Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNRT4fílO Laugardagur 4. marz 1961 PÓL8KUR RArTÆKJAIDNADUR hefir á bobsfólum I _ 1 - Þrífasa A.C. og D.C. vélar Orkuspenna, greinispenna, stillispenna og logsuðuspenna Há- og lágspennta rafgíra Raforkubúnað fyrir námur Rafbræðsluofna af ýmsum gerðum og þurrkofna Rafhlöðu-vöruvagna og vagna með gaffallyftum Rafmagns- og rafeinda mælitæki og kWh-mæla Fjarskifta- og útvarpsbúnað Ljósatæki allskonar fyrir verksmiðjur og heimili Jarðstrengi og leiðsluvír Rafhlöður allskonar Raf- og eimorkuver fyrir verksmiðjur og orkustöðvar Miðstöðvarkatla Vandaðar vörur — hóflegt verð — fljót afgreiðsla CléktfhK Einkaútflytjendur : POLISH FOREIGN TRADE AGENCY For Electrical Equipment Warszawa 2, Czackiego 15—17 Pólland Símskeyti: ELEKTKIM, WARSZAWA Sími: 6-62-71, Telex: 10415 — P O. Box 254 MYNDAMÖT » - viðskiptin Grein Hauks Eggertssonar HÉR í blaðinu birtist í fyrra- dag grein eftir Hauk Eggerts- son, sem nefnist „Má ekki segja sannleikann um austur- viðskiptin?“ Því miður spillti línubrengl nokkrum hluta hennar, og þar sem Mbl. hefur orðið þess áskynja, að greinin vakti mikla athygli, þykir því rétt að bæta úr. Verður hér rakið meginefni greinarinmar, og sá hluti henn ar, sem brenglaðist, prentað- ur orðréttur. Haukur hefur mál sitt á þvi að ræða um vöruskiptaverzl- un almennt og telur, að um- ræður um þau mál hafi oft fremur mótazt af tilfinninga- eða trúarsjónarmiði en rök_ vísi. Rekur hann síðan einn þátt vöruskiptaverzlunarinn- ar, sem honum er persónu- lega kunnugur, en það er syk urkaup fslendinga. Hingað til hefur meginhluti sykurinnflutnings okkar kom ið frá Kúbu, því að þótt flutn ingskostnaður þaðan sé hár, þá höfum við stundum selt þangað fisk með eigin skip- um, sem fermd hafa verið sykri til baka' og heimsmark- aðsverð hefur verið á honum. Ella hefur hann komið hing- að um New York. Á síðari árum hafa sykurkaup okkar orðið í æ ríkari mæli í Aust- ur-Evrópu, en verð á sykri þaðan er 10—15% hærra á markaði hér heima en á Kúbu-sykrinum, þrátt fyrir i Morgunblaasháslð 7. hæí ^<^$X$«$>^k£<£<$X^<$X$X$xSx$X$X$X$X^<$<3x®K$X$X^<$>^xS«$X$*$X^$k^$xS>K$X^<^<£<&<®k£<Sx®kSx£<^$X$K$x£<$xSX^<§*®*$X$X$>$X$x£<»<$X$X$*$X$>9Í Sannleikurinn um austuri það, að farmgjöldin frá Kúbu, þegar sykurinn fer um New York, eins og oft er, eru þrisvar sinnum hærri en frá Evrópu. Þetta hefur verið varið þannig, að í Austur- Evrópu væri greitt 10—15% meira fyrir fiskinn. Síðan er rakið, að á sama tíma og is- lenzkum innflytjendum var skipað að kaupa sykur frá A-Þýzkalandi á £42-15-0 tonnið, á sama tíma og hægt var að kaupa hann frá V- þýzkalandi á £29-5-0 tonnið. Pólverjar vildu. selja okkur sykur í október á £ 40-0-0 tonnið, en lækkuðu sig að lok um niður 35-0-0. Þess vegna mun sykurinn hafa lækkað hér um 15%, og þykir fólki verðið nú tiltölulega lágt, þótt önnur lönd selji hann mun ódýrari. Þá er ekki síður athyglisvert, að á sama tíma og A-Þjóðverjar selja okkur tonnið á £42-15-0 og Pólverj. ar vildu selja okkur á £40, þá seldu þessar sömu þjóðir öðrum sykurinn á £27 og £29. Nú selja Pólverjar til Ceylon tonnið á tæp £24 og það í vöruskiptum, eins og okkur. Frakkar kaupa tonnið af Tyrkjum á £23-0-0. — Verðmunurinn getur því num ið 78%, eftir því hvaða þjóð Austur-Evrópuríkin selja. — Neytandinn hér greiðir e. t. v. um 50% meira, en þörf er á, ef verzla mætti við þau lönd, þar sem sykurinn er seldur á heimsmarkaðsverði. Kúba selur okkur nú á veru lega hærra verði en heims- markaðsverðið er, en þar er líka komin ríkisverzlun á sykri. í grein Hauks er ýtarlega rakið hver hætta getur fylgt vöruskiptasamningum, og að slíkir viðskiptasamn. ingar hljóti að skyggja á gleð ina yfir ímyndaðri „góðri“ sölu á fiski. „Sú sala má vera nokkuð góð ef tilvinnandi er að kaupa aðra vöru fyrir 50—60% hærra verð en hægt er að fá fyrir hana á frjáls- um markaði“. Sé miðað við ársneyzlu fslendinga, eyðum við 7,5 millj. kr. meira en þörf er á á hverju ári í er- lendum gjaldeyri fyrir þessa einu vörutegund. Hér hefur verið rakið laus- lega ýmislegt úr grein Hauks, og verður nú endurprentaður sá kafli, sem brenglaðist í meðförum blaðsins, þótt hann snerti ekki höfuðuppistöðu greinarinnar nema að al- mennu leyti: „Ég var einu sinni svo ó- hamingjusamur að kaupa Austur-Þýzkan bíl. Sögu hans ætla ég ekki að segja hér, en þá stóð ekki á leyfi, en al- gjörlega var vonlaust að fá leyfi fyrir almennilegum bíl. Svo undrast skattayfirvöldin viðhaldskostnað vörubíla hjá atvinnufyrirtækjum. Þrátt fyrir þessa reynslu er enn lagt allt kapp á að flytja inn bíla að austan. Ég veit ekki annað, en að það sé satt sem sagt er, að hér liggi bílar í röðum meðfram einni helztu Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.