Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 2
z MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. febr. 1961 Birgir Kjaran: Tvær málverkasýningar HIN SAMFELLDA saga gengur sinn gang, án þess að við verðum þess vör. Einstaka sinnum verð ur okkur, hversdagsfólkinu, þó Ijóst, að við erum að lifa sögulega viðburði. en þá helzt á sviði stjórnmála eða þegar byltingar og stórátök eiga sér stað á vétt vangi atvinnulífs og fram- kvæmda. Framvindan er öll hljóðlátari í listum og menningar málum. Á því sviði eygjum við hina sögulegu viðburði oft ekki fyrr en við lítum um öxl. Þessar línur eru hripaðar til þess að vekja athygli á, að ein- mitt um þessar mundir erum við ásjáendur mikilla atburða í ís- lenkri listasögu. Þar á ég við sýningar tveggja af fremstu list málurum þjóðarinnar, þeirra Jóhannesar S. Kjarval og Gunn laugs Blöndals. Ég er hvorki list sé að finna á meðal annarra þjóða, nema ef vera skyldi a ítalska renaissance-tímabilinu. Á aðeins hálfri öld hefur íslenzka þjóðin eignast alíslezka mynd- list, sem stendur á sporði gamal gróinni málaralist Evrópuþjóð- anna. Hinar rammstuðluðu kompósjónir Kjarvals geta að mínu viti skákað því, sem bezt er gert í dag í París og þótt víðar væri leitað. Litaspil Blöndals hlýtur og að eiga greiðan gang að hverjum fegurðarunnanda án tillits til þjóðernis. Hvorttveggja er list fólksins, án tilgerðar og óþarfra skýringa. Tungumál, sem óbrotið alþýðufólk í öllum lönd um skilur. Hver vildi ekki hafa heyrt Beethoven eða Schubert leika verk sín? Hver vildi ekki hafa Skjaldbreiður (úr Grafningi) hlustað á Jónas Hallgrímsson eða Einar Benediktsson lesa ljóð sín? í dag gefst okkur tsekifæri til, þess að sjá sýningax tveggja úr hópi brautryðjenda íslenzkrar myndlistar, manna sem vafalítið verða kapítulafyrirsagnir í ís- lenzkri listasögu, en sem enn í dag lifa og hrærast á meðal okk ar og enn eru að skapa listaverk, sem lengi munu verða óbrotgjarn ir minnisvarðar þeirra. Þetta er tækifæri, sem enginn Reykvíkingur á að láta úr hendi sleppa. Ég leyfi mér því að hvetja samborgara mína til þess að sækja þessar sýningar meðan tími er til. Sýningu Kjarvals lýk ur því miður í kvöld, en sýning Gunnlaugs Blöndals verður enn opin í nokkra daga. Að lokum vildi ég bæta þessu við: Takið börnin og imglingana með ykkur. — Þau hafa næmt og óskemmt fegurðarauga. Þess ar sýningar munu skila þeim fögr um minningum og góðu veganesti Þegar ég var unglingur, vann ég við snúninga í sambandi við yfirlitssýningu þá á verkum Jó- hannesar Kjarvals, sem haldin var að honum fimmtugum. Sú sýning grópaðist svo í huga mér, að ég kann hana enn í dag utan að Mig langar til, að fleiri ungl- ingar eignist slíkar minningar. Þær gera manni gott. Þessi mynd eftir Gunnlaug Blöndal heitir „Bátur í Siglu- fjarðarhöfn“ og er máluð árið 1934. — Hún er í eigu Ár- sæls Jónassonar kafa. Eldar Baune: Dagbók unga lœknísins Dr. med Árni Árnason íslenzkaði Útgefandi: Kyndill h.f., 1960. SU ER orðin tízka í íslenzkri bókaútgáfu, að gefa út megin- iþorra bók þeirra, sem á markað- inn koma ár hvert, síðustu mán- uðina fyrir jól. Er þá bókaflóðið oft svo strítt, að fullerfitt kann að reynast að greina hismið frá lærður né bókfróður um málara list og þvl ekki ætlunarverk þessa greinakorns að lýsa sýning unum eða fella dóm um