Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 19
Laugardagur 4. marz 1961 MORGVTSBLAÐ1Ð 19 „Bessastaðamessa" flutt í Dómkirkjunni BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunn- ar gengst fyrir því, að á margun, sunnudág, kl. 5 e.h. verður flutt Happdrætti DAS í GÆR var dregið í 11. flokki DAS. Féllu vinningar þannig: 3ja herb. íbúð kom á nr. 28550. Eigandi Steinar Gíslason, Vest- tirgötu 30. 2ja herb. íbúð undir tréverk, kom á nr. 15601 á Sveinseyri. Ford Anglia fólksbifreið kom á nr. 59668 á Seyðisfirði. Moskvitch fólksbifreið kom á nr. 9421, eigandi Arnheiður, Dagbj. og Lilja Jónsd. Brekkust. 14. Húsbúnað fyrir 10 þús. kr. hlutu: 2540, 5008, 34224, 49331, 62484, 62247. Huquarna saumavél kom á nr. 43898. Húsbúnað fyrir 5 þús. kr.: .— 744 3991 4955 7020 7572 9608 14853 15471 16188 16420 16814 17735 21338 21485 21524 22112 22732 23877 28301 28863 30193 36065 38068 39546 40005 41210 41415 43842 45060 45849 46610 47328 50066 50499 51511 58657 60061 61711 63507. (Birt án áb.). Fórn á altarí... Frh. af bls. 2 ís'lenzku stjórnina að rétt væri að leysa deiluna á þessum grund- velli. Brezka stjórnin gerði sér fyllilega grein fyrir mikilvægi fiskimiðanna við fsland, en ísland er eitt af bandalagsríkjum okkar í Atlantshafsbandalaginu og við vildum að vinsamleg samskipti þjóðanna kæmust á að nýju. Grimmond, forystumaður frjá'ls lynda flokksins, sagði, að auðsætt væri að þetta væri einungis þriggja ára samkomulag. — Að þeim tíma liðnum gætu íslend- ingar óskað frekari útfærslu lög- sögunnar. Hann lagði ríka á- herzlu á að aðstoðarutanríkisráð- herrann sæi svo til, að þessi þrjú ár yrðu notuð til þess að flýta fyrir alþjóðasamkomulagi um fiskveiðiréttindi í Norðurhöfum. Aðrir ræðumenn stjórnarand- stöðunnar voru Hewitson og Brown, einn af forystumönnum verkamannaflokksins. Hewitson sagði, að svívirða væri að þessu samkomulagi. Það væri fórn á altari Atlantshafs- bandalagsins. Hefði verið miklu nær að láta brezka togara veiða undir herskipavernd innan tólf mílnanna við fsland. Brown sagði, að þingið yrði eð hafa sérstaka umræðu um samkomulagið og mögulegar af- leiðingar þess, en Butler, þing- forsetinn tók fram í fyrir Brown og sagði að ekki væri unnt að taka ákvörðun um slíkt þá þegar, en sjónarmið stjórnarandstöðunn ar yrðu tekin til athugunar. Hvar ætlar þetta að enda? í lávarðadeildinni urðu mikl- »r umræður. Alexander, greifi af Hillsborough, sagði, að svo virt ist sem stöðugt væri gengið lengra á hinar aiþjóðlegu hug- myndir manna um landhelgi. Hvar ætlar þetta að enda? spurði hann. Hvenær hyggst brezka fíkisstjórnin — hver sem sú stjórn kann að vera — að gera út um það, hversu mikið hún ætl- ar að láta af hendi, með því að láta sífellt undan síga í þessum efnum. Enn höfum við erlenda fiskimenn, norska og rússneska rétt utan við þriggja mílna land- belgina allt í kringum Bretland. Hvað fáum við í staðinn. Jarlinn af Swinton sagði, að Bretar væru nú svo til eina þjóð- in, sem enn hefði þriggja mílna landhelgi — hvort væri nú ekki tími til þess kominn að færa hana út? í Dómkirkjunni í Reykjavík messa í sama stíl og flutt var i Bessastaðakirkju 27. nóv. í haust Kirkjukór Selfosskirkju mun flytja hið gregórska tón undir stjórn Guðmundar Gilssonar, organista. Dómkirkjukórinn syngur að öðru leyti undir stjórn Páls ísólfssonar. Mess- una flytja þrír prestar, sr. Arn- grímur Jónsson í Odda, sr. Guð- mundur Óli Ólafsson, Skálholti og sr. Sigurður Pálsson, Hraun- gerði, sem prédikar. Messa þessi er að nokkru byggð