Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. marz 1961 MORGVISBL AÐIÐ 9 ANNAÐ kvöld verður 10. orðið mjög vinsælir á hinum sýnlng á leikritinu „Þjónar Norðurlöndunum. Sýningin í drottins“ í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsinu hefur hlotið Ekkert leikrit hefur verið ágæta dóma fyrir góða leik- sýnt jafn oft í þjóðleikhúsi stjórn og túlkun á hlutvcrk- Norðmanna á síðari árum. unum. Leikurinn var sýndur þar 68 Myndin er af Val Gíslasyni sinnum á sama leikárinu. og Önnu Guðmundsdóttur í „Þjónar drottins“ hafa einnig hlutverkum biskupshjónanna. Námskeið í amerískum bókmennfum - IÐJA Frh. af bls. 1 Flokksvél Framsóknar — Sú saga hefur gengið um bæinn, að kommúnistar hafi aldrei lagt annað eins ofurkapp og nú á að ná Iðju. Hvað segir þú um það? •— Það er hverju orði sannara. Æskulýðsfylkingin, Sósíalista- félag Reykjavíkur o. fl. komm_ únistafélög hafa starfað af geysi legu kappi að undanförnu við að undirbúa kosningarnar. Þá má ekki gleyma því, að flokksvél Framsóknar hefur verið sett í gang kommúnistum til stuðn- ings. •— Láta Framsóknarmenn í Iðju skipa sér að kjósa Björn og hans félaga? — Flokkurinn hefur beitt sér fyrir mjög náinni samvinnu við Björn & Co., en allur þorri Fram sóknarmanna hefur vitanlega verið því samstarfi mjög mót- fallinn. Þeir kæra sig ekki um að efla kommúnista til valda, þótt flokksforystan skipi þeim það. Þeim er enn í minni mis_ notkun Björns á félaginu og við- skilnaður háns við það. Ég þekki inárgt af félagsþroskuðu og lýð- ræðissinnuðu Framsóknarfólki í Iðju, sem myndi aldrei láta hafa sig að ginningarfíflum kommún- ista í tækifærissinnaðri verka- lýðsbaráttu méð pólitískt skaða- vérkfall í huga. Kvennakaupið — Ég sé í viðtali Þjóðviljans við formannsefni kommúnista, að það segist einkum ætla að beita sér fyrir hækkun kvenna- kaups, enda segir það, að hvergi vinni fólk fyrir eins lágu kaupi og í Iðju. Hvernig hefur Iðja haldið á þessum málum? — Þessi ummæli eins og margt annað, t. d. endaleysan um ákvæðisvinnutaxtana (merki legt annars, að fylgjandi Björns Bjarnasonar skyldi leggja út í að ræða það mál, en konan hef ur ekki verið nema 3 ár í Iðju og veit því ekki um meðferð Björns á þeim málum), sýna vel, hve lítið kona þessi þekkir til félagsmála Iðju. Eins og félagsmenn vita flest- Ir, var kaup Iðjukvenna hið lægsta á öllu fslandi, þegar Björn hrökk úr sessi. Síðan hef ur mikið unnizt á, tvívegis 6% Iaunahækkanir, þegar önnur fé lög fengu engar, og tilfærslur kvenna til hækkunar milli flokka. Kaup Iðjukvenna er t. d. hærra en kaup stúlkna í ASB, sem kommúnistar ráða. Sama máli gegnir um starfsstúlkur í veitingahúsum. Þegar lýðræðissinnar tóku við í Iðju, var kaup kvenna 65% af kaupi karla. Nú er það 76%. Kjarabætur án verktfalla — Gerði Björn aldrei neitt til að rétta kaup og kjör Iðju- kvenna? — Nei, tími hans fór allur 1 pólitíska ævintýramennsku með félagið, því var sigað út í verkföll, sem sköðuðu Iðjufólk, enda leit hann fyrst og fremst á sig sem fulltrúa hins alþjóð- lega kommúníska verkalýðssam bands. Hann fór árlega utan á kostnað félagsins og síðasta ár- ið til ítaliu, þar sem hann sat þing kommúnistaflokksins! Nú, þegar kommúnistum skilst, að óvinsældir hans eru svo mikl- ar, að vonlaust er að stilla honum upp í formannsstól, er hann falinn bak við tvenn pils. En Iðjufólk sér við því, ekki sízt þegar haft er í huga, hve fáfrótt fólk er í efri sæt- unum, eins og fram hefur kom- ið í Þjóðviljanum og á fund- inum á fimmtudag. Hann á greini lega að hafa stjórn á þeim. Nú á að gera tilraun til að hafa Iðju fyrir straumbrjót eins og Snót í -Vest- mannaeyjum, láta Iðju fara í verkfall, sem félagsmönnum yrði til tjóns. Við höfum fengið okk- ar kjarabætur án verkfalls. Það er sú leið, sem við