Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. marz 1961 MOJtcrnvm/iniÐ 13 öguleikar Islands sem ferðamannalands TJm gistihúsabyggingar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að gistihúsa- rekstur í okkar stóra og strjál- býla landi á sér víðast hvar erf- itt uppdráttar. Veldur hér fyrst og fremst, hve rekstrartímabilið er stutt ár hvert, og svo fæð landsmanna. Hér er að finna meginorsök þess, að gistihúsin eru svo fá og fátaekleg að bún- iaði. Hinn óhagstæði rekslrar- grundvöllur, svo og óheilbrigð fjármálaþróun undanfarinna ára, valda því, að hvorki innlendir né erlendir fjármálamenn hafa á liðnum árum viljað beina fjár- magni í hótelrekstur hérlendis. Að byggja hótel upp frá grunni heimtar til sín mikið fjármagn. Áætla má, að hvert 100 manna hótel, búið öllum þægindum, þó án íburðar, myndi kosta um eða yfir 25 milijónir króna. Ef gera ætti verulegt á- tak í hótelmálunum og auka ætti tekjur af komu ferðamanna til mikilla muna, myndi 1000 gistirúma aukning ekki teljast nein ofrausn. Það skal viður- 'kennt, að bygging nýrra og góðra gistihúsa er eina lausn- in, sem leysir til fulls vand- ann í ferðamálum okkar nú og í framtíðinni. En, eins og högum okkar er háttað nú, er nýbygging margra hótela of stórt verkefni, að minu viti, til þess að það verði leyst í einu átaki. Eða, hvar ætti að taka 250—300 milljónir til hótel. toygginga, svo að tölur séu nefnd ar? Ýmsir myndu í þessu sam- bandi benda á erlendar lána- stofnanir. Hvort erlent fjármagn fengist til slíkra stórfram. kvæmda, skal ósagt latið. En víst er, að það fengist ekki nema gegn góðum tryggingum og iík- legri rekstrarafkomu. Og hverj- ir væru líklegir til þess að veita slíkar tryggingar og geta samið hagstæða rekstraráætlun? Hér er dæmi að leysa fyrir þá, sem kunnugastir eru hótelrekstri, og væri fróðlegt að fá að heyra álit ©g rök þeirra manna, sem mest hafa rætt um hóteblyggingar og ferðamál á liðnum tímum. Hitt hefyr verið athugað nokk tið, hvort erlendar hótelsam- steypur vildu byggja gist.ihús hér og bera ábyrgð á rekstri þeirra, en svör við þeim eftir- grenslunum hafa verið neikvæð til þessa. Eru þá allar bjargir bannað- ar? Nei og aftur nei. Við getum gert stórt átak í þessum efnum, þótt á öðru sviði sé en nýbygg- ingu margra hótela, og skal nú vikið að því. Leiðir til úrbóta Um það má deila, hvaða leið ■é heppilegust til úrbóta. Eins ©g áður segir, að væri það þó að sjálfsögðu æskilegast, að ný og vegleg gistihús risu af grunni, avo að hægt væri að bjóða ferða mönnum upp á hinn ákjósanleg- asta aðbúnað. Hér verð ég að etaldra við og minna sérstaklega á einn stað, þ. e. Þingvelli, en þar er ástandið, hvað gistimögu- leikana snertir, vægast sagt bág- borið. Það ætti að vera þjóðar- metnaður að sýna þessum forn- helga sögustað meiri sóma. Þar verður að reisa gott hótel. Til þeirra framkvæmda væri ekki nein goðgá að verja hæfilegum hluta af gróða hinna lögvernd- uðu happdrætta. Byggingu hins nýja hótels bændasamtakanna ber að fagna. Tilkoma þess verður tiltölulega mikil aukning á hótelkosti í liöf- uðstaðnum. Útlendingar koma hingað fyrst og fremst til þess að njóta ís- lenzkrar náttúru og kynnast sérkennum hennar og vilja því ferðast um landið. Óskum þeirra getum við ekki fullnægt, nema við bætum úr hótelskort- inum 1 öðrum landshlutum. Allt bendir til þess, að lausnin á þess um vanda verði ekki, nema að litlu leyti, nýbyggingar gisti- húsa á næstu tímum. Þó er vitað um einstaklinga og félagssam- tök, sem vilja leggja fé í bygg- ingu og til stækkunar gistihúsa. Ríkisvaldinu ber skylda til þess að veita öllum þeim aðilum, sem sjá möguleika á framkvæmdum, á þessu sviði, dyggilegan stuðn- ing og fyrirgreiðslu, samhliða því sem aðrar tiltækilegar leiðir verði reyndar og nýttir þeir' möguleikar, sem fyrir hendi eru, til hins ýtrasta. Og hér á ég við skóla og aðrar byggingar, sem hægt væri að nýta til gistihalds að sumrinu. Skólar og aðrar