Morgunblaðið - 26.02.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 26.02.1961, Síða 6
6 MORGUN3LAÐ1Ð Sunnudagur 26. febr. 1961 „Trésmiðir hlæja" f’JÓÐVILJINN sýnir í gær, 25. þ.m., mér undirrituðum þá virð- ingu að tileinka mér ramma- grein á öftustu síðu, með yfir- skriftinni Trésmiðir hlæja. I tilefni af klausu þessari og öðru því sem tileinkað er tré- smiðum í nefndu blaði vil ég gera eftirfarandi athugasemdir. Á síðasta félagsfundi T.R. sem að er vikið í Þjóðviljanum gerði ég skýra grein fyrir þeim rök- um sem leiddu til þess að B-list- inn við stjórnarkjör félagsins í ár er borinn fram á breiðari grundvelli en áður, og um mína persónulegu afstöðu gat ég þess að hún byggðist fyrst og fremst á andstöðu minni við tvö stór- mál sem núverandi félagsstjórn hefur tekið upp á sína arma sam kvæmt fyrirmælum húsbænda sinna i Alþýðusambandsstjórn og svonefndu Alþýðubandalagi. Þessi mál eru: Hættulegur leikur HÚSAVÍK, 24. febr. — f fyrradag voru drengir að leik úti við hafn argarð. Leikurinn var sá, að drengirnir skiptu liði til bardaga og voru þeir „vopnaðir" trésverð um. Annar flokkurinn hafðist við uppi á allháu steinkeri, sem stendur í slipp. Hinn flokkurinn átti að ráðast þar til uppgöngu. En leiknum lauk með því, að 13 ára drengur, Víkingur Víkings- son, féll út af kerinu og niður í fjöru, 5—6 metra fall. Hann er illa handleggsbrotinn, einnig mun hann hafa fengið heilahrist ing. Annars eru meiðsli hans enn ekki fullkönnuð, þó virðast þau minni en búast hefði mátt við eft- ir slíkt fall. — Hann er nú í sjúkrahúsi. — Fréttaritari. * Maður veit aldrei Fyrir skömmu heyrið ég á tal nokkurra ungra mæðra. Einni þeirra varð að orði: — Ég er alvarlega að hugsa um að hætta að vinna úti meðan krakkarnir eru að vaxa upp, jafnvel þó ég vilji leggja það á mig meðan við erum að reyna að eignast eitthvað. Maður veit ekki favað maður er að gera börn- unum sínum með því, jafnvel þó þem sé sómasamlega séð fyrir fæðu og fatnaði. Tilefni þessara ummæla ungu konunnar voru þau, að hún er nýbúin að lesa bók Karls Strands, læknis ,,Hugur einn það veit“, og hafði farið að hugleiða hvílík áhrif smá- atvik í lífi bamsins getur haft á velferð þess á lífsleiðinni, og hve móðir, sem alltaf er til staðar til að „taka af stuðið“ og veita öryggi, kann að forða sálarlífi hinnar verð- andi persónu frá óbætanlegu hnjaski. f fyrsta lagi sú skipulagsbreyt ing sem rædd hefur verið á síð- ustu Alþýðusambandsþingum og kynnt var og hafinn sérstakur áróður fyrir allmörgum sam- bandsfélögum á síðasta hausti. Trésmiðir hafa átt þess kost að kynna sér þesar tillögur og þurfa ekki annarra vitna við en sinnar eigin dómgreindar og félags- byggju um höfuðtilgang þeirra og markmið, sem sé það að leggja niður stéttarfélögin í núv. mynd og hræra saman í fjölmenna sundurleitar fylkingar hinum ýmsu starfsstéttum, en slíkt hlyti fyrir okkur iðnaðarmenn að vera, vægast sagt, mjög varhugaverð ráðstöfun, og yrði skrefið til full gildingar þessum tillögum eitt sinn stigið áfram yrði það trauðla gengið til baka aftur. Við B-lista menn leggjum til að þess ar tillögur verði rækilega endur- skoðaðar og þeim algerlega hafn að í núverandi mynd. f öðru lagi lýsti ég andstöðu minni við þær kröfur sem nú- verandi félagsstjóm hefur gert í kjaramálum stéttarinnar sam- kvæmt fyrirmælum Hannibals Valdimarssonar og Co. Eins og trésmiðir vita miða þessar kröf- ur til lækkunar á vikukaupi okk ar í krónutölu miðað við þá hefð sem skapast hefur í kjaramálum stéttarinnar á síðustu árum. Það skal viðurkennt að í nýju kröf- unum er stefnt að hærra tíma- kaupi og styttum vinnutima, en staðreyndirnar í sambandi við kjaramál okkar hljóta að vera þær að við verðum að kaupa