á hinum forna, gregórska messusöng og hinni klassísku, lút hersku messu og sniðin fyrir nú- tímann. Við útgöngu gefst mönn um kostur þess að styðja starf- semi Bræðrafélags Dómkirkj- unnar. Tónlistark ynning í Háskólanum: Fídelíó Beethovens' Á MORGUN sunnudag 5. marz kl. 5 e.h. stundvíslega, verður tónlistarkynning í hátíðasal há- skólans. Verður þá flutt af hljóm plötutækjum skólans síðari hlut inn af óperunni Fídelíó (eða Leónóru) eftir Beethoven, en upp haf hennar var flutt þar sl. sunnu dag. Fyrir þá, sem koma tíman- lega, verða nokkrir helztu kafl- ar fyrra hlutans endurteknir, áður en kynning hefst. Fídelíó er eina óperan, sem Beethoven samdi, og eitt af eft- irlætis- og öndvegisverkum hans en hefur aldrei fyrr verið kynnt hérlendis í heild sinni. Einsöng- varar, kór og hljómsveit Vínar- óperunnar flytja, stjórnandi Wil- helm Furtwángler. Dr. Róbert A. Ottóson hljóm- sveitarstjóri skýrir efni söng- leiksins og sérkenni tónlistarinn ar. I Bessastaða- og Hafnar- fjarðarkirkju HAFNARFIRÐI: — Æskulýðs- guðþjónustur fara fram á morg- un í Bessastaðakirkju kl. 2 og Hafnarfjarðarkirkju kl. 5. Við báðar þessar guðsþjónustur munu skátar úr Hafnarfirði hafa á hendi ýmsa liði guðsþjónust- unnar, sem verður að mörgu leyti allfrábrugðin venjulegri guðs- þjónustu að gerð, m. a. fer fram víxllestur milli prests og safn- aðar og yfir leitt er að því stefnt með messuformi þessu, að al- menn þátttaka kirkjugesta verði meiri en við venjulegar guðs- þjónustur. Við báðar messurnar syngur skátakór og að Bessastöð- um ennfremur barnakór úr Garðasókn. Hver kirkjugestur fær messuformið prentað svo hann getur fylgzt með og tekið þátt í því sem fram fer. — Reiðubúinn Framh. af bls. 1 verið tjáð, að hann yrði látinn vita, þegar er hann gæti farið til fundar við Krúsjeff. Krúsjeff er nú á ferðalagi um ýmis landbúnaðarhéruð Sovét- ríkjanna í því skyni að hvetja til framleiðsluaukningar. í dag var hann í Sverdlovsk. í Moskvu er talið, að Thomp- son vilji með þessum ummælum sínum á blaðamannafundinum leggja áherzlu á nauðsyn þess, að Krúsjeff fái sem fyrst í hend- ur boðskap Kennedys. — Austurviðskiptin Framh. af bls. 8 götu bæjarins, en erfitt sé að finna kaupendur. Þó mun þeim innflutningi vera mikið ívilnað með leyfisgjöld, og ríkisvaldið hafi hlutazt til um, að kaupendur geti fengið verulegan hluta Ieyfis- og innflutningsgjálda með greiðslufresti allt upp í eitt og hálft ár. Ég kalla, að þarna sé verið að gefa seljendunum svo þeir geti frekar komið sinni vöru út, til hæpins á- góða fyrir þjóðina. Hver borgar? Þó Clearing viðskipti við A-Evrópulöndin hafi verið hér sérstaklega gerð að um- ræðuefni, eru slkir samningar við önnur lönd líka varhuga- verðir. Sem dæmi um það er að inn hafa verið flutfir papp írspokar til matvörupökkun- ar frá Finnlandi. Við efna- hagsráðstafanir var innflutn- ingur á þeim gefinn frjáls. Þá gátu Finnar lækkað pok- ana um 33%. Það hefir margt verið rætt og ritað um is- lenzkan iðnað, til lofs og lasts eftir því sem efni standa til. Oft hefir ísl. iðnaður orð- ið að sæta þeim kjörum að keppa við fullunna vöru frá hinum. Launþegar á fslandi heimta betri lífskjör og það eiga þeir að gera. Þeir heimta það með hærra kaupi og hærra verði fyrir fiskinn. En ættu þeir ekki jafnframt að heimta, að hætt verði að skipta við þau lönd, sem virðast féfletta okkur svona skefjalaust, því hver borgar? Er það ekki hinn almenni launþegi sem aðrir í hækkuðu vöruverði? Eða hvert er það verð, sem við fáum fyrir fiskinn í svona