Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNRLAÐIÐ Laugardagur 4. marz 1961 Kirkjuklukkurnar kalla á ísl. æsku Æskulýðsdagur þjóðkirkjurmar A ÆSKULYÐSDEGI Þjóð kirkjunnar nk. sunnudag verða guðsþjónustur sér- staklega ætlaðar æskufólki í flestum kirkjum lands- ins og auk þess æskulýðs- samkoma í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20.30. — Merkí verða seld, og æsku lýðsblaðið haft á boðstól- um. Þetta er þriðja árið í röð, sem kirkjan helgar æskufólki sér- stakan dag. Áður hafa einstakir söfnuðir haldið sína æskulýðs- daga, en horfið hefur verið að því ráði nú að samræma starfið og hafa sama æskulýðsdaginn alls staðar í einu. Verður messað í flestum kirkjum landsins, allt frá Miðgarða kirkju í Grímsey, þar sem Pétur Sigurgeirsson stígur í stólinn, til Eskifjarðar, þar sem sá prestur, sem síðast hefur bætzt í hóp íslenzkra klerka, séra Jón Hnefill Aðal- steinsson, mun prédika. Er þess vænzt, að æskufólk fjölmenni í sóknarkirkjur sínar. Hefur fræðslumálastjóri skrifað skóla- stjórum og beðið þá að leggja kirkjunni lið í þessum þýðingar- mikla máli og hvetja nemendur til kirkjugöngu. Á einum stað a. m. k., í Keflavík, er áformað, að nemendur gagnfræðaskólans gangi fylktu liði undir fánum og með lúðrasveit í fararbroddi til kirkju og hlýði þar messu hjá sóknarprestinum, séra Birni Jónssyni. Til að tryggja almennari þátt- töku í messunum heldur en oft vill verða, hafa verið prentuð sérstök prógröm, sem kirkju- gestir fá við kirkjudyr, og er til þess ætlazt, að söfnuðurinn láti ekki aðeins prest og kór um messusvörin, heldur taki hver uinastd kirkjugestur undir, og til þess að auðvelda það verða messusvörin yfirleitt mælt af munni fram en ekki sungin eða tónuð eins og venjulega. Sumarbúðamerki Á Æskulýðsdaginn verða seld merki til ágóða fyrir sumar- búðastarfsemi Kirkjunnar. í fyrra nutu á þriðja hundrað ungmenna dvalar í sumarbúð- um, sem Þjóðkirkjan rak að Löngumýri í Skagafirði og að Ásgarði í Kjós. Er mikil nauð- syn að auka og efla þessa starf- semi, og er takmarkið að koma upp sumarbúðum í Skálholti og við Vestmannavatn í Aðaldal. Er þegar búið að tryggja land- rými á báðum þessum stöðum og verður hafizt handa um fram- kvæmdir, strax og nægjanlegt fé er fyrir hendi. Er fólk því sérstaklega hvatt til þess að kaupa merkin og foreldrar til þess að hvetja börn sín til að selja þau, af því að með því er verið að vinna fyrir fram- tíðina og veita börnum mögu- leika til dvalar í sumarbúðum þjóðkirkjunnar, en þær hafa verið sérstaklega vinsælar og eftirsóttar. Á Æskulýðsdaginn verður Æskulýðsblaðið einnig boðið til kaups. Er það gefið út af Þjóð- kirkjunni og kemur út ársfjórð- Framh. á bls. 17. Hvert starf þarfnast hæfni og sérmenntunar. Starfsfrœðsla sjávarúivegsins ÓLAFUR Gunnarsson, sálfræð- ingur, boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá fyrirhuguðum starfsfræðsludegi. Sunnudaginn 5. marz verður í fyrsta sinn efnt til starfsfræðslu dags sjávarútvegsins í Sjómanna skólanum. Þörfin á aukinni starfsfræðslu eykst með hverju ári sem líður, og þar eð ísland er eina landið í -Norður-Evrópu, þar sem starfs fræðsla er ekki námsgrein í skólum, veltur sérstaklega mik- ið á því, að vel takist til um starfsfræðsludagana, þótt þeir leysi vitanlega ekki þörfina á aukinni fræðslu um atvinnulífið nema að litlu leyti. 40 starfsgreinar Starfsfræðslan á sunnudaginn hefst klukkan 14 og henni lýk- ur klukkan 17. Fræðslan verður veitt um nærri 40 starfsgreinar og stofnanir, sem tengdar eru sjávarútvegi og járniðnaði Segja má, að reynt verði að veita fræðslu um allt sem varð- ar sjávarútveg, allt frá hnýting- um til vísindarannsókna. Þarna verða fulltrúar fyrir sjóvinnu- námskeiðin, loftskeytanámskeið- in, Matsveina- og veitingaþjóna- skólann, Stýrimannaskólann og Vélskólann. Sérstök deild kynn- ir járniðnaðinn og þar verður líka fulltrúi tæknifræðinga. — Veitt verður fræðsla um skipa- smíði og skipaverkfræði, verk- stjóm, millilandasiglingar, mat- reiðslu og ’ starfssvið skipsþernu, ennfremur um félagsmál sjó- manna. Fiskifélag íslands annast sér- staka fræðsludeild á starfs- fræðsludaginn og Fiskideildin aðra. Fulltrúar verða fyrir land- helgisgæzluna og fólki gefinn kostur á að fara um borð í varðskipin á höfninni og verða aðgöngumiðar að því afhentir í Sjómannaskólanum. Sýning fiskimats ríkisins Fiskimat ríkisins annast mjög athyglisverða sýningu, þar sem sýnt verður hvernig gæðamat á fiski er framkvæmt. Er sýn- ingin vitanlega fyrst og fremst miður við þarfir þeirra