Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. febr. 1961 Lagður grundvöllur að framtíð IMSl JÓNAS G. RAFNAR, framsögumaður iðnaðarnefndar, mælti fyrir áliti hennar um frumvarp til laga um Iðnaðarmálastofnun ís- Iands, er frumvarpið var til 2. umræðu á fundi neðri deiidar Alþingis í fyrradag. Jónas vakti athyglj á því í upphafi ræðu sinnar að enda þótt IMSÍ hefði nú verið við lýði í nokkur ár, sé engin löggjöf til um skipun stofnunarinnar og starfssvið. Til þess að bæta úr þessu hefði iðnaðarmálaráðherra því farið þess á leit við stjórn stofnunarinnar, að hún gerði tii- lögu um frv. til laga um stofn- unina, þar sem sérstaklega væri tekið til athugunar, hvort ekki væri rétt að veita bæði Alþýðu- sambandi íslands og Vinnuveit- endasambandi íslands aðild að stjórn hennar. Það frv., sem hér lægi fyrir væri svo samið á grundvelli tillagna IMSÍ, með nokkrum breytingum þó. Breytingar á stjórn IMSÍ í frv. sé gert ráð fyrir þeirri breytingu á stjórn stofnunarinn- ar, að ASÍ og Vinnuveitendasam bandið skulu hvort um sig til- nefna einn mann í stjórn hennar, og verður stjórn in þannig skip. uð T mönnum skv. tilnefningu ákveðinna félagasamtaka, auk formanns, sem iðnaðarmálaráðherra skip- ar. Kvað ræðumaður þessa breyt ingu eðlilega, þar sem innan þess ara stóru samtaka séu ýmsir, sem ekki eiga heima hjá þeim aðilum, sem tilnefnt hafa og til- nefna fulltrúa í stjórnina, en hafa verulegra hagsmuna að gæta varðandi starfsemi IMSÍ og koma til með að þurfa að leita til hennar með ýmis áhuga- rnál sm. Mæla með frumvarpinu Þá skýrði Jónas Rafnar frá því að iðnaðarnefnd hefði sent nokkr um aðilum frv. til umsagnar. Allir þessir aðilar mæltu efnis- lega með frv., en nokkrir þeirra gerðu athugasemdir við það, og taldi Félag íslenzkra iðr.rekenda m.a., að iðnaðurinn sem siikur ætti að hafa meiri áhrif á stjórn stofnunarinnar. f lok ræðu sinnar sagði ræðu- maður, að um það gætu vart verið skiptar skoðanir, að rétt sé að setja löggjöf um IMSÍ. Stofnunin hafi fjölda verkefna að gegna, og starfssvið hennar eigi sjálfsagt eftir að færast út á komandi árum. Rannsóknarráð og IMSÍ náð afgreiðslu á þessu þingi, þar sem þingmenn væru efnj þess gersamlega ókunnugir og engin ástæða væri til þess að láta frv. um IMSÍ bíða þess. VEGNA víðtækrar hjálp- arstarfsemi SÞ hefur nú tekizt að mestu að sigrazt á hungursneyðinni í Kasai héraðinu í Kongó. 1 byrj- un mánaðarins hafði SÞ vinna bug á hungurs- neyðinni í Kongó dauðsföllum fækkað um % frá því sem var, þegar ástandið var verst, og út- lit var þá fyrir, að hægt yrði að útrýma hungur- dauðanum innan skamms tíma. Enn eru um 300,000 flóttamenn í Kasai, og helmingur þeirra líður til- finnanlegan fæðuskort, en hjálparstarf SÞ mun á næstunni miðast að veru- legu leyti við að bjarga þessu fólki. ★ Brugðið skjótt við Víða um heim var brugð- ið skjótt við til hjálpar hin- um sveltandi Kongóbúum. Barnahjálparsjóður SÞ lagði fram 436,000 dollara, hjálp- arstofnun í Englandi 280,000 og sams konar stofnun í Svíþjóð 168,000 dollara. Rauði kross ýmissa landa lagði fram 140,000 dollara og síð- ast en ekki sízt fluttu Banda ríkjamenn geysimikið magn af matvælum og lyfjum flugleiðis til Kongó. Mikið hefur líka verið sent með skipum. ir Fræðsla um