Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORflVTtBt 4 Ðlb Þriðjudagur 28. febr. 1961 Valdimar Kristiiisson Orkulindir Isiands og erlent fjármagn Miklar framfarir hafa orðið á íslands síðustu 60—70 árin, en niikla áherzlu verð'ur að leggja á uppbyggingu atvinnulífsins á næstu áratugum, ef við eigum að geta fylgzt með þróuninni. Enda var svo komið fyrir skömmu, að við vorum farnir að dragast aft- ur úr nágrannaþjóðunum. Jafn- framt þarf að hafa í huga, að foúa þarf í haginn fyrir æ fjöl- mennari þjóð, og að aukning aí- vinnuveganna verður að byggj- ast á heilbrigðu efnahagslífi, en dýrkeypt reynsla síðustu ára hef- ur einmitt fært okkur heim sann inn um það. s Auka þarf fjölbreyttni atvinnuveganna Þrátt fyrir hinar miklu fram- farir, sem búast má við að verði í höfuðatvinnuvegum lands- manna á næstu áratugum, er ólíklegt að þeir muni fullnægja þeim kröfum sem gerðar verða. Landbúnaðurinn hefur mikil- vægu hlutverki að gegna fyrir vaxandi innlendan markað, en fáir munu hafa mikla trú á, að unnt verði að flytja út héðan land foúnaðarafurðir í stórum stíl. Fiskveiðarnar má vafalaust auka allverulega, en einkum mun full- komnari fiskvinnsla eiga mikla framtíð fyrir sér. Flestir munu þó vera þeirrar skoðunar, að þessari atvinnugrein séu of mikil takmörk sett, til þess að nær allur útflutningur landsmanna bygg- ist á henni um ófyrirsjáanlegan tíma. Bezta nýting jarðhitans er að nota hann til upphitunar húsa, þegar hægt er að koma því við í þéttbýli. Einnig er hægt að virkja suma gufuhveri til rafmagns- vinnslu. Og í þriðja lagi er hægt að nota gufu og heitt vatn í margvíslegum iðnaði, einkum efnaiðnaði. Þannig gæti salt- vinnsla og nokkrar fleiri iðn- greinar orðið okkur viðráðan- legar, en aðrar verða að vera svo stórar í sniðum og krefjast sér- stakrar þekkingar eða aðstöðu, að það útilokar að hægt sé að koma þeim á fót, nema í sam- vinnu við útlendinga. Má í því sambandi nefna framleiðslu á þungu vatni. Miðað við núverandi aðstæður mætti í þágu nýrra iðngreina í landinu. En telja má víst, að er- lent lánsfé fengist á frjálsum markaði til að koma upp slíkum orkuverum, þegar selja ætti mik- inn hluta orkunnar erlendu stór- iðjufyrirtæki. Samningur um sölu á rafmagni til langs tíma myndi einmitt notaður sem trygg ing fyrir lánveitendur. íslendingum hefur verið nokk- uð gjarnt að minnast á hinn •mikla auð, sem væri fólgin í orkulindum landsins. En því að- eins er um mikinn auð að ræða, að orkulindirnar séu nýttar í stórum stíl. Slík nýting sýnist óhugsandi, nema útlendingar leggi fé í einhver fyrirtæki í landinu, m. a. vegna þess að Hagnaður landsbúa af erlendri fjárfestingu gæti orðið margvís- legur og hefur einkum verið drep ið á tvö atriði hér að framan. Það er hvernig fá mætti mjög ódýra raforku til frjálsrar ráðstöfunar samtímis því sem orka væri seld erlendum aðilum,‘ og að við mynd um tryggja nýtingu fossanna áð- ur en aðrir orkugjafar hefðu dreg ið mjög úr verðgildi þeirra. Af þessu tvennu myndi leiða aukna fjölbeytni atvinnuveganna og og landsmenn myndu eignast mik il raforkuver. En af þessu myndi einnig leiða margvíslegan annan hagnað og verður nú drepið á það helzta. Meðan á byggingu stórverk- smiðju stæði myndú skapast miklar gjaldeyristekjur, og mætti gera ráð fyrir, að allt að helming ur slíkra tekna yrði til frambúð- ar, þar sem langflestir starfsmenn við