byggingar, sem jrota má til gistihalds í landinu eru ágætar skóla- byggingar, sem standa auðar Síðari grein Þorleifs Þórðarsonar einmitt þann tíma árs, sem hægt er að mæla með fslandi sem ferðamannalandi. Félags- heimili eru til, mörg og góð. í tengslum við þau mætti víða koma upp gistingu, t. d. með byggingu góðra svefnskála. í landinu eru þúsundir myndar- heimila, bæði til sjávar og sveita, sem búa við ágætan húsa kost. Áhrifum þarf að beita í þá átt, að æ fleiri einkaheimili leigi út gistiherbergi og fjöl- skyldur setji upp heimilisgisti- hús. Ekkert er sjálfsagðara, en að skólahús, sem standa auð ein- mitt á þeim tíma árs, er ferða- manna er von, verði notuð til gistihalds. Að sjálfsögðu þyrfti að halda slíkum húsum vel við, lagfæra margt, bæta hreinlætis- aðstöðu og kaupa til þeirra ýmis konar búnað, sem gæti þá einnjg orðið skólahaldinu til gagns. Með slíkri ráðstöfun er verið að sameina tvenna hagsmuni. bæta úr gistihúsaskortinum, gera skólana vistlegri og bæta skilyrðin fyrir skólastarfsemina. Reynsla er fengin fyrir því, að því betur sem skólahúsin og bún aður þeirra er úr garði gerður, þeim mun betri og menningár- legri verður umgengni nemenda. Möguleikarnir til gistihalds í sambandi við rekstur félagsheim ila eru eitthvað fjarlægari og erfiðari úrlausnar en í skólan- um, og læt ég bíða að rökræða þá nánar. Fjallaskálar Inn í óbyggðir sækja með ári hverju æ fleiri innlendir og út- lendir ferðamenn, og er því mjög aðkallandi, að aðstaðan til ferðalaga í óbyggðum verði bætt. Það verður bezt gert, með því að reisa eftir fyrirfram gerðri áætlun einfalda, en vist- lega fjallaskála til viðbótar þeim, sem Ferðafélag íslands hefur þegar komið upp. Að gefnu tilefni viy ég upplýsa, að það er mikill misskilningur, að sæluhús Ferðafélagsins í óbyggð um leysi gistiþarfir erlendra ferðamanna. Ferðafélagshúsin eru fyrst og fremst reist og mið- uð við þarfir Íslendinga og um hásumarið er gistirými þeirra oft og einatt of lítið fyrir félags- menn og gesti þeirra. En þess skal getið, að Ferðafélagið hefur alltaf verið boðið og búið a.ð lána húsin til gistingar fyrir út- lenda feðramenn, þegar þess hefur verið kostur. Með tilkomu hefur verið kostur. Fjallaskálar byggðir í óbyggð- um í þjóðlegum stíl, væri góð lausn og myndi greiða stórlega fyrir ferðamönnum að kynnast tign og fegurð ísl. öræfa. Og með slíkra skála væri hægt að efna til ferðalaga á hestum í stórum stíl. Slík ferðalög eru þegar mjög vinsæl og eiga eftir að gefa af sér drjúgar gjaldeyristekjur. Og ég er þeirrar skoðunar, að framtíðin muni leiða það í ijós, að það er ekki síður búhnykkur að eiga þessa óviðjafnanleg'u skepnu, sem hesturinn okkar er, en að selja hann úr landi. Að sjálfsögðu þyrftu veitingar að vera á boðstólum í fjalla- skálum, sem sérstaklega væru ætlaðar útlendum ferðamönnum. Eru ekki nokkrar líkur til þess, að fólk, sem ekki væri bundið við störf að sumrinu, t. d. kenn-, arafjölskyldur, vildu veita shka fyrirgreiðslu og þarmeð auka við tekjur sínar og njóta öræf- anna yfir sumarmánuðina? Vera má, að einhverjum finn- ist hér sé verið að gera gælur við lágan „standard" í gistihaldi, en því er ekki svo farið. Hér er aðeins verið að benda á nær- tæka og viðráðanlega leið til þess að auka og bæta gistahúsakostinn í landinu. En það er ekki sama og að hafna annarri betri lausn. fburði og tízkutildri ætti þó ekki að keppa eftir. Þægindi í einföldu formi falla vel inn í rarama is- lenzkra staðhátta og henta áreið anlega vel ferðamönnum, sem sækja vilja fsland heim. Með fullnýtingu skólahúsnæð- is og gistihaldi í tengslum við félagsheimili mættj auka gisti- rými í landinu um 1000 gistirúm fyrir aðeins brot af því fé, sem það myndi kosta að reisa ný gistihús með sama gistirými. Og sumargistihús rekin í hús- næði, sem nýttist til annarra verkefna á öðrum tímum árs, ættu alltaf að geta borið sig og gefið arð til viðhalds á húsun- um og fegrunar á