Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Hernaðarhandalag í Kongó Elisabethville og New York, 28. febr. (NTB-Reuter). TSHOMBE forsætisráðherra Katanga, Kasavubu forseti Kongó og Kalonji forseti Námuríkisins í Kasai hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði hernaðar. Er hér um að ræða hernað- arbandalag í þeim tilgangi að vernda Kongó gegn þrenns konar hættu að því er segir í tilkynningu stjórnarinnar í Elisabethville, þ. e.: Forða landinu frá því að lenda und ir stjórn SÞ, frá því að lenda undir kommúnistisku einræði og að fyrirbyggja að Kongó verði vígvöllur eins og Kór'ea. • Herlið SÞ aukið Um leið og tilkynning var gef- in út um hernaðarba/ndalagið, skýrði Dag Hammarskjöld frá því í New York að hann hefði gefið gaezluliði SÞ í Kongó fyr- irskipanir um að grípa til ým- issa ráðstafana til að fyrirbyggja borgararstyrjöld í landinu og að beita vopnum til að koma í veg — Um minka Framhald af ols. 10. meir að segja margir ,röskir“ menn í hverri sveit á íslandi. Stundum hefur þó þurft að fá að- stoð úr öðrum sveitum til að drepa þessa f járans „friðuðu" refi hans, og meir að segja „friðuðu" minkana líka. Það þarf nefnilega tvennt í viðbót við ,röska“ mann- inn: Það þurfa góð áhöld og tals- verða reynslu, ef vel á að tak- ast. Og stundum þarf meir að segja hunda. Svo að lokum það lakasta: Árni G. Eylands fullyrðir að ég bregði honum um „illgirni", og ekki einu sinni heldur þrisvar. Mér kom aftur dálítið á óvart að hann minntist ekkert á hugarburð og draumóra. Það hefði verið nær sanni. En nú hef ég lesið vand- lega hvert orð, sem honum var ætlað, ásamt háttvirtum fjármála ráðherra, í Tímagrein minni 23. sept., og án þess að finna þar snefil af „illgirni". Mér kom hún heldur ekki til hugar í þeirra garð. Slíkt hefði ég aldréi fyrir- gefið sjálfum mér. Og — satt að segja hélt ég að fangbrögð mín við illgirnina í fyrrnefndri grein, og hvar ég taldi hana eiga hús- um að ráða, hefði hreint ekki verið það augnagróm, að nokkr- um gæti yfir það sézt. En — svona bregzt manni stundum bogalistin. Nú skora ég á Árna G. Eylands, að sanna það fyrir lesendum sínum, fyrst og fremst, — hvar þessi margfalda „illgirni" mín, í hans garð, fitji upp á trýnið í fyrrnefndri Tímagrein. Desember 1960. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. fyrir hernaðaraðgerðir. Hamm- arskjöld sagði að nauðsynlegt væri fyrir SÞ að hafa nægilegt herlið í Kongó. í því sambandi hefur hann skorað á ríkisstjórnir Indónesíu og Marokkó að hætta við fyrirætlanir sínar um að kalla herlið sín heim þaðan. Einn ig hefur Hammarskjöld farið þess á leit við 22 Afríkuríki að þau sendi her til styrktar liði SÞ í Kongó. Er ætlun Hammar- skjölds að auka lið SÞ úr 17.500 í 23.000 hermenn. • Fréttamönnum vísað úr landi Skýrt var frá því í dag í stöðvum SÞ í Leopoldville að stjórn Lumumbasinna í Stanley- ville hafi vísað fimm fréttamönn um frá kommúnistalöndunum úr landi. Eru þrír fréttamannanna frá Tékkóslóvakíu einn frá Pól- landi og einn frá Sovétríkjunum. Höfðu þeir allir dvalið í Orientale héraði undanfarnar tvær vikur. Ástæðan sem ríkisstjórnin gefur, e þessi: Lönd yðar gera ekki nægi lega mikið fyrir okkur, við ósk um ekki eftir hvítum mönnum hér. Fréttamennirnir eru komnir til Belgíska yfirráðasvæðisins Ru- anda-Urundi. Bíldudalsbátur með rúml. 100 tonn BÍLDUDAL, 28. febr. — Tekizt hefur að fá bát hingað í stað Geys is er fórst á dögunum. Báturinn sem leigður hefur verið, heitir Ásbjörn og er frá ísafirði. Er hann 44 tonn og byrjar róðra þeg ar í kvöld. f janúarmánuði lönduðu bátarn ir þrír sem héðan róa, alls um 105 tonnum af fiski. Var Geysir, sem nú er sokkinn ,hæstur þeirra. Var hann með 50 tonn í níu sjó- ferðum, Reynir 39 í jafnmörgum og Jörundur með 14 í þrem sjó- ferðum. í dag er Goðafoss hér og lestar skreið, fiskimjöl og frystan fisk, alls 90 tonn. — Hannes. Verzlun meS sáðvöru aðalmál félags ísl. búfrœðikandidata AÐALFUNDUR Félags íslenzkra búfræðikandídata var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna dagana 25.