bygginguna og reksturinn yrðu innlendir; væri þar með kominn nýr gjaldeyrisaflandi at- vinnuvegur. Að sjálfsögðu yrði rekstur hinna erlendu aðila skatt- lagður, en um það mál þyrfti að semja fyrirfram, þegar um mjög stór fyrirtæki væri að ræða. Ekki er ástæða til að ætla, að farið yrði fram á mjög lága skatta. En að sjálfsögðu þarf að stefna að því, að skattlagning allra fyrir- tækja hér á landi verði með þeim hætti, að þau geti, þess vegna, , haft nægjanlegt fé til rekstrar og samskiptum þjóða í milli, ef við hleyptum erlendu áhættufjár- magni inn í land okkar. í nær öll um löndum, \þar sem framfarir hafa orðið verulegar, hefur er- lent fjármagn átt þátt í uppbygg ingu atvinnulífsins. Mikilvægi alþjóðlegra fjármagnsflutninga er viðurkennt af flestum efna- hagssérfræðingum, og á síðari ár- um hafa margar alþjóðastofnanir hvatt til erlendrar fjárfestingar. Þar á meðal hafa sjálfar hinar Sameinuðu þjóðir sýnt þessum málum mikinn áhuga og hafa í því sambandi haldið uppi víð- tæku rannsóknarstarfi og útgáfu- starfsemi. Þegar á níunda allsherjarþingi S.Þ. árið 1954 var samþykkt á- lyktun um nauðsyn alþjóðlegra flutninga einkafjármagns til að stuðla að þróun í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin efnahagslega. Stjórnir allra landa innan samtakanna voru beðnar að láta í té upplýsingar um á- kvarðanir, sem teknar höfðu ver- ið á síðustu árum, í sambandi við flutninga einkafjármagns milli landa. Svör bárust frá fjölmörg- um þjóðum, er sýndu, að vegna stóraukins áhuga hafði margt verið gert til að auðvelda slíka fjármagnsflutninga. Einkum voru það Evrópuríkin, sem fellt höfðu niður ýmsar reglur, er þóttu tak- marka inn- og útflutning á fjár- magni. Þetta sýnir, að þau lönd, * f Bandaríkjunum er hafin fjöldafram- leiðsla á verksmiðju- byggðum aluminium- húsum. Fólksfjölgunin mun stöðugt bæta skilyrði fyrir ýmiss konar iðnað, sem framleiðir fyrir innan landsmarkað og mörg iðnfyrir- tæki hafa þegar sýnt, að þau geta staðizt erlenda samkeppni á innlendum markaði. Um út- flutning iðnaðarvara er það að segja, að það eru fyrst og fremst sjávarafurðirnar sem hægt er að flytja út, en þó er ekki vafi á, að allmargar aðrar greinar ís- lenzks iðnaðar geta flutt út vörur í töluverðum mæli, nú þegar gengisskráningin hefur verið leiðrétt. Svo mjög er talað um gjald- eyrisöflun, af því að hún er þjóð- arbúinu mikilvægari en flest annað. Smæð hins íslenzka þjóð- félags takmarkar eðlilega mjög fjölbreytni framleiðslunnar, og þess vegna eru mikil utanríkis- viðskipti beinlíns skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi nútíma-menningarlífi " landinu, og hlýtur svo að vei m um langa framtíð. Telja má víst, að landsmenn verði a. m. k. helmingi fleiri um næstu aldamót en þeir eru nú, og að þjóðarframleiðslan þurfi að sexfaldast á næstu 40 árum, ef þjóðin á að fylgjast með þróun- inni. Þegar hugsað er til hinnar geysimiklu útþenslu, sem verður að eiga sér stað í íslenzku efna- hagslífi á næstu áratugum, hlýt- ur mönnum að þykja óvarlegt að byggja á núverandi atvinnuveg- um, og vexti þeirra, einum. Nýting orkulindanna Góð lífskjör í landinu byggjast á því, að við leggjum höfuð- áherzlu á þær atvinnugreinar, sem við höfum betri aðstöðu til að stunda en aðrar þjóðir og þetta gerum við með fiskveiðum og fiskiðnaði. Aðrir afkastamikl- ir stóratvinnuvegir hér á landi verða fyrst og