Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL AÐIÐ Flmmtudagur 2. marz 1961 4» Hagkvæm lausn seg|a bátaformenn FRÉTTARITARAR blaðsins í nokkrum verstöðvum höfðu í gær tal af ýmsum bátafor- mönnum og spurðu þá um skoðun þeirra á samningum í landhelgismálinu. Allir þessir formenn voru ánægð- ir með eða hlynntir samn- ingum í heild, en Ólafsvíkur formenn voru ekki fyllilega ánægðir með hlut Breiðfirð- inga í samningunum, þótt þeir lýstu allir yfir eindregn- um stuðningi sínum við sam komulagið. Hér á eftir fara svör ýmissa formanna í ýmsum verstöðvum við spurningum fréttamannanna. Jákvæð lausn í gær átti fréttaritari blaðsins í Sandgerði, Sigurður Guðmunds- son, tal við nokkra formenn þar á staðnum um samningana við Breta um landhelgina. Formenn- irnir tóku yfirleitt fram, að úr því að semja þyrfti við Breta um þetta mál, væri sú lausn, er fékkst mjög góð. Einkum fannst þeim mikilsvert að Bretar hefðu skilyrðislaust viðurkennt 12 mílurnar, svo og að það hættuástand, sem ríkt hefði að undanförnu, væri nú úr sögunni. — Ummæli formanna eru, sem hér segir: Kristinn Magnússon, formaður á Jóni Gunnlaugs, GK 444: — Ég tel þetta mjög góða lausn. Ég reiknaði alltaf með að samið yrði, en bjóst ekki við svo far- sælum samningum. Guðni Jónsson, Muninn GK 342: — Þetta er miklu betra en hægt var að búast við. Bragi Einarsson, Stafnesi GK 274: — Þetta var það bezta, sem hægt var að búast við. Aukning- ki hér fyrri sunnan er mjög mikil. Eggert Gíslason Víði II. GK 275: — Miðað við það óþolandi á- stand, sem var, tel ég þessa lausn mjöfl jákvæðe fyrir okkuæ. í sannleika er ég hálfhissa á því hvað tekizt hefir að fá Breta til að ganga langt. Þeir, sem mest deila nú á þá menn, sem um málið hafa fjallað, hefðu sízt getað gert betur. Jóhann Guðbrandsson Mumma, GK 120: — Mér lýst ágætlega á þetta. Ég tel þetta það bezta, sem hægt var að vænta. Þórhallur Gíslason, Hamri, GK 32: — Miðað við atvikin eins og þau voru, þá er þetta það bezta, sem hægt hefur verið að búazt við. Fréttaritarinn í Sandgerði sagði, að yfirleitt virtust menn ánægðir með samkomulagið. Hættuástandi lokið Blaðið hafði tal af nokkrum bafnfirzkum bátaformönnum í gær um lausn landhelgisdeilunn- ar við Breta og spurði þá álits á samningunum. Voru þeir sam- mála um, að þeim bæri að fagna og viðunandi lausn hefði feng- izt. Þau hlunnindi, sem Bretum hlótnaðist, væru heldur lítils virði fyrir þá, eins og reyndar sést bezt af undirtektum þeirra sjálfra. Þá væri gott til þess að vita, að nú er lokið hættuástandi því, sem verið hefir á miðunum, en það hefði án efa getað orðið alvarlegra ef þetta „landhelgis- stríð“ hefði nú ekki verið til lykta Ieitt. Björgvin Bjarnason, formaður á Dóru GK 49, sagði m. a.: „Ég er ánægður yfir lausn þessarar langvinnu deilu og tel að við höfum náð hagfelldum samning- um, eftir því, sem við var að búast“. Óskar Illugason á Blíðfara GK 40 lýsti ánægju sinni vegna lausn deilunnar og sagði að við mætt- um vel við una. Hann kvað langt síðan hann hefði