—26. febrúar. Aðalmál fundarins var nefndar álit um verzlun með sáðvöru. Inn an félagsins er mikill áhugi á bættri tilhögun þeirra mála, enda hafði verið starfandi nefnd á veg um félagsins undir formennsku Pálma Einarssonar landnáms- stjóra. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar: „Félag íslenzkra búfræðikandí- data ákveður að vinna að undir- búningi nýrrar löggjafar um eft- irlit með sölu sáðvöru og felur nefnd að annast þennan undir- búning með öflun upplýsinga um löggjöf annarra þjóða í þessum efnum og með samningi uppkasta að slíkum lögum. Með tilliti til þes's, að það er þjóðarnauðsyn, að iandbúnaður- inn geti aukið framleiðslu sína að minnsta kosti í hlutfalli við auknar þarfir þjóðarinnar fyrir landbúnaðarvörur og að afköst hans eru mjög undir því komin, að bændur bæti framleiðni sína, en það er aðeins hugsanlegt með aukinni þekkingu á undirstöðu- atriðum landbúnaðarframleiðsl- unnar, skorar fundurinn á ríkis- stjórn og Alþingi að auka fjár- veitingar til rannsókna og til- raunastarfsemi á sviði landbún- aðar.“ Nefndinni var jafnframt falið að vinna að áframhaldandi und- irbúningi þessa máls. Á fundinum flutti Stefán Aðal steinsson, búfjárfræðingur, erindi um afkvæmarannsóknir á naut- gripum. Fráfarandi stjórn, sem var skipuð Ólafi E. Stefánssyni, ráðu- naut, formanni, Kristni Jónssyni, ráðunaut, ritara og Magnúsi 3—5 herb. íbuð (má vora í kjallara) óskast til leigu sem fyrst. Nokkur fyrirframgreiðsla getur komið til greina. Upplýsingar á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykja- víkur. Sími 24345. Málmpappír í fjórum litum 10 m. í rúllu. Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3. Óskarssyni, tilraunastjóra, gjald kera, baðst undan endurkosn- ingu. Núverandi stjórn skipa Pétur Gunnarsson, formaður, Bjarni Arason, ráðunautur, ritari og Ein ar Þorsteinsson, ráðunautur, gjaldkeri. — (Frá FÍB). Breti kennir flökun KENNSLA Hr. Clarks, enska flakarans, sem hér var í haust og leiðbeindi í frystihúsunum á vegum SÍS við kolaflökun, gaf svo góða raun, að þá var strax ákveðið að fá hann eða einhvern álíka góðan mann, til að hressa upp á kunnáttu landans með hnífinn við þorskflökunina. Ög nú er annar Englendingur að nafni Hr. Dalby kominn og mun hann dvelja hér í nokkrar vik- ur. Mun hann ferðast miili hús- anna með eftirlitsmönnum Sjáv- arafurðadeildarinnar og verður lögð sérstök áherzla á það að ná sem allra beztri nýtingu út úr fiskinum. (Úr fréttabréfi SÍS) skurðstofunni ! Nýlega er lokið uppsetningu! 1 nýs skurðstofutækis í Fjórð- * ( ungssjúkrahúsinu á Akureyri.1 ( Tæki þetta getur gegnumlýst) | og myndað meðan á aðgerðj j stendur svo sem við beinbrot j i o. fl. Slík tæki munu ekkij | vera til í öðrum sjúkrahúsum! ) hér á landi. ) j Meðfylgjandi mynd er tekin j j við þetta tækifæri og sjást áj ? myndinni, talið fra v. Sigurður! ) Ólason læknir, Snorri F. B.) j Arnar, umbm. framl., Gunnl.j j Jóhannsson, rafv., Guðm. Karl j I Pétursson, yfirlæknir og Emelj ! ía Stefánsdóttir. — (Ljósm. Gísli Ólafsson).) d )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.