Morgunblaðið - 04.03.1961, Side 10

Morgunblaðið - 04.03.1961, Side 10
1C MORCUNnLAÐID Laugardagur 4. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFSTAÐA LAGAPRÓFESSORSINS I útvarpsumræðunum um^ landhelgismálið tefldu býsna kindarleg, sem vænta Framsóknarmenn fram aðal- mátti, því að sjálfur hafði lögfræðingi sínum, Ólafi Jó- hannessyni prófessor, varafor manni Framsóknarflokksins. Án efa hefur honum verið ætlað að gagnrýna hina laga- legu hlið samkomulagsins við Breta. Svo brá þó við, að prófessorinn treysti sér ekki til að taka undir neitt af hin- um efnislegu áróðursatriðum stj órnarandstæðinga. Hin lögfræðilega ádeila Framsóknarmanna og komm- únista á samkomulagið hefur verið í fjórum þáttum. Á þeim hafa þeir byggt allan málatilbúnað sinn síðustu dagana. Ekkert þessara atriða fékkst lagaprófessorinn til að taka undir í útvarpsum- ræðunum, jafnvel þótt hann hefði þá farið úr ham fræði- mannsins og varpað yfir sig hinum pólitíska. í fyrsta lagi hefur verið sagt, að orðalag orðsending- ar utanríkisráðherra, þar sem segir að Bretar falli frá mótmælum gegn 12 mílna fiskveiðilandhelgi, jafngildi ekki beinni viðurkenningu á henni. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, rakti það með glöggum rökum, að yfir- lýsing um að falla frá mót- mælum, sem áður hafa verið sett fram, hljóti í öllum málarekstri að skoðast sem viðurkenning þess atriðis. Var ekki von til þess að Ól- afur Jóhannesson lagapró- fessor treysti sér til að mót- mæla þessari skoðun, því að þetta vita allir lögfræðinem- ar, hvað þá lögfræðingar. í öðru lagi hafa stjórnar- andstæðingar haldið því fram, að samkomulagið næmi úr gildi lögin um vísindalega vemdun fiskimiða land- grunnsins frá 1948. Að þessu atriðú vék prófessorinn held- ur ekki, enda sjá það allir menn, bæði löglærðir og ó- löglærðir, að þetta eru hinar freklegustu blekkingar. í þriðja lagi, og það hefur verið meginárásarefnið, þá hefur því verið haldið fram, að við afsölum okkur ein- hverjum rétti með því að fallast á, að ágreiningur um útfærslu í framtíðinni skuli borin undir alþjóðadómstól, ef þess verður óskað. Um- mæli próf. Ólafs Jóhannes- sonar um þetta atriði voru hann lýst því yfir á Alþingi, að okkur bæri ætíð að haga aðgerðum okkar í friðunar- málunum þannig, að við vær um reiðubúnir að bera ágreining undir alþjóðadóm- stól. Lauk hann máli sínu um það efni á því að lýsa skýrt yfir, að hann stæði enn við þessi orð sín.' Þar með var það áróðursatriði einnig fall- ið um sjálft sig að hans dómi. Loks hafa stjórnarandstæð- ingar sagt, að við hefðum fullan rétt að alþjóðalögum til að færa út grunnlínurnar eins og nú er ráðgert. Ekk- ert minntist prófessorinn á þetta. Til að undirstrika, hve hann teldi allt þetta hjal flokksbræðra sinna lítilfjör- legt, lagði Ólafur Jóhannes- son í lok máls síns megin- áherzlu á það, að 6 mánaða fresturinn, sem Bretum væri veittur þegar við hyggðumst færa fiskveiðitakmörkin út, væri „langháskasamlegasta atriði samkomulagsins“. Á þetta_ atriði hafa flokksbræð*- ur hans ekki lagt mikla áherzlu, því að það er ekki þungvægt í áróðri að halda því fram, að það geti skipt íslendinga einhverju megin- máli, þótt þeir þurfi að bíða í hálft ár með framtíðarað- gerðir í málinu. Eftir þessa ræðu Ólafs Jó- hannessonar prófessors má segja að allur málefnalegur grundvöllur undir andstöðu Framsóknarflokksins við sam komulagið sé hruninn í rúst. DÝRMÆTUSTU FISKIMIÐIN /ilafur Thors, forsætisráð- v herra, gat þess í ræðu sinni í umræðunum, að á langdýrmætustu fiskimiðum okkar lánum við Bretum af- not af sem svarar 755 fer- kílómetra svæði í þrjú ár, en fáum í staðinn á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Stykkis- hólms friðaða 3060 ferkíló- metra. Á þessu svæði berast að landi rúm 70% alls aflans. Sést glöggt af því hve geysi þýðingarmikil hin nýja út- færsla er. Er ekki ofsögum Quadros beitir sópnum HINN nýi forseti Brasilíu, Janio Quadros, hefir verið nefndur „maðurinn með sóp- inn“ — og ekki að ástæðu- lausu, ef dæma