heyrt á máli all margra 'sjómanna, að sjálfsagt væri að binda endi á deiluna og semja. Óskar telur samningana mjög hagkvæma fyrir okkur og langflestir er hann hafi hitt, séu á sama máli. Magnús Magnússon, sem er með Hafrúnu GK 90, sagðist telja að við hefðum gert alveg merkilega góða samninga. „Ég trúi því varla enn að slíkur sigur hafi unnizt. Þetta, sem Bretarnir fá er ekki neitt, neitt. Allir á mínum bát eru ánægðir með lausn deilunn- ar“. Sæmundur Sigurðsson á Ár- sæli Sigurðssyni GK 320 sagði: „Ég er hissa á því hvað hægt var að komast að góðum samn- ingum við Breta og hafði alls ekki reiknað með þeim svo hag- stæðum fyrir okkur. 12 mílna viðurkenningin er fagnaðarefni, ekki sízt fyrir þá, sem veiðar stunda á Selvogsbanka og í Mið- nessjónum. Manni virðist að þessari lausn sé tekið með skiln- ingi af togara- og bátasjómönn- um“. Ólafsvíkurformenn ánægðir FRÉTTARITARI blaðsins í Ólafsvík hafði tal af nokkrum bátaformönnum þar í plássinu og spurði þá um álit þeirra á land- helgissamningunum. Þeir lýstu allir yfir ánægju sinni yfir samn- ingunum í heild, en fannst þó að allnærri Breiðfirðingum hefði verið höggið með því að leyfa Bretum veiðar upp að 6 mílum á tímabilinu marz—maí við Snæ- fellsnes. Umsagnir þeirra um þetta mál fara hér á eftir. ><w- Jón Steinn Halldórsson formað ur á Jóni Jónssyni sagði: — Ég álít að þetta sé eina og bezta lausnin í heild, en okkur hér í Ólafsvík finnst, að anzi nálægt okkur hafi verið höggið með 'því að leyfa Bretum fisk- veiðar á beztu netveiði-svæðum okkar á tímabilinu marz til maí. Steindór Arason formaður á Frey tók mjög í sama streng: — Ég legg allra mest upp úr því, að 12 mílna fiskveiðilögsagan skuli vera viðurkennd af Bret- um. Hann sagði ennfremur: — Ég álít að við sem stundum neta- veiðar getum ekki búið við það lengur, að togað sé yfir trossur okkar með herskipavernd. Það Á FUNDI í stjórn Farmanna- og Fiskimannasambands íslands, er haldinn var miðvikudaginn 1. marz 1961, var eftirfarandi álykt- un samþykkt samhljóða: „Stjórn F.F.S.Í. fagnar sáttum í fiskveiðideilunni við Breta. Sambandsstjórnin telur að vel hafi tekizt í miklu vandamáli og leggur áherzlu á, að ríkisstjórn íslands hafi haldið svo á máli þessu og fengið fram þær sátta- tillögur, sem til gagns og sóma sé fámennri þjóð í átökium við vold- ugan andstæðing. Stjórn F.F.S.Í. lítur á það sem mikinn ávinning, að náðst hefir samkomulag um er betra að gefa eftir heldur en að eiga von á slíku. — Þessi svæði, sem afmörkuð eru við Snæ fellsnes, eru okkar beztu svæði á netavéiðum, þegar kemur fram á vertíðina. Það eitt er gott við að Bretum skuli leyft að veiða þar upp að 6 mílum um ákveðin tíma, að við vitum þá af þeim á þessum svæðum. >3» Ríkharð Magnússon formað- ur á Bárðí Snæfellsás sagði: — Ég hefði helzt ekki viljað hvika frá 12 mílna fiskveiðilög- sögu, en ég sé það vel, að við gátum ekki búizt við þessu eins og það var. Ég vil bæta því við, að ég álít að við Breiðfirðingar höfum með þessum aðgerðum fórnað mestu allra landsmanna, með afmörkun þessara svæða á þessum tíma við Snæfellsnes. Sjálfsagt aff semja — Hvernig lízt þér á sam- ingana í landhelgismálinu? Þessa spurningu lagði fréttaritari blaðs ins á Akranesi fyrir formenn, sem hann hitti þar að máli í gær. . >!»