Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 1
20 siður Vorum ekki í rússneskri lofthelgi segja bandarísku flugmennirnir af RB-47 vélinni Hvað eftir annað færðu þeir okkur yfirlýsingar, sem við áttum að skrifa undir Topeka, 3. marz — (NTB-Reuter). BANDARÍSKU flugmennirnir tveir, John Mackone og Freeman Olmstead, sem fyrir skömmu voru látnir lausir úr fangelsi i So- vétríkjunum og sendir heim, sögðu á fundi með fréttamönnum i kvöld, að flugvél þeirra af gerðinni RB-47, sem skotin var niður 1. júlí sl. yfir Barentshafi hefði ekki verið yfir rússnesku yfirráðasvæði. Á fundinum, sem haldinn var í Forbes flugstöðinni í Kansas, sögðu fiugmennirnir að þeir hefðu svarað skotárás sovézku orr- ustuflugvélarinnar er skaut vél þeirra niður. Flugmennirnir tveir voru látnir lausir 25. janúar sl., eftir nær sjö mánaða dvöl í fangelsi i Sovétríkjunum og þetta er í fyrsta sinn eftir heimkomuna, að þeir skýra opinberlega frá tildrögum þessa umdeilda atburðar. Þess má geta, að Moskvu útvarpið skýrði frá þvi 11. júli sl. að bandarísk könnunarflugvél hefði verið skotin niður yfir Barentshafi — yfir rússnesku yfirráðasvæði — 1. júlí. Þá voru liðnir tíu dagar frá því tilkynnt var, að vélarinnar væri saknað og víðtæk leit stóð yfir alla þá daga. 1 leitinni tók þátt rúss- neskt skip, að sögn Moskvu útvarpsins, en aldrei heyrðist neitt frá því skipi. Ekki er annað vitað en þessir tveir menn séu hinir einu sem eftir lifa aí sex mánna áhöfn flugvélarinnar. Stjórn Sovétrikj- ann hefur afhent eitt lík en kveðst ekki hafa fundið hina þrjá. Flugmennirnir skýrðu frá því, að RB-47 hefði lagt upp frá Brize í Norður Englandi 1. júlí og flog- ið eftir fyrir fram gerðum upp- drætti. Ferðinni var heitið norð- ur — og norðaustur af Englandi — en síðan yfir svæði, sem ekki var nær Rússlandi en 80 kíló- metra, Um það bil fimm klst. eftir eð þeir lögðu af stað, kom í ljós rússnesk orrustuflugvél, nokk- ur þúsund fetum fyrir ofan og cftan bandarísku flugvélina, sem flaug í um það bil 30 þúsund feta bæð, eða um 9,150 metra yfir Barentghafi. Olmstead, sem er 25 ára, var ennar flugmaður vélarinnar, en Mckone, sem er 28 ára, var loft- eiglingafrœðingur. I>eir segjast ekki vita hvað hafi komið fyrir þá þrjá, sem enn ex saknað. Þeir segjast hafa fylgt stefnu, eamsíða strandlínu Rússlands. Sovéska orrustuvélin flaug í átt ina til bandarísku flugvélarinnar Vel heppnað „geimskot" Canaveralhöfða, 3. marz (NTB-Reuter) BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft frá Canaveralhöfða eldflaug aF gerðinni „Blue Scout“. Eldflaugin fór í tvö þúsund kílómetra fjarlægð og ferðin tók 40 mínútur. Flaugin kom niður á tilætluðum stað. Eldflaugin var 23 metrar að Iengd, hafði meðferðis ýmis tæbi svo sem radiostjörnukíki og sneið af mannshúð. Tilgang ur tilraunarinnar, sem tókst prýðilega, var að kanna þá geislunar hættu, sem bíður manna sem sendir verða út í geiminn. en hvarf svo. Þá tóku þeir radío- miðun og komust að raun um, að þeir voru á réttri leið. Loft- siglingatækin voru í fullkomnu lagi. Rétt áður en við ætluðum að sveigja í norður, sögðu flug mennirnir, sáum við sovétska MIG orrusnUiþotu nálgast á hægri væng. Þegar við byrj- uðum að sveigja, flaug þotan bak við okikur og hóf skot- hríð. Við svöruðum skothrið- inni. Þá tókum við eftir glampa í hríðskotabyssu orr- ustuvélarinnar og sáum brátt að þeir höfðu hitt í mótor nr. tvö og þrjú svo og vinstri væng vélar okkar. Það byrjaði að loga í mótorunum og við misstum stjórn á vélinni. Major Palm gaf allri áhöfn- inni aðvörun um, að við kynn um að verða að stökkva út. Og þar sem ekki tókst að ná valdi á vélinni aftur, var gef- in skipun um að stökikva út i