fremst að byggja á orkunni, sem fólgin er í fall- vötnum og hverum og laugum. ætti að svara kostnaði að virkja yfir 2 milljónir kw. af vatnsafli í landinu, sem er a. m. k. 20 sinn- um meira en virkjað hefur verið til þessa. Aðeins stórvirkj- anir (þ. e. um og yfir 100.000 kw.) eru taldar koma til greina, ef orkufrek framleiðsla á að byggja á raforkunni. Hefur ver- ið áætlað að í þeim myndi virkj- un kvers kílóvatts kosta 5—6 þús. kr., en kílóvatt í síðustu Sogs- virkjun mun hafa kostað 9—10 þús. kr. og er þá miðað við nú- verandi verðlag í báðum tilfell- um. Á undanförnum árum hefur verið rætt um nokkrar nýjar iðn greinar, sem talið er að koma mætti á fót hér á landi, ef næg og ódýr raforka væri fyrir hendi. Má í þessu sambandi nefna klór- iðnað, fósfóriðnað, magnesium- vinnslu, aluminiumvinnslu og köfnunarefnaframleiðslu í stór- um stíl. Iðnfyrirtæki, sem stund- uðu þessa framleiðslu ásamt við- komandi orkuverum, þyrftu flest að vera svo stór, að þjóðin hefði vart eða ekki bolmagn til að standa undir þeim að fullu. Og jafnframt væri mikil áhætta í þvi fólgin, ef svo ólíklega vildi til að hægt væri að fá geysistór lán erlendis. En einhverja aðild væri hægt að eiga að þeim, og gætu almenningshlutafélög verið eðli- legur milliliður í því sambandi. Um orkuverin sýnist gegna nokk- uð sérstöku máli. Ef erlendum aðilum yrði t. d. leyft að byggja aluminiumverk- smiðju hér á landi og hinu frum- skilyrðinu yrði fullnægt, sem ekki skiptir minna máli, að ein- hverjir fyndust, er hefðu raun- verulegan áhuga á því, þá sýnd- ist eðlilegt að landsmenn sjálfir kæmu upp nauðsynlegum orku- verum og seldu raforkuna. Með því að hafa orkuverin allmiklu stærri en nauðsynlegt væri vegna aluminiumvinnslunnar, myndi fást mjög ódýr raforka, sem nýta framkvæmdir mega ekki drag- ast mjög lengi. Innan tveggja til þriggja áratuga geta framfarir í nýtingu kjarnorkunnar og vetn- isorkunnar valdið því, að ekki yrði gerlegt að koma upp orku- frekum útflutningsiðnaði á ís- landi. Nauðsyn skjótra fram- kvæmda á sérstaklega við um fossana, því telja má líklegt að hitaorkan frá jarðhitasvæðunum muni töluvert lengur standast samkeppni kjarnorkunnar og vetnisorkunnar. Hafi vatnsorku- verum aftur á móti verið komið upp þarf lítt að óttast samkeppni hinna nýju orkugjafa, þvi eins og kunnugt er standast gróin fyr- irtafki yfirleitt vel samkeppni nýrra fyrirtækja. Leita þarf eftir fjármagninu Tilgangslaust er að tala um f jár |estingu erlendra aðila, ef ekkert er gert til að laða þá að landinu. Eðlileg gengisskráning og stöðv- un hinnar öru verðbólguþróunar, var eitt meginskilyrðið og hefur því nú verið fullnægt, — en það er útbreiddur 'misskilningur, að Islendingar þurfi ekki annað en láta boð út ganga, að þeir vilji hleypa erlendu fjármagni inn í land sitt, þá muni fjöldi fyrir- tækja bjóða fram fé og þekkingu til framkvæmda. fslenzku foss- arnir eru góðir, en þó er þess ekki að vænta, að um orku þeirra ver- ið barizt af mikilli höku. Sérstakt lega yrði erfitt að fá fyrsta fyrir tækið til að hefja hér fram- kvæmdir, þar sem engin reynsla er af viðskiptum við fslendinga á þessu sviði. Mæti sá, er ísinn brýtur, sanngirni og velvilja, má búast við að fleiri komi á eftir. fslendingar gætu þá valið sér við- skiptamenn, og alltaf má stöðva þróunina, þegar henta þykir, enda þarf hún að vera í samræmi við það vinnuafl, sem