Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 12
12 M O RCV 1S fí L A f> 7 h Þriðjudagur 28. febr. 1961 Myrkrav is eftir Beveríey Cross uíngu Bjarna Arngrsmssonar réttum fyrir kvöldverðinn eftir sýninguna. Ég gerði ekki ráð fyrir að hann mundi kasta neinu burtu fyrir -svínin, jafnvel þótt ég yrði að éta allt saman sjálfur. Leikhúsið var fullkomið. ör- lítið leiksvið lýst með hinum sömu kertastjökum og á 18. öld. Örlítill áhorfendasalur, málaður hvítur og gullinn, með ástar- engla, fiðlur og skáldskaparletr- anír í einum graut um allt loftið. Að baki sviðsins var allt í full- komnu lagi. Hinir óhrjálegu hljómleikar okkar áttu að fara fram framan við fjögur 18. aldar falltjöld með myndum af görð- unum í Versölum. Þannig átti Monsieur Malory — la plus grande vedette américaine de l’écran, des disques, et de la B.B.C. — að syngja St. Louis Blues og ,,Le Galérien“, klæddur lánuðum kúrekahatti og háhæl- uðum stígvélum, innan um gos- brunna og þráðbeina göngustíga. Galdramaðurinn átti að töfra fram billjardkúlur sínar og hræddar dúfur framan við blómstrandi rósarunna og feita konan átti að syngja um Rue Pigalle á strönd vatns með hrædd an satýr falinn í runnunum til til vinstri við sig. Á meðan lista mennirnir og liðþjálfinn, sem átti að vera leiksviðsstjóri, fengu stuttar og nákvæmar skipanir frá Chollet, sem nú var orðinn ró- legri (honum hafði tekizt að sporðrenna þremur whisky-glös- um á þessum stundarfjórðungi, sem við vorum í borðsalnum, heyrðum við fyrsta hermanna- flokkinn þramma inn í garðinn. Út um gluggann á búningsher- berginu, sem ég átti að deila með töframanninum og trúðnum, gat ég seéð um það bil 100 menn úr 81. fótgönguliðsherdeieldinni bíða rólega í þremur röðum á suðurstígnum. Eins og Chollet hafði lofað voru hinir fimm upp lýstu glugga hinna mikilvægari fanga beint á móti. Skugginn af verðinum gekk hægt fram og aft ur í ganginum. Eg stillti banjóið og fór í háhæluðu stígvélin. Trúð urinn vandaði sig við málverkið, þó að það væri óþarfi vegna kertalýsingarinnar á sviðinu, en Kínverjinn veifaði höndunum og tók logandi sígarettur úr erm- inni. Nú var orðið dimmt og sval ara. Hermannaröðin stóð tein- rétt og liðsforingjarnir komu út úr matsalnum til að ganga til leik hússins. Á hæla þeirra kom her mennirnir. Við gátum heyrt stíg vél þeirra glymja á trégólfinu bak við okkur, er þeir börðust um beztu sætin. Tónlistarmenn- irnir stilltu hljóðfæri sín og refs legi maðurinn stóð upp og slétt aði augnabrúnir sínar einu sinni enn. Klukkuna vantaði nákvæm lega kortér i átta. Klukkuna vantaði nákvæmlega kortér í átta. Nú lá Lucien óþægi lega samanhnipraður í blikktunn unni og beið eftir að hljómleik arnir byrjuðu, áður en hann ýtti lokinu varfærnislega upp. Það mundi lyftast auðveldlega, án minnsta hávaða, og hann klifra stirðlega út. Gúmmísólar hans gerðu engan hávaða hvorki við tunnuna né í steinlögðum húsa garðinum. Hann teygði sig guðs feginn, beygði sig, losar gjarðirn ar af hinum tunnunum tveimur. Eg starði í spegilinn, og mynd mín hvarf, en fyrir hugskots- sjónum mínum sá ég Náttfarana. Eg sá Lucien teygja sig, Dédé kíkja út, er lokið var orðið laust, og depla augunum. Moumou er samt sem áður sofandi. Hann depl ar augunum, þegar kalda loftið kemur yfir hann og muldrar eitt hvað, er Lucien beygir sig niður að honum og hvíslar illilega í eyra hans: „Viens, salaud . . . Þeir eru byrjaðir að leika“. Hálfvitinn bröitir út og gengur inn í skuggana við hornið, sem snýr að húsagarðinum og austur hliðinu, til að halda vörð, en Dédé tiplar léttilega að kapellu dyrunum til að athuga læsing- una. Dédé brosir \ kampinn og hneppir frá vösunum á her- mannajakkanum sönum. Tækj- um hans er vandlega komið fyrir í hverjum vasa. Þeim er haldið föstum í