treystum bezt og hefur gefizt okkur bezt. -— Kommúnistar þykjast nú bera fram sérstakan „kvennalista". Við höfum haft í stjórn okkar tvær dugmiklar og ötular konur, sem njóta trausts allra og hafa haft mikil áhrif á stjórn félags- ins. Þær eru enn á lista okkar, og við höfum engan Björn. Þær hafa líka langa reynslu af félags- málum. Verkföll — Vinstri stjórn — Verðbólga — Þú heldur að Björn myndi leggja út í verkfall, ef hann réði? — Ég held ekkert um það. Ég veit það. „Verkföllin herða fólk- ið“, sagði Björn í Afmælisriti fé- lagsins. Okkar skoðun er sú, að verkföll séu algert þrautaúrræði. Við þekkjum skoðun Björns: Verkföll, — vinstri stjórn. Við vitum hvað kemur svo: Verð- bólga. Það var yfirlýstur vilji fé- lagsmanna á fundi í janúar, þeg- ar við lögðum kjarakröfur Iðju fram, að í engu skyldi rasað um ráð frarn. Félaginu á ekki að steypa út í verkföll nema allar leiðir séu þrautkannaðar. Það var eftirtektarvert, að Björn fór í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut á fund- inum síðastliðinn fimmtudag. Hann þekkir vilja fólksins, og því sagðist hann ekki myndu geta ráðið því sem formaður, né stjórn hans, að lagt yrði út í verkföll. En hann gætti þess, að vera nógu loðinn og óákveðinn. — f öllum verkalýðsfélögum, sem lýðræðissinnar stjórna, hef- ur tvímælalaust tekizt að ná beztu kjarasamningum á íslandi. Þetta veit verkafólk, að er stað- reynd, því að ekki þarf annað en að fylgjast með samningum félaganna til að sarmfærast um það. Ástæðan er aðallega sú, að þessi félög hirða meira um hags munabaráttuna en pólitiskt glæfraspil. Björn stórskemmdi lífeyris- sjóðinn — Hvað um lífeyrissjóðinn? — Sú sorgarsaga er öllum Iðjufélögum kunn, og nú er svo komið, að margir kommúnistar blygðast sín, þegar þeir minnast þess, hvernig Björn eyðilagði sjóðinn að mestu, annað hvort af ást á atvinnurekendum, sem hafa til þessa dags grætt 7—8 milljónir á skemmdarstarfsemi Bjöms, eða þá af einskærri öf_ und í garð núverandi stjórnar fyrir að fá tækifæri til að hrinda þessu nauðsynjamáli í fram^ kvæmd . -— Hvað um skipulagsmál? — Þau voru eitt aðalmál síð- asta þings ASÍ og hafa einnig verið rædd hjá Iðju. Hugmyndir kommúnista um þau eru okkur j stórhættulég. Þeir vilja helzt skipta Iðju upp í 5 hluta. Fer ! þá lítið að verða eftir af skraf- inu um að konur eigi að ráða því. Kvenfélög, eins. og t- d. Verkakvennafél. Framsókn, yrðu notuð til uppfyllingár í stærri heildum, þar sem kommúnistar hefðu tögl og hagldir. Skipulags breytingar kommúnista hér mið ast auðvitað fyrst og fremst við væntanlega valdaaðstöðu. Réttarþjónusta Iðju — Hefur Iðja ekki rekið réttar félagsmanna? — Jú, við sjáum um að inn- heimta vangoldið kaup og reka réttar þeirra að öðru leyti, t. d. vegna uppsagna o. fl. Á síðustu tveimur árum hefur Iðja inn- heimt á annað hundrað þús. kr. af vangoldnu kaupi og gert margt annað fyrir félaga, sem níðzt hef- ur verið á. Þetta var með öllu óþekkt þjónusta í tíð Björns. Traust beggja — Formannsefni' kommúnista fjargviðrast yfir því, að þú njót- ir trausts atvinnurekenda. Er ein hver skömm að því? — Ekki heyrist mér nú allir atvinnurekendur vera hrifnir af umskiptunum. Þeir voru vanir afskiptaleysinu í tíð Björns. Ann ars er útilokað annað en að unn ið sé að bættu samkomulagi iðn- rekenda og iðnverkafólks. Það er beggja hagur. Það hefur held- ur aldrei verið talinn ókostur á manni, ef hann getur unnið sér traust þess, sem hann þarf að semja við. Þetta gildir ekki hvað sízt um jafn mikilvæg og við- kvæm mál og samningar um kaup og kjör eru. Ég óska mér einskis betra en að njóta trausts bieggja aðila, verkafólksins og atvinnurekendanna. Með því móti vinn ég félaginu mest og bezt gagn. Dr. David R. Clark, sem í ár er Fulbright sendikennari við Háskóla íslands, heldur þetta há skólamisseri námskeið í Modern Poetic and Experimental Drama og annað námskeið í Contempor- ary Ameriean Literature. Fyrr_ nefnda námskeiðið mun einkum fjalla um írska skáldið og leik- ritahöfundin Willian Butler Yeats. önnur ljóð- og leikrita- skáld, ensk, amerísk og evópsk, verða jafnframt tekin til með- ferðar. Námskeiðið í amerískum sam- tíðarbókmenntum fjallar m.a. um Robert Frost, „aldursforseta“ amerískra skálda; E. E. Cumm- ings, tilraunaljóð- og leikskáld, og skáldsagnahöfunda, þ.