínu- menn nú þegar gert mjög at- hyglisverðar uppgötvanir í sambandi við ísinn á Suður- skautslandinu. Talið var að þar gætu engir sýklar þrifizt, en þetta hefur tekizt að af- sanna. í síðasta argentínska leiðangrinum voru 75 sótt- hr.tilraunaglös flutt til Suður skautsins, og mynduðust sýkl- ar í 69 þeirra. Átta ólíkar sýklategundir, sem þarna fundust, þekkjast ekki annars staðar á jörðinni. Sýklarnir hafa sérstaklega aðlagað sig við kuldanum og deyja við 20 stiga hita. HLUTLEYSI Suðurpóllinn hefur á síð- ustu fimm árum orðið að vett- vangi visindamanna margra landa, og virðast möguleik- arnir á alþjóða rannsóknum hafa aukizt verulega eftir að samkomulag náðist á síðast- liðnu sumri um að gera allt Suðurskautssvæðið að hlut- lausu landi. Samkomulag þetta undirrituðu Bandaríkin, Sovétríkin, Argentína, Ástra- lía, Bretland, Cile, Frakkland, Nýja Sjáland, Noregur, Belgía, Japan og Suður Afríka. Sjö fyrstnefndu löndin hafa þegar tileinkað sér landsvæði á Suðurskautinu. Þeim svæð- um verður ekki sleppt, en hins vegar samþykkja viðkom andi ríki að gera ekki frekari kröfur um athafnasvæði á Suðurskautinu. í rauninni má segja að Suðurpóllinn sé „stjórnmálaleg tilraunastofa“ þar sem alþjóða samvinna er til fyrirmyndar. Þetta er eini staðurinn á jörðinni þar sem Rússar og Bandaríkamenn fylgja sömu stefnu. Bæði lönd in hafa farið inn á þá braut að nota svæðið eingöngu í vís- indalegum tilgangi. KJARNORKUVER OG FLUGHÖFN Það eru fleiri en Argentínu- menn, sem hyggja á stórfram kvæmdir á Suðurskautsland- inu. Bandaríkj amenn hafa gert áætlanir um byggingu þriggja stórra kjarnorkuvera. Eiga orkuverin að sjá svæðinu fyrir rafmagni og hitun hí- býla, en Bandaríkjamenn álíta að unnt sé að koma upp tals- verðum iðnaði á Suðurskaut- inu. Fundizt hafa málmar þar í jörðu og vitað er um talsvert umfangsmikil koialög. Þá telja Bandaríkjamenn að ekki sé útilokað að þar sé einnig olíu að finna. Sem stendur er verið að byggja þarna flughöfn, sem á að vera opin allt árið og mun kosta um 830 milljónir króna. Vísindalega séð er Suðurskaut ið mjög mikilvægt og nauð- synlegt að leyndardómar þess Framh. á bls. 14. Á siglingu við strendur Suðurskautsiandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.