Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 25. febrúar 1961 raver eftir Beveriey Cross þý&ingu BJarna Arngrímssonar bílnum var horfið í fjarska og síðan gekk hann ó undan eftir stígnum, án þess að segja orð. Ég gekk á eftir Dédé. Gúmmí- stígvél hans gerðu aðeins lítinn hávaða og föt hans voru dökk. Því varð ég að halda mér innan við fjögurra metra fjarlægð frá honum til þess að missa ekki af honum, því að tunglið var ekki ennþá komið upp, og trén, sem stóðu þétt á báðar hendur, voru svört og hávaxin. Við gengum þrjár mílur á 20 mínútum, allan .tímann í vesturátt, og komum þá í lítið rjóður þar sem veiði- kofi úr steini, gamall og yfir- gefinn, að einum náttpotti und- antekhum, stóð . í skugga skóg- arins, er stóð eins og skíðgarður í kring. Dyrnar opnuðust, þegar Luei- en rak bakið í hurðina, og við gengum inn í lágt herbergi með steingólfi. Dédé fór undireins yfir í dimmt horn og rótaði í hrúgu af dauðu laufi og göml um béinum. Hann kom með vasa ljós, gekk síðan að arninum og lýsti upp í reykháfinn. ,,Farðu og hjálpaðu honum," hvæsti Lucien og ég gekk yfir að arninum og lagðist á hnén til að hjálpa litla suðumanninum. Ha«n brosti til mín sótsvertu þvottabjarnarandliti og sagði: „Teygðu þig upp, rosbif. Handleggirnir á þér eru lengri en á mér.“ Ég teygði upp handleggina og leitaði í mjórri hillunni og fann hrjúfan segldúkspakka. Ég tók hann niður og lét Dédé leysa frá. í pokanum voru þrennar frosk- mannafitjar, grímur og stuttar öndunarpípur. Lucien lét vasaljósið á hilluna, svo að ljósgeislinn féll á poll á gólfinu, þarna fórum við úr föt- unum og hrúguðum þeim undir laufið í horninu. Lucien og ég voum allsnaktir og hann horfði forvitnislega á sólbruna minn, en Dédé heimtaði að vera í skít- ugum nærbuxunum, þrátt fyrir það, að Lucine segði, að þær mundu sjást í myrkrinu. Við máluðum okkur með sóti úr reykháfnum, gengum síðan með fitjar og grímur í bandi um hálsinn í áttina suðaustur gegn- um skóginn. Nóttin var svöl. Svörðurinn úr gömlu laufi og mjúku grasi fjarðraði undan fótum okkar. Það var ný og dásamleg reynsla að hlaupa nakinn gegnum skóg um nótt. Við hlupum hratt og hljóðlega, eins og Indíánar í víga hug. Asfaltið var ennþá heitt undir fótum okkar, er við fór- um yfir aðalveginn. Máninn skreiddist lágt bak við svartan fingur dómkirkjunnar, og ég vissi, að við vorum um það bil þrem kílómetrum ofan við aðal- hlið fangabúðanna. Við þurftum að fara yfir akur, áður en við náðum ánni. Dédé hrasaði í hlið- inu og bölvaði. Við stóðum graf- kyrrir og hlustuðum, en ekkert heýrðist frá hundunum, sem við vissum að stóðu vörð við girð- inguna hundrað metrum til vinstri við okkur. Áin var lygn og Dédé rak tána ofan í vatnið. ,,Hún er baðheit,“ hvíslaði hann og dró í skyndi fitjarnar á fætur sér, lagði grímuna og renndi sér síðan léttilega niður í vatnið. Hann synti eins og otur og þegar hann var kominn um það bil 15 metra frá bakkanum dýfði hann höfði sínu og hvarf undir yfirborðið án þess svo mikið sem gára það. Lucien kom á eftir, léttilega, en hann var ekki eins reyndur og hinn litli Dédé. Þegar hann var horfinn sjónum, leit ég í átt til girðing- arinnar sem var silfruð af tungl- skininu litlu neðar við ána. Síð- an synti ég á eftir hinum. Girðingin var strengd milli bakka árinnar niður á hálfs ann- ars faðms dýpi. Hún var í raun- inni gömul dádýrahindrun, en hafði verið breytt ý fangabúða- girðingu. Þetta var eini veiki hlekkurinn í girðingunni og ein- asta leiðin inn, nema í gegnum aðalhliðið. Dédé hafði fundið gatið, Náttfararnir höfðu notað það við hinar fyrri þrjár ferðir sínar. Ég kafaði, þegar ég var um það bil 15 metra frá girð- ingunni, og þó dimmt væri í kafi tókst mér að finna