fyrir hendi er, og aðrar aðstæður á hverjum tíma. endurnýjunar. Þarf þá ekki að ræða um skattfríðindi við einn eða neinn. í sambandi við skattgreiðslur erlendra stórfyrirtækja er hugs- anlegt, að þær fari fram á þann hátt, að landsmenn fengju smám saman aukna hlutdeild í viðkom andi fyrirtækjum upp að vissum hundraðshluta. Eitt hið mikilvægasta við er- lenda fjárfestingu er oft talin kunnáttan, sem hún flytur með sér. Það er því ekki af fjármagns skorti einum, sem við þurfum að sækjast eftir erlendu fjármagni. Það getur líka verið mikilvægt að fá það í einhver, tiltölulega lítil fyrirtæki, ef því fylgir kunn átta, sem getur orðið undirstaða nýrra atvinnugreina í landinu. — Svo fylgja traustir markaðir oft hinu erlenda fjármagni og er það því mikilvægara sem fyrirtækin eru stærri. Okkur íslendingum væri einnig m.jög mikilvægt að kynnast af eigin raun hvernig rekstri stóriðjufyrirtækja er hátt að. Á því geta allir lært, hvort sem þeir eru í almennri vinnu eða í ábyrgðarmiklum verkstjórn ar- eða sérfræðistörfum. Ýmsir slíkra manna gætu reynzt ómiss- andi við að koma upp nýjum iðn- greinum, er væru algerlega á inn lendum höndum. Að lokum mun minnzt á enn eitt í þessu sambandi, sem ekki er hið veigaminnsta, en það er sá iðnaður, sem gæti risið upp í landinu vegna hagkvæmra skil- yrða til ódýrra hráefnakaupa hjá stóriðjufyrirtækjum, einu eða fleirum, er væru starfrækt hér. Til dæmis sýnist framleiðsla ým- isskonar hluta úr aluminium til húsbygginga geta átt mjög mikla framtíð fyrir sér, ekki sízt vegna skorts á timbri og járni í landinu. í fótspor annarra þjóða. Enginn skyldi ætla, að við fs- lendingar ryddum nýja braut í sem komin eru hvað lengst f efna hagsþróuninni, gera mest til að laða að sér erlent fjármagn, þótt segja megi, að þau hafi mun minni þörf fyrir það en hin fá- tækari lönd. í fyrrnefndu löndun- um ríkir fullur skilningur á þes3 um málum, en í mörgum hinna síðarnefndu eru sumir menn full- ir fordóma og miða afstöðu sína við nýlenduhugsunarhátt liðinna alda. Sú staðreynd ætti að vera aug- ljós, að lítil og vanmáttug lönd geta notfært sér alþjóðlega fjár- magnsflutninga með meira ör- yggi en nokkru sinni fyrr, Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að erlendir fjármagnseig- endur geta því aðeins vonazt eft- ir hagnaði af fjárfestingu sinni, að þeir komi fram af fullri sann- girni við lönd þau, þar sem þeir festa fé sitt. Eru því litlar líkur til, að þeir setjist að samninga- borði með annað í huga. Er nú svo komið, að öruggir samningar eru fjármagnseigendunum í flest- um tilfellum mun meira virði, en löndunum, þar sem fjármagnið er hagnýtt, þótt réttlátir samning ar séu auðvitað báðum aðilum fyrir beztu. Sú skoðun er orðin almenn og á vaxandi fylgi að fagna, að yf- irleitt sé erlent fjármagn mikil- vægara fyrir efnahagslega þróun þeirra landa, þar sem það starfar, heldur en þeirra landa sem það kemur fá. Þetta getur þó leynzt í ýmsum tilfellum við lauslega athugun, því að hinn venjulegi „hagnaður“ er auðreiknanlegri en allur sá óbeini hagnaður, sem lönd og landssvæði hafa af þrótt- miklum atvinnufyrirtækjum. Margar ríkisstjórnir gera allt, sem þær geta, til að laða erlent fjármagn til landa sinna. Má i þessu sambandi minna á hið nýja starf Tryggve Lie, sem nú hefur ferðast land úr landi til að laða Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.