Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVMJLAÐIÐ Fimmtudagur 2. marz 1961 Um minka oy refi eftir Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi Eru minkar og refir friðaðir? ÞETTA er undarleg spurning og óþörf, munu margir hugsa. Og er það að vonum: f „Morgunblaðinu" 10. nóv. sl. er grein eftir Árna G. Eylands, með yfirskriftinni: „Er minkur- inn réttdræpur — eða „friðaður"? Þetta á að vera svar Við ummæl- um, er ég beindi til hans í grein, sem birtist í „Tímanum", 23. sept. sl. undir yfirskriftinni: „Var það allt af illgirni mælt?“ Ég vil byrja á því að þakka Árna G. Eylands mæta vel, fyr- ir þá tilraun, sem hann gerir hér, til þess að færa rök_ að skoðun sinni. Það er sannarlega virðing- arvert. Þegar tveir deila er það höfuðnauðsyn að báðir geri það fyrir opnum tjöldum, svo allir eigi kost á að kynna sér, vega og meta, það, sem á milli ber, frá eigin bæjardyrum. Slíkt er aftur útilokað, þegar annar aðilinn vel ur þá leið að segja ekki neitt. Á. G. Eylands byrjar vörn sina á þessa lund: „Er ég einn af þeim, sem T. G. varpar ljósi- sínu á í þessu sambandi. Tilefnið er víst það, að ég hafi í' greinum í „Morg unblaðinu" bent á þá staðreynd, að „við búum við útgjöldin ein“ að því er til minkanna kemur“. Þetta er nú ekki rétt. Ég er nefnilega talsvert spenntur fyrir þessari flugu, því hún suðaði lát- laust og suðar enn: „Hundruð miljóna. Heyrirðu það. Hundruð miljóna í hreinar tekjur ár hvert, í stað milljóna útgjalda". Það var nefnilega ekki þessi fluga heldur flugan um sparnaðinn, sem ég átti við, þ.e. að draga strax stór- lega úr þeirri virðingarverðu sókn, sem hafin var samkv. lög- um 1957, til að fækka minkum og refum. Þessi sparnaðarfluga var á flögri í ummælum háttvirts fjármálaráðherra, sem greinar- höfundur vitnaði þá í og ég gat ekki annað séð en hann væri þar sjálfur á sömu skoðun, því hann segir þar: „Það er nokkuð að vonum, að fjármálaráðherrann drap á þennan lið fjárlaga (þ.e. útgjöldin við eyðing refa og minka) í fjárlagaræðu sinni, sem eitt af því, sem ber að athuga hvort ekici sé hægt eitthvað að spara“. Um þetta sama segir greinarhöf. nú. „önnur flugan er sú, að ég gat þess að fjármálaráð herra hefði látið orð falla um það — í spurnarformi þó — hvort ekki væri lagt fyrir ríkissjóð, að spara eitthvað af útgjöldum við eyðing refa og minka“. Hér sjá allir að orðalagi er talsvert breytt og — „spurnar- formið" sé ég ekki. En svo bætir greinarhöfundur við: „Misgjörð mín er víst sú, að ég segi í Morg unblaðinu 11. marz, að það „sé nokkuð að vonum" að ráðherrann varpi fram þessari spurningu. Ég ræði alls ekki við T. G. þá „ill- girni“, sem kemur fram í þessu hjá mér. Má hann vera sæll í sinni trú á þá hluti og þeir, sem trúa með honum“. Þessa „illgirni", sem greinar- höfundur telur að ég hafi ætlað honum með þessum ummælum, mun ég ræða síðar. Þá heldur greinarhöf. áfram og segir: „Um hina fluguna vil ég ræða. Hún er sú, með rökum T. G. mælt, að ég bendi á, að gild- andi lögum sé svo áfátt, „að minkurinn er friðaður að því marki að þótt röskur maður rek- ist á minkagreni, er honum að viðlagðri sekt, bannað að vinna það, sökum þess að slíkt á að vera sérgrein vissra manna". Þessi ummæli mín telur T. G. bera vott um andlega sjóndepru. Ef svo er, gerast fleiri sjóndaprir, og þar á meðal þingmenn þeir, er settu og samþykktu lög um eyð- ing refa