« Garðar Finnsson skipstjóri á Höfrungi II. svaraði fréttaritar- anum með þessari spurningu: — Er það ekki ágætt? Jóhannes Sigurðsson á Auðn- um, fyrrverandi bátaskipstjóri á 5. áratug sagði: — Mér finnst endilega, að það sé sjálfsagt að semja við þá. Hitt voru vandræði. Samninga leiðin er alltaf bezt, og þetta er svo stuttur tími, að maður hefði vart trúað að þeir gengjust inn á það. Jón Sigurðsson fyrrverandi hafnarvörður og bátaskipstjóri um árabil svaraði: — Ég veit nú ekki, ég hef ekki grannskoðað það svo vel, en mér lízt bara vel á. Hagstæffur samningur Hermann Vilhjálmsson á Seyð- isfirði, erindreki Fiskifélags ís- lands, segir: „Úr því að samið er á annað borð, tel ég samninginn hagstæðan. Verulegur vinningur er að losna við þref út af grunn- línupunktum og fá 12 mílurnar endanlega samþykktar. Þó tel ég að smábátar á Austfjörðum muni líða hvað mestan baga næstu þrjú árin, vegna ívilnana handa Bret- um í júlí og ágúst“. Telpan íannst Á TÓLFTA tímanum í gærkvöldi auglýsti lögreglan í útvarpinu eftir níu ára telpu úr Háteigs- hverfinu, sem farið hafði heiman að kl. sjö um kvöldið, ert síðan ekkert spurzt til. Hún kom fram skömmu síðar; hafði dvalizt í nálægu húsi. fækkun gmnnlínupunkta og rétt- ingu grunnlína, sem hefur í för meff sér mikla stækkun fiskveiði- lögsögusvæffanna. Sambandsstjórnin lítur á lausn þessa máls, sem mikilsverðan á- fanga á þeirri leið aff fá aukinn yfirráffarétt yfir landgrunni fs- lands, þar sem engin alþjóðalög eru til, sem fyrirbyggja þann rétt. Stjórn F.F.S.Í. skorar því á hæstvirt Alþingi aff samþykkja framkomna þingsályktunartil- lögu um lausn fiskveiffideilunnar við Breta á þeim samkomulags- grundveUi, sem fyrir liggur“. FFSI fagnar sáttatillögunni • í, KaUa&ur ,,umferða- 1 lygari" í Tímanum — t talar nu á Framsóknarfundi \ i MYNDIN HÉR aff ofan er af J rammagrein í Tímanum, þar S sem tilkynnt er um fund, sem S Framsóknarmenn gangast fyr ) ir á Akranesi. Þaff vekur at- ; hygli, að einn ræðumanna er S Ingi R. Helgason, sem í grein i í Tímanum 28. okt. s.l. var | nefndur „umferffalygari“ og sagffur affalforingi „Ku Klux Klan klíkunnar í Sósíalista- félaginu“, sem ófögur lýsing er af í greininni. Má því meff sanni segja, aff Framsóknar- menn kalli ekki allt ömmu sína, þegar þeir magagleyptu Ku Klux Klan klíku Kommún istaflokksins. Vélstjórar í Eyjum skora á þingmenn að samþ. í GÆR var fjölmennur fundur haldinn í Vélstjórafélagi Vest mannaeyja. Þar var þessi til laga samþykkt: „Fundur í Vélstjórafélagi Vestmannaeyja, haldinn 1. marz 1961, lýsir sig fylgj andi tillögu til þingsálykt- unar um lausn fiskveiffideil unnar viff Breta, sem rík isstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, og skorar sér- staklega á þingmenn Suffur 41:3 