Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. marz 1961 M ORCllTSTtl. Aftm 11 r Islendingar velja leiö sátta og sigurs Stórfelld slækkun innar nú þegar Útvarpsræða GunnarsThoroddsen fjár- málaráðherra á alþingi i fyrrakvöld Herra forseti! ísland rís upp af grunnsævis- hjalla, sem í lögun er svipaður landinu sjálfu, og standast fir8- ir og víkur, sem skerast inn í þennan hjalla, víðast á við firði og víkur sem skerast inn í landið. Þetta grunnsævi um- hverfis landið, landgrunnið, er jarðfræðilega og jarðsögulega ó- aðskiljanlegur hluti af íslandi sjálfu, lægsti hluti landsins. Þar eru hin dýrmætustu fiski- mið, þar eru hrygningar- og uppeldisstöðvar, — þar er gull og silfur hafsins. Þetta fiskauðga landgrunn kringum landsins vogskornu strendur viljum við íslendingar einir eiga. Við teljum okkur eiga til þess sögulegan rétt, þjóð legan rétt og landfræðilegan, auk þess helga réttar sem lífs- nauðsyn heillar þjóðar skapar henni. Meginmark Islendinga í land- helgismálum er yfirráð okkar yfir landgrunninu öllu. Það speglast í lögunum frá 1948, um vísindalega vernd fiskimiða landgrunnsins. Það kemur fram í þál. frá 1959, þar sem Alþingi lýsti yfir því, að afla bæri við- urkenningar á rétti íslands til landgrunnsins alls. Undanfarin ár hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp um landhelgismálið, svo að truflað hefur dómgreind sumra manna um meginatriði þess, svo og um það, hvaða vinnubrögð væru hyggilegust til að þokast nær þessu marki. Þetta gerningaveð- ur hefur villt svo um fyrir sum- um, að þeir eru farnir að trúa því, að talan 12 sé heilög land- helgistala, lokamark og full- næging óska okkar og þarfa, — svo ginnheilög tala, að hvergi megi frá henni hvika, jafnvel um stundarsakir, þótt sannað væri, að slík frávik — tímabund in og svæðisbundin, — gætu fært þjóðinni margfalt meiri hags- bætur í staðinn. Tólf mílur eru ekki takmarkið. Landgrunnið allt er lokamarkið. Að því ber að stefna með festu og einurð, með hyggindum og drengskap, sæmandi menningarþjóð, sem virðir lög og rétt annarra, þeg- ar af þeirri ástæðu, að hún á sjálf allt sitt líf og tilveru und- ir lögum og rétti. Nú eru stjórnarandstæðingar sumir, sem löngum hafa ekki grillt í neitt nema 12 mílur, farnir að elska landgrunnið allt ennþá meira en mílurnar 12. En í þvi sambandi minnist ég aðdragandans að ályktun Al- þingis frá 1959. Leiðtogi fram- sóknarmanna í landhelgismálum, hv. 3. þm. Norðurlands eystra, Gísli Guðmundsson, afhenti þá formanni þingflokks Sjálf- stæðismanna svohljóðandi till. Framsóknarflokksins: „Alþingi ályktar að lýsa yfir, að það tnótmælir harðlega ofbeldisað- gerðum brezkra stjórnarvalda í fiskveiðilandhelgi Islands, að af íslands hálfu verði haldið fast við 12-mílna fiskveiðilandhelgi og samningar um minni fisk- veiðilandhelgi komi því ekki til greina“. í till. Framsóknarflokks ins var aðeins talað um, að halda fast við 12-mílna land- helgi, en ekki minnzt á land- grunnið eða nauðsyn á frekari útfærslu landhelginnar. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins settu það skilyrði fyrir samþykkt slíkrar till. um landhelgismál, að. skýrt væri tekið fram í henni, að markmið Islendinga væri landgrunnið allt. Eftir kröfu Sjálfs.tæðismanna er því sú stefnuyfirlýsing komin í ályktun Alþingis. Nú er því haldið fram, að samkomulagið við Breta tor- veldi okkur að vinna að þessu framtíðarmarki, að færa land- helgina út framvegis. I orðsend- ingu íslands er sérstaklega tek- ið fram, að ríkisstjómin muni halda áfram að vinna að fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland, en í þeirri ályktun lýsir Alþingi yfir, að afla beri viðurkenning- ar á rétti íslands til landgrunns ins alls. Hér er því ekki verið að dylja framtíðarfyrirætlanir okkar, og Bretastjórn er það fyllilega ljóst. En nú er reynt að fræða okk- ur um það, að íslendingar mundu hér eftir ekki geta fært út landhelgi sína, nema með samþykki Breta. Þetta er rangt. Við þurfum að sjálfsögðu ekki samþykki Breta né neinnar ann arrar þjóðar til að færa út land- helgina í framtíðinni eða breyta grunnlínum. Skuldbinding okk- ar er sú, að tilkynna ríkisstjórn Bretlands væntanlega útfærslu með 6 mánaða fyrirvara. Þá hef ég heyrt því haldið fram, að samkomulagið beri að skilja svo, að eftir 3 árin næstu eigi Alþjóðadómstóllinn að fjalla um núverandi 12-mílna fiskveiði lögsögu. Þetta er misskilningur. Tólf mílurnar eru endanlega viðurkenndar af Bretum og koma ekki til úrskurðar Al- þ j óðadómstólsins. Nú spyrja menn: Felur sam- komulagið í sér viðurkenningu Breta? Segir ekki aðeins, að þeir falli frá mótmælum sínum? Þetta orðalag vilja sumir túlka þannig, að það sé ekki viður- kenning og hafi ekki gildi að lögum sem slík. Ég vil skýra þetta nokkru nánar. Ef aðili í málssókn hefur mót- mælt einhverju atriði og lýsir því síðan yfir, að hann falli frá mótmælum sínum, þá jafngildir það að lögum viðurkenningu hans á því atriði. Sama gildir að þessu leyti í þjóðarrétti. Rússar hafa 12 mílna landhelgi. Bretar hafa mótmælt henni og viðurkenna ekki stærri land- helgi þar en 3 mílur. Árið 1956 gerðu Rússar samning við Breta og veittu þeirn heimild til þess að stunda fiskveiðar inn að 3' mílum á tilteknum svæðum. En jafnframt tóku Bretar það fram með sérstakri orðsendingu til Rússa, að þeir héldu fast við fyrri mótmæli sín gegn landhelgi þeirra. Hér er þessu á annan veg far- ið. Hér er skýrt tekið fram, að Bretar falli frá fyrri andstöðu sinni og mótmælum. Ég ætla að það verði ekki vefengt með réttu, að þessi yfirlýsing Breta mundi af Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðadómstólnum metin landhelg- Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra jafngild viðurkenningu berum orðum. Rísi ágreiningur um útfærslu landhelginnar síðar, skal hon- um, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins. Þessi aðferð er eðlileg í sam- skiptum siðaðra ríkja. En þetta ákvæði miðar ekki að því fyrst og fremst að binda hendur okk- ar, þýðing þess er ekki síður sú að binda hendur Breta, því að með þessu heita þeir því að beita ekki aftur herskipavaldi í sambandi við útfærslu íslenzku landhelginnar síðar, heldur hlíta alþjóðadómi. Það á að vera afsal landsrétt- inda og þjóðarsmán, að fallast á að skjóta ógreiningsefnum til alþjóðadóms. Þeir sömu aðilar, sem gagnrýna nú þetta ákvæði, hafa jafnan talið sjálfsagt, að íslendingar leituðu ásjár Sam- einuðu þjóðanna í landhelgis- málinu og tækju m. a. tvívegis þátt í sjóréttarráðstefnum í Genf á þeirra vegum. En við megum ekki bera mál okkar undir Alþjóðadómstólinn, sem er einn hluti Sameinuðu