og minka á Alþingi 28. maj, 1957“. Áður en ég vík að „friðuninni“, vil ég skýra það, hvernig á því stóð að ég notaði orðið „sjón- depru“, sem greinarhöf. er aug- sýnilega illa við. í Morgunblað- inu 11. marz, segir hann sjálfur, um það að banna minkaeldi með lögum: „Hér er eins og blindir menn séu að verki og forrík þjóð, sem hafi efni á því að neita sér um milljóna tekjur til þess eins að þjóna sérvizku sinni“. Á ég að trúa því, að sumir al- þingismennirnir hafi ekki litið upp, eins og fleiri, er þeir lásu þetta? Eða — ætli við séum ekki flest ásátt með það að kalla það guðsblessun, þótt við séum sjón- döpur (andlega), hjá því að vera alveg blind? Þá er „friðunin". Eins og vænta mátti leggur greinarhöf. hér á borðið, — skýrt og skorinort, — sín rök fyrir því á hverju hann byggir það að refir og minnkar séu „friðaðir" að vissu marki“ eins og hann segir. í Tímagrein minni 23. sept. kernst ég svo að orði: „Minkar og refir eru réttdræpir hvar og hvenær, sem þeir verða á vegi manns“. Þetta er deiluatriðið. Og nú skulum við taka vel eftir hvað Á. G. Eylands segir um það. „Ég undraðist stórum, er ég las þessi feitletruðu ummæli T. G.. Þau eru alger mótsögn við á- kvæði og gildandi lög um grenja- vinnslu, svo sem ég hef rakið hér að framan" (nánar sagt hér á eftir)“. Dæmi þau, er hann kem- ur með í Tímagrein sinni sanna ekkert, þarf ekki að rekja það. Og vita má T.G. það, þó hann bregði mér um sjóndepru og að ég grípi flugur, að ég er enn sæmilega læs og auk þess alinn upp í sveit, þar sem grenjavinnsla var stunduð samkv. gildandi lögum og gam- alli reyndri hefð. Maður, sem finnur greni — refirnir smáir og stórir verða — þannig — á vegi hans — má ekki ganga að því án tafar að drepa refina og vinna grenið. Þeir eru honum ekki rétt- dræpir, nema ekki náist í skot- mann í tæka tíð“. Þetta er gamalt og vafalaust gott ákvæði að því er kemur til refanna en ég tel hik laust að slík ákvæði nái engri átt, þegar um minka-greni er að ræða, og að minkavinnslunni hafi verið illu heilli blandað ógreini- lega saman við lög um eyðing refa. Ræði það ekki frekar. Loks afsannar T. G. með öllu hina feitletruðu fullyrðingu sína með því að vitna í 3. gr. reglu- gerðar frá 28. nóv. 1958. Þar segir svo ekki verður um villzt að minkar og refir séu ekki réttdræp ir hvar og hvenær sem er“. Það fór nú alveg eins fyrir mér og mínum ágæta Árna G. Ey- lands, er ég las þessi ummæli hans. Ég „undraðist stórum“. Og nú skal ég segja honum ástæð- urnar, jafnframt því, sem ég þakka honum kærlega fyrir hrein skilnina. Um þau rök, sem ég færði máli minu til sönnunar, segir greinar höfundur aðeins: „Dæmi þau, sem hann kemur með í Tíma- grein sinni sanna ekkert, þarf ekki að rekja það“. Svona „rök“ minna helzt til mikið á slagorð sumra stjórnmálamannanna okk- ar stundum, þegar þeim finnst mikið liggja við.: „Eintóm vit- leysa: Bara þvættingur. Ekki svara vert“. Eða því sýndi grein- arhöf. ekki þetta svart á hvítu með því að tilfæra, — þó ekki væri nema eitt dæmið, sem ég nefndi? Þó eru þetta smámunir hjá því, er hann segir síðar:“ „Loks afsannar T.G. með öllu o. s. frv. — að refir og minkar séu ekki réttdræpir hvar og hve- nær sem er“. Hvað veldur því að greinarhöfundur birtir ekki þessa 3. grein reglugerðarinnar? Það hefði þó sannarlega átt að vera honum ómaksins vert. Eða hven- ig ætlar hann lesendum sínum