nauðsynjar okkar fyrir þá upp- hæð sem er í umslaginu okkar við endaða vinnuviku. Ég hef áður unnið í stjórn T. R. með kommúnistum og hlot- • Rúnir ristar í bók persónuleikans f umræddri bók lýsir Karl Strand m. a. hvernig rekja má uppruna ýmissa sálrænna kvilla til umhverfis barnsins og þess sem það reynir á æskuárunum, atvik, sem full- orðnir taka varla eftir. T. d. segir í kaflanum um „fyrstu sporin": Kviðni er höfuðþáttur í flestum huglægum vandamál- um og kvillum og hefir víð- tæk áfarif á hátterni manna. f tilfinningalífi ungbarnsins birtist kvíðnin venjulega í tveimur höfuðatriðum, ótta við líkamlegan sársauka og ótta við ástarmissi. Bæði þessi atriði eru margþætt og margvíslega slungin umhverf isaðstæðum barnsins, þótt að- alpersónurnar í leiknum séu venjulega foreldrarnir eða þeir, sem ganga því í foreldra stað. Löngu áður en barnið ið af því reynslu sem Ieiðir til þess að sú samvinna verður ekki endurtekin, og hefði raunar aldrei verið til hennar stofnað ef ekki hefði verið á þeím tíma þegar kommúnistar í T. R. töldu sig ekki hafa styrkleika til að opinbera innræti sitt en sveipuðu um sig blæju lýðræðis og stétt- visra sjónarmiða. En nú telja þeir sinn dag vera að renna upp, nú þurfi þeir ekki að fela sig lengur. Það kom fram á síðasta félagsfundi að jafnvel Jón Snorri telur nú á miöjum vetri tíma- bært að skríða úr framsóknar- reifinu og sýna sinn sannrauða pels. Ég vil að endingu biðja ykkur félagar að hugleiða hvað raun- verulega felst í kjarakröfum fé- lags okkar í dag. Ég fæ ekki betur séð en það sé þetta: í þeim felast óneitanlega breytingar á kjarasamningum sem líklegt er að allmargir vildu fylgja fast eftir með verkföllum og öðru því sem leiddi til vandræða fyrir rík isstjórn okkar og íslenzkt hag- kerfi. Hins vegar er líka fyrir því séð, að þær feli ekki í sér raun- hæfar kjarabætur fyrir launþega, og með því hyggjast kommún- istar tryggja fylgi sitt í framtíð- inni, því þar sem velmegun ríkir er ekki jarðvegur fyrir kommún- ista. B-listi T. R. í ár er skipaður mönnum úr öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum nema komm- únistafl. Verði okkur falin for sjá félagsmála á komandi ári höf um við fullan hug á að vinna að raunhæfum kjarabótum stéttar- innar og hverju því máli öðru sem miðar að því að efla hag og treysta framtíð Trésmíðafél. R. Sigurður Pétursson. er fært um að nota hugtökin ást og öryggi, hefir afstaða þess gagnvart þessum fyrir- bærum mannlegs sálarlífs tekið að skapast. Þegar þau atvik gerast, er hafa í för með sér líkamlegan sársauka eða sviptingu ástaratlota á ungbamið þess engan kost að skýra fyrir sér orsakirnar á vitrænan hátt, og allar svar- anir þess verða tilfinninga- legar. Sárt minnisspor verður til, er heilabörkurinn geymir, og er sami atburður eða hlið- stæður endurtekur sig, verð- ur slíkt upphaf að sérstöku tilfinningaástandi, tilfinninga hnút, sem geymist í dulvit- und barnsins og hefir þaðan áhrif á tilfinningaafstöðu þess síðar á ævi.“ Á öðrum stað er tekið eftir- farandi dæmi um það hvern- ig viðhorf barnsins taka strax frá fyrsta degi að skapast gagnvart umfaverfi sínu: ,,Bam, sem er óreglulega nært á óheppilegri fæðu, FERDIIM AIMR T^Hcflué HXouAahS: Stilling EF ÞÚ dregur saman vöðvana, áður en þú byrjar að leika tennis eða reynir að stökkva, þá taparðu senni- lega leiknum eða kemst ekki yfir hindrunina. Of mikil athygli, samdráttur líkama þíns, sviptir þig hinni nauðsynlegu mýkt á sveigjanleika. í gærkvöldi sá ég í sjónvarpinu tvo stúdenta, sem voru að keppa í hástökki. Annar þeirra nálgaðist hindrunina rólega og með allt að því kæruleysi og lyfti sér yfir slána með kattarlegri mýkt og léttleika. Hann vann. í æsku minni iðkaði ég