smærri vösum, eins og skothylkjum kósakkanna. Hann velur þunnan stálmeitil, rekur hann tvisvar í lásinn, og dyrnar eru opnar. Mennirnir þrír læðast inn í kapelluna, vasaljós Luciens leik ur snöggvast um grindverkið kringum gröfina og endurkastast af speglinum í einkastúkunni. Einhver barði á dyrnar og ég snerist á hæli í skelfingu. „Það er komið að yður Monsie ur Malory, gjörið svo vel“. Eg beið, til hliðar við leiksvið ið, á meðan refslegi gamanleik- arnn lauk byrjunarræðu sinni. Það var löng og flókin saga af skálduðum viðræðum milli Monsieur Citroen og Monsieur Renault. Hún virtist hafa tilætl uð áhrif. Drunur heyrast frá trumbunum og síðan: „Et voici Monsieur Malory! La grande vedette du disques, de l’écran, et de la B.B.C.“ Klapp. Hljómsveit in lék „Ragtime Cowboy Joe“ með valstakti, á meðan gosbrunn arnir sigu niður, og ég ráfaði kjánalegur inn á sviðið með banjóið mitt í hendinni og hatt- inn, sem var allttof stór, ofaní augum. Það var eins gott að ég var vel æfður, því að þegar ég var á annað borð byrjaður á hverjum söng, hafði ég enga hug mynd um, hvernig hann endaði. Eg söng algerlega sjálfvirkt, og ég varð sannarlega undrandi, þegar ég þræddi á milli tvíbur- annna til hliðar, búin að ljúka mínu hlutverki og klappið tafði fyrir næstu sögu þularins. „Bravo, jeune homme", sagði önnur stúlknanna. Hvernig eru þeir?“ Eg hafði raunverulega enga hugmynd um það en ég sagði eins rólega og mér var mögulegt: „Ó, já, prýðilegir ágætis áheyr endur prýðilegir“, og síðan flýtti ég mér upp. Galdramaðurinn var ennþá að sefa sig á að töfra fram logandi vindlinga. Eg flýtti mér fram hjá honum og fór til að opna gluggann. Það er heitt þarna niðri“. hann brosti aðeins, og hélt áfram að galdra. Eg settist á þrönga sylluna og sló mjúkt og viðutan á banjóið, sönglaði við sjálfan mig og and aði að mér svölu næturloftinu. ■Skuggi varðmannsins gekk ennþá fram hjá gluggunum fimm hinu megin við húsagarðinn. Klukk- an var 12 mínútur yfir átta. Þeir hlutu að bíða hinu megin við dyrnar, rétt handan við síðasta gluggann, bíða eftir merkinu. Eg hélt áfram að slá banjóið og byrjaði nú að blístra. Niðri lauk tónlist stúlknanna, þulurinn byrj aði aftur. Við heyrðum hlátur- gusur. Kínverjinn tók saman dót sitt og vasaklúta og gekk niður. „Je t’enmerde!“ kallaði ég á eftir honum til að óska honum velgengni, og hann hneigði sig kurteislega í dyrunum. Enginn var í garðinum fyrir neðan mig, hinn litskrúðugi vagn glampaði í ljósinu frá dyrunum, og á flötu þaki hans sást skuggi minn leika á banjóið í ljósinu frá búnings herberginu. Vörðurinn hafði snú ið sér frá suðvesturhorninu og gekk nú aftur í áttina að dyrun um að stúkunni. Eg bað þess, að Dédé hefði tekizt að opna hana, án þess að gera hávaða. Hann hafði haft 20 mínútur. Eg blístr aði hátt núna og vonaði að það heyrðist ekki í leikhúsinu, en þar var töframaðurinn að galdra fram raðir af logandi vindling um, og dularfull músík var leik inn undir, Vörðurinn hvarf bak við síðasta gluggann. Það voru fjórir metrar milli gluggans og dyranna, þar sem Náttfararnir biðu, en á ganginum var teppi og við vissum, að vörðurinn var í gúmmísóluðum skóm, því að fangarnir þarna voru mikilvægir og ekki mátti trufla þá. Hinir þrír, er biðu, heyrðu ef til vill ekki í verðinum, en ég vonaði, að þeir gætu heyrt í banjóinu. Hann hvarf fram hjá gluggan um og ég taldi þrjá sekúndur og sló síðan tvær nótur eins fast og ég gat. Náttfararnir hlutu að heyra þær, því þeir voru að hlusta eftir þeim. Eg hélt andanum niðrí mér og beið. Ekkert. Fimm sekúndur og ekkert hafði gerzt. Síðan sást skuggi af fálmandi hönd á veggn um bak við gluggann, en það var enginn hávaði. Eg dró tjöldin fyrir og settist niður við snyrti borðið. Eg reyndi að kveykja í vindlingi, en hendur mínar skulfu. Enn á ný var ég við hlið hinna í huganum, um leið og Moumou sleppir takinu á hálsi hermannsins og- leggur hann var færnislega til hliðar í ganginum. Þeir læðast hálfbognir til þess að sjást ekki úr gluggunum í átt ina að dyrunm við enda gangsins. Lykillinn hangir á krók á veggn um. Lueien tekur hann og sting ur honum varfærnislega í lásinn. Hurðin opnast auðveldlega, háv aðalaust. Mennirnir þrír ganga inn í herbergið. Úr leikhúsinu j þrumar tónlistin, og konurödd, gróf og kraftmikil syngur um Valencia. SUlItvarpiö Þriðjudagur 28. