Morgunblaðið - 04.03.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.03.1961, Qupperneq 3
Laugardagur 4. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Stefdn Tómasson hieingemingarmaður 1 Þjóðleikhusinu 70 dra: í Tehúsinu — Ég hef aldrei orðið var við neitt kvennafar eða svoleiðis í leikhúsinu. Ég held að þetta sé allt tóm lygi, sem menn eru að segja um það. Ég er ekki að tala um það þó fólk sé að kyssast. Það er svo alvanalegt. Þetta er líka fólk, sem æfir saman og er alltaf að kyssast á svið- inu, segir Stefán Tómas- son hreingerningarmaður í Þjóðleikhúsinu er við röbhum við hann ofur- litla stund í tilefni þess að hann er sjötugur í dag. Stefán Tómasson er maðuf glaðlegur í viðmóti, fremul lágur vexti en liðlegur. Hefil án efa verið snar í snúningum á sinum yngri árujn °S er kannnske enn. Árin ber hann létt. — Menn hafa verið að segja við mig að ég ljúgi til um 10 ár, segir hann og glottir. Já því gæti ég trúað, segl ég. — Ég skrifa þá viðtalið við þig sem sextugan. — Nei f jandinn hafi það. Ég er fæddur 1891 og þá geta menn reiknað. Ég er meira að segja fæddur í Sveinungsvík í Þistilfirði. En ég var þar nú ekki Iengi. Foreldrar minir voru mikið í húsmennsku. Fjögurra ára fór ég til Halld- órs Sigurðgsonar á Valþjófs- stöðum í Núpasveit og hann ól mig upp til 12 ára aldurs. For eldrar mínir voru Ingibjörg Jónsdóttir og Tómas Jónsson. ★ — Hvað varstu svo lengi hjá Halldóri? — Á ég nú að fara að rekja það allt aftur. Það er annar blaðam,aður búinn að spyrja mig um þetta allt saman. Ég veit ekki hvað á að vera að skrifa heilar síður í fleiri blöð um sjötugan karlskrögg, sem aldrei hefir verið annað en andskotang skítmokari. — Það þurfa líka einhverj- ir að moka skítinn Stefán minn. Og ég hef aldrei rekið mig á að þeir, sem það gera væru neitt verri en hinir. — Jæja. Þegar ég var 12 ára fór ég til Friðriks Sæ- mundssonar í Efri-Hólum. Þú veizt faðir Barða, Sæmundar, Kristjáns og þeirra. Ég hef alltaf haldið nfxikilli vináttu við það fólk og finnst sem ég „ÉG HUGSA til breytinga á kennslufyrirkomulaginu, færa það meira í nýtízku form en ver- SS hefur, t. d. leggja meiri áherzlu á vélfræði og tæknikennslu“, Þannig komst hinn nýskipaði Ekólastjóri Hólaskóla, Gunnar Bjarnason, að orði vlið blaða- mann frá Mbl. í gærkvöldi. — I gærmorgun skipaði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Gunnar til þess að taka við skóla stjórastarfinu við búnaðarskól- ann að Hólum í Hjaltadal. Gunnar Bjarnason er 46 ára, sonur Bjarna Benediktssonar frá Grenjaðarstað, fyrrum póstmeist ara á Húsavík, og konu hans frú Þórdís Ásgeirsdóttur frá Knarrar nesi. Gunnar hefur verið ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands í sé einn af fjölskyldunni. Þar voru beztu húsbændur, sem ég hefi eignazt um æfina. Þar var ég £ 6 ár. Síðan var ég hér og þar í vinnumennsku þar til ég fór að búa á Arnarstöðum í Núpasveit. Ég átti þá jörð hálfa á móti bróður mínum Jóni. Þar bjó ég í 17 ár, eða þangað til ég fluttist hingað til Keykjavíkur 1934.. Þá missti ég konuna, Oktavíu Ste faníu Ólafsdóttur frá 11 börn um. Hún dó úr berklum. — Það