Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1961, Blaðsíða 16
WjjwnMaÍJÍíi 46. tbl. — Laugardagur 25. febrúar 1961 Flóðin sjötnuð Skemmdir víðast litlar nema við Markarfljót Magnús SigurSur Guðmundur Kristinn Þorleifur Kosið í Trésmiðafélag- inu í dag og á morgun Listi lýðrœðissinna er B-listinn NÚ UM HELGINA fer fram stjórnarkosning j Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Kosið er í skrif- stofu félagsins Laufásvegi 8. — Kosningin hefst kl. 2 e.h. í dag og stendur til kl. 10 í kvöld. Á morgun heldur kosningunni á- fram og hefst þá kl. 10 árd. og stendur til 12 á hád. og hefst aft- ur kl. 1 og stendur til 10 síðd. og er þá lokið. Tveir listar eru í kjöri: B-listi, sem skipaður er mönnum án tillits til stjórnmálaskoðanna og byggður upp á faglegum grund- velli og A-listi sem skipaður er kommúnistum. Trésmiðir vinnið ötullega að sigri B-listans og veitið þeim mönnum stuðning sem setja hags muni félagsins ofar pólitískum hagsmunum einstakra stjórn- málaflokka. Stjórn og vara. stjórn B-listans er þannig skip- uð: — Magnús Jóhannesson, form. Sigurður Pétursson, varaform. Guðmundur Sigfússon, ritari Kristinn Magnússon, vararitari Þorleifur Th. Sigurðsson, gjald. Varastjórn: Magnús V. Stefánsson Kári Ingvarsson Sveinn Guðmundsson. Kosningaskrifstofa B-listans er að Bergstaðastræti 61, símar 10650 og 18566. VATNAVEXTIRNIR, sem urðu í ám og fljótum sunnanlands og norðan í fyrradag, voru í mikilli rénun í gær og víða var vatns- rennsli orðið eðlilegt aftur. Eng- ar teljandi truflanir höfðu orðið á samgöngum, fært var norður til Akureyrar, að vísu þungfært um Öxnadalsheiði, því þar snjóaði eitthvað. * * * Tvær ýtur voru að vinnu aust- ur við Markarfljót og vatns- rennslið um Affalls-skarðið hafði verið stöðvað. Þar hefur tjón orðið langmest, sagði vegamála- skrifstofan, og strax verður haf- izt handa um helgina að aka stór- grýti í skörðin, sem fljótið hefur brotið í varnarveggina. * * * Hins vegar er þar röð af varn- argröðum svo að tjónið hefur ekki orðið jafnmikið og ella. óvíst er með öllu hve langan tíma tekur að fylla skörðin, því það er mikið háð veðrinu hve verkið vinnst fljótt. * * * < Fréttaritarar Mbi. á Blönduósl og á Skagaströnd, símuðu, að allt væri þar nú með eðlilegum hætti, Tjón væri ekki teljandi og í gær- kveldi voru simamenn væntan- legir til Blönduóss til að gera við bilun, sem orðið hafði á jarð- streng í innanbæjarkerfinu. Ligg ur sá strengur undir brúnni og í jörð við brúarstöplana. Hafði strengurinn skemmzt eitthvað við annan stöpulinn. Óbreytt vísitala SAMKVÆMT tilkynningu frá Hagstofu íslands var vísitala framfærslukostnaðar 104 stig 1« febrúar sl-, eða sú sama og 1. janúar síðastliðinn. Vettvangur Sjá bls. 9. Suðurskaufslandið Sjá blaðsíðu 8. Enginn árangur — sögðu togaramenn eftir fund við brezka fiskimálaráðberrann London, 2Jf. febrúar. (Einkaskeyti til Mbl.) FULLTRÚAR brezkra tog aramanna gengu í dag á fund Soames fiskimálaráðherra og áttu við hann tveggja klst. viðræður um ástand og horf- iir í fiskveiðideilunni við ís lendinga. — Að fundi lokn «m, sagði talsmaður togara- manna, að enginn árangur hefði orðið af þessum við- ræðurn. ★ ,,Mjög miklar áhyggjur“ í opinberri tilkynningu, sem gefin var út að fundinum lokn- um, sagði m. a., að fulltrúarnir hefðu lýst við ráðherrann „mjög miklum áhyggjum vegna núver- andi ástands". Þeir hefðu vakið athygli hans á þeirri staðreynd, Týndi handa- vinnupoka LÍTIL stúlka úr Melaskólanum kom á ritstjórn Mbl. í gær. Hún hafði tapað handavinnupokanum sínum. Hann er gulur, merktur AJ. Hún taldi sig hafa tapað hon- um á leið milli skólans og heim- ilis síns, sem er við Framnesveg. Rækjan smærri — ísafirði, 24. febr. í VETUR stunda 15 bátar rækjmveiðar hér í fsafjarðar- djúpi. Aflinn