Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. marz 1961 MORClIlVTtL AÐ1Ð 13 segja sann- um austur- Má ekki leikann viðskiptin? eftír Hauk Eggertsson A UNDANFÖRNUM árum hefir mikið verið rætt um verzlun okkar íslendinga við útlönd og hinn mikilvæga árangur, er 6tjórnarvöldin hafa á hverjum tíma náð við ýmsar viðskipta- þjóðir okkar með hinum svo- íiefndu vöruskiptasamningum (Clearing). Því er ekki að neita, að undir vissum krijrgumstæðum igeta slíkir samningar verið hag- stæðir og nýir markaðir opnast íyrir útflutningsafurðir okkar, fiskinn, en þörf væri meiri varúð ar í viðskiptum þessum, en gætt mun hafa verið. Margir hafa lof- að þetta* fyrirkomulag og haldið •því blákalt fram, að það hafi bjargað við efnahagslífi okkar, en aðrir lastað. Mér hefir þó oft fundist meira talað um þetta frá tilfinninga- eða trúarsjónarmiði á austrið eða vestrið, en fyrir því væru færð ákveðin rök. Á marg- an hátt liggja þó fyrir tölulegar staðreyndir, en það litur svo út, að þjóðin sé farin að skoða þessi viðskipti sem nokkurskonar feimnismál, eða eins og sagt er um suma sjómennina, sem sigla til vissra landa, að þeir þora ekki að segja sannleikann um, hvað þeir hafi séð, af því 'þeir gera ráð fyrir að þurfa að koma til þess- ara sömu landa aftur. En eitt er víst, að of lítið hefir verið birt um þessi viðskipti opinberlega, nema þá sem pólitískt þras. Eg er þess eigi umkominn að gefa allsherjar yfirlit yfir þessi mál, enda eru þau mjög yfir- gripsmikil, en einn þátt þeirra þekki ég nokkuð vel, og er hann þannig vaxinn, að ég álít að hin- um almenna þjóðfélagsborgara sé hollt að vita um þróun mál- anna. Mér er heldur ekki grun- laust, að ráðamennirnir fylgist ekki nægilega vel með í þeim málum, en það eru sykurkaupin frá Austur-blokkinni. Cubusykur Meginhluti strásykurs hefir á undanförnum árum verið keypt- ur frá Cubu. Flutningskostnaður þaðan er mjög hár, en fram til þessa mun sykurinn hafa verið keyptur á heimsmarkaðsverði, enda verið keyptur af einftök- um, frjálsum útflytjendum, sem mjög hörð samkeppni hefir ríkt á milli. Viðskiptum þessum var sérstaklega beint til Cubu vegna fisksölu þangað, en ekki verið um Clearing-viðskipti .að ræða. Sykur þessi varð mjög dýr á heimsmarkaði vegna hinna háu flutningsgjalda, en þau hafa ver- ið um 35—40% af raunverulega kaupverði. f nokkrum tilfellum hafa þó skip verið send beint héðan til Cubu með fisk og kom- ið heim með fullfermi af sykri til baka. Þessi tilhögun má telj- ast hagstæð, því íarmgjöld hafa verið mun lægri, en þegar keypt er um New York, því farmgjöldin Cuba/New York hafa verið mjög há og orðið að greiðast í hörð- um gjaldeyri. Austurviðskiptin Þrátt fyrir þessa samninga við Cubu, hefir á undanförnum ár- um alltaf öðru hvoru verið keypt ur strásykur frá Austur-Evrópu ríkjunum. Þar hefir verið um bein Clearing viðskipti að ræða. Á þeim tíma, sem ég þekki til og hefi verið aðili að sykurinnflutn- ingum, þ. e. síðastliðin 5 ár, hefir verð á þeim sykri yfirleitt verið 10—15% hærra á markaði hér heima en Cubusykrinum, þrátt fyrir, að flutningsgjöld frá Cubu um New York til Reykjavíkur eru þrisvar sinnum hærri en frá Evrópu. Þetta hefir alltaf verið varið á þann hátt, að þessar Aust- urþjóðir greiddu 10—15% meira fyrir fiskinn. S.l. ár var strásykur keyptur frá Cubu þar til í ágúst eða sept. Þá var okkur innflytjendum sagt, að við yrðum að kaupa frá