má eftir nýj- ustu fregnum frá Brasilíu. Fuliyrt er í fréttum þaðan, að Quadros hafi í hyggju að segja upp um 100.000 opinberum starfsmönnum, í því skyni að draga úr hailanum á ríkis- rekstrinum, sem er gífurleg- ur * * * Fyrir skömmu fékk forset- inn heildaryfirlit um efnahags mál Brasilíu, er hagfræðingar höfðu tekið saman að hans ósk. Og þetta yfirlit kvað hafa verið svo „svart“, að því muni haldið algerlega leyndu um sinn til þess að skaða ekki álit Brasilíu á erlendum vett- vangi vegna fjárhagsástands- ins, frekar en orðið er. * * * Það, sem komið hefir Brasilíu á svo kaldan klaka iSIIÍ mSÍm QUADROS — „maðurinn með sópinn“ efnahagslega, er — fremur en nokkuð annað — sú heitstreng ing Kubitsjeks, fyrrverandi forseta, að byggja nýja höfuð borg frá grunni. Bygging hinn ar nýju höfuðborgar, Brasilíu, er nú komin allvel á veg, en framkvæmdirnar hafa orðið svo óhemjudýrar, að þær hafa nær eyðilagt efnahag landsins, að áliti hinna færustu hagfræð inga. En nú hefur Quadros sóp sinn á loft — vonandi ekki um seinan. af því sagt, að brogaður sé hugsanagangur þeirra manna sem ekki vilja fallast á slíka lausn. KOMMUNISTAR Á UNDANHALDI íírslitin í kosningum í ^ verkalýðsfélögunum að undanförnu eru hin dthyglis- verðustu. Fullkomið banda- lag hefur verið á milli komm únista og Framsóknarmanna, en samt hefur niðurstaðan orðið sú, að þeir hafa hvergi unnið á og yfirleitt aílsstaðar verið á undanhaldi. Af þessari niðurstöðu verð- ur vart dregin önnur ályktun en sú, að almenningur sé andvígur því pólitíska stétta- stríði, sem kommúnistar hafa boðað, ef þeir geta komið því við. Jafnframt er ljóst, að menn gera sér grein fyrir nauðsyn viðreisnarinnar og því að efnahag landsins sé komið á traustan grundvöll. Ekki þarf að draga í efa að þessi úrslit séu mikið harms- efni kommúnista og Fram- sóknarmanna, því að þeir hafa reiknað með að verka- lýðsfélögin vildu fylgja þeim í niðurrifsbaráttunni. En vonandi bera úrslitin þann árangur að hinir póli- tísku glæframenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir reyna að egna til þess ófrið- ar stéttanna, sem engum gæti orðið til gagns en allir mundu tapa á og sérstak- lega þó launþegar. Ytir suðurpólnum ÞESSI flutningaflugvél, sem er af geiðinni Hercules C-13 og búin skíðum, er að hefja sig til flugs af suðurheimskaut inu, við bandarísku vísinda- stöðina þar. — Sjö flugvélar af þessari gerð voru notaðar til flutninga milli McMurdo- sunds og suðurskauts-stöðvar- innar á síðasta „heimskauts- sumri“ — en nú er vetur aftur að ganga í garð a þesum slóð um. Það var 'í október árið 1956, að flugvél lenti í fyrsta skipti á suðurskautinu sjálfu. Það var vél frá bandaríska sjóhern um. — Flugvél af ofannefndri gerð lenti fyrst á suðurskaut- inu í janúar 1960. 1 VW-1150 — loks fengu menn að sjá hann. Nýi fólksvagninn — hversdagslegri i útlifi, en menn höfðu búizt við ÞAÐ hefir lengi verið vitað, að Volkswagen-bílafyrirtækið þýzka hefði í smíðum nýjan bíl, frábrugðinn hinum al. þekkta, litla FólksvagnJ — og allmiklu stærri. — Verk- smiðjurnar hafa hins vegar ekki viljað ireitt um hinn nýja vagn segja, og reynt að halda leyndu öllu, er snerti framleiðslu hans. En nú hefir hulunni loks verið svipt af. Verksmiðjurn- ar hafa sent myndir af nýja vagninum og skýrt frá því, að hann verði sýndur opinber- lega í fyrsta skipti á alþjóð- legu bílasýningunni í Frank- furt í september nk. — Það hefir komið mörgum á óvart — og raunar valdið nokkrum vonbrigðum — að nýi bíllinn er ekkert nýstárlegur í útliti. ☆ Þetta er fimm manna bíll, 4,25 m langur, með mótorinn aftur í, eins og sá „gamli“. Þrátt fyrir það er mikið geymslurúm í „skottinu“ og einnig að framan, svo að óvenjumikið rúm er fyrir far angur í bílnum. — VW 1500, eins og nýi vagninn kallast, hefir 4-cylindra mótor, 1500 ccm, loftkældan — og há_ markshraði mun vera ca. 130 km á klst. — Verðið í Þýzka. landi verður væntanlega 6400 mörk (sem svarar 58—59 þús. ísl. krónum).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.