einsök verk málaranna, sem þar þar eru til skoðunar. Hinvegar ork- uðu þær, báðar, svo ólíkar sem þær eru þannig á mig, að ég fann hjá mér þörf til þess að gefa fleirum hlutdeild í þeirri upplifun, með því að benda þeim á, að láta ekki undir höfuð leggj ast að horfa á mörg hin undur- fögru verk og verða aðnjótendur náðargáfu þessara samtíðar- manna okkar. Sköpunarsaga íslenzkrar mál- aralistar er einstætt fyrirbæri, og er mér efs um, að hliðstæðu Kœran dregin til baka S-AFRÍKU, Jóhannesarborg, 24. febr. (Reuter). — Fyrir nokkru var lögð fram kæra á hendur sænsku skáldkonunni Söru Lidman og blökkumann- inum Peter Nthite. Var kæran byggð á s.-afrísku siðferðis- . lögunum, sem banna kynferð- ismök hvítra og þeldökkra — að viðlagðri allt að 7 ára fang elsisvist. í dag var kæra þessi dregin til baka af hinum opinbera á- kæranda — án nokkurra skýr- inga. Hvorugt hinna ákærðu var í réttarsalnum IVIáSverkasýnáng Ottés Gunníaugssonar í KVÆÐI sínu um Hrærek kon- ung segir Davíð Stefánsson; „fslendingar einskis meta alla, sem þeir geta.“ Umsögn þessi er sönn í einfald- leik sínum og einfaldur sann- leikur. Það þarf hörku til að brjótast í gegnum tómlæti hvers dagsleikans. Einn þeirra ungu listamanna, sem tekizt hefir að brjótast í gegnum þetta tómlæti er Ottó Gunnlaugsson, sem nú sýnir myndir sínar í bogasal þjóð- mynjasafnsins. Ottó hefir ekki þann hátt margra ungra lista- manna að gefa myndskoðendum og almenningi „línuna“ um hvaða skoðun bera hafi á verk- um hans. Ottó er umfram allt mannlegur í list sinni og oft sýnir hann skemmtilegan per- sónuleika, en slíkt er sérstaklega ánægjulegt á þessum tímum ó- persónuleikans. Áhrif franskra impressionista, eins og t. d. Claude Monet, eru greinileg í ýmsum myndum Ottós, og má þar einkum nefna myndirnar: Frá Eyrarbakka, Reykjavíkurhöfn og Uppskera. Meðferð lita er skemmtileg og birtan yfir myndunum sérkenni- leg. Yfirleitt má segja að mikil heiðríkja sé yfir sýningu Ottós. Þrátt fyrir áðurnefnd áhrif frá frönskum impressionistum má ótvírætt telja Ottó fara sín- ar eigin leiðir, og er það vel. Loks má geta einnar myndar sérstaklega, því hún hefir sér- stöðu á sýningunni, -en það er myndin Álfasýn. Þessi mynd veitir manni innsýn inn í alda- gamla þjóðtrú íslendinga. Mynd þessi er í senn skemmtileg sköp un og fögur sýn inn í dularheim huldufólks og álfa, eins og hann hefir birzt þjóðinni öldum sam- an. Ottó Gunnlaugsson stundaði nám í Chelsea School of art ár- ið 1951 til 1952 og má telja sýningu þessa merkilegan ár- angur. Fyrir þá, sem vilja hafa mótíf og fyrirmyndir óþekkjanleg með öllu, er þessi sýning hins vegar harla lítils virði, því hér eru engar krossgátur lífsleiða og tildurs. Ottó Gunnlaugsson veit, hvað hann ætlar að segja og hann segir það á skiljanlegu máli fólksins, sem á að njóta mynda hans. — Hann fer sínar eigin götur og vonandi á honum eftir að farnast vel á þeirri braut. Með þessari sýningu hefir hann sýnt, að hann sér til sól- ar þrátt fyrir myrkviðri isma og tildurfyrirbrigða. — Og hann hefir sýnt persónulekia, sem vonandi á enn eftir að styrkjast og færa okkur nýjar sýningar. frá hans hendi. Hom-ilr Thorlacius. kjarnanum, sé um bækur að ræða, sem ekki hafa áður verið gefnar út hér á landi, hvort held- ur þær eru þýddar eða frum- samdar á íslenzka tungu, séu