hefir verið mörgu að sinna með 11 börn, segi ég. ★ Það er glettnisglampi í aug um Stefáns þótt minningarn- ar geti vart verið skemmtileg ar. Hann bölvar hraustlega af og til. En það er honum eitt- hvað svo náttúrulegt. Og hann bölvar þannig að manni finnst eiginlega ekki ljótt. — O, þetta var djöfuls hokrubúskapur og andskotans þrældómur, maður. Svo þegar ég kom hingað suður þá tók lítið betra við. Ég fór að pússa glugga, hreinga í hús- um og mála einkum utan húss. Þá var ekkert verið að rekast í því hvað maður gerði enda kaupið ekki hátt. Þetta stundaði ég í 10 ár. Aðallega vann ég hjá Sjálfstæðismönn um og þekki ég því marga þeirra, og þó kannske fremur frúrnar, segir Stefán og hlær. — Þær voru líttá alltaf heima. Þá fékk maður oft góðan kaffisopann. Ég held ég hafi aldrei á æfinni drukk- ið eins oft kaffi hjá nokkurri manneskju eins og hjá konu hrossarækt í yfir 20 ár. Hann læt- ur af því starfi nú. Kennari á Hvanneyri í búfjárrækt hefur hann verið síðan 1947. Kona hans er frú Svava Halldórsdóttir, Vil- hjálmssonar fyrrum skólastjóra á Hvanneyri. Þau eiga 2 syni, Hall- dór og Bjarna, tvítugan og á ferm ingaraldri. Gunnar hélt áfram að ræða við- horf sitt til hins nýja starfs að Hólum: „Ég hef mikinn hug á að gera Hólaskóla að eins árs skóla, er leggi höfuðáherzlu á almenna búfræði vélfræði og smíðar, því mér virðist af kynnum mínum af bændum, að þeim vegni bezt, sem eru búhagir vel og kunna að meðhöndla þær verðmætu vél- ar, sem bændur landsins nota nú í vaxandi mæli við bústörfin. Arents Claessen, hún rétti mer meira að segja kaffið út um gluggann ef ég gaf mér ekki tíma til að koma inn fyrir. Það var meiri blessuð mann- eskjan. — Varstu þá Sjálfstæðis- maður? — Ég var nú ekki harður í I>ólitíkinni, en ég fylgdi allt- af Benedikt Sveinssyni með- an hans naut við. Við fylgd- um persónum en ekki flokk- unum þarna fyrir norðan. Þetta var nú svona í þá daga. —Hvað fórstu svo að gera þegar þú hættir að pússa glugga? —Þá varð ég húsvörður í Kron þangað til ég rotaðist. Það var víst snertur af heilá blæðingu. Svo var ég 2% ár í Búnaðarbankanum við hrein gerningar og allskonar snún- inga. En ég var rekinn þaðan, en fyrir hvað veit ég ekki. Sennilega bara fljótfærni. Ég hef ekki annað að segja en allt það bezta af öllum, sem ég hef unnið með. Allir hafa verið mér góðir. ★ — Og svo fórstu í Þjóðleik- húsið, þegar búið var að reka þig úr Búnaðarbankanum. — Já. Ég hef unnið þar í s.l. 11 ár aðallega við hrein- gerningar. Ég er með ryksug una. Ryksuga þar sem þeir fínu sitja. Svo er ég að snúast svona ýmislegt með húsverð- inum. — Hefurðu aldrei leikið? — Ég hef verið statisti hérna. — Hefðirðu ekki viljað verða leikari? — Mér hefði þótt það gam- an ef ég hefði verið yngri. Ég lék heima í gveitinni í gamla daga. Það er verst ég er orð- inn svo andskoti gleyminn að ég man ekki almennilega hvað ég lék. Einu sinni lék ég þó aðalhlutverkið í leik, sem heit ir ,,Bjargið“, lék Þorvald. Ég man nú ekki lengur eftir hvern leikritið var. Við lék- um aðallega fyrir kvenfélag- ið. Ég held ég eigi rulluna ennþá. Hún var löng, einar 36 síður. — Og