fjármála- stjórn 1 skýrslu, sem gefin hef- ur verið út um fræðslustarf- Óánægja vegna lækkunar á hámarki starfsaldurs semi SÞ í Kongó í desember- mánuði, segir, að nokkur ár- angur hafi náðst, en annars einkenni almenn óvissa um framtíðina ástandið í land- inu. í desember var einkum veitt fræðsla um fjármála- stjórn meðal þeirra manna, er stjórna eiga fjármálum landsins. Þá efndu SÞ til margvíslegra námskeiða, sem um 300 ríkisstarfsmenn í áhrifastöðum sóttu. Lokið var undirbúningi að stofn- setningu skóla fyrir flugum- ferðarstjórnarmenn, og á prjónunum voru fræðslu- námskeið fyrir tollþjóna. — ★ — í niðurlagi skýrslunnar segir, að þessi almenna fræðslu- og hjálparstarfsemi SÞ í Kongó eigi mjög óvissa framtíð — og aðstaða starfs- manna samtakanna hafi versnað til muna í sveitun- um síðustu vikurnar. Hálka og slys á Húsavík Þórarinn Þórarinsson sagðist mæla með frv. í trausti þess, að frv. um rannsóknarráð ríkisins verði lagt fyrir Alþingi og rætt samhliða þessu frv. Síðan spurð- ist Þórarinn fyrir um það hjá rikisstjórninni, hvort þess væri að vænta, að slíkt frv. yrði iagt fram á þessu þingi. Það væri augljóst hagræði í þvi, að þingið gæti fjallað um þessi tvö mál sameiginlega, og það væri strax mikill ávinningur að því einu, að frv. yrði lagt fram, enda þótt það fengist ekki útrætt á þessi þingl. Gylfi Þ. Gislason viðskipta- málaráðherra skýrði frá því, að frv. um rannsóknarráð hefði ver ið til vandlegrar athugunar hjá ríkisstjórninni, en ekki hefði ver ið tekin ákvörðun um það, hvort það frv. eða annað um sama efni yrði lagt fyrir þetta þing. Þess væri líka borin von, að það gæti YFIRLÖGREGLUÞJÓNN hjá rannsóknarlö'geglunni í Kaup- mannahöfn hefur höfðað ein- kennilegt mál gegn dómsmála- ráðherra Danmerkur. Hann krefst þess að fá nú þegar lausn ■ frá störfum á fullum eftirlaun- um. Ástæðan fyrir því er sú, að hann telur að kjörum sínum og annarra lögregluþjóna hafi ver- ið breytt svo til hins verra, að ráðningarsamningur þeirra sé rofinn. TREYSTI Á 70 ÁRA STARFS- ALDUR Lögregluþjónninn heitir Per Martens. Hann hefur verið lög- regluþjónn í 18 ár og er nú á bezta aldri milli fertugs og fimmtugs. — Þegar ég var ráðinn til lög- reglunnar, segir hann, var mér tjáð, að ég gæti vænzt þess að halda starfinu þar til ég yrði 70 ára. Þetta hafði áhrif á ákvörð- un mina um að taka starfinu, að ég gat verið öruggur um full laun fram að þeim aldri. LÆKKAÐ f 63 ÁR En nú nýlega var gerð breyt- ing á lögunum um starfsaldur lögregluþjóna. Samkvæmt þeim er nú ákveðið að yfirlögreglu- þjónar skuli hætta störfum og komast á eftirlaun, sem eru miklum mun Iægri en föst laun, þegar þeir eru 6 ára. Ákvörðun þessi jafngildir því lækkun í tign, segir Martens og heyrir því undir löggjöfina um starfsmenn ríkisins. Dönsk blöð segja, að málsókn þessi veki mikla athygli, sér- staklega meðal opinberra starfs- manna, sem eiga erfitt með að sætta sig við lækkun þá sem hefur verið gerð á starfsaldri þeirra. HÚSAVÍK, 24. febrúar. — Ekki er hægt að segja, að snjór hafi orðið mönnum farartálmi um göt ur bæjarins í vetur. Aftur á móti hefur verið hér óvenjumikil ísing og hálka og slys hafa hlotizt af — meira en vant er. Síðan um áramót hafa orðið þrjú slys: Síð- ast í janúar datt Kristrún