á.m. Nóbelsverðlaunaskáldin Emest Hemingway og Willian Faulkn- er. Þeir, sem óska að taka þátt í leikritanámskeiðinu, eru beðnir að koma til viðtals mánudaginn 6. marz kl. 8,15 e.h. í IX. kennslustofu háskólans. Þeir, sem taka vilja þátt í nám skeiðinu í samtíðarbókmenntum amerískum, eru beðnir að koma til viðtals miðvikudag. 8. marz kl. 8,15 e.h., einnig í IX. kennslu stofu (uppi til hægri þegar kom ið inri um aðaldyr). Dr. Clark er Associate Profess Or í ensku við Háskólann í Massachusetts í Amherst, Massa chusetts. Hann hefir M.A. próf og doktorspróf frá Yale háskóla. Kvæði og greinar eftir hann hafa birzt í The Kenyon Review, Threshold, Transatlantic Review IVEinnisblað um kjarabardttu núverandi Iðjustjórnar 1957 1. Þá var samið um 6% grunn- kaupshækkun, á sama tima sem önnur verkalýðsfélög héldu að sér höndum og fengu ekkert. 2. Margir launaflokkar voru lagðir niður og þeir, sem í þeim voru, færðir upp, þannig að marg fr fengu stórfellda kauphækkun. 3. Orlof fékkst greitt á eftir- vinnu og var það nýmæli í samn ingum verkalýðsfélaga. 4. Mörg önnur atriði voru lag- færð og færð til betri vegar. 1958 1. Samlð var um 6% almenna frunnkaupshækkun. Z. Samiff var um stofnun líf- eyrissjóðs fyrir iðnverkafólk og skuldbundu iðnrekendur sig til að greiða 6% ofan á kaup hvers og eins einasta Iðjufélaga í sjóðn um. (Það var þessi sjóður, sem Björn Bjarnason reyndi að eyði- leggja og tókst að stórskemma). 3. Samið var um nýjan taxta fyrir konur, sem unnið hafa 4 ár á sama stað og jafngildir það eitt 3.500 króna árlegri kaup- hækkun. 4. Einnig í þetta skipti náðust margar aðrar lagfæringar og breytingar. Minnisit þess Iðjufélagar, að öllum þessum kjarabótum náði núverandi stjórn Iðju ÁN VERK- FALLS! Hvítárvellir í DAG fer fram opinbert uppboð á jörðinn Hvítárvöllum í Anda- kílshreppi í Borgarfirði. Er jörð- in, sem er meðal hinna meiri í Borgarfirði eign dánarbús Maríu Sæmundsdóttur, er var síðasti ábúandi þar. Eru það nánir ætt- ingjar hennar, sem leitað hafa til sýslumannsins í Borgarnesi, um að hann bjóði jörðina upp á opinberu uppboði. Fer það fram að Hvítárvöllum í dag kl. 2. Hvít A F M Æ L I Kristján Bjartmarz fyrrum oddviti í Stykkishólmi er 75 ára í dag. á uppboði árvellir er mjög stór jörð, og landgæði talin mikil. Hún er með al stærri laxveiðijarða í Borgar- firði. Stangaveiði er þó engin, en jörðinni fylgja leyfi fyrir fimm netalögnum í Hvítá, fyrir neðan brúna. Gamalt íbúðarhús er á jörðinni, og útihús. — Þessi mynd er tekin úr Árbók Ferða- félagsins. Frægustu nöfn sem tengd eru Hvítárvöllum eru „Baróninn á Hvítárvöllum", Frakkinn Boilleau og svo Hvít- árvallaskotta sem talin var hafa valdið bruna þeim að Hvítár- völlum árið 1751, er varð sjö manns að bana. o. fl. Hann á sæti í ritstjórn The Massachusetts Review. Sjötugsafmæli ARI Bergmann Einarsson, Ólafs- vík verður sjötugur í dag. í gamla daga var hann sjómaður á áraskipum og formaður í mörg ár, og varð brátt formaður á þil- skipum þegar þau komu til sög- unnar á Vestfjörðum. Loks lá svo leið hans á togara og sjó- mennsku hætti hann 1947. í dag samfagna ættingjar og vinir honum á heimili dóttur og tengda sonar að Eskihlíð 13 hér í bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.