Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVTSBL AÐIÐ Fimmtudagur 2. marz 1961 Myrkraverk 18 eftir BeverEey Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar ,Ég held það sé allt í lagi með hann, ég hef ekki he. rt semta í honum“. Litii maðurinn kinkaði kolli ánægður og sneri aftur í átt til skógar. Hann blístraði þrisvar, og ég heyrði hávaðann í vöru- bílnum. Hann kom út á veginn um það bil 100 metrum sunnar og ók haegt niður brekkuna og leitaði að okkur. Lucien og Moumou voru fram í við hlið Monsieur Benoit. Þeir voru enn einkennis klæddir. Lucien stökk niður og klappaði fyrst á körfuna og síðan á handlegg mér: ,,Vel af sér vikið, jeune homme“, sagði hann. ,,Þú stóðst þig vel“. Og ég roðnaði kjána- légur og hamingjusamur. Moumou tók í annað snæris- handfangið og byrjaði að draga körfuna í áttina að palli vörubíls ins. Lucien benti Dédé og mér að hjálpa honum, en fór sjálfur og tók niður afturfjölina. ,,En ætlíð þið ekki að hleypa honum út?“ Þeir litu á mig, og Moumou rétti úr sér, með hendur á mjöðm og glott um kjaftinn. „Við gáfum honum róandi með al, hann var afskaplega tauga- óstyrkur", sagði Lucien. „En ætlið þið ekki að líta í körfuna og sjá hvort allt er í lagi með hann?“ „Við sjáum til, þegar við kom um til kofans. Það er allt í lagi með hann þangað til, það eru ekki nema nokkrar mínútur". „Eg hélt að við ætluðum beint til La Condamine". ,,Við ætlum að losa okkur við einkennisbúningana og töskuna og laga bráðina til. Við ætlum að fara til kofans". Þeir lyftu körfunni upp á pall inn, og Moumou og Dédé klifr uðu upp á eftir henni. Eg stóð og horfði á. Það var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Eitthvað í heila mínum æpti: Varúð. „Stattu ekki þarna eins og rass malagestur", hvæsti Lucien. „Komdu þér upp á pallinn*. Dédé hallaði sér niður og rétti mér höndina, en um leið og ég klifraði upp sá ég Lucien kinka kolli snögglega til Moumou. Sá stóri sleikti út um til svars og gekk aftur eftir pallinum og lagð ist niður með annan fótinn upp á afturfjölinni, til að hindra hvern þann sem væri að hugsa um að stökkva inn í þöglan skóg inn. Hann hafði hægri höndina í buxnavasanum, og þegar bíll inn kipptist við og hélt af .stað niður brekkuna, sá ég að hann hélt um fílabeinsskeftan rakhníf. Við beygðum af aðalveginum og héldum í vesturátt eftir sand bornum stígnum, sem Lucien og ég höfðum gengið nóttina, sem við svipuðumst um. Pallurinn var opinn að aftan, og ég gat séð stjörnur á himninum. Það var nærri miðnætti. Það brakaði í körfunni meðan bíllinn hossaðist yfir ójafnan stíginn og mér fannst ég heyra lága kvalastunu Dédé sat á hækjum sínum í myrkrinu og rétti úr höndunum til að halda jafnvægi en Moumou hafði fótinn á afturfjölinni og rakhnifinn í hendinni. Við rót uðum upp sandskýi um leið og við stönzuðum. Lucien kom, tók niður fjölina og hjálpaði okkur með körfuna niður. Ekkert sást nú nema trén í kring og hið eina þar fyrir utan var sandurinn, sem glampaði í stjörnuskininu. Við drógum körfuna inn í mitt herbergið og stóðum siðan í kring eins og nokkrir sjóræn ingjar kringum frjársjóðskistu og jafn hikandi við að opna, ef svo kynni nú að fara, að engir peningar væru inní, 'engin gull stykki, aðeins rotnandi bein og gamlar fataleifar. Lucien og Benoit komu með stór vasaljó<s og beindu þeim að körfunni. Aft ur heyrði ég kvalastunu. „Þú ættir að opna hana, ros- bif“, sagði Lucien. „Þegar allt kemur til alls er þetta karfan þín. Þú færð að hafa ánægjuna af að opna hana“. Eg