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra ölaf* ur Skúlason — 8.05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum“ (Dagrún Kristjánsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 1&.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleik^r. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Neistar úr sögu þjóðháf.áratugs- ins; I. erindi: Félagsverzlunin við Húnaflóa og Gránufélagið (Lúð- vík Kristjánsson rithöfundur). 20.25 Frá tónleikum í Kristskirkju í Landakoti 19. þ.m.: Guðrún Tóm- asdóttir syngur og Ragnar Björns son leikur á orgel: a) Fantasía í G-dúr eftir Bach. b) Aríur úr ,,Messíasi“ og ,,Tolo- meo“ eftir Hándel. c) ..Vergin tutto amor“ eftir Dur- ante. d) ,.Gia al sole dal Gange“ eftir Scarlatti. e) Bæn úr „Hans og Grétu“ eftir Humperdinck. 20.55 Raddir skálda: XJr verkum Matt- híasar Johannessen. Flytjendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Valtýr Pétursson, Andrés Björnsson og höfundurinn sjálfur. 21.40 Islenzk tónlist: Tvö verk eftir Jón Nordal. a) Tokkata og fúga (Höfundur leikur á píanó). b) Sónata fyrir fiðlu og píanó (Björn Ölafsson og höfundur- inn leika). 22.00 Fréttir og veðurfrc. 22.10 Passíusálmar (26,. 22.2d Samtal^?áttur: Sigurður Bene- diktsson ræðir við Olaf Sveinsson úr Firði. 22.35 Tónleikar: Léttir forleikir eftir frönsk tónskáld. 23.05 Dagskrárlok. Skáldið og ntamma litia 1) Jón frændi þinn var að hringja og spyrja hvort þú gætir komið og spilað í kvöld? 2) Hverju á ég að svara honum? Á ég að segja, að þú.... 3) .... ætlir að fara s'nemma að hátta, eða að þú hafir verið búinn að lofa mér að fara með mér í bíó í kvöld? ’ Látum okkur nú sjá .... | inn — Hittið mig hjá Tvö' Grenilundi. Hafið hraðann á,J — Þetta ætti að vera gott, ef „Ég hef drenginn .... Og'þúsund vatna stöð lögreglunnar I Markús Trail. hundurinn ratar heim! Markús skrifar: Ég hef dreng-l— Fann hann hjá klettanöf íl 1 1 Miðvikudagur 1. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —• 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- • ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,Atta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath.-We 'ly XVII. — sögulok (Stefán Sigurðs- son kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: ,,Ur sögu For- syteættarinnar“ eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; þriðji kafli þriðju bókar: „Til leigu'*. Þýðandi: Andrés Björnsson. —. Leikstjóri: Indriði Waage. Leik- endur: Þorsteinn Ö. Stephensen, / Anna Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Inga Þórðar- dóttir og Guðjón Ingi Sigurðsson, 20.40 Einsöngur: Aksel Schiötz syngur ópéruaríur eftir Mozart. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir nánar starfsemi fiskdeldar At- vinnudeildar háskólans. 21.10 Tónleikar: Strengjakvartett í Es- dúr op. 64 nr. 6 eftir Haydn (Den nye danske kvartet leikur). 21.30 „Saga mín“, æviminningar Pad- erewskys; IV. (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Upplestur: „Hans vöggur", smá- saga eftir Gest Pálsson (Margrét Jónsdóttir). 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jónsson og Henry J. Eyland). 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.