A- Þýzkanladi. Verðið þar var $ 120.00 pr. tonn fob. Rostock, éða £ 42-15-0. Að þessu var gengið þegjandi og hljóðalaust. Mér fannst sem fyrr verðið vera óskiljanlega hátt og leitaði því sambanda í V-Þýzkanlandi, þó ekki væri nema til samanburðar síðarmeir. Verðtilboð barst um miðjan okt. og reyndist £ 29-10-0 fob. stowed Antwerpen. Fob. verð hefði því varla verið yfir £ 29-5-0. Verðmismunur var því 46%. Það skal þó tekið ram, að A-þýzki sykurinn var með gjaldfrésti, og hefði því hinn V-Þýzki geta hækkað um ca. 1% við sömu aðstæður. Er þetta ekki einum of mikið? Viðskiptaþjóðum mismunað Um miðjan október buðu Pól- verjar 500 tönn af strásykri fyrir £ 40-0-0 pr. tonn. Ég mótmælti þessum kaupum við Viðskipta- málaráðuneytið og vildi fá að kaupa frá V-Þýzkalandi. Það var ekki hægt, því ísland átti svo miklar innistæður í Póllandi, sem ekki var hægt að nota á ann an hátt. Ég held að mér sé þó óhætt að fullyrða, að þetta „struggl" hafi orðið til þess, að Pólverjar lækkuðu sig í £ 35-0-0, og fyrir það var keypt. Þann sykur erum við íslendingar nú að borða, og mun þetta vera ástæðan til hinnar miklu lækk- unar á sykrinum nú fyrir nokkru, eða um 15% hér heima. Ég hefi fengið mánaðarlegar „Sykurfrétt ir“ frá V-Þýzkanladi, þar sem sagt er frá uppskeru, markaðs- horfum og öllum meiriháttar söl um hvar sem er í heiminum. Þessi fréttabréf segja frá því, að á sama tíma og A-Þjóðverjar selja okkur á £ 42-15-0 og Pól- verjar vildu selja okkur á £ 40-0-0- seldu þessar sömu þjóðir ýmsum öðr- um á £ 27-0-0 og £ 29-0-0. Nú þegar við erum að fá heim síð- asta hlutann af pólska sykrinum og fólk undrast hvað verðið er lágt (£ 35-0-0), kaupir Ceylon af þeim fyrir tæplega £24-0 0 í vöruskiptum. Frakkland kaupir af Tyrklandi fyrir £ 23-0-0, Súdan af Tyrklandi fyrir £ 23-15-0, og í nóv. seldi Rússland til landanna fýrir botni Miðjarð- arhafsins fyrir „mjö'g lágt verð“ (,at a very low price“). Hlutur neytandans Ég geri ráð fyrir, að hver og einn muni draga sínar ályktanir af þessum upplýsingum, þó ætla ég að skýra þær nokkru nánar. Ef við miðum við sanngjarnt verð frá þessum þjóðum, £ 27-0-0 sem nú mun vera heims- markaðsverð, er mismunurinn á því og hæsta verðinu 58%, en sé miðað við £ 24-0-0, eins og þeir selja ýmsum öðrum, er mis munurinn 78%. Ef litið er að- eins á hlið neytandans hér heima, þá gefur eftirfarandi tafla yfirlit yfir smásöluverð sykursins pr. kg. miðað við fyrrnefnd kaup: Evrópuverff £ 42-15-0, — 40- 0-0, — 35- 0-0, — 29-10-0, — 27- 0-0, — 24- 0-0, kr. 7.10 pr. kg — 6.65-------- _ 6.15---------- _ 5.20---------- — 4.75 — — _ 4.45---------- Cubuverff £ 31- 0-0, kr. 6.15 pr. kg Séu tölurnar 4.75 og 7.10 tekn- ar til samanburðar greiðir neyt- andinn kr. 2.35 of mikið fyrir hvert kg, eða 50%. 10 millj. kr. skattur Þegar litið er á verðið frá Cubu, kemur í Ijós, að kaupverð, £ 31-0-0 en það voru síðustu kaup þaðan kemur út með sama smásöluverði og £ 35-0-0 frá Evrópu. Mismunurinn liggur í farmgjöldunum. Þó skal tekið fram, að það verð er svona lágt vegna þess, að sá sykur var flutt ur með Ms. Laxá, sem nú er ný- komin heim beint frá Cubu. Ef þessi sykur hefði komið um New York eins og oftast hefir vépið, mundi verð hans hafa verið tals vert hærra. Annað er eftirtektar vert, að Cuba selur okkur nú á verulega hærra verði en heims- markaðsverði, en þar er líka orðin ríkisverzlun á sykri. Þessa tölur eru nokkuð lær- dómsríkar. Þær