Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUWBLAÐIÐ Eaugardagur 4. marz 1961 Þrjú ár með þessum takmðrkunum eru okk- ur einskis virði segir Dennis Welch Grimsby, 3. marz. — (Frá Haraldi J. Hamar, frétta- ritara Mbl. — ENNÞÁ er ekki um annað meira rætt í Grimsby, en samkomulag- ið í fiskveiðideilunni við ísland, og blaðið Grimsby Evening Tele- graph speglar vel afstöðuna til samkomulagsins. Blaðið segir: — Samkomulag- ið Við Noreg var erfiður biti fyr- ir fiskiðnaðinn brezka að kingja, en samkomrulagið við íslending- ana er þó enn erfiðari biti. Fiski- mennirnir okkar hófu veiðar undan íslandi fyrir fimm hundr- uð árum — löngu áður en fslend- ingar sjálfir hófu fiskveiðar. Við unnum að þróun þessara fiski- veiða, fundum upp gufutogarann og kennclrum íslendingum veið- arnar. Þetta eru launin, sem við fáum — að vera hreinlega spark- að út. Skipstjórafundurinn, sem Denn is Welch hafði boðað til í morg- un, var vel sóttur, en engin end- anleg ákvörðun tekin. Annar fundur verður í næstu viku. Togarar í Grimsby eru 171, þar af 71 úthafstogari. f félagi skip- stjóra og stýrimanna eru 350 menn. Eftir fundinn sagði welch, að samkomulagið hefði komið mjög illa við yfirmenn, — eink- um brá þeim við að heyra um breytinguna á grunnlínunum og lokun miðanna fyrir Vestf jörðum. Sagði hann, að aðstaða þeirra væri nú slík, að mörg hundruð manna, sem hefðu haft lífsviður- væri sitt af kolamiðunum fyrir Vestfjörðum ,stæðu nú frammi fyrir því vandamáli, hvernig þeir fengju klætt konur sínar og börn. Ríkisstjórnin lofar togaraeig endum og áhöfnum fjárstuðn. ingi meðan þeir eru að leita nýrra miða og búa sig undir breytta útgerð. Við hefðum fallizt á samkomulag um tíu ára veiðitímabil, sagði Welch, en þessi þrjú ár með öllum þessum takmörkunum eru einskis virði. Við eigum ekki togarana, við erum aðeins að vinna fyrir brauði okkar. Valdabarátta Samkomulagið er enn helzta umræðuefnið í Grimsby. Hins- vegar virðist áhuginn minni í Hull, þar sem úthafstogarar eru svo miklu fleiri þar. Forystu- menn togaramanna í Hull eru samt sem áður mjög áhyggjufull- ir og segja, að mikið atvinnuleysi í borginni muni fylgja í kjölfar samningsins. Sjómenn á smáu togurunum í Grimsby virðast varla trúa því, að brezka þingið samþykki sam- komulagið og lokun Vestfjarða- svæðisins fyrir þeim. Menn bíða aðgerða togaraeigenda, því að allt er í óvissu um hvernig þeir bregðast við samkomulaginu, þ. e. a. s. varðandi breyttar veiðiað- ferðir, leitun nýrra fiskimiða og byggingu stærri skipa og enginn af forystumönnum þeirra er til- búinn að svara nokkru þar að lút andi. Orðrómur er um valdabaráttu á bak við tjöldin. Er talið að tog- araeigendur í Hull séu óánægð- ir og telji að togaraeigendur í Grimsby hafi of mikil völd. Sum- ir telja jafnvel hættu á, að tog- arasamtökin splundrist. Allavega mun vera mikill skoðanamunur og óánægja með samkomulagið. Eða eins og einn togaraútgerðar- maður sagði: Við bjuggumst við hinu versta, en á svona slæmu samkomulagi við Island áttum við ekki von. / NA /5 hnútar SV50hnútar ¥: Snjókoma f OSi Skúrir ÍC Þrumur W?£, KuUaslil Hitaskit HHm* 1 L*La9» 1 - , .... ... —ijfgg w •Bo "■ KALT éljaloft blæs nú um hafið fyrir vestan og sunnan S-Grænland og þaðan norð- austur um Grænlandshaf og ísland. Hlýnar loftið smám saman á leiðinni og er komið rétt upp fyrir frostmark þeg- ar það nálgast strendur lands- ins. Um Bretlandsstrendur leikur hinsvegar hlýtt hafloft og er hiti þar 10—12 stig. í suðvesturhorni kortsins má sjá nýja lægð, sem fer vaxandi og hreyfist í áttina að íslandi. Má því búast við vaxandi SA- átt og rigningu undir kvöldið. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi Suðvesturland til Vestfjarða og miðin: V-átt með hvössum éljum í nótt, gengur í SA-átt og hvessir síðdegis. Norðurland, Norðausturland og miðin: S-gola fyrst, en geng ur í allhvassa NA og síðar NV átt með snjókomu síðari hluta nætur — batnandi veður á morgun. Austfirðir, Suðausturland og miðin: Hvessir snögglega af S með slyddu og rigningu og víða þrumuveðri — gengur í allhvassa SA átt og léttir til í fyrramálið, vaxandi SA þeg ar líður á daginn. Þingmenn brezk’a verkamannaílokksins segja samkomulagið Fórn á altari Atlants- hafsbandalagsins Veldur úlfaþyt í brezka þinginu í GÆR barst. Morgunblaðinu einkaskeyti frá fréttaritara sín- um i London, þar sem segir, að samkomulagið í fiskveiðideil unni hafi borið á góma í neðri deild brezka þingsins á fimmtu- dag. í skeytinu segir: Talsmaður stjórnarinnar sagði í dag, að fulltrúar brezka fisk- iðnaðarins væru reiðubúnir, að styðja samkomulagið um fisk- veiðilögsöguna við fsland. Stjórn arandstaðan, — verkamanna- flokkurinn tekur samkomulag- inu aftur á móti með mikilli tor tryggni. Einn af þingmönnum verka- mannaflokksins, Anthony Cross- land, lagði í dag spurningar fyrir Fletcher Vane, aðstoðar landbúnaðar- og fiskimálaráð- herra. Crossland spurði, hvort Vane hefði fengið ályktun um afstöðu vinnuveitenda og verka lýðsfélaga til samkomulagsins. Vane svaraði því til, að full- trúar hvorratveggja í iðnaðinum hefðu fyrir skömmu lýst yfir miklum áhyggjum sínum vegna þess, hve seint gengi að ná ,Og jbú líka, barn- /ð mitt Brútus ÍtwuiiJiuwv "»*y" wjwwwnpippi H‘*rm ÞAÐ eru áreiðanlega misjafn ar skoðanir um það hver hafi talað bezt í útvarpsumræð- unum í fyrrakvöld, en ekki // um hitt, hver hafl talað verst. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar Tíminn segir um ræðu Hermamrs Jónassonar, það sem menn geta lesið á myndinni hér að ofan. Höfðu menn haldið að það stæði nær öðrum en Þórarni Þórarins- syni að gera grín að foringja Framsóknarflokksins. En sjálf ur gæti Hermann sagt: „Og þú líka, barnið mitt Brútus“. samkomulagi — „síðan hafa þeir skýrt ráðherrum frá því, að þeir væru reiðubúnir að styðja stjórnina með því að fall ast á samkomulag það, sem nú liggur fyrir íslenzka þinginu“, sagði Vane. Crossland kVast efast mjög um, að svar Vanes væri full- nægjandi skýring á afstöðu, a. m. k. annars aðila fiskiðn- aðarins. Hann hélt því fram, að samkomulagið væri miklum mun verra, en fulltrúar iðnaðar ins hefðu vænzt og mundu verða iðnaðinum til mikils hnekkis. Stöðugt samband Crossland spurði Vane enn- fremur, hvort hann myndi „að minnsta kosti flýta fyrir því „að tekin yrði endanleg ákvörð- un um aðstoð stjórnarinnar við úthafsfiskiflota Bretlands. Svar- aði Vane því til, að hann og ráð herramir brezku, gerðu sér fulla grein fyrir nauðsyn þess, að slík ákvörðun yrði tekin sem fyrst, en áður yrði að gera sér fulla grein fyrir þeim áhrifum, sem samkomulagið hefði á fisk- iðnaðinn. Annar þingmaður verka- mannaflokksins, Hector Hughes, spurði, hvort borizt hefðu álýkt anir varandi hinn „ófullnægj- andi grundvöll þessa svokallaða samkomulags“. Vane svaraði: Landbúnaðar- og fiskimálaráð- herrann hafði um síðustu helgi stöðugt samband við fulltrúa skipaeigenda, yfirmanna á tog- urum og annarra togaramanna og hann átti ítarlegar viðræður við þá fyrir skömmu um þá