gekk fram og kraup til að losa ólarnar. Ljósin skinu framan í mig og hendur mínar skulfu, þegar ég fálmanði eftir seinni sylgjunni. „Dépéche-toi“, urraði Mou- mou. ,,Haltu þér saman", hvæsti ég til baka og reis til hálfs er hann gekk í áttina til mín. Lucien bölvaði: ,Körfuna, opnið þið bölvaða körfuna". Hann blindaði Moumou með ljósinu: „Komdu þér til baka þar sem þú átt að vera“. Og hinn þrammaði burtu eins og stór api. Eg tók lokið- af, stóð upp, og hringurinn þrengdist. Þá leit ég á manninn í körfunni. Og ég skildi ekki, því hann var keflað ur, hendur hans og fætur voru fastbundnar. Augu hans flöktu og störðu, galopin af skelfingu. Á enni hans var djúpt sár, og blóðið hafði runnið niður og óprýddi vinstra gagnauga hans og eyra. Aftur stundi hann, er Lucien lyfti honum upp á grárri skyrtunni. „Léve-toi, salaud“, hvæsti hann og dró manninn á fætur, unz hann stóð og riðaði. Fætur hans voru huldir hlægilegum kúreka klæðum, sem lágu neðst í körf unni. Þeir drógu hann út, og Moumou skar burtu strengina og keflið með klaufalegum rak- hnífsblöðum. Maðurinn bar hend umar upp að særðum munni sin um: „Hvað ætlið þið að gera við mig?“ Orðin hrutu út úr honum og hann starði vandræðalega á skjálfandi fingur sína. ,,Hvað ætl ið þið að gera við mig?“ Þeir beindu vasaljósunum grimmdarlega í hræðsluleg augu hans. Það var þögn. Þeir virtust njóta örvæntingar og angistar mannræfilsins, sem skalf fyrir framan þá. Lucien var hroðaleg ur og illskulegur, er hann sagði með röddu, sem lamáði hverja taug í líkama mínum og fékk hvert hár á höfði mér til að rísa: „Nous sommes les Noctambul- es/“ Maðurinn draup höfði og hrist ist allur. Hendur hans duttu nið ur með síðunum eins og í ör- væntingu. Loksins virtist hann þekkja þá. ,,Hver er hann?“ æpti ég, skrækri og óeðlilegri röddu. „Hver er hann?“ „Doucement, doucement", var aði Dédé við og lagði hönd sína sefandi á handlegg minn en ég hristi hann af mér reiðilega og kallaði: „Hver er hann?“ Lucien beindi ljósinu að and liti mannveslingsins, sem leit upp örvæntingarfullur og biðjandi: „Segðu honum hver þú ert, segðu unga manninum hver þú ert“. , Maðurinn gerði tilraun til að tala, rétt eins og hann hefði gleymt því sjálfur, unz Moumou sparkaði í afturenda hans og hann féll á kné. ,,Segðu unga manninum það, salaud. Segðu honum þitt skít- uga nafn“. Rödd mannsins var lág og ég átti erfitt með að heyra það: „Eg er Marot“, hvíslaði hann. „Eg er André Marot“. Eg riðaði. Eg vildi ekki trúa. ,,En Tisson“, kallaði ég, „hvað með Tisson?“ „Hann er enn í kastalanum“. „Hvaða skyssa varð ykkur á?“ Lucien hristi höfuðið og brosti að hversu ruglaður ég var. ,.Þetta er sá sem við ætluðum að ná í, þessi, Marot“. Og hann útskýrði í flýti: „Nákvæmlega fyrir 10 árum, 23. ágúst 1943, réðust Náttfararn ir á þýzkar búðir í Saint-Savin. Okkur vantaði skotfæri og vopn, en þeir voru reiðubúnir. Þjóð- verjarnir biðu eftir okkur. Tvo af mönnum okkar skutu þeir, þrjá tóku þeir höndum, og við fjórir, Benoit, Dédé, Moumou og ég komumst burtu. Þeir fengu borgarstjóranum í Saint-Savin fangana, þessum Marot. Hann var Frakki, mudu það. Samt píndi hann þá í fimm stundir, og næsta morgun kastaði hann hofðum þeirra niður þrep ráð hússins. Þjóðverjarnir gáfu hon um orðu“. Moumou muldraði og spýtti. Lucien hélt áfram: Skáldið og mamma litla „Við gátum ekki fundið hann eftir striðið, ekki í þrjú ár. Er þeir náðu honum loksins, hafði reiði hins opinbera lægt, og hann fékk aðeins lífstíðarfangelsi, með öðrum orðum, eftir 5 ár í viðbót hefði hann getað laumazt burtu til Svisslands eða Suður-Ame- riku, frjáls maður. Við ætluðum ekki að láta það viðgangast“. Moumou og Dédé muldruðu til sámþykkis. Þessi Marot horfði á jörðina eins og hann skildi ekki. „Hvað ætlið þið þá að gera?