benda okkur á þær hættur, er fylgja í kjölfar viðskiptasamninganna, og þær hljóta að skyggja nokkuð á gleð- ina yfir „góðri“ sölu á fiski. Sú sala má vera góð, ef tilvinnandi er að kaupa aðra vöru fyrir 50 — 60 — 70% hærra verð en hægt er að fá hana á frjálsum markaði. Ef þetta er fært út í beinum töl- um á ársneyzlu íslendinga á strá sykri, sem nú mun vera um 7000 tonn, og gert er ráð fyrir, að við greiðum £ 10-0-0 of mikið fyrir hvert tonn, þá er upphæðin 7.5 millj. kr. í erlendum gjaldeyri á ári fyrir aðeins þess einu vöru tegund. Fyrir neytandann er það um 10 millj. kr. skattur. Frjáls verzlun — betri lífskjör Þetta er aðeins einn þáttur Austur-viðskiptanna, en það er margt fleira, sem við kaupum þaðan T. d. kaupum við allan molasykur frá Tékkóslóvakíu. Okkur er sagt, að við verðum að kaupa hann þaðan og Tékk- inn segir okkur hvað hann kost- ar, og við kaupum hann. Ég veit ekki hvað hann kostar annars staðar, en vonandi eru þau við- skipti betri. En það er fleira en matvara, sem við kaupum og höfum keypt að austan, og það er fleira en verð- ið, sem líta má á. Ég var einu snni svo óhamingjusamur að kaupa Austur-Þýzkan bíl. Sögu hans ætla ég ekki að segja hér, en þá stóð ekki á leyfi, en algjör- lega var vonlaust að fá leyfi fyrir almennilegum bíl. Svo undrast skattayfirvöldin viðhaldskostnað ingur á þeim gefinn frjáls. Þá gátu Finnar lækkað pokana um 33%. Það hefir margt verið rætt um. Þrátt fyrir þessa reynslu er vörubíla hjá atvinnufyrirtækj- enn lagt allt kapp á að flytja inn bíla að austan. Ég veit ekki annað, en að það sé satt sem sagt er, að hér liggi bílar í röðum meðfram einni helztu götu bæj- arins, en erfitt sé að finna kaup- endur. Þó mun þeim innflutningi vera mikið ívilnað með leyfis- gjöld, og ríkisvaldið hafi hlutast til um, að kaupendur geti fengið verulegan hluta leyfis- og inn- flutningsgjalda með greiðslu- frelsi allt upp í eitt og hálft ár. Ég kalla, að þarna sé verið að gefa seljendunum svo þeir geti frekar komið sinni vöru út, til hæpins ágóða fyrir þjóðina. Hver borgar Þó Clearing viðskipti við Austur-Evrópulöndin hafi verið hér sérstaklega gerð að umræðu- Framh. á bls. 23 Pottloksmenningin lifi! — „SkipulagssýkiIIinn kemst í Iistirnair“ — Ríkis- forsjá, hennar sjálfrar vegna og valdanna — Eignastefna almennings eða framfærslustefna velferðarríkisins — Um þetta m. a. fjallar Vettvanguirinn í dag. ÞEGAR þessi dálkur hóf göngu sína eftir áramótin, var þess get ið, að honum væri ætlað að vera vettvangur frjálsra umræðna, þar sem menn gætu sett fram sjónarmið sín á eigin ábyrgð, ó- háð flokksstefnum og umfram allt verið óbundnir af forskrift- um og hleypidómum. Þegar hefur það sannazt, að engin vanþörf var á slíkum vett vangi. Fyrir skömmu stóð á þessum stað skrifað eftirfarandi: „Velferðarríkið er gott svo langt sem það nær, þótt höfund- ur Vettvangsins finni enga sér- staka lífshamingju í því fólgna að láta taka úr hægri vasa sín- um eitthvað á sjötta þúsund króna árlega og stinga þeim í þann vinstri sem fjölskyldubót- um að frádregnum hóflegum höndlunarkostnaði ríkisins." Þetta var allt það, sem þá var sagt um velferðarríkið. En það nægði. Ákveðinn ritstjóri, sem annars verður ekki almennt sak- aður um ofstæki, kýidi pottlokið niður yfir gkilningarvitin og hrópaði efnislega á þessa leið: Sjáið hug mannsins til sjúkra og þjáðra, fátækra og aldurhnig- inna. Á þeim vill hann