gatið milli girðingarinnar og árbotns- ins og troðast í gegn. Ég skildi þá hvers vegna Moumou hafði ekki verið leyft að koma með okkur. Hann hefði aldrei getað komið nautsherðum sínum og vömb í gegn. Ég kom upp með örfáum sund tökum og hinir tveir sáu leitar- ljósið sem var í varðturninum í íjarska sveiflast yfir áður en ég sá svartan kastalann bera við himinn. Geislinn lýsti upp ströndina, sem með kastalanum var og sömuleiðis neðri hluta turnanna, og við héldum okkur að sunnanverðu. Ég sá nú hvers vegna leitar- ljósið gerði björgun Tissons ó- mögulega frá ánni, Við kastal- ann var jafnbjart og um hábjart- an dag. Jafnvel undir yfirborði vatnsins höfðum við enga mögu- leika að komast nær vesturveggn um en 50 metra. Og Ijósin fjög- ur, sem við sáum í efsta gangi að vestanverðu, vissum við að voru í gluggum hinna mikilvægu fanga. En hvar var Tisson? Við vorum þarna til þess að komast að því. Aðferðin til að komast að því var einföld en náði tilgangi sín- um prýðilega. ,,Tisson þekkir okkur, „út- skýrði Lucien. „Við álítum að hann búist við okkur. Ef hann heyrir merki, þá kemur hann í gluggann og lítur út, á undan hinum föngunum og jafnvel á undan fangavörðunum.“ Þess vegna ætluðum við að synda eins nálægt vesturveggn- um og mögulegt var, koma upp á yfirborðið og síðan átti Dédé að reka upp hið gamla kall- merki Náttfaranna. Skerandi refsýlfur. Við vonuðum að Tis- son kæmi strax út að gluggan- um. Þá gætum við fundið ná- kvæmlega hvar klefi hans væri. Þess vegna syntum við upp á grynningarnar og þegar leitar- ljósið var komið framhjá stung- um við hausunum upp úr. Fer- legir, ógnandi veggirnir risu upp fyrir framan okkur, og Ijósin fjögur efst uppi voru einasta lífsmerkið. Dédé tróð marvað- ann og dró djúpt andann. Hann leit á Lucien, sótgríman gerði hann tröllslegan á svip. Hann beið eftir merkinu. Síðan rak hann upp skerandi ýlfur, sem smaug í gegnum nóttina. Eitt augnablik skeði ekkert. Leitar- ljósið hélt áfram í vesturátt, hundur spangólaði í austri, og vatnið gutlaði upp við veggina. Loks birtust höfuð og axlir manns í endaglugganum, hann þrýsti andliti sínu út að rimlun- um. Hann horfði út en gat ekki séð okkur. „C’est lui,“ hvíslaði Lucien sigri hrósandi að Dédé, og við snerum strax við og köfuðum í flýti í áttina að ánni og girð- ingunni. Ég hafði ekki séð skýrt, en hin eina hugmynd sem ég hafði um manninn var að hann hefði verið hroðalega hræddur, en það var erfitt að gera sér grein fyrir nokkru, því að ljósið hafði verið að baki honum. Við fórum aftur til kofans og síðan upp á veginn án þess að neitt kæmi fyrir. Benoit beið eftir okkur og við ókum til Par- ísar. Þeir skildu mig eftir við Neuilly Métro.“ A demain!“ kall aði ég. „Bon soir Monsieur Ben- oit Dédé, bon soir Lucien. Dédé opnaði glugga og rétti út hönd- ina. Hann hélt á litlum böggli, en ég sá ekki andlit hans. „Francoise bað mig að færa þér þetta,“ sagði hann og henti bögglinum til mín. Ég var að leita í rennisteinin- um, þegar þeir óku burtu. Þetta var lítil askja, vafin í brúnan pappír og utan á honum stóð að- eins „Alan.“ Það var bréf í með hinni smágerðu snyrtilegu rit- hönd hennar, og ég las það und- ir götuljósi. Kæri Alan. Ég er að fara frá París og frá Lucien. Ef öll blíðuyrði þín voru alvara, ættir þú að koma til mín. Ég mun bíða eftir þér í húsinu í Eze. Komdu strax. Hættu við krossferðina þína og komdu strax. Ég elska þig og þrái þig mikið. Francoise. í öskjunni var málmpeningur- inn með rnynd af heilagri Cecil- íu, verndardýrling tónlistar og tónlistarmanna. En ég gat ekki hætt við kross- Skáldið og mamma litla 1) Komdu nú Lotta. Þú ert búin að vera nógu lengi í sjónum! 2) Ég er alls ekki búin að vera lengi.... 