Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. marz 1961 Myrkraverk 2q eftir Beverley Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar Þegar ég kom upp var vatnið svart, rólegt, slétt eins og speg ill. Eg synti hægt í hringi til að ná andanum aftur. Hvergi sá örla fyrir hringum á vatninu. Bak við mig voru leitarljósin, þau virtust mílur og aldir í burtu. Það var ekkert, sem benti til þess að hvarf Marots hefði einu sinni verið uppgötvað. Eg sneri frá kastalanum og beið eftir merki Dédé. Mér fanrxst ég vera hræðilega illa staddur þarna á yfirborðinu. Biti af fleski er flaut fyrir hákarlinn, og ég gat ekki hugsað um neitt. Eg hafði sparkað af mér skón um, en var í skyrtunni og þunn um buxum. Hnífurinn var bund inn við fót mér *g það gaf mér svolítið öryggi, að því er mér fannst. Eg tók hann og stakk honum í belti mér. Síðan synti ég í áttina að girðingunni til að bíða í skugganum eftir loftból um. Einasta von mín var að ráð ast að honum óvörum. Feitur fiskur kom letilega upp á yfirborðið. Ugla vældi í skóg- inum. Bíll fór fram hjá uppi á veginum, og ég gat rétt aðeins séð Ijós bílsins gegnum trén. Hvergi var merki um Náttfar- anna né mannfiskinn Dédé. Og þeir virtust ekki ætla að elta mig. I>á þóttist ég heyra Moumou rýta. Eg sperrti eyrun og heyrði greinilega einhvern fara í vatn ið hinu megin við girðinguna. Eg tók hnífinn úr belti mér og greip hann milli tannanna. Síð an dró ég mig varlega meðfram girðingunni unz ég var beint yf ir gatinu. Netið hristist og ein hver rakst í það fyrir neðan, og fyrstu loftbólurnar komu upp á yfirborðið. Eg dró andann djúpt og kafaði, fálmandi niður á við, eitthvað hreyfðist fyrir neðan mig og ég réðist á það. Eg fékk spark í öxlina, teygði mig og náði í fit. Það var froskmaður, f þeirri von að Úlfur fari heim til foreldra drengsins, bindur Markús orðsendingu í hálsband hans, og hundurinn hraðar sér Dédé. Hann sneri sér skelfdur við en ég teygðf mig lengra og tókst að ná um öndunarslöngu hans og rífa hana af. Hann sneri sér og reyndi að rífa í hár mitt og augu. Eg gat ekki notað hníf inn. Mig vantaði loft og mér tókst að komast upp á yfirborð ið. Hann kom upp við hlið mér. Eg reyndi að ná í hár hans, en það var of slímugt og fitugt. Eg synti burtu í hringi til að ná andanum aftur. Þá heyrði ég skyndilega vélar hljóð, vélin var ræst aftur og um lejð heyrðist refsýlfrið, merki Náttfaranna. Dédé sneri sér strax og synti í áttina að girðingunni. Eg heyrði hund gelta. Vörður- inn hlaut að vera í nágrenninu. Déré hafði verið kallaður burt. Það bar ekki á öðru. Bíllinn ók burtu í áttina til þorpsins og var horfinn eftir nokkrar mínút ur. Eg beið heila klukkustund án þess að heyra neitt frá verð inum, áður en ég þorði að kafa undir girðinguna. Enginn beið eftir mér, þeir voru farnir, ég náði aftur skónum mínum og vatt fötin mín. Síðan hélt ég í áttina til Chartres. Eg ákvað að vera í skóginum til morguns, þurrka fötin og fara siðan hina leiðina aftur til Parísar, gegnum Ablis og Saint-Arnoult. Eg ætlaði að ná bókum mínum og handritum í Saint-Germain og snúa aftur til Chartres til að gleyma Náttför unum, ljúka verki mínu, reyna að þurrka minninguna um þján ingar Marots úr huga mér. Mér tókst að átta mig á stjörnunum, sem ég sá gegnum laufþakið yf ir höfði mér, og staulaðist suður á bóginn. Eg þorði ekki að stanza fyrr en ég var kominn 5 mílur frá vatninu. Þá skreið ég inn í runna og gerði mér bæli. Þarna svaf ég skjálfandi í votum fötun um, ég býst við að ég ætti að ætti að hafa svarið að hefna mín, en tjl þess var ég of þreyttur. heim. Á meðan siglir Markús eftir Bjarnarvatni áleiðis til Tvöþús- undvatnastöðvar lögreglunnar, 9. Eg svaf djúpum og draumlaus um svefni. Það fyrsta, sem mér datt í hug er ég vaknaði var að