Þor- steinsdóttir, fullorðin kona, á götu og meiddist í baki og var strax flutt í sjúkrahús. Líðan hennar var mjög slæm í fyrstu, Hún er enn í sjúkrahúsi, þó við skárri heilsu. Skömmu síðar handleggsbrotnaði drengur, Gylfi Þór Sigurpálsson, er hann hras- aði á leiðinni í skólann. Þá datt Aðalbjörg Jónsdóttir á hálkunni og handleggsbrotnaði. — Fréttaritari. ♦----------------------------♦ Breytingar hjó Costro HAVANA, Kúbu, 24. febr. (Reuter). — Tilkynntar voru miklar breytingar á Castro- stjórninni í dag. Ernesto „Che“ Guevara, sem verið hefir bankastjóri kúbanska þjóð- 1 bankans (hann er talinn ein- dreginn kommúnisti) fær nú mjög vítt valdsvið sem. iðn aðarmálaráðherra — en hann skal fjalla um uppbyggingu, endurskipulagningu og eflingu iðnfyrirtækja í ríkiseign. — Þá var því lýst yfir í stjórnar tilkynningu í dag, að stofnað hefði verið efnahagsráð, er hafa skal allsherjarstjórn á efnahagsþróun í landinu. Castro er sjálfur forseti ráðs ins, bróðir hans, Raoul Castro, er varaforseti, en aðrir í ráð- inu eru m.a. Guevara hinn nýi viðskiptamálaráðherra, Max- imo Bernan o. fl. — Eftirmað- ur Guevara sem bankastjóri þjóðbankans er Raul Cepero Bonilla, sem áður var verzl- ^ unarmálaráðherra. Nýtt í brezka blaðastríðinu LONDON, 24. febr. — (Reuter) — Hið mikla blaðaútgáfufyrir- tæki, Odhams Press lét það boð út ganga til hluthafa í kvöld, að hafnað hefði verið tilboði kandaiska blaðakóngsins Roy Thomsons um sameiningu fyrir- tækjanna. — Jafnframt létu for- stjórar Odhams svo um mælt, að þeir gætu ekki, sem ein- staklingar, tekið tilboði Daily Mirror fyrirtækisins um að kaupa Odhams Press — en i dreifibréfi til 15 þúsund hlut- hafa Odhams sögðu þeir, að þeir treystust ekki til að ráða þeim til að hafna síðasta tilboði Daily Mirror, sem þeir teldu „sann- gjarnt og hagstætt" frá fjármála sjónarmiði. Daily Mirror hefur boðið um 35 milljónir sterlingspunda fyr- ir öll hlutabréfin í Odhams Press, sem eru um 12 milljónir. Eldur í norsku skipi LOWESTOFT, Englandi, 24. febr. (Reuter) — í morgun kom upp mikill eldur í norska flutn- ingaskipinu „Gudveig11, sem er rúmlega 8 þús. lestir að stærð. Var skipið þá statt eigi langt undan norðausturströnd Bret- lands. — Eldurinn varð mjög magnaður, og yfirgáfu allir skip ið nema skipstjórinn, tveir aðrir yfirmenn og loftskeytamaður- inn. — Mikil þoka var á, er þetta gerðist og reyndist þvl seinlegra en ella að koma „Gud veig“ til hjálpar. Þó komu brezk björgunarskip með slökkviútbúnað brátt á vettvang. Undir kvöldið hafði svo tek- izt að slökkva eldinn, sem var einkum í vélarrúminu, — og verður ,,Gudveig“ nú dregin inn til Immingham, sem er skammt frá Grimsby. — Áður höfðu tuttugu og níu af áhöfninni, þar á meðal kona loftskeyta- mannsins, verið fluttir til Great Yarmouth. Enginn hlaut nein meiðsl eða brunasár við óhapp- ið. — „Gudveig" var á leið frá Kasablanka til Immingham með fosfat-farm. LONDON, 24. febr. — Rússneska fréttastofan Tass hafði það effcir stjörnufræðingnum Vsevol- ok Troitsky í dag, að yfirborð tunglsins sé þakið 4 feta þykku lagi af efni, er líkist einhvers konar harðnaðri froðu. Hingað til hefir verið talið, að tunglið væri á yfirborði þakið fíngerðu dufti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.