Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 7 Kári Þorsteinsson frá Bakka — Minningarorð „Ómar af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liðnu dögum af hljómgrunni hugans vaknar." (E.B.) Margar minningar streymdu fram í hugann er ég fyrir rúmri viku síðan frétti lát bernsku- vinar míns, Kára frá Bakka í Öxnadal. Það var bjartur vordagur V. maí 1908. Ólöf á Hlöðum var komin að Möðruvöllum, hafði verið sótt í mesta flýti, því mik- ið var í húfi að ljósa kæmi ekki of seint. Okkur krökkunum var ekki vel ljóst hvað um var að vera, fundum þó á okkur, að eitthvað óvanalegt væri á seiði. Allt fór vel og brátt flaug frétt- in um bæinn, að fjórði dreng- íurinn væri fæddur hjónunum Ólöfu Guðmundsdóttur og Þor- steini Jónssyni, sem í mörg ár hafði verið ráðsmaður hjá for- eldrum mínum á Möðruvöllum. Þorsteinn var Þingeyingur að ætt, frá Fornastöðum í Fnjóska- dal, mesti dugnaðar- og merkis- maður. En Ólöf kona hans var settuð úr Húnavatnssýslu, dóttir Guðmundar smiðs Guðmunds- sonar, er var föðurbróðir Guð- mundar Björnssonar landlæknis og þeirra systkina. Stóðu miklar og fjölmennar ættir að Ólöfu vestur þar. Ólöf ólst ekki upp hjá for- eldrum sínum, sem kornbarni var henni komið í fóstur hjá ömmu minni Jórunni Magnús- dóttur á Helgavatni í Vatnsdal, sem hún kallaði móður sína. Fluttist Ólöf með fóstru sinni norður að Möðruvöllum til for- eldra minna vorið 1889, eftir að fóstra hennar brá búi á Helga- vatni. Þar kynntist hún Þor- steini manni sínum. — Ólöf var mjög merkileg kona, fríð sýnum og drengileg í allri breytni. Nokkrum sinnum heyrði ég, að hún þætti skapstór, en það fann ég aldrei. Hún var síglöð og hressandi, dáði ég hana mjög mikið frá því ég man fyrst eftir mér. Söngelsk var hún og hjavta hlý, kunni öll ósköp af kvæðum og þulum, þvi minnið var gott. Dugnaði hennar var viðbrugðið að hverju sem hún gekk og var hún velvirk eftir því. Óskaði ég þess oft, er ég var barn, að ég yrði eins sterk og dugleg eins og Óla. En af því gat ekki orð- ið. Margt kenndi Óla mín mér, sem ég hef notið góðs af síðan. Að ég minnist nú Ólafar sér- staklega þegar Kári er farinn 'kernur til af því, að mér fannst Kári svo líkur móður sinni. Kári komst á legg og varð snemma duglegur drengur. Þó okkur eldri krökkunum, sem áttu að gæta hans, fyndist hann oft fyrirferðamikill og erfiður viðureignar, þá þótti okkur vænt um hann, því brátt kom í Ijós að hann óar viðkvæmur og hlýr. Þau einkenni fylgdu hon- um allt lífið. Á Möðruvöllum lékum við okkur saman þegar færi gafst í þrjú ár. Þá fluttu foreldrar hans búferlum að Arnarnesi í sömu sveit, en mitt fólk fór al- farið til Akureyrar. — Þorsteinn og Ólöf undu ekki hag sínum út við sjóinn. Þau voru bæði dalabörn. Hugðu þau sér því gott til glóðarinnar, þegar Bakki í Öxnadal var laus til ábúðar vorið 1912. Þangað fluttu þau þá með drengina sína 5, því einn bættist í hópinn í Amarnesi. Og þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Á Bakka festu þau rætur, bjuggu þar myndarbúi í tvo áratugi og bræðurnir 4 urðu mikilsmetnir bændur í Öxnadal. Þó lengra yrði nú á milli okk- ar, þá var vináttan sú sama, og á hverju sumri fékk ég að vera hjá vinafólki mínu á Bakka um lengri eða skemmri tíma. Hús- bændurnir voru mér sem for- eldrar og drengirnir eins og bræður mínir. Frá þeim árum á ég margar ljúfar minningar. Þá sóttist ég eftir að fara fram að Bakka um páskana. Ólöf hús freyja hafði sérstakt lag á að gera dagamun á heimili sínu. Ekki hafði hún þó ætíð úr miklu að moða, en mér fannst allt vaxa í höndum hennar og hún átti ráð undir rifi hverju. Páskadagsmorgnarnir hennar eru mér ógleymanlegir. Það var oft lítið sofið í baðstofunni á Bakka páskadagsnótt, tilhlökk- unin var svo mikil og eftirvænt- ingin. Okkur krökkunum fannst nóttin aldrei ætla að líða, það var hvíslað og pískrað. Undir morguninn féll á okkur mók, en við vöknuðum brátt við ilminn af góðgætinu, sem húsfreyja bar inn handa öllu fólkinu. Guðs orð var lesið og sunginn sálmur. Þarna var helgistund í litlu baðstofunni, sem hafði slík áhrif á mig, að ég mun aldrei gleyma. Þegar ég lít til baka finnst mér sólin ætíð hafa skin- ið inn um baðstofugluggana, þessa páskadagsmorgna og fyllt baðstofuna sérstökum unaði. Ég reið um hlaðið á Bakka og kvaddi vinafólk