skilmála sem samkomulagið imundi byggjast á“. Úlfaþytur í brezka þinginu Þá hafa blaðinu borizt fregnir af umræðum um samkomulagið í báðum deildum þingsins á þriðjudag sl. Lundúnablöðin Daily Express og Daily Tele- graph segja frá umræðunum svo og Afteirposten. Öllum ber blöð- unum saman um, að samkomu- lagið hafi valdið miklum úlfa- þyt innan veggja þingsalanna. í Aftenposten segir meðal ann ars: Frumvarpið um samkomu- lagið til lausnar fiskveiðideilu Breta og fslendinga mætti geysi- legri gagnrýni í báðum deildum brezka þingsins, þegar það var lagt fram. Stjórnarandstaðan — Verkamannaflokkurinn — réðst harkalega á stjórnina fyrir að lúta í lægra haldi fyrir íslend- ingum, og í lávarðadeildinni bar einn þingmanna fram þá uppá- stungu, hvort ekki væri tími til kominn, að Bretar færðu út fisk veiðilögsögu sína í tólf mílur. í lok fréttarinnar í Aftenpost. en segir ennfremur, að fregnir frá Hull hermi, að togaraskip- stjórar, sem nú haldi á íslands- mið, séu fjúkandi reiðir yfir samkomulaginu, en ætli þó að fara eftir því. Segir blaðið eftir fréttamanni Daily Tele. graph, að togaraskipstjóri einn, hafi sagt, — rétt áður en hann hélt úr höfn á íslandsmið, — að þetta væru slæmir skilmálar og þeim hefði mátt ná fyrir löngu. Samkomulagið er „afákaplegur ósigur fyrir Stóra-Bretland“ sagði hann, en bætti við, að hann hefði aldrei veitt innan tólf mílna — ekki þurft þess, því að vel mætti fá góðan afla utan markanna. „Ættuð þér ekki að blygðast yðar?“ í Daily Telegraph segir meðal annars, að Edward Heath, að- stoðarutanríkisráðh. hafi skýrt einstök atriði samkomulagsins fyrir þingheimi og sagt, að yrði það samþykkt í íslenzka þing- inu, yrði þess vonandi ekki langt að bíða, að það kæmist í fram- kvæmd. Heath sagði, að hann og Soam es, landbúnaðar- og fiskimála ráðherra gerðu sér vel ljóst, að samkomulagið útilokaði veiðar brezkra togara á miðum, sem væru afar mikilvæg. Engu að síður hefðu fulltrúar hinna ýmsu greina fiskiðnaðarins fallizt á að styðja samkomulagið á þess- um grundvelli. Aðalmálflytjandi af hálfu st j órnarandstöðunnar var Ge- offrey De Freitas, sem mótmælti samkomulaginu ákaflega. Hann spurði hvort Heath gerði sér fyllilega ljóst, hversu miklum vonbrigðum það ylli starfsfólki fiskiðnaðarins. Brezkir fiski menn yrðu útilokaðir frá 10 þúsund fermílna svæði, — al- þjóðlegum fiskimiðum, sem þeir væru vanir að sækja. De Freitas sagði, að brezka stjórnin hefði getað fengið sömu skilmála og í samkomulaginu við Norðmenn og bætti við „Væri ekki fuli á- stæða til að þér sýnduð vott um blygðun, nú er þér standið hér og tilkynnið slík tíðindi, sem eru hinn mesti ósigur?“ Heath minnti á, að deilan hefði nú staðið í hálft þriðja ár, og sá tími hefði verið mikil þolraun brezka fiskiiðnaðinum. Hann kvaðst vera þeirrar skoðuar, að landsmenn væru þakklátir fyrir, að deilan yrði nú leyst og hann hefði þegar tekið fram, að sam- komulagið hlyti að valda nokkr. um vonbrigðum. Engu að síður, sagði Heath, kemst stjórnin að því, eftir ítarlegar viðræður við Framhald á bls. 19. Svik SVIK — SVIK, segja komm- únistar um samkomulagið í landhelgismálinu. Við vitum um ein svik. Lúðvík Jósefs- son og Einar Olgcirsson höfðu lofað húsbæirdum sínum í Kreml því, að hvað sem öllu öðru líði þá skyldu þeir sjá til þess, að aldrei yrði sam- inn friður í deilumálum ís- lendinga og Breta. Nú telja Rússar sig illa svikna, og und an þeim svikum svíður þá blessaða, Lúðvík og Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.