níðast. í einu orði sagt: Illmenni. Þar með var það mál útrætt. Og eng inn skyldi héðan í frá dirfast að minnast á velferðarríkið öðru- vísi en í tilbeiðslutón — ekki á fslandi. Hitt skipti minna máli, þótt ýmsir af fremstu hugsuð- um, menntamönnum og rithöf- undum hins frjálsa heims ræði nú ákaft ágalla velferðarríkis- ins og vari við þeim. Við íslend- ingar séum svo blessunarlega lausir við frjálsar umræður um viðkvæm þjóðfélagsvandamál, að pottloksmenningunni ætti ekki að verða skotaskuld úr því að koma fyrir kattarnef hverj- um þeim, sem dirfðist að draga í efa, að velferðarríkið væri sjálft fyrirheitna landið. V Samt verður nú á þetta hætt með hjálp ungs rithöfundar, Indriða G. Þorsteinssonar, sem ritaði um málið fyrir einurn þremur árum. Þáverandi rit- stjóri Alþýðublaðsins vandaði honum ekki kveðjurnar, því að ekkert minna dugði en að nefna skoðanir hans nazisma. Vonandi verður upprifjun á skoðunum Indriða ekki til þess, að núverandi yfirboðari hans leggi á hann fæð sem fasista, einkum þegar hliðsjón er af því höfð, að á Hitlerstímanum stóð „velferðarríkið“ einmitt í miklum blóma í Þýzkalandi nazismans. Skoðanir okkar Indriða eru raunar ekkert sérlega frumleg- ar, því að fjöldi manna víða um heim hefur haft svipuð sjónar- mið. En látum Indriða tala: „Hérlendis hefur þúfnabani alhliða þjóðnýtingar stöðugt ver ið á ferðinni síðustu áratugina, engu síður en í öðrum norræn- um löndum. Lífsskilyrði almenn ings hafa batnað, og það er gott. En með auknum afskiptum ríkis valdsins og skipulagningu, hefur skipulagssýkillinn komizt í list- irnar og sett sitt dauðamark á þær. Að erlendri fyrirmynd er búið að skipa þeim í stefnur og form, sem síðan berjast í gegn- , um málssvara sína innbyrðis, og listamaðurinn hættir brátt að hugsa eins og frjáls maður og fer að tala í stefnum og form- um. Þannig sléttir þúfnabaninn einnig úr listunum engu síður en úr einstaklingnum, eftir að búið er að lögskipa framtak hans, og allt verður ákaflega slétt og fellt og viðurkennt og komið á spjaldskrá." Síðan nefnir rithöfundurinn nokkur dæmi þess, hvernig vel- ferðarríkið hafi leikið listirnar og bætir við: „Ég hef hér verið að nefna nokkur dæmi um áhrif velferð- arríkisins á rithöfunda og listir almennt. Það mætti nefna fleiri, og ennfremur mætti nefna eitt- hvað af undantekningum, sem afsönnuðu heltök velferðarríkis- ins. Ég hef verið að minnast þessa, vegna þess að hér er að skapast velferðarríki, sem ung- um höfundum er eins gott að átta sig á áður en þeir verða þvf samrunnir.“ Indriði G. Þorsteinsson hefur verið látinn tala, því að höfund- ur Vettvangsins treystir sér ekki til að lýsa betur hættum þeim, sem að listum steðja. En hliðar þessa máls eru fleiri. Til munu þeir, sem lítið gæfu fyrir list- imar, ef þeim einum þyrfti að fórna, til að allir gætu búið við efnalega velferð. Það væri sjón- armið út af fyrir sig, ef skyn- samlegar líkur bentu til þess, að stöðugt víðtækari .,velferðar“- stefna væri líklegasta leiðin til bættra lífskjara almennings. V Alkunna er, að „velferðar“» takmarki sínu hugðust sósíalist- ar upphaflega ná með alhliða þjóðnýtingu. Segja má, að allir lýðræðisflokkar á Vesturlöndum hafi nú horfið frá þeirri stefnu. Fólkið sá, að þjóðnýtingin færði því ekki bætt lífskjör heldur skerti þau. Rekstur hinna opin- beru fyrirtækja blasti við mönn- Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.