3) .... ég er enn ekki komin með bláar varir. Markús vonaði að Úlfur gæti vísað veginn til foreldra litla drengsins, en hundurinn neitar að yfirgefa tjaldstaðinn. — Sennilega er eina lausnin að fara með þig til lögreglunnar. Og Markús flýtir sér að taka saman farangur sinn og lesta barkarbátinn. — Þótt mér líki það illa, er ég hræddur um að ég verði að skilja þig eftir greyið. Ég þori ekki að yfirhlaða bátinn! ferðina mína. Ég hafði þegar gengið of langt til þess. Mig langaði meira í ævintýrið en ég þarfnaðist Francoise. Hvítt and- lit mannsins sem beið eftir Nátt- förunum bak við grindur kast- alans stóð mér skýrar fyrir hug- skotssj ónum, en andlit konunn- ar. Ég böggíaði bréfið saman og henti því á járnbrautarlínurnar. En ég geymdi peninginn. Ég þarfnaðist verndarengils. 7 Ég dró niður vindutjöldin til að loka úti glampann frá veggn- um úti fyrir litla herberginu okkar. Það var mjög heitt og sama þrumulyktin í andrúms- loftinu og daginn sem ég kom frá Cbartres, daginn sem dreng- urinn var drepinn, daginn sem ég hafði hitt Lucien. Marcel var ekki heima. Hann var einhvers staðar að flækjast í Montmaxtre að teikna ferðamenn fyrir 500 franka. Ég dró niður tjöldin og reyndi að sofa. Ég fékk að reyna hvernig hinir dauðadæmdu standa á nálum, meðan ég lá þarna á dýnunni, kófsveittur og reykti í ákafa. Ég drap í vindling unum á járngrindarúminu og endurtók aftur og aftur hvað og hvenær ég ætti að gera viS björgunina. Ég var ekki hrædd- ur um að ég yrði tekinn, en ég óttaðist að ég mundi koma upp um félaga mína, annað hvort vegna klaufaskapar eða vegna þess ég yrði of æstur. Klukkan fjögur þvoði ég mér og rakaði mig vandlega, eins og ég væri að fara á dansleik. Ég batt hnífinn, sem Lucien hafði fengið mér um fót mér og um hálsinn hengdi ég menið, vernd- argripinn frá Francoise. Klukk- an fimm barði ég á dyrnar á skrifstofu Chollet og gekk inn til að heilsa hinum skemmti- kröftunum. Chollet sat skjálf- andi á brúninni á skrifborði sínu, Fyrir ofan hann brosti feg- urðardísasafnið niður af skell- óttum veggnum. Hann var af- skaplega taugaóstyrkur og kóf- sveittur. En litli leikflokkurinn tók ekki eftir því. Þau voru of önnum kafin að snyrta sig og tala um vinsældir sínar til að taka eftir Chollet. Tvær stúlkur, málaðar og klæddar eins, föðm- uðust og horfðu fjórum gráum augum á skítugan Asíumann í kvöldklæðnaði, sem var kynntur sem töframaður. Stúlkurnar koiriu fram sem tvíburar, sungu og dönsuðu. Þær sátu á tága- körfu. Ég starði á hana meðan ég tók í hendur þeirra. Hún virtist tæplega nógu stór til að SHlltvarpiö Laugardagur 25. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik-* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilk.). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller), 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra í skógin- um‘‘ eftir Önnu Cath.-Westly XIV. (Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les). mundsdóttir), 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Lög úr söngleiknum „West Side Story“ eftir Leonard Bernstein (Bandarískir listamenn flytja undir stjórn Max Gober* mans.) 20.15 Leikrit I>jóðleikhússins: „Blóð« brullaup“ eftir Garcia Lorca, Þýðandi: Hannes Sigfússon. —• Leikstjóri: Gísli Halldórsson. —- Leikendur: Arndís Björnsdóttir, Valur Gústafsson, Guðrún As« mundsdóttir, Helgi Skúlason, Helga Valtýsdóttir, Regína Þórð- ardóttir, Lárus Pálsson, Anna Guðmundsdóttir, Edda Kvaran, Baldvin Halldórsson, Herdís Þor« valdsdóttir, Bessi Bjarnason, Kristján Jónsson og Erlingur Gíslason. 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (24). 22.20 IJr skemmtanalífinu (Jónas Jón* asson). 22.45 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.