sem á einn eða annan hátt vinna að fiskverkun, en margri húsmóð- ur mun einnig þykja þessi nýst- árlega sýning gimileg til fróð- leiks. Klukkan 15 og 17 á sunnudag verða sýndar aðferðir við björg- un úr sjávarháska í nánd við Sjómannaskólann. Heimsóttir verða ýmsir vinnu- staðir. — Vélasalur Vélskólans verður opinn almenningi og all. ar vélar hafðar í gangi. Þá gefst fólki kostur á að heimsækja Fiskverkunarstöð Júpiters og Marz og Fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti. Aðgöngumiðar að þess- um vinnustöðum verða afhentir í Sjómannaskólanum, og eins að togara í höfninni, sem hafður verður til sýnis. Strætisvagn gengur milii Sjó. mannaskólans og vinnustaðanna. Öllum er heimill aðgangur að starfsfræðsludeginum, en börn innan 12 ára aldurs, munu ekki eiga þangað erindi. Kvikmyndasýningar Laugardaginn 4. marz verða kvikmyndasýningar í Sjómanna- skólanum klukkan 17. Sýnt verður í samkomusalnum á ann- arri hæð og í lestrarsalnum á fjórðu hæð. Nemendum gagn- fræðaskólanna og annarra fram- haldsskóla er boðið á þær sýn- ingar en ekki almenningi. Öll fræðsla verður eins og að undanförnu veitt ókeypis og er þar um mikið og fórnfúst starf fjölda fagmanna að ræða. ♦ Eiga í vök að ver jast Um daginn var á það minnzt hér í dálkunum, að fyrir komi að strætisvagna- bílstjórar og farþegar í stræt- isvögnunum eigi viðræður meðan á akstri stendur. Síðan hefur Velvakandi veitt því athygli, að bifreiða. stjórarnir eiga mjög í vök að verjast hvað þetta snertir. Þrátt fyrir skiltið fyrir ofan þá, þar sem fólki er bannað að tala við þá meðan á akstri stendur, taka einstaka mann- eskjur sér beinlínis stöðu frammi í bílnum, við hlið bíl. stjórans, og tala í sífejlu til hans. E. t. v. er þetta skiljan- legt. Sumir bílstjóranna hafa ekið á sömu leið árum saman eða jafnvel áratugum, og þannig stofnað til kunnings- skapar við farþegana sem nota þá þeirra bíl. Og því er nú þannig varið með mörg okkar, að við eigum erfitt með að þegja, þegar tækifæri gefst til að segja nokkur einskis nýt en kumánleg orð við þá, sem verða á vegi okk- ar. Samt sem áður er of mikið í húfi, þegar vagnstjóri ekur fullum vagni af farþegum gegnum bæinn, til að nokkr- um líðist að trufla hann. Það er aldrei að vita á hvaða sek- úndu hann þarf á allri sinni árvekni að halda til að forða slysi. Þetta er yfirmönnum strætisvagnanna ljóst og varðstjórarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stemma alveg stigu fyrir þessi samtöl. Bifreiðastjórarn ir gera það líka alla jafna, og því verða farþegar einnig að virða samtalsbannið og gera þeim ekkj erfiðara fyrir en þörf er á. ♦ Krakkarnir valda tjóni Þegar ljósmyndari blaðsins kom fyrir skömmu til að mynda Vöggustofu Thorvald- sensfélagsins, sem er í bygg- ingu við Sunnutorg, rabbaði hann svolitla stund við menn sem þar voru að vinna. M. a. barst það í tal hve miklu tjóni börn geta valdið í bygg- ingum, án þess að gera sér grein fyrir því, þegar þau eru þar að leik. T. d. kom það fyrir þegar átti að fara að steypa Vöggustofuna, að A FERDIIMAIMD frost var í nokkra daga og þurfti að bíða eftir að það liði hjá. Búið var að ganga frá öllu undir steypuna, en þegar veður loks leyfði og menn komu með öll tæk; til að hefja verkið, var búið að eyðileggja rafmagnsrörin, er búið var að leggja í væntan- lega veggi og losa hólk, þar sem átti að steypa jámbentan stokk og fleygja honum út um glugga. Nú þurfti að byrja á því að ná aftur í rafmagns- menn til að leggja rafmagns- rörin, járnbindingamenn, til að ganga frá járnunum í bitan o. s. frv. og á meðan urðu steypumennirnir að bíða. • Tvndi unn 80 iárn Svipaðar sögur hefi ég heyrt annars staðar frá. Kunningi minn einn sem er að byggja úti á Nesi, kom t. d. með steypuflokk fyrsta morg- uninn sem þíða var í langan tíma. Þá voru krakkar búnir að fleygja út í drulluna fyrir utan 80 gluggajámum, sem búið var að raða á ákveðna staði til að stingast niður i steypuna um leið og veggirn- ir yrðu til. Krakkarnir höfðti sýnilega notað járnin fyrir einhvers konar kastspjót. Nú þurfti að tína saman járnin, hreinsa þau, mæla og koma á sinn stað og það var ekkl fyrr en um hádegi sem hægt var að byrja að steypa. Svona lagað er dýrt fyrir húsbyggj- anda, sem ekki hefur úr miklu að spila. Vafalaust gera krakkarnir þetta meira eða minna af ó- vitaskap, en- foreldrar ættu að benda þeim á hve mikið þeir geta skemmt. Auk þes3 sem krakkar geta stórslasað sig á því að klifra á vinnu- pöllum í bygginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.