vöruskiptum? Er það svo hátt, að það réttlæti slíka verzlunarhætti? “ Haukur Eggertsson. — Flugmennirnir Framh. af bls. 1 Beint í fangelsi Sem fyrr segir var sex manna áhöfn með vélinni en Olmstead sá aðeins þrjá stökkva út, og Mckone telur sig hafa séð tvo. Á leiðinni niður, sögðu þeir, sá- um við gífurlegt bál yfir sjávar- fletinum. Flugmennirnir tveir lentu í sjónum með nokkur hundruð mtr. millibili. Þeir höfðu gúmmí báta, sem blésu sig sjálfkrafa upp. Sjórinn var mjög kaldur og allmikill — bylgjurnar um 1—2 metrar. Þegar við komum upp á bylgju toppana sáum við hvor annan, sögðu þeir — og við reyndum að mjaka okkur í áttina hvor til annars. Það tókst þó ekki vegna þess hve sjór var mikill. Við sáum enga aðra af áhöfninni. Um það bil 6 klst. síðar tók sovézkur togari þá upp. Þeir voru fluttir í land — til Moskvu og beint í fangelsi. Þar voru þeir í stöðugum yfir- heyrslum, en ekki misþyrmt á nokkurn hátt. Þeir sögðust hafa gersamlega misst allt tímaskyn fyrstu vikurnar, því að þeir voru hafðir einangraðir í klefum, þar sem ljós var aldrei slökkt. — Hvað eftir annað færðu þeir okkur yfirlýsingar, sem þeir höfðu samið fyrir okkur og við áttum að skrifa undir. Þar stóð meðal annars, að við hefðum samkvæmt skipunum átt að fljúga yfir rússnesku landamær- in. Við neituðum ailtaf «ð skrifa undir. Báðir sögðust þeir hafa fengið hugmynd, að sérstök á- herzla væri lögð á að fá þá til að játa, að samband hefði verið milli ferðar þeirra og ferðarinn- ar, sem Gary Powers fóru á U-2 flugvélinni fyrr um sumarið, þegar hann var skotinn niður. Látnir lausir til aff lina spennu Flugvél þeirra var búin 20 mm sjálfvirkum fallbyssum, sem þannig var komið fyrir, að unnt var að skjóta úr þeim aftur fyrir vélina. Olmstead sagði að hann hefði notað þær gegn rússnesku orrustuflugvélinni, en ekki vissi hann hvort hann hefði hitt. Flugmönnunum hafði tekizt að þekkja einn þeirra, sem annað- ist yfirheyrslurnar yfir þeim, — rússneska lögfræðinginn Roman. Rudenko. Stöðugt var reynt að telja þeim trú um, að þeir yrða færðir fyrir rússneska dómstóla og gætu þá átt dauðarefsingu á hættu, en aldrei var gerð alvara úr því að færa þá fyrir rétt. Þeg ar þeir voru látnir lausir var þeim sagt, að það værl gert til þess að unnt væri að linna spe vn una milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Unglinga vantar til bladburdar Wð T ómasarhaga Bústaðaveg Er komin aftur í verzlanir Njótið þœginda Notið þurrkhettuna við hárþurrkuna Verksmiðjan SIGNA Útför mannsins míns ÞÓRARINS GRlMSSONAR VlKINGS Ljósvallagötu 8, Reykjavík fer fram frá Fossvogskirkju.mánudaginn 6. marz kL 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. — Blóm afbeð- in, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofn- anir. Ástríður Eggertsdóttir Bálför fósturmóður minnar RÓSU FINNBOGADÓTTUR kennara, Birkimel 8 A fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 6. marz kl. 1,30 e.h. — Blóm afbeðin, en þeim er vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Ágúst Atli Guðmundsson Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför bróður míns ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR fyrrv. sýslumanns og alþingismanns Dalainanna Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda: Davíð Þorsteinsson, Arnbjargarlæk Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför GEIRÞRÚÐAR GEIRSDÓTTUR Karlagötu 21 Jónína Brynjólfsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Guðm. Guðjónsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.