ég hefði haft langa og ógeðslega martröð. Eg teygði úr mér, nuddaði mjöðmina og mundi að mig hafði ekki dreymt. Sólin var þegar komin hátt á loft, og klukkan var orðin meira en 11, er ég dustaði laufið og skítinn af sólþornuðum fötum mínum og gekk suðaustur í áttina til Chartres. Eg þvoði leðjuna af andliti mínu og hönd um í litlum læk og kom til veg arins skömmu eftir hádegi. Eg gekk þrjár mílur að vegamótun um og þá fekk ég að sitja i bíl á leið til Parísar gegnum £.blis. í bílnum var eintak af Le Figaro í aftursætinu, en ég gat hvorki fundið fréttir um hvarf Marots né heldur um að mannshöfuð hefði skyndilega komið í ljós á tröppum ráðhússins í Saint-Savin Þeim hafði þá mistekist, að minnsta kosti hluti af því, sem þeir ætluðu sér. Er ég kom til Saint-Germain hélt ég mig á fjölförnum götum, borðaði undir beru lofti, þair sem ég gat haft auga á öllu, í skjóli við nokkrar pottaplöntur. Eg var mjög svangur og gleypti í mig hrossasteik. Eg var ákveð inn í að fylgja þeirri áætlun sem ég hafði gert nóttina áður og koma mér burt frá París jafn- skjótt og ég gæti tekið saman það litla, sem ég átti og handritið mitt. Ritgerðin hefði nú þegar átt að vera tilbúin, látum svo vera, þeir urðu þá að bíða lengur. Eg borgaði reikninginn með síð ustu frönkunum mínum og mundi þá, að ég hafði ekki einu sinni fengið þau litlu laun, sem ég átti að fá fyrir hljómleikana, og ég hélt með varfærni í áttina til Rue de l’Echaudé. Stigarnir voru svalir, milli hárra hvítra húsa, og fáir á ferii. Gamlir menn sátu í dyrunum og þar sem hann ætlar að afhenda dreriginn En á sama tíma: — Svo þið hafið leitað um öll börnin léku sér áhyggjulaus í litla húsagarðinum £ l’Abbaey. „Hefur nokkur spurt eftir mér, madame Guiot?“ kallaði ég irln í garðinn, þar sem skugginn af feitum líkama hennar ruggaði letilega undir sólhlíf úr dag- blöðum. „Eg hef engan séð, monsieur". „Og monsieur Marcel?“ „Hann er búinn að vera burtu allan daginn“. ,.Merci“. Og ég hljóp upp stigana. Eg mundi þurfa að brjóta upp Pern od-flöskuna, sem við notuðum fyrir peningaskáp og taka pen ingana fyrir leigunni og skilja eftir blað með vanmáttugTÍ út skýringu handa Marcel. En madam Guiot hafði haft rangt fyrir sér. Við höfðum feng ið heimsókn. Dyrnar voru opnar, föt og húsgögn lágu hingað og þangað. í arninum var það, sem eftir var af minnisbókum mínum og handritið mitt. Þeir höfðu refsað mér. Verk mitt var eyði- lagt. Eg sat með höfuðið í hönd um mér í meira en klukkutíma, algjörlega niðurbrotinn og ör- væntingarfullur, unz eymd mín tók að breytast í reiði, rétt eins og í þrönginni í Rue de Bac forð um. Og rétt eins og þann 14. júlí var það nú af eigingjörnum hvtöum að loksins kom líf í mig. Nú mundi ég eftir, að Benoit hafði verið skorinn á háls og lof aði að hefna brotna Bugattibíls ins og handritsins, sem var orð ið að ösku. Eg tók svolítið af peningum, skrifaði skilaboð til Marcels og batt hnífinn við belti mér. Eg get ekkert annað tekið með mér, því nú átti ég ekkert annað til. Og ég flýtti mér til að ná neðan jarðarbrautinni til La Conda- mine. Eg kom að verkstæðinu aftan að í skjóli hins ryðfallna pýra- mída. 1 miðju hans var tunnun um hlaðið um það bil 30 fet, hverjum farminum á fætur öðr um hafði verið hlaðið þarna upp og hver farmurinn þannig orðið undirstaða hins næsta. Þetta tók yfir meira en 4 ekrur, ljótt rusla virki með göngum, sem virtust ætla að hrynja saman milli þunnra turna úr tunnum, þar sem sólin náði ekki inn, voru drullu- F>ollar. Eg klifraði upp á ramb- andi miðturninn og kíkti niður gegnum þrönga rifu milli tveggja tunna. Fyrir neðan mig var hall andi glerþakið á skúrnum, þar sem Dédé hafði unnið við tunn ur sínar og gataviðgerðir. Eg gat rétt aðeins séð dyrnar á skrif- stofunni á bak við kerið með