líkar þér vel við leik ara Þjóðleikhússins? — Já, já, alla, sem þar starfa. Þetta er kurteist og á- gætis fólk. Mér líkar vel við Guðlaug. — Það er ekki vandi að kynnazt þessum yngri leikur- um. Þeir eru efcki með nein merkilegheit. Þetta eru and- skoti góðir strákar. Ég myndi vilja leggja mikla áherzlu á búfjárrækt og búfjár- hirðingu, því «ð kauþ bóndans ákvarðast af arðsemi búfjárins fremur öllu öðru. Nú þegar er rekið hrossakyn- bótabú á Hólum, og það gladdi mig mjög, er það kom fram í samtali mínu við Ingólf Jónsson, landbúnaðarráðherra, að hann hefur hug á að gera fjárbúið á Hólum að ullar- og feldfjárbúi. Vonast ég til, að okkar ágæti bú- fjárfræðingur og sérfræðingur í ull og gærum, Stefán Aðalsteins- son frá Vaðbrekku, starfsmaður við Atvinnudeild H. í. verði fá- anlegur til að hafa yfirumsjón með þessari starfsemi. Það er allt útlit fyrir, að í ullinni og gærun- um búi mikil verðmæti. Undir- staða þessarar framleiðslu er vitanlega vísindalegar rannsókn- ir á erfðaeðli fjárins". Hvernig leggst nú hið nýja starf í þig? „Hólar eru í hugum hvers Norð lendings helgur staður. Ég er upp — Sérðu ekki öll leikritin. sem sýnd eru? —Jú einhverntíma. Það er bara verst hvað ég er farinn að heyra bölvanlega. Ég verð að vera alveg oní þeim til Þess að heyra. — Hvaða leikrit finnst þér nú skemmtilegast, sem þú mannst eftir í Þjóðleikhús- inu? —Það er nú vandi að segja. Já andskotans vandi, maður. Mér fannst Tehúsið ágætt. Þar svo sem eins og lék ég svolítið. Kom æðandi inn og talaði japönsku. Já, já. Ég varð að læra japönsku. —Hvort finnst þér nú betri gaman- eða alvöruleik- ritin. — Dramaleikritin eru lang- bezt, þótt þau séu verst sótt. ★ — Giftirðu þig ekki aftur Stefán? — Jú seinni konan mín er Sigríður Björnsdóttir frá Seyðisfirði. Við eigum eina dóttur, sem ber nafn fyrri konu minnar. — Hefirðu verið heilsugóð- ur um æfina? —Já ég hef verið hraustur. Nema hvað mig hafa hent smáslys. Þetta með að rotast og svo var ég skorinn upp við garnaflækju. Svo hef ég feng ið nokkrum sinnum lungna- bólgu. Ég reyki nokkuð mik- ið. Stefán tekur upp sígarettu og kveikir í henni. —Þegar ég fór seinast til læknis, sagði hann að ég mætti reykja eins og andskot inn, ég væri orðinn svo sós- aður. — Og hefurðu verið mikill gleðimaður um æfina? Ég hef alltaf haft gaman af að vera með. En ég hef ekki verið drykkjumaður. Ég sótti mikið böll í gamla daga. — En skólaganga? —Hún var nú ekki önnur en að lærði fjörutíukafla kver ið utan að. Mér gekk það vel. Svo las ég hálfa Geirsbók í ensku ætlaði á gagnfræða- skólannn á Akureyri, en svo varð ekkert úr því. —Og ertu svo ánægður með lífið? Já. Ég hef ekki kynnst öðru en góðu fólki. En ég hef ald- rei átt neitt af veraldarauði, en alltaf verið léttlyndur, seg ir Stefán um leið og við kveðj umst. Stefán Tómasson dvelst í dag með börnum sínum að Álfheimum 32. Gunnar Bjarnason alinn Þingeyingur, en að fjórð- ungi Húnvetningur að ætt. Ég er trúaður maður og í Hóladóm- kirkju hefur mér fundizt ég standa næst Guði mínum. STAKSTEIWIi Stjórnarandstaða á undanhaldi Niðurrifsbandalagið í stjórnais andstöðunni, kommúnistar