Morgunblaðið - 04.03.1961, Side 18

Morgunblaðið - 04.03.1961, Side 18
1S MORGT’PBLAÐIÐ Laugardagur 4. marz 1961 Vel heppnaö þjálfaranám- Þórólfur sækir gegn A-liði Fram. Rúnar er til varnar. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson. KR vann msð yfirburðum skeið KSÍ AFMÆLISMÓT Vals í knatt- spyrnu innanhúss var fjölsótt KRR þakkar Sl. mánudag hélt Knattspyrnu- ráð Reykjavíkur 1400. fund sinn, en ráðið hefur nú starfað í nærri 42 ár. Á fundinum sæmdi ráðið Harald Gíslason gullmerki ráðsins fyrir langt og fórnfúst starf að knattspyrnu- málum höfuðstaðarins. Haraldur Gíslason hefur um langt árabil verið einn af for- ystumönnum K. R., var lengi formaður knattspyrnudeildar fé- lagsins, og átt sæti í K. R. R. síðan 1953 og verið eitt ár for- maður. Síðustu árin hefur Har- aldur átt sæti í landsliðsnefnd K. S. í. Alls hafa 11 forystumenn knattspymumálanna verið sæmd ir gullmerki K. R. R. mjög og tókst vel. 16 lið komu til keppninnar sem fram fór á tveimur kvöldum. Misjöfn voru liðin að styrkleika — en til loka úrslita kepptu A-lið KR og lið Keflvíkinga. Sigraði þá A-lið KR með 8,1. KR-liðið hafði unniö alla keppinauta sína með mikl- um yfirburðum m. a. A-lið Fram með 13:1. Minnstir voru yfir- burðir A-liðsins er það mætti B-liði KR þá lauk leik með 5:2. f A-liði KR voru Þórólfur Beck, Örn Steinsen, Ellert Sdhram, Gunnar Felixson og Garðar Árna son. Keflvíkingar vöktu verðskuld- aða athygli og voru vel að því komnir að komast í úrslit, þó ekki fengist samanburður á þeim og öðrum góðum liðum. Innanhússknattspyrna er skemmtileg og vinsæl á Norður- löndum. Væri æskilegt að hún yrði fastur liður í vetrarstarf- semi íþróttafélaganna hér. JM HELGINA gekkst hin ný- stofnaða tækninefnd KSÍ fyrir námskeiði fyrir knattspyrnu- þjálfara. Sóttu 12 þjálfarar nám- skeiðið, sem haldið var í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Björg- vin Schram formaður KSÍ setti námskeiðið en síðan tók Karl Guðmundsson og félagar hans í nefndinni Óli B. Jónsson og Reyn ir Karlsson við stjórn þess og tókst námskeiðið hið bezta. Nefndarmenn láta vel af árangri þess og þátttakendur Ijúka lofs- orði á kennslu þremenninganna. Af þátttakendunum voru 8 úr Reykjavík,' 2 úr Keflavík, 1 af Akranesi og 1 úr Hveragerði. Karl flutti í upphafi erindi um þjálfun og hvemig þjálfari ætti að skipuleggja þjálfun sína. Síð. ari daginn flutti Benedikt Jakobs son erindi um þjálfun almennt og áhrif hennar. í námskeiðslok var viðræðufundur um vanda- mál þjálfara í störfum þeirra og bar margt á góma. Milli þessara erinda var farið 1 æfingar, ýmsa þætti þrekþjálfunar og leikfimi auk knatt- og tækjaæfinga. Stóð námskeiðið frá 3,30—7 á laugar- dag og 10—7 á sunnudag með matarhléum. Þótti það sem fyrr segir takast hið bezta. Takmarkið var að áhrifa nám- skeiðsins gæti þegar meðal þjálf aranna og nemenda þeirra en í öllum félögunum er nú stund- uð þrekþjálfun af kappi til undir búnings fyrir sumarið. Síðar mun nefndin skipuleggja fleiri nám- skeið og gera framtíðaráætlanir um slík námskeið. p IgjjjJ ■B ■ m ■ m ■ smsm fllNDARGÖTU 2 5 -JÍMI 