Leynivötn! Leitið þá við Kerl- ingarvatn! Siðan við Bjarnar- vatn! svörtu froðunni. Eg sá ekki, að neinn væri þarna viðstaddur. Eg skrúfaði lokið af einnj af tunnunum og kastaði því hátt á loft svo það skrölti eftir báru járnsþakinu á aðalbyggingunni. Það féll með miklum hávaða nið ur á götuna á bak við. Eg heyrði dyr opnast og sá Moumou koma varfærnislega út úr skrifstofunni og kxkja í áttina til píramídans. Eg stóð upp, lét mig bera við himin og kallaði til hans: ,,Viens, salaud! Viens! Komdu og náðu í mig“. Hin risastóra mannskepna þrammaðj frá skýlinu um leið og þriðja lokið þaut gegnum loft ið og kom við kinn hans. Þá komst hann úr sjónmáli mínu upp í þrönga rifu, sem lá gegn um alla hrúguna, því hann hafði þegar allt kom til alls byggt mest af henni, en svo lengi sem ég héldi mér í þessari lykilaðstöðu, þóttist ég hafa betri aðstöðu. Eg leitaði að meiri skotfærum á rambandi pallinum mínum og næstu hæðum og gerði mér hrúgu af skrúflokum. Hvert þeirra er um það bil 150 grömm á þyngd og gengjurnar voru beittar og hættulegar, Og ég sat þarna og beið eftir að.fávitaandlitið á Mou mou kæmi í ljós. Eg rak augun í hann, þegar hann klifraði upp í skjóli frá Condamine-hliðinni og kastaði1 þegar þremur lokum, hverju á fætur öðru, en honum tókst að hlaupa upp og komast í næsta skjól með því að halda tunnu fyrir framan sig eins og stórum frumstæðum skildi. Um leið og hann hentist þarna niður í skor una úr sjónmáli kastaði hanra tunnunni af öllum kröftum á mið turninn hjá mér, og mér til skelf ingar hristist hann svo að ég datt á annað hnéð. Eg fór að svitna. Eftir því sem sólin lækkaði á lofti og kólnaði, byrjuðu tunn urnar að dragast saman, og mér þótti hver druna vera Moumou. Tvisvar sinnum kastaði ég ofsa lega að einhverjum hávaða niður við byrgið, og í hvert skipti heyrði ég hæðnishlátur Moumou koma frá skuggahliðinni hinu- megin. Er leið að sólarlagi, varð málmpallurinn minn heitur við komu, og mig langaði ekki til að vera upp á þessu priki, unz nótt ^n kæmi til þess að hjálpa árásar manninum. Hann stóð upp aftur til þess að kasta áttatíu lítra tunnu. í þetta skipti var hanra miklu nær og tvær tunnur, sem mynduðu brjóstvörn á pallinum mínum, fóru um koll og ultu niður í áttina að byrginu. Eg ákvað að fara að leita SBlltvarpiö Laugardagur 4. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —• 9.10 Veðurfr'egnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilk.). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds* son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). 20.00 „Töfraboagin": Michael Rabin fiðluleikari og Hollywood Bowl hljómsveitin leika þekkt lög; Felix Slatkin stjórnar. 20.20 Leikrit: „Haustmynd" eftir TT, C. Hunter, í þýðingu Jóns Einars Jakobssonar. —- Leik-* stjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. 22.20 Danslög, þ. á. m. leikur hljðm* sveit Svavars Gests úrslita-* lög nýju dansanna I síðustu danslagakeppni SKT. Söngvarar: Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. 24.00 Dagskrárlok. Gunnar Jónsson Lögmuður við undirrétti or hæstarétt Þingholtsstræti 8. — Simi 18259. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstr. 4 VR-húsinu. S. 17752 Skáldið og inamma litla Er það nú rétt, að þú megir alla kettlingana þrjá með þér 2) Já, pabbi sagði einmitt, að hann vissi ekki um neitt.... 3) . ...sem við hefðum jafnmikla þörf fyrir og þrjá kettlinga. a r L á ó MEAN'WHIUE, the tall woodsman I ON GREAT BEAR LAKE IS HURRY- I INÖ TOWAROS TWO THOUSAND LAKE MOUNTED POLICE POST, WHERE H6 EXPECTS TO DEUVER THE CHILD H HOPING MA-HEEN-GUN WILL RETURN TO THE BAET/'S PARENTS, MARK TRAIL HAS TIED A MESSAGE ON HIS COLLAR, AND THE BIG WOLF DOG IS RACING TOWARD HOME

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.