fallhlíf. Framh. á bls. 19. John R. McKone Freeman B. Olmstead Vfirmenn á togurum i Hull Hótalöndunarbanni Flutningaverkamenn styðja ekki slíkt bann Eirikaskeyti til Mbl. frá HuU Englandi, 3. marz — SAMTÖK yfirmanna á tog- urum í Hull báru í dag fram þá kröfu, að trygging yrði fengin fyrir því, að íslend- ingar færðu ekki frekar út Reiðubúinn oð fljúga hvert sem er — Moskva, 3. marz (Reuter-NTB) LIEWELLYN Thompson, sendi- herra Bandaríkjanna í Rússlandi, skýrði frá því í dag, að hann hefði tjáð rússnesku stjórninni, að hann vildi sem fyrst nú fundi Krúsjeffs forsætisráðherra, til þess að flytja honum hina per- sónulegu orðsendingu Kennedys, Bandaríkjaforseta. Kvaðst hann vera reiðubúinn að fljúga hvert sem væri og hvenær sem væri, til fundar við forsætisráðherrann. Thompson, skýrði fréttamönn- um frá þessu í Moskvu í dag og sagðist hafa átt fund með Gromy- ko í gær um þetta og önnur mál, sem hann kvaðst ekki geta skýrt frá að svo stöddu. Hefði honum Framh. á bls. 19. fiskveiðilandhelgi sína, þegar 12 mílna mörkin hefðu geng- ið í gildi eftir þrjú ár. Segja þeir, að verði þeim ekki veitt slík trygging muni þeir koma á löndunarbanni á ís- lenzkan fisk í Bretlandi. Rohert, formaður Hull- deildar samhands flutninga- verkamanna segir, að sam- tökin muni ekki styðja vinnu stöðvun, sem gerð verði til þess að hindra landanir á íslenzkum fiski. Hann sagði að þótt félagsmönnum sín- um mislíkaði mjög skilmálar þeir, sem gengið væri að með samkomulaginu í fiskveiði- deilunni, yrðu þeir þó að sam þykkja þá. Væri nú undir hverjum og einum starf- manni innan fiskiðnaðarins komið að tækist að vinna að farsælum framgangi máls ins. Skrifstofa B-listans í Iðju Kosningaskrifstofa B-list- ans við stjórnarkjörið í IÐJU er í Verzlunarmanna félagshúsinu V.R.), Von- arstræti 4, þriðju hæð. Símar: 10-6-50 og 18-5-66. Viðtal við formann Iðju, Guðjón Sv. Sigurðsson IVIeð kjarabótum, móti verkföllum stefna hefur reynzt Iðju vel Kommúnistar vilja verkfall nu I DAG hefjast stjórnarkosningar í Iðju. Eins og kunnugt er, hafa lýðræðissinnar haft stjórn félags ins xneð höndum síðan 1957, en þá var félagið komið í öldudal undir stjórn Björns Bjarnasonar og kommúnistafélaga hans. Launasamningar félagsins voru þá verri en nokkurs annars verka lýðsfélags í landinu, enda hugs- aði stjórnin einungis um pólitísk an ábata af verkum sínum, með an hagsmunamálin sátu á hakan- um. Iðnverkafólki var att út i verkföll, sem urðu beinlínis til að rýra kjör þess Endalok komm únistastjórnarinnar voru með slíkum ósköpum, að einsdæmi er í sögu islenzkrar verkalýðs- hreyfingar, sem betur fer. Sök Bjöms í því máli var mikil, eins og lýðræðissinnar sýndu þá fram á. Bjöm lézt saklaus, þótt sann- anir lægju á borði, og höfðaði meiðyrðamál. Tapaði hann því, og er það í eina skiptið í íslenzkri réttarsögu, sem málshefjandi slíks máls tapar því. Björn að baki kvenna Björn hefur engu að síður ver- ið í efsta sæti kommúnista und- anfarin ár, en nú hafa þeir loks- ins gefizt upp á því að bjóða þennan ólánsmann íslenzkrar verkalýðssögu fram í því sæti. Nú liggur nefnilega mikið við, og því þykir vænlegra að hafa tvær stúlkur fyrir ofan þann, sem raun verulega á að stjórna, ef komm- únistar yrðu ofan á. Stúlkurnar eru báðar algerlega reynslulaus- ar í félagsmálum, eins og þær hafa reyndar viðurkennt, en Björn að baki kvenna á að leggja ráðin. Hann kann ekki nema ein ráð: Æsa til pólitísks verkfalls, þótt þau skaði launþega. Blaðinu þótti hlýða að spyrja formann Iðju, Guðjón Sv. Sig- urðsson ,sem verið hefur formað ur síðan 1957 nokkurra spurn- inga í tilefni kosninganna. Framh. á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.