Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 20
íþróttir eru á bls. 18. ffl01 Ræða fjármálaráðherra Sjá bls. 11. 52. tbl. — Laugardagur 4. marz 1961 Guðjón Sv. Sigurösson Þorvarður Áki Eiríksson Ingimundur Erlendsson Ingibjörg Arnórsdóttir