mitt, er ég flutti úr Eyjafirði vestur í Húna vatnssýslu. Lét ég þá orð falla við húsfreyju um það, að gam. an væri ef einhver drengjanna kæmi til mín vestur og yrði þar um tíma. Tók hún því vel. Næsta vor kom Kári v^stur að Þingeyrum, og var þar heimilis- maður í nokkur ár, hann var þá 16 ára. Þótti mér vænt um að hann kom, reyndist hann mér ætíð sarni góði drengurinn. Kári unni söng og hljómlist eins og móðir hans. Minnist ég þess, er útvarp kom fyrst heima, þá fannst okkur Kára við ekk- ert mega missa af hljómlist út- varpsins. Sátum við og hlustuð- um fram eftir kvöldum þar til síðasta lagið var sungið eða leikið, enda þótt allir á bænum væru gengnir til náða og glóðin kulnuð í stónni. Bar þá margt á góma. Liðnar stundir oð norðan voru rifjaðar upp og áætlanir gerðar um framtíð unga sveinsins. — Hann vildi verða bóndi, helzt norður í Öxnadal og gera þar garðinn frægan. Að nokkru leyti rættist draumur Kára. Hann fluttí aft- ur norður í átthagana. Eignaðist góða konu, Sigrúnu Sigurjóns. dóttur frá Ási á Þelamörk, sem hann unni mjög. Þau hjón eign- uðust tvo drengi, Þórð og Elías. Fyrstu hjúskaparárin bjó hann á Þverá hjá Ármanni bróður sínum og Önnu konu hans. sem er systir Sigrúnar. Reyndust hjónin á Þverá Kára framúr- skarandi vel alla tíð. Nú var Kári og fjölskylda hans flutt fyrir nokkrum árum að Hólum, næsta bæ við Þverá, eyðibýli, sem hann var að end- urreisa og gera að kostajörð. Skrifaði hann mér fyrir jólin í vetur lét hann vel af högum sín- um, taldi mesta erfiðinu lokið Byggingar væru að komasí í gott horf og ræktun fleygði fram. Vonaðist hann til að létt- ara yrði undir fæti framvegis, því drengirnir væru orðnir stór- ir og stæltir, Þórður við búnað- arnám á Hvanneyri í vetur, en Elías hjálpaði sér heima. Kári var félagslyndur að eðlis fari. Lét hann mikið til sín taka í félagsmálum sveitar sinnar, einkum Ungmennafélagi Öxn- dæla. Honum varð það ljósara með aldrinum, hve brýn þörf er á góðum leiðtoga æskufólks í hvaða sveit sem er. Nú er öllu lokið. Þessi stóri og duglegi maður var kallaður burtu í miðju starfi. Mig langaði til að vera stödd á Bakka í dag og fylgja honum síðasta spölin, en mér lánaðist það ekki. Verð að láta mér nægja að senda kveðju norður yfir fjöllin, þakka hon- um góða vináttu og biðja Guð að blessa ástvini hans og vini alla. Blönduósill/2 1961 H. Á. S. Til sölu mjög fallegur pels. — Sími 23336. Hótel til sölu Hótel Skjaldbreið í Reykjavík er til sölu nú þegar, ef viðunandi tilboð fæst í eignina. I hótelinu eru 15 gistiherbergi, ásamt góðum veitingasölum og eldhúsi. Hótelið stendur á eignarlóð í Kirkjustræti 8, einum bezta stað í Miðbænum. Allar nánari upplýsingar um eignina gefur hótel- stjórinn Hr. Kári Halldórsson. Óskað er eftir tilboðum í eignina sem sendist í box 1098 fyrir 10. marz. nk. merkt: „Hótel No.8“. Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. STJÓRNIN. Tilkynning frá félagsniálaráðuneytinu Að marggefnu tilefni tilkynnist hér meö að heimild til endurgreiðslu úr sparimerkjabókum er bundin við giftingu eða að menn hafi náð 26 ára aldri. Undanþágur þær sem skattayfirvöldum er heimilt að veita skulu aðeins veittar frá þeim degi að um undanþáguna er beðið. Undanþágan felur aldrei í sér heimild til endurgreiðslu þess fjár, er áður hefur verið aflað og skylt var að leggja inn. Félagsmáíaráó'uneytið, 25. febrúar 1961. Vélbátar til sölu 12 lesta vélbátur með nýrri vél og nýjum dýptarmæli. 18 lesta vélbátur smíðaár 1955. 20 lesta vélbátur með nýrri vél, nýuppgerður. 22 lesta vélbátur í góðu standi. 33 lesta vélbátur með dragnótaveiðarfærum. 43 lesta vélbátur. 51 lesta vélbátur í ágætu standi. TR766IH6AR FASTE16NIR Austurstræti 10, 5. hæð sími 12328 og 24850 eftir kl. 7 sími 33983. * * föMonafitif * * * Fegrunarkrem og sápur með skjaldböku-olíu. í dag notfærir konan sér efnafræðilegar nýjungar PERSONALITY snyrtivörurnar. Dagleg notkun á PERSONALITY kremi og sápu gerir húð yðar ótrúlega mjúka og silki-matta. M/usxmafflíf * * * * * * Deep Cleansing Cream, Skinfood, Foundation Creani, Cleansing Milk og Hand Cream. Fæst í eftirfarandi snyrtivöruverzlunum: OCIJLUS h.f., Austurstræti. Verzlunin STELLA, Bankastræti. REGNBOGINN s.f., Bankastræti. Verzlunin EDDA,Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.