þjóðanna og sá þátturinn, sem er og á að vera óháðastur og óhlutdrægast- ur og mest er til vandað. I sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem Alþingi staðfesti fyr- ir ' sitt leyti 1946, eru taldar meðal aðalstofnana Sameinuðu þjóðanna: Allsherjarþingið, Ör- yggisráðið og Alþjóðadómstóll- inn. I 14. kafla sáttmálans seg- ir, að Alþjóðadómstóilinn skuli vera aðaldómstóll hinna Samein- uðu þjóða, og að allir meðlimir hinna Sameinuðu þjóða séu af sjálfu sér aðilar að dómstóln- um. Nú ætla ég, að það sé nokk- uð samróma álit ábyrgra manna í lýðræðislöndum, að réttarríki geti ekki skorazt undan því að bera ágreining við annað ríki undir Alþjóðadómstólinn, ef það vill njóta trausts og virð- ingar meðal þjóða. Og það er gengið feti of langt, þegar ís- lenzkir alþingismenn leyfa sér fyrirfram að vefengja réttdæmi Alþjóðadómsins og gefa í skyn, að hann hljóti jafnan að standa með stórveldi gegn smáríki. Alþjóðadómstóllinn, sem starf ar í Haag í Hollandi, er skip- aður 15 dómendum, sem kosn- ir eru af allsherjarþingi og Ör- yggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Til þessara starfa veljast ein- göngu lærðir, viðurkenndir og valinkunnir þjóðréttarfræðing- ar. Og eftir hvaða reglum dæm- ir alþjóðadómurinn? I sam- þykktum hans, sem Alþingi Is- lendinga hefur einnig staðfest segir: Þá er leysa skal ágrein- ingsmál skal dómstóllinn fara eftir, a) milliríkjasamningum, b)milliríkjavenjum, c) almenn- um grundvallarreglum laga, sem viðurkenndar eru af siðuð- um þjóðum, d) dómsúrlausnum og kennisetningum beztu sér- fræðinga, — og loks þegar þess- ar réttarheimildir þrýtur, þá á dómstólinn að dæma ex aequo et bono, eins og það heitir þar á latnesku lagamáli, þ. e. eftir sanngirni og réttlæti. Þetta stendur skýrum stöfum í sam- þykktum dómsins. Islendingar hafa ekki minnstu átyllu til að tortryggja alþjóða- dómstólinn. Reynslan sýnir, að dómurinn hefur í starfi sínu ekki síður staðið á verði um hagsmuni smáþjóða heldur en stórvelda. Nærtækast dæmi, og það, sem okkur skiptir mestu, er dómur alþjóðadómstólsin 1951 í landhelgisdeilu Norð- manna og Breta, þar sem dóm- urinn gekk Norðmönnum al- gjörlega í vil, en Bretar töpuðu málinu. Við úrlausn dómsmála þurfa dómendur oft að meta þá hags muni, sem vegast og leikast á. I landhelgisdeilu Norðmanna og Breta var sérstaklega á það bent, hversu ríkir væru hags- munir og nauðsyn norskra sjó- manna og útvegsmanna að njóta fiskimiðanna sér til lífsfram- færis. I dómi alþjóðadómstóls- ins þá er sérstaklega tekið fram, að taka skuli til greina „rétt- indi reist á lífsnauðsyn lands- manna“, eins og dómstóllinn kemst að orði. Og eins mun það verða í framtíðinni. Ef út- færsla á íslenzkri landhelgi kem ur fyrir alþjóðadóm, þá munu lífshagsmunir íslenzku þjóðar- innar af fiskveiðum og nauð- synlegri friðun fiskistofna verða áhrifamesta röksemdin fyrir mál stað okkar. Og þeim mun sterk ari gögnum og rökum, sem við styðjum þá lífsnauðsyn þjóðar- innar, að hún eigi ein aðgang og nytjar fiskimiðanna á land- grunninu öllu, þeim mun meiri líkur eru til þess, að aðrar þjóðir og alþjóðadómur meti slíka þörf og fallist á íslenzk sj ónarmið. Herra forseti! Það eru tvær leiðir, sem Alþingi og íslenzka þjóðin þurfa nú að velja á milli. Önnur er leið stjórnarandstöð- unnar