og Framsóknarmenn, eru komnir á hratt undanhald í umræðunum um lausn fiskveiðideilunnar viS Breta. Eitt gleggsta dæmið um það er fundurinn á Selfossi sl. miðvikudagskvöld. Þar boðar . Framsóknarflokkurinn til fundar en kommúnisti mætir þar sem framsögumaður með talsmönnum Framsóknar. Sameiginleg tillaga hefur verið samin fyrir fundinn og ákveðið hefur verið að hún skuli lögð þar fram til samþykkt- ar. En þá gerist það, að fúndur- inn verður f jölmennur og þang- að koma þingmenn og ráðherra úr stjórnarflokkunum. Málflutn- ingi stjórnarsinna er afburða vel tekið og Framsóknarmenn og kommúnistar sjá að þeir eru í minnihluta á fundinum. Þeir þora ekki einu sinni að taka tillögu sína upp úr vasanum. Þeir gæta þess að láta ekki svo mikið sem brydda á henni. Hún verður að vera þar sem allra dýpst. Þannig snýst fundurinn í hönð- um niðurrifsbandalagsins og verður því tii hinnar mestu háB ungar. Þegar klukkan er orðin hálf tvö um nóttina biður funð- arstjóri stjórnarandstöðunnar um leyfi til þess að mega slita funð- inum, enda þótt 10 manns séu á mælendaskrá, flestir innanhéraðs menn. Þannig leystist þessi fund- ur, sem átti að verða mikil mót- mælasamkoma gegn stefnu ríkis- stjórnarinnar upp og fundarboð- endur ganga sneyptir og kollhúfn legir af fundi. En stjórnarliðið hrósar sigri. Sjómennirnir sammála stjórninni Svipuð saga gerist á Akranesi. Þar ná kommúnistar og Fram- sóknarmenn saman fámennum fundi með tryggustu flokksmönn- um sínum. En sjómennimir og skipstjórarnir komu þangað ekki, Áhugaleysi fólksins fyrir svika- brigslum Framsóknarmanna og kommúnista er áberandi. Þessi fundur skaðar okkur, við hefðum ekki átt að halda hann, segir einn af frammámönmimFramsóknar. Úr verstöðvunum um land allt berast fréttir um ánægju sjó- manna og útvegsmanna með lausn fiskveiðideiliunnar. Fólkið fagnar því að mikilvægar nýjar útfærslur fiskveiðitakmarkanna eru framkvæmdar með samkomu Iaginu. Sjómenn og útvegsmenn á Vestfjörðum eru ánægðir með að nú eru veiðar Breta innan 12 mílnanna endanlega úr sögunni. Og öll þjóðin fagnar því að is- Ienzkir varðskipsmenn eiga ekki Iengur í lífshættulegum átökum við stórveldi á tslandsmiðum. Friður hefur verið saminn, og það er vopnleysið, sem hefur sigrað. Framsókn klofin í málinu Utan af landi berast einnig fregnir um það, að Framsóknar- flokkurinn sé gersamlega klof- inn í afstöðu sinni til lausnar fiskveiðideilunnar. Mikill meiri- hluti Framsóknarmanna telur að ríkisstjórnin hafi náð mjög hag- kvæmri niðurstöðu fyrir íslend- inga og að Ieiðtogar Framsóknar- flokksins hafi framið hina mestn skyssu, er þeir snerust gegn stjórninni í þessu máli, og hlupn yfir á snæri kommúnista. Sér- staklega er þessi skoðun almenn meðal Framsóknarmanna á Ak- ureyri og víðar á Norðurlandi. Á Vestfj. eru Framsóknarmenn einnig mjög daufir í dálkinn vegna glappaskota og ábyrgðar- leysis flokksforystu sinnar. Allt bendir til þess, að Fram- sóknarflokkurinn sé ekki búinm að bíta úr nálinni með frum- hlaup sitt í þessu máli. vig. Gu.nn.ar Bjarnason skóLastjóri að HóLum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.