leikfimi. Ég uppgötvaði brátt, að náttúrlegt afl, stilling og hófsemi, sjá um flestar hreyfingar, með því skilyrði að maður gefi þessum eiginleikum tækifæri til þess. Ef maður er hinsvegar með alla líkamsvöðva samanherpta, þá gegnir alveg gagnstæðu máli. Sama máli gegnir um erfiðar samræður. Ef þú ætlar að ræða við þýðingarmikinn mann um fram- tíð þína, eða við stúlku, sem þú elskar, um hjóna- band, þá skaltu ekki undirbúa þig of mikið. Ef þú ályktar sem svo: „Hún mun segja þetta og þá svara ég þessu“, mun raunin sennilega verða sú, að hún segir ekki það, sem þú bjóst við og hið undirbúna svar þitt kemur þá ekki að neinum notum. Ef þú undirbýrð hinsvegar ekki neitt og heldur huga þínum rólegum og skírum, þá gengur allt vel. í>ú verður tilbúihn að grípa tækifæriði, sem óvænt setning veitir þér. Vegna þess að þú virðist rólegur, verður hinn aðilinn það líka. Feiminn maður gerir stúlku feimna. Öll mannleg framkoma: óþolinmæði, áhyggjur, er smitandi. Stendhal, franski rithöfundur- inn, sem hafði svo djúpa þekkingu á mannlegu eðli, var vanur að segja, að* maður ætti að kasta sér út í erfiðar samræður, eins og maður kastar sér út í kalt vatn. Sama gildir um milliþjóðasamninga. Ef báðir aðilar mæta með undirbúnar og æsandi ræður, ef báðir hafa tekið saman heilan lista af umkvörtunar- efnum, þá verður enginn skilningur mögulegur, ekkert samkomulag. Samningsa&ilarnir verða svo spenntir, að þeir hlusta jafnvel ekki á það, sem mót- stöðumaðurinn hefur að segja. Þeir munu endurtaka þeirra eigin ræðu, meðan hann flytur sína. Og hér verður ástand sálar og líkama einnig smitandi. Ef fyrri ræðumaðurinn hrópar ofsalega, þá mun sá síð- ari reyna að hrópa enn hærra. Slík samkeppni getur ekki endað nema á einn veg: með algerri útilokun á samningum, gagnstætt raunverulegum vilja beggja aðila. Slakaðu heldur á taugunum, hlustaðu og brostu. Þá verður andrúmsloftið hreint og létt. Góðfýsi er alveg eins smitandi og reiði. kaldri og súrri og þungri eða ónógri eða vanið af brjósti með sulti og offorsi, fær melt ingarörðugleika og verður ó- hamingjusamt. Öll minnis- spor þess í sambandi við meit ingarfæri og máltiðir verður sársaukaþrunginn tilfinninga- fanútur 1 dulvitund þess. Ótrú lega oft má rekja meltingar- kvilla og andlegar næringar- kreppur til þessarar fyrstu dýrkeyptu bernzkureynslu. — Til eru karlar og konur, sem standa í ævilöngu taugastríði við meltingarveg sinn, sjálf- um sér og öðrum til kval- ræðis, hægðapilluframleiðend um til auðsöfnunar, en þjóð- félaginu til tjóns, þar sem undirrótin er bernskulæg.** Og ef við tökum enn eina glefsu (úr samhengi) til að gefa þeim sem ekki hafa les- ið bókina hugmynd um hvað kom ungu móðurinni til fyrr- nefndra hugleiðinga: „En mestu máli skipta þær byrj- unarrúnir, sem þessir atburð- ir rista í í óskráða persónu- leikabók barnsins, rúnir sem seint eða aldrei verða brott máðar. Einu gildir hvort við hugsum okkur slíkar rúnir sem viðkvæman tilfinninga- fanút í dulvitund bamsins eða vanafesta rafmagnssveiflu í ákveðnum frumum heila- barkarins, hvort tveggja er eitt og hið sama, nýr steinn, hrjúfur eða fágaður, sterkur eða gljúpur, hefir hlaðizt í undirstöðu þeirrar hallar, sem við nefnum persónuleika.“ • Hvaða máli skiptir . . — Hvaða máli skiptir hvort við getum komist yfir íbúð eða bíl, sagði unga móðirin i samtalinu við vinkonur sínar, ef maður hefur ekki verið til staðar á því augnabliki, sem e. t. v. var hægt að koma i veg fyrir tilfinningahnút í sál barnsins síns, er á eftir að breyta lífi þess til hins verra alla ævina, jafnvel þó hvorki maður sjálfur né barnið eigi nokkum tíma eftir að gera sér grein fyrir hvað olli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.