hefur verið sæmilegur, svipaður og í fyrra, en rækjan hefur verið mun smærri og erfiðara að vinna hana en áður. — Guðj. að vorvertíðin við fsland hæf- ist nú mjög bráðlega, — og einnig hefðu þeir bent rækilega á, að „alvarlegt ástand gæti skapazt, jafnvel komið til árekstra, ef ekkert samkomulag hefði náðst fyrir þann tíma“. — Ráðherrann tjáði togaramönn- um, að hann og ríkisstjómin gerði sér fulla grein fyrir áhyggjum þeirra. G. H. Harker, einn hinna þriggja togaramanna í nefnd- inni, sem gekk á fund Soames, sagði við fréttamenn eftir fund- inn, að hann gæti ekki sagt, að neitt hefði þokazt í áttina á honum. — ★ — Búizt er við frekari viðræðum fulltrúa fiskiðnaðarins og ríkis- stjómarinnar mjög bráðlega. Þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum bera kistu Þorsteins sýslumanns úr kirkju. (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.) Utlitið var ískyggilegt — en Goðafoss nádist ut með aðstoð tveggja togara ÓLAFSFIRÐI, 24. febrúar. — Goðafoss strandaði við höfnina hér í nótt. Um tíma var útlitið æði ískyggilegt, en skipið náðist loks út á flóðinu í kvöld og má fullvist telja, að ver hefði farið, ef veður hefði ekki verið með eindæmum gott. Það var um 5 leytið í morgun, að Goðafoss tók niðri á Ósbrekku sandi, um 400 metra vestur af höfninni. Skipið var að leggast upp að og mun skipstjórinn hafa ætlað að snúa því rétt áður en komið var að hafnarbakkanum. Austanstrekkingur var þá hér og hrakti skipið í snúningnum und- an vindinum með fyrrgreindum afleiðingum. Þar, sem Goðafoss tók niðri, er ægisandur og því lítil hætta á botnskemmdum í óhappi sem þessu. Hins vegar er meiri hætta á að skip festist í sandinum, enda hefur það komið fyrir áður. Þýzkur togari fór upp í sandinn fyrir einum 20 árum og vildi þá svo óheppilega til, að hvasst var austan — og komst skipið aldrei á flot. Flakið er nú komið lang- leiðina upp í fjöru og kemur stefnið upp úr á fjöru. * * * Goðafoss var um 200 metra undan landi þar sem hann tók niðri. Ekki nægði vélaaflið hon- um til að komast á flot aftur. Um hádegi var austan kaldi og hafði þá fjarað allmikið. Stóð veðrið beint á hlið skipsins og hallaðist það töluvert. Öldurót var þá orð- ið allmikið og gaf yfir skipið við og við. Hrakti veðrið Foss- inn sífellt hærra upp á sandinn og á háfjöru hafði skipið færzt um eina hundrað metra, var nú ekki nema um 100 metra frá landi. Þá voru tveir togarar frá Akureyri komnir á vettvang. Framh. á bls. 15 Enji ínn arangur FULLTRÚAR vinnuveitenda héldu fund með Dagsbrúnarmönn um í gær. Fundurinn stóð í hálfa þriðju klst., en árangur varð eng inn. Dagsbrúnarmönnum voru afhentar tillögur, sem vinnuveit- endur höfðu gert til breytinga. Fundinn sat fulltrúi Vinnumála sambands Samvinnufélaganna svo og áheyrnarfulltrúi frá Reykjavíkurbæ. — Næsti fund- ur er ákveðinn á miðvikudaginn. Fjölmenn jnrðor för Þorsteins sýslumnnns ÚTFÖR Þorsteins Þorsteinssonar fyrrv. sýslumanns og alþingis- manns var gerð frá Dómkirkj- unni hér í Reykjavík í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst athöfnin með því að dr. Páll ís- ólfsson lék sorgargöngulag. Síð- an var sunginn eálmurinn Ó, blessuð stund. Þá flutti séra Jón Auðuns dóm kirkjuprestur útfararræðu en aS henni lokinni lék dr. Páll ísólfs- son pílagrímskórinn eftir Wagn. er. Síðan söng Guðmundur Jóns son óperusöngvari sálminn Lofið guð, ó lýðir göfgið hann, við lag eftir Pétur Guðjohnsen. Þá voru sungnir sálmarnir Eg lifi og ég veit, hve löng er mín: bið og Son guðs ertu með sanni. Dómkirkjukórinn söng. Úr kirkju báru ráðherrar, þing forsetar og alþingismenn úr Sjálfstæðisflokknum. Jarðsett var í gamla kirkjugarðinum. Oil var útför Þorsteins Þor,-teinsson- ar hin virðulegasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.