um óbreytt ástand. Sú leið felur m. a. í sér eftir- farandi atriði: deilan við Breta heldur áfram. Brezkir togarar hefja aftur veiðar innan 12 mílna — allt að 3 mílum — sem er sú eina landhelgi sem Bretar hafa hingað til viður- kennt. Brezku togararnir biðja um herskipavernd, ef til vill fá hana. Gífurleg hætta verður á • árekstrum á íslandsmiðum Lífi og limum íslenzkra sjó- manna og varðskipsmanna verð ur stefnt í voða. Grunnlínur óbreyttar. Engin af þeim þýð- ingarmiklu útfærslum, sem nú er völ á, koma þá til greina, enda leggja stjórnarandstæðing- ar til, að lögbinda nú hinar gömlu grunnlínur frá 1952. Löndunarbannið heldur áfram. Bezti markaðurinn fyrir íslenzk an fisk lokaður. Óhugsandi verður að ráðast í nýja friðun fiskimiða á landgrunninu, með an að deilan heldur áfram. Þessi er leið stjórnarandstöð- unnar. Hin leiðin er friðsamleg lausn deilunnar með stórfelldri stækk- un landhelginnar nú þegar, lausn, sem hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh. hafa gert hér glögga grein fyrir. Alþingi og íslenzk þjóð ættu ekki að vera í vafa, hvora leiðina við eigum að velja: leið skaða og skammsýni, eða leið sátta og sigurs. Kirkjuvika í Lúgofellskirkju Hefst á morgun með œskutýðsmessu Á MORGUN sunnudag, hefst kirkjuvika í Lágafellskirkju með I æskulýðsmessu. Prestur verður sr. Bjarni Sigurðsson. Tilhögun verður sem hér seg- ir: Fyrst er forleikur, þá les Elín Guðrún Sveinbjarnardóttir bæn í kórdyrum, síðan er víxllestur úr 119. sálmi Davíðs, Sigurður Jóns- son les pistilinn og Lovísa Jóns- dóttir guðspjallið. Þá er predik- un, tendrun skátaljósa og orgel- leikur. Á milli syngur kirkjukór Lágaléllsóknar ásamt skátaifé- laginu Mosverjum. Söngstjóri er Hjalti Þórðarson. A mánudag verður samkoma í kirkjunni kl. 21. Þar flytur Lárus Halldórsson skólastjóri ávarp, Gretar Fells rithöfundur flytur ræðu, frú Guðrún Tómasdóttir syngur einsöng með undirleik Ragnars Björnssonar, sr Árelíus Nielsson flytur ræðu, þá er víxl og samlestur sóknarprests og spurningarbarna. Auk þess er söngur. Á þriðjudag kl. 21 verður sam- koma í kirkjunni, sem hefst með ávarpsorðum stjórnanda, Frú Kristrún Eyvindsdóttir flytur ræðu, Kristinn Hallsson óperu- söngvari syngur einsöng með und irleik Páls Halldórssonar, sr. Garðar Þorsteinsson prófastur flytur ræðu og að lokum er víxl- og samlestur og söngur. Kirkjuvikunni lýkur svo á mið vikudagskvöld með föstumessu kl. 21. Sr. Bjarni Jónsson, vígslu biskup predikar,. Kirkjukór Reynivallasóknar syngur við messuna undir stjórn Odds Andréssonar. Lánasjóður stúdenta ÚTBÝTT var á Alþingi í g*r breytingartillögum frá mennta- málaráðherra við frv. til laga um lánasjóð íslenzkra námsmanna. I frv. er lagt til, að ríkissjóður leggi sjóðnum árlega til fram- lag í fjárlögum, eigi lægra en kr. 6.025.000.00, en menntamála- ráðherra leggur til í breytinga- tillögu sinni að hið árlega fram- lag ríkissjóðs verði eigi lægra en 4.650.000.00. Þá leggur ráðh. til, að fellt verði niður ákvæði til bráðabirgða er lýtur að því, að menntamálaráði sé heimilt að gefa þeim námsmönnum erlend- is sem fengið hefðu styrk á ár- unum 1961 og 1962 skv. núgild- andi reglum, kost á að fá áfram þann styrk, en þeir hefðu fengið í stað lána skv. ákvæðum hins nýja frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.