þær ekki eftir þekkta og viður- kennda höfunda. Mér barst nýlega í hendur bók, sem mun hafa verið nokkuð síð- búin á jólamarkaðinn, og má vera, að mörgum kunni að hafa sézt yfir hana af þeim sökum. En þar sem mér þykir bókin fullr ar athygli verð, langar mig txl að geta hennar að nokkru. A ég hér við bókina: Dagbók unga lækn- isins, eftir norska lækninn Eldar Baune. Svo sem heiti bókarinnar fel- ur í sér, segir hún frá starfi og reynsiu hins unga læknis. Ekki er fráleitt, að margur myndi liugsa sem svo, að varla væri að vænta þess, að dagbók læknis gæti verið skemmtilegt lestrar- efni eða geðfellt þar sem búast mætti einkum við þurrum lýs- ingum á sjúkdómum og meðíerð þeirra. En hér á við sem víðar, að veldur hver á heldur, því að þessi ungi læknir lætur sér ekki aðeins nægja að greina sjúkdóma og gefa við þeim lyf, heldur læt- ur hann sér ekkert mannlegt óvið komandi og gerir sér sérstakt far um að kynnast hugarfari og kjör- um sjúklinga sinna, gleði þeirra og sorgum, og deila við þá geði. Hann lætur sig ekki eðeins varða efnið, heldur og andann, enda mun ekki fjarri sanni, að sem gleggstur skilningur á hvoru tveggja muni vera hverjum lækni ávinningur í starfi. Bókarhöfund- ur er fullkominn efasemdarmað- ur um kristna trú, er hann byrj- ar starf sitt, en hann er óþreyt- andi í leit sinni að sannleikanu.m, sem að lokum leiðir til þess, að hann hefur öðlazt trúarvissu og efast ekki lengur um tilveru guðs. Allt er efni bókarinnar sett fram á einkar skemmtilegan og einfaldan hátt og því mjög að- gengilegt hverjum sem er. Höf- undur lýsir jafnt skoplegum at- vikum sem alvarlegum og lýs- ingar hans á hinum ýmsu mis- munandi manngerðum eru lif- andi og sannar. Tel ég bókina hollan og góðan lestur hverjum sem er, jafnt ung um sem öldnum, og því mjög vel fallna til tækifærisgjafa. Dr. med. Arni Arnason hefur þýtt bókina á gott mál, enda munu þeir, er til þýðandans þekkja, ekki efa vandvirkni hans, og smekkvísi. Utgefandinn, Kyndill h.f., fer vel af stað með útgáfu bókar þessarar og verðskuldar þakkir bókaunnenda. Valgarður Kristjánssop danslaga- IJrslit í keppni SKT Úrslitln 1. danslagakeppnl SKT eru nú kunn. í gömlu dönsunum varð efst lagið „Á hjónaballi" höfundur lags og texta er Steingrimur Sigfússon frá Patreksfirði. Lagið fékk samtals 579 atkv. Númer 2 varð lagið „Dansgleði“ höfund ur lagsins er Hörður Hákon- arson, en textinn er eftir Núma Þorbergsson. Það lag fékk 494 atkv. Lagið, sem varð nr. 3 heitir „Sumarfrí“ lagið er eftir Karl Jónatansson, en textinn eftir Núma Þorbergs- son. Lagið fékk 488 atkv. f Nýjw dönsunum varð efst lagið „Laus og liðugur“ eftir Jónatan Ólafsson, textl eftir Núma Þorbergsson. Það fékk 713 atkv. Númer 2 var lagið „Hvar er bruninn" eftir Lúllu Nóadóttur, textann gerði Magnús Pétursson. Það lag fékk 688 atkv. Lag nr. 3 er einnig eftir Lúllu Nóadóttur og heitir „Vinarhugur“ text- inn er eftir Þorstein Matthías- son. Það lag fékk 440 atkv. Rottuplága ÞÓRSHÖFN, Færeyjum, 27. febr. (Reuter) Tilkynnt var í Færeyj um í dag að skipaður hafi verið ráðgjafi til að hafa forustu í bar áttu gegn rottum. En rottum hef ur fjölgað mikið á eyjunum und anfarið og lifa þær á eggjum. Er fuglalífi eyjanna jafnvel talin hætta búin af rottunum. ^ ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.