0745 | Nokkrir þjálfaranna sem sóttu námskeið KSÍ. Voru þar margir kunnir knattspyrnumenn m. a. Hreiðar Ársælsson sem þjálfar nú Víking og Örn Steinsen sem þjálfar yngri fl. KR. Island meðal 8 beztu ÞRfR af reyndustu þjálfurum landsins hafa valizt til að skipuleggja þjálfaramál KSÍ, þeir Karl Guðmundsson, Óli B. Jónsson og Reynir Karls- son. Þeir þrír stóðu að fyrsta námskeiði tækninefndar KSÍ um sl. helgi. Þeir sjást hér sýna þjálfurum ýmsar æfing- ar — gott fordæmi gefur góð- an árangur. Efst er Reynir að velta þungum sandfylltum knetti milli fóta sér. Erfið æf- ing. Þá sýnir Karl leikfimis- æfngu og Óli B. Jónsson knattleikni. handknattleiksþjdða Danir unnu Sviss og Islendingar nr. 3 í hvorum riðli keppa um 5. ** og 6. sætið, og þau sem reka lest- keppa í lokaúrslitum ina í hvorum riðlanna keppa um 7 .sætið. I GÆRKVÖLDI lauk fyrstu Iotunni í lokaátökunum um heimsmeistaratitilinn í handknattleik. Af þeim 12 þjóðum sem til lokaátakanna mættu hafa nú 8 tryggt sér fram- haldsrétt í keppninni. Þær eru Svíþjóð, Tékkóslóvakía, Danmörk, Þýzkaland, Noregur, Rúmenía, íslands og Frakk Iand. Fjórar þjóðir mega nú halda heim með lið sín þ. e., Júgóslafía, Japan, Sviss og Holland. •Jr Úrslit í gærkvöldi Lokaumferðin í undanrásun um fór fram í gærkvöldi. Leikirnir fóru þannig: Danmörk vann Sviss 18:13. Þýzkaland vann Frakkl. 21:7 Svíþj. vann Júgóslaviu 14:12 Tékkar unnu Rúmena 12:8. Ekki vitum við nánari frétt- ir af leik Dana og Sviss, en úr- slit hans þýða að fsland hefur náð öðru sæti í sínum riðli og heldur þannig áfram keppni. Verður nú þjóðunum sem tryggt hafa sér framhaldsrétt til keppni skipt í 2 riðla. Sam- an verða Tékkar, Svíar, íslend ingar og Frakkar. I hinum riðl inum verða Þjóðverjar, Danir, Rúmenar og Norðmenn. •Jr Framhaldið. í hvorum riðlinum fyrir sig leikur einn við alla og allir við einn. Þau lönd er efsta sætið skipa leika síðan saman um 1. og 2. sætið í heimsmeistarakeppn- inni. Þau lönd sem verða nr. 2 í hvorum riðli keppa um þriðja og fjórða sætið. Þau lönd er verða ir Spádómar. Leikirnir í riðlunum tveim- ur hefjast á sunnudaginn. Þá eiga íslendingar að mæta Tékk um og fer sá leikur fram í Stuttgart. Tékkar eru líklegir til sigurs í keppninni og þarna munu íslendingar væntanlega mæta ofjörlum sínum. Síðast þegar ísland og Tékkóslóvakía mættust (heimsm.keppn. ’58) unnu Tékkar 27:17. Á þriðjudaginn mæta íslend ingar Svíum og fer sá leikur fram í Essen. Sviar eru heims- meistarar nú og margir spá því að þeir muni halda titlin- um. Svíar hafa ætíð unnið ís- lendinga með nokkrum mun. Á fimmtudaginn mæta ís- lendingar Frökkum og fer leikiurinn fram í Homberg. Ef dæma má af líkum ættu ís- Iendingar hafa mikla sigur- möguleika í þeim leik. Fari allir spádómar eins og hér hefur verið á drepið, munu íslendingar keppa um 5.—6. sæti í keppnlnni og væntan- lega mæta Norðmönnum eða Rúmenum. En hvað sem öllum spádóm- um líður þá hafa ísl. piltarnir þegar staðið sig með sóma og náð betri árangri en nokkurt annað hóplið ísl. íþróttaæsku á erlendu stórmóti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.