umhverfi. Slík aukning þýðir það, að hægt væri að taka á móti 8—10 þús- und fleiri ferðamönnum en ella, en það myndi, miðað við nú- verandi verðlag, gefa 80—100 milljóna aukningu í gjaldeyris- tekjum. Tilkoma 10 nýrra fjalla skála í óbyggðum landsins, svo að dæmi sé tekið, með gistirými fyrir 30 manns hver, myndi skapa möguleika fyrir víðtæk- um ferðalögum um óbyggðir yfir sumarmánuðina og myndi auka gjaldeyristekjur af ferða- mönnum um 20 milljónir árlega. Nokkrir fjallaskálar til viðbótar, staðsettir við ár og veiðivötn og á jöklum uppi, myndu enn auka tekjurnar. Lánasjóður og lánsbeiðnir Á sínum tíma var lagt til að stofnaður yrði sérstakur sjóður, „gistihúsasjóður", og að tekju- stofn hans væri skattar, sem lagðir væru á þjónustu við ferða menn. Úr þesum sjóði átti síð- an að veita hagkvæm lán og jafnvel styrki í vissum tilfell- um til þess að ráða fram úr gistihúsaskortinum. Því miður hefur þetta ekki náð fram að ganga. En hvað um það, nú verður ekkj komizt hjá því að taka afstöðu til þessara mála. fsland hefur verið auglýst mikið erlendis og nú er sótt fast á að koma hingað. Hundruðum milljóna hefur ver ið varið í kaup á samgöngutækj- um, sem kalla á æ meiri verk- efni, enda keypt öðrum þræði í því augnamiði að fiytja er- lenda ferðamenn. Við stöndum því frammi fyrir spurningunni: Á að spara eyr- inn, en kasta krónunni? En sú verður raunin, ef nú verður lát- ið undir höfuð leggjast að út- vega lánsfé til endurbóta og aukningar gistihúsakostinum. Að undanförnu hafa menn, víðsvegar af landinu, meðal þeirra forráðamenn sveitar- og bæjarfélaga, leitað til Ferða- skrifstofu ríkisins um aðstoð við útvegun lánsfjár, ýmist til þess að stækka eldri gistihús, byggja ný eða þá að lagfæra og kaupa búnað í skólahús og aðrar bygg- ingar á viðkomandi stöðum. A8 sjálfsögðu sér Ferðaskrif- stofa ríkisins þörfina og er öll af vilja gerð til þess að aðstoða og stuðla að skynsamlegum fram kvæmdum, sem bæta mega úr gistihúsaskortinum. Allir þessir aðilar eru reiðubúnir að leggja á sig fyrirhöfn og taka á sig áhættu persónulega eða í nafni bæjarfélaganna, og annarra stofnana, til þess að firra vand- ræðum, hver á sínum stað. Ég hefi hér sérstaklega í huga fuli- trúa sjö staða. Ef hægt væri að útvega þeim öllum til samans 3 milljónir króna, myndi það hafa í för með sér um 300 gisti- rúma aukningu og einmití á þeim stöðum, þar sem vandræði eru mest, hvað móttökur er- lendra ferðamanna snertir. Þrjár milljónir eru aðeins tæplega andvirði eins mótorbáts. Hvað værj þá hægt að gera fyrir eitt togaraverð? Ef skýra ætti frá því, þyrfti að skrifa langa rit- gerð. Staði sem Laugarvatn væri hægt að gera að nokkurskonar „Riviera" með góðu gistirými fyrir allt að 200 manns. í Heima- vistarhúsnæði Menntaskólans á Akureyri mætti koma upp á- gætu sumarhóteli fyrir nær 150 manns og margt fleira mætti gera, sem ég læt bíða með að telja upp. Og það skemmtilega við að verja nokkru fé í þessu skyni, er, að það myndi bera margfaldan arð, beint og óbeint. Og enginn þyrfti að bera kvíð- boga fyrir því, að rekstur sum- argistihúss myndi hafna í þjóð- nýtingarsafni hallarekstursins. Árið 1959 komu um 10 þúsund áerðamenn til landsins .1960 hækkaði talan nokkuð, og eru 90—100 milljónir í tekjur af heimsóknum ferðamanna á sl ári ekki ósennilegar tölur, ef far gjöld milli landa eru meðtalin. Ef hafizt væri handa nú þegar og ofangreindar leiðir farnar til að bæta úr gistihúsaskortinum, þá ætti innan fárra ára að vera hægt að tala um þrefalt hærri gjald- eyristekjur af ferðamannaþjón. ustu en nú er. En megináherzlu vil ég leggja á það, að án for- ustu og skilnings forráðarnanna þjóðfélagsins gerist ckkert í þessum efnum og að þessi at- vinnugrein verður ekki byggð upp án fjá.rmagns frekar en aðrir atvinnuvegir. fSABELLA sokkar eru viðurkenndir fyrir endingu og útlitsfegurð. Fást í tízkulitum. í verzlunum um allt landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.