Skipstjóra- og stýrimanna félagið Verðandi í Vestmanna eyjum hélt fund í gær, þar sem rætt var um lausn fisk veiðideilunnar. Þar var sam þykkt tillaga með 41 atkvæði gegn þremur, þar sem lýst var yfir sérstakri ánægju félagsmanna með lausn þá, sem felst í þingsályktunartil- lögu ríkisstjórnarinnar, og skorað á þingmenn Suður- landskjördæmis að styðja til löguna. Matsveinar á sjó skora á Alþingi að samþykkja lausnina. FUNDUR haldinn í stjórn Mat- sveinafélagi S.S.Í. miðvikudag- inn 1. marz 1961 samþykkif eftir- farandi: „Stjórn Matsveinafélags S.S.I. fagnar sáttum í fiskveiðideilunni viff brezku ríkisstjórnina og tel- ur, aff giftusamlega hafi til tekizt í mikliu viffkvæmu vandamáli, svo sómi sé aff fyrir land og þjóð. Stjórnin vill því þakka öllum þeim, sem unnið hafa aff lausn þessa mikla máls og skorar á hátt virta ríkisstjórn og Alþingi, sem nú situr . aff samþykkja fram- komna þingsályktunartillögu um lausn fiskveiffideilunnar á þeim samkomulagsgrundvelli sem fyr- ir liggur. Stjórn Matsveinafélags S.S.I. álítur að þetta sé mikill álrangur á þeirri leið aff fá viffurkenndan rétt íslendinga yfir landgrunninu öllu. Iandskjördæmis aff styffja hana. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir breytingum grunnlínunnar kringum landiff, og sérstaklega yfir þeim svæffum, sem áunn- izt hafa viff Suffvesturland, þó að viff álítum takmarkið vera allt landgrunniff. — Daily Telegraph Frh. af bls. 1 í einkaskeyti til Mbl. frá Lund únum í gær er lauslega getið um mæla nokkurra blaða um málið, og fara þau hér á eftir: # „Léleg rök“ Daily Telegraph gagnrýnir sam komulagið mjög og segir m. a.: — „Það eru léleg rök að segja, að ísland sé í þeirri sérstöku að- stöðu að vera nær algerlega háð fiskveiðum“.......Brezku togarn útgerðinni mun reynast enn erf- iðara að komast af fjárhagslega". — Þá segir blaðið, að ríkisstjórn- in muni nú væntanlega ekki kom ast hjá því að auka fjárhags- aðstoð við úthafs-togaraflotann. — „Byrðar skattborgarans munu þyngjast, og samt mun fiskverð e. t. v. hækka“, segir Daily Telegraph — og klykkir svo út með orðunum: „Allur gangur málsins frá upphafi, og endalok- in ekki síður — allt með sömu endemum." # Álitshnekkir Breta Hið virta blað „Guardian“ í Manchester segir í ritstjórnar- grein, að næstu þrjú árin verði að túlka samkomulagið „sem viðunandi". Það segir, að nú sé öllum fyrir beztu að slíðra sverð- in og gleyma gömlum erjum og leggur áherzlu á, að hvað sem öðru líði sé málið komið á fast- an grundvöll, og forráðamenn fiskiðnaðarins geti nú gert sínar áætlanir í samræmi við það. — Loks bætir „Guardian“ við, að fiskveiðideilan hafi orðið Bretum til meiri álitshnekkis en íslend- ingum. # „Sanngjarnt" — eftir atvikum „The Scotsman“ segir: „Með tilliti til þess, hve mjög íslend- ingar eru háðir fiskveiðum efna- hagslega verður samkomuLagið að teljast sanngjarnt, enda þótt því fylgi, að Bretar verða að gefa upp á bátinn einhver fengsæi- ustu fiskimið sín“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.