“ „Við ætlum að fullnægja dómi réttlætisins, dóminum sem hann ætti að hafa kveðið upp“. Marot lýfti blóðugu höfði sínu hægt. „Við ætlum að fara með hann nákvæmlega eins og haann fór með Maríus Georges og Le Flan. Og á morgun munu þeir finna höfuð hans á þrepum ráðhússins í Saint-Savin. Á morgun. Á 10 ára afmæli- morðs Maríusar, Georges og Le Flan“. Eg skalf af reiði. Mér kom ekk ert við hversu sekur Marot var. ÍHUtvarpiö Fimmtudagur 2. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra ölaf- ur Skúlason — 8.05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,A frívaktinni": Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum'* (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Bagnarsdóttir og Erna Aradóttir)* 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Frá tónleikum f Austurbæjarbíói 15. febrúar: Þýzki píanóleikarinn Hans Jander leikur. 20.30 Kvöldvaka. a) Lestur fornrita: Hungurvaka; I. (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. c) Erindi: Hákonarstaðabók og Skinnastaðaklerkar; fyrri hluti (Benedikt Gíslason frá Hoft.). d) Kvæðalög: Kjartan Hjálmars- son og Jóhann Garðar Jóhanns- son kveða. 21.45 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (28). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvaf an leikari). 22.40 ,,Fúgulistin“ (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; ann ar hluti (Kammerhljómsveit óper unnar í Dresden leikur; Werner Egk stjórnar. — Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið). 23.15 Dagskrárlok. 1) Það er komið allt of mikið af þessum vélum í skrifstofuna! 2) Maður getur átt von á því einn góðan veðurdag að sjá eintómar vélar. Allt fólk farið. 3) Nei, ég er nú viss um að þú segir einkaritaranum aldrei upp. Ég á við þessa dökkhærðu. Úlfur reynir að elta barkar- bátinn, en þegar Markús rær er liðin er hann lagður af stað, eins hratt og hann kemst, áleið- Á meðan: — Enn ekkert frétzt | — Nei Lydia, ekkert, alls ekki af neitt! burt frá landi, verður hundur- inn eftir. Áður en klukkustund is heim. drengnum Hunt? Föstudagur 3. marz Miðvikudagur 1. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.95 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar), 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóið ir: Guðmundur M. Þorlákssou lýsir baráttu við ís og auðnir. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Tónleikar: Björn Ölafsson leikur á fiðlu. Við píanóið: Fritz Weiss- happel. a) Melodie eftir Gluck-Kreisler, b) Siciliana eftir Geminiani- Busch. c) Tilbrigði eftlr Tartini-Kreisler um stef eftir Corelli. d) Perpetuum Mobile eftir Nov ácek. 20.45 Erindi: Margs er að minnast á degi Jóns biskups helga (Séra Jón Kr. Isfeld). 21.15 Tónleikar: Lítil „Abraxas“-svíta eftir Werner Egk (Sinfóníuhljóm sveit útvarpsins í Berlín leikur; Ferenc í’ricsay stjórnar). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Hagalín; (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar. 22.20 „Saga úr vesturbænum**: Ut- dráttur úr söngleikfium „West Side Story** eftir Leonard Bern- stein (Bandarískir listamenn menn flytja undir stjórn Max Gobermans. — Guðmundur Jóns- son flytur skýringar). 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.