að átta sig á því, sem okkur ber á milli? Þessa sömu grein birti ég 1 Tímanum 23. sept., svo allir gætu séð hana. Og bezt gæti ég trúað því, að þá hafi runnið upp þetla nýja ljós, fyrir Á. G. Eylands, um refina, er han virti hana fyr- ir sér. Greinin er svona: „Frá miðjum mai og þar til hinni skipulögðu refa- og minkaleit er lokið, er öðrum en hinum ráðnu veiðimönnum bannað að vinna greni eða raska þeim, nema i samráði við skyttu svæðisins. Gildir þetta ákvæði jafnt um land eigendur sem aðra, þar til refa- og minkaleit hefur farið fram, en þó eigi lengur en til júlímánað- ar“. Nú upplýsir Á. G. Eylands, með þessu nýja ljósi, þá niðurstöðu sína, svo ekki þarf lengur um að deila, að refir og minkar séu „friðaðir að vissu marki“ vegna þess, að öllum er ekki frjálst að leggja leið sína um grenin frá 15. maí til júlíloka, í því augna-. miði að drepa þá þar, eftir því, sem geta leyfir. Nú vissi ég ósköp vel, samkv. lögum og langri reynslu, að — vitandi vits eiga ekki aðrir en ráðnar grenjaskytt. ur að leggja leið sína um refa- og minkagreni á þessum tima, nema eftir samkomulagi, svo ég tali nú ekki um að taka þar yrðlinga eða skjóta t-d. annað dýrið og lála svo eiga sig það, sem eftir verður, og án þess að grenjaskyttur hafi hugmynd um. Mig furðar því enn meir á þessum ummælum Á. G. Eylands, þar sem hann er alinn upp í sveit, þekkir þetta allt mæta vel og hefur þar á ofan „sæmilega" sjón, að hann skuli halda þessu fram. Því ekki dylst honum ástæðan. Þetta ákvæði er til þess eins sett að komast eftir mætti hjá þeim mistökum, elt- ingaleik, skápraun og skaða, sem slíkur verknaður veldur, óum- deilanlega. Það sannar reynslan. Þetta fyrirkomulag hefur reynst og mun reynast bezt, til að drepa sem flesta refina á þessum tíma og þá auðvitað minka líka, en ekki til að „friða“ þá. Einnig vita það allir, sem til þekkja, hve ómetanlega mikils virði það er fyrir þá, sem vinna grenin, að geta notað fyrstu tækifærin, í friði, til að handsama eða drepa öll dýrin á meðan þau eru ó- kvekkt. Ennfremur veit greinar- höfundur ósköp vel, eða ætti að vita, hve refir eru oft fljótir að flytja sig, ef þeir kynnast hættu og minkamæður eru víst ekki síður snarar að forða hvolpum sínum, eftir góðum heimildum, sem þeir, er reynsluna hafa, geta áreiðanlega fært næg rök að. Niðurstaða Á. G. Eylands, og þá einnig skoðanabræðra hans, er þá þessi í fáum orðum: Ref- ir og minkar eru „friðaðir, að vissu marki“, vegna þess, að öll. um er ekki jafnfrjálst að ganga á grenin eftir vild og drepa þá þar, frá miðjum maí til júlíloka ár hvert. Þetta ’sannar að þeir eru „ekki réttdræpir hvar og hvenær sem er“. Hvað finnst mönnum svo um þessi rök? Eða hvernig fer Á. G. Eylands að koma mönnum í skiln ing um það, að vissar tegundir af dýrum eða fuglum séu bæði „friðuð" og ófriðuð á sama tíma? Hvernig skyldi það annars vera með blessuð hreindýrin okkar? Það kostar þó talsverða snúninga og tilfæringar að fá að hlemma á þau, á þeim tíma, sem þau eru ófriðuð! — Eftir skilningi greinarhöf. undur er ég nú farinn að telja það til „vansa“, að vera „röskur maður". Þetta kom sannarlega flatt upp á mig. Eg hélt og held það enn að við legðum báðir al- veg sama skilning í orðið. Við munum líka báðir fúslega viður. kenna, að alltaf hafa verið til — og eru enn, — góðu heilli, já, Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.