Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 22
22 MORCI’yBLAÐlÐ Fimmtudagur 2. marz 1961 - Ur ýmsum áttum Framh. af bls. 12. heimsstyrjöldinni síðustu. — Virgil Grisson er 34 ára. Hann er höfuðsmaður (Captain) í flughermim og var þar til- raunaflugmaður. Alan Shepard er 37 ára. Hann er yfirmaður (Lieut. Commander í flotanum. Ekki verður ákveðið hver þessara þriggja verður fyrstur til að fljúga út í geiminn. Það verður ekki endanlega ákveðið fyrr en á síðustu stundu. En fyrsti geimfarinn bandaríski mun sennilega fara svipaða ferð og apinn Ham, sem skotið var á loft 31. jan. sl. Seinna, ef til vill innan árs, mun svo einhverjum geimfaranna verða skotið á braut umhverf is jörðu. Paul Smith áttræður PAUL SMITH verkfræðingur er áttræður í dag. Paul Smith kom til íslands 1906 í ráðherratíð Hannesar Hafstein ásamt For- berg, síðar landsímastjóra, og fleiri Norðmönnum, til að annast lagningu símans, sem þá var að hefjast. Hann starfaði sem verk- fræðingur Landssíma íslands fram til 1920, er hann stofnaði eigið fyrirtæki, Paul Smith, og gerðist brautryðjandi um inn- flutning á raftækjum og rafbún- aði. Jafnframt var hann umboðs- maður og rak afgreiðslu fyrir Bergenska gufuskipafélagið frá árinu 1931. Paul Smith var meðal stofn- enda Verkfræðingafélags íslands og var í stjórn þess um 10 ára keið. Hann er heiðursfélagi í Raf magnsdeild V.F.Í. og Félagi Raf- tækjaheildsala. Paul Smith er nú búsettur í Noregi og býr að Betzy Kjels- bergs Vei 22A, Osló. Skilyrði húsnæðis- málastjórnar til lánveitinga TÖLUVERÐ brögð eru að því að húsbyggjendur, sem ekki leggja inn umsóknir um lán frá hús- næðismálastjórn fyrr en bygg- ingar þeirra eru nokkuð á veg komnar, eða orðnar fokheldar, hafa ekki gætt þess í upphafi að byggja íbúðir sínar innan þeirra stærðarmarka, er sett hafa verið í reglum um úthlutun lána frá húsnæðismálastj órn. Reglur þessar voru settar með reglugerð nr. 73/1960 og gilda um al>tr íbúðir, sem byrjað var á eftir 1. júní 1958. Þar sem enn virðist nokkuð skorta á að húsbyggjendur kynni Nýtt tannkrem með munnsko!- unarefni í hverju rauðu striki . Signal er fremra öllu öðru tannkremi. bví aðeins það gerir tennur vðar skínandi hvítar og gefur vður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chlorophene. Samtímis því, sem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og drepur sóttkveikjur um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglulega lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota SIGNAL strax í dag. Þetta er ástæðan fyrlr þvl, að SIGN'AL, Lnniheldur munnskolunarefni I hverju rauðu striki. X—SIG 1/IC 9658 sér þessar reglur, er öllum, er hér eftir ætla sér að hefja byggingu íbúðar og sækja um lán frá hús- næðismálastjórn, bent á aS kynna sér vandlega þessar regl- ur, en þær fást sérprentaðar á skrifstofu Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins, Laugavegi 24, auk þess sem þær liggja frammi hjá öllum bygginganefndum í kaup stöðum og kauptúnum og fylgja umsóknareyðublöðum þeim, er stofnunin lætur lánsumsækjend- um í té. ASÍ mælir með sam þykkt gerðardóms- frumvarpsins ALÞÝÐUSAMBANDI íslands hafa borizt ákveðin mótmæli frá stéttarfélögum út af hinni rang- látu verðákvörðun LÍÚ, þar sem gæði fisks skulu ekki ráða verð- lagi hans, heldur hitt, á hvaða veiðafæri fiskurinn hefur veiðzt. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lánds hefur rætt þessi mál og stað festir þá afstöðu stéttarfélaganna að sá fiskur, sem reynist fyrsta flokks að gæðum, eigi og hljóti að verða í fyrsta verðflokki án alls tillits til þess með hvaða veiðarfæri hann hefur verið veiddur. Verðfelling af þeirri ástæðu einni að fiskur hafi veiðzt í drag- nót eða net, er augljós fjarstæða og þó enn óskiljanlegra að verð- fella handfærafisk án tillits til gæða. Alþýðusambandið tekur ein- dregið undir mótmæli sambands félaganna og mælir með því, að frumvarp þeirra Lúðvíks Jósefs- sonar og Karls Guðjónssonar um verðflokkun á nýjum fiski verði samþykkt. — Verkföll Framh. af bls. 6. sinnaður stjórnmálaflokkur geng ur opinberlega til samstarfs við þjóðhættuleg einræðisöfl, sem vitað er, að stefna með öllum tiltækum ráðum, að því marki, að kollvarpa lýðræðishugsjón- inni og koma á flokkseinræði um heim allan. Hvað segja stuðningsmenn Framsóknarflokkksins um þessa algjöru stefnubreytingu forustu manna sinna? Eða er það með þeirra samþykki, að gengið er til liðs við kommúnista? Verkfall er þjóðarböl, sem að- eins mun leiða ógæfu yfir ísl. þjóðina og greiða götu komm- únista til valda í landinu, því þjóðfélagsleg upplausn og hvers konar sundrung er sá jarðvegur, sem þeir þrífast bezt í, á með- an þeir eru að grafa undan efna hagslegum stoðum þjóðfélags- ins. En haldið þið ef til vill, að verkföll yrðu leyfð, ef þeir kæm ust til valda? Nei, áreiðanlega ekki. Þeir vita sem er, að ekk- ert er einni þjóð hættulegra en verkföll, að undanskildum borg- arastyrjöldum, og það eitt er víst, að nái kommúnistar völd- um á íslandi, verður eitt af þeirra fyrstu verkum, að af- nema verkfallsréttinn. Hér á landi getur öllum liðið vel og óvíða mun velmegun meiri. Það er því fyrst og fremst undir sjálfum okkur komið, hvernig okkur vegnar í framtíð. inni. Hins vegar verðum við að taka afleiðingunum af því, hva illa við höfum varið fjármunum okkar á undanförnum árum, en sú fóm, sem það mun kosta okkur, að ná aftur fjárhagslegu jafnvægi, er smávægileg hjá því, sem koma mundi, ef við glötuð- um sjálfstæði þjóðarinnar í hendur þjóðhættulegra einræðis- afla. Verum því vel á verði um sjálfstæði landsins og vinnum saman að bættum þjóðarhag og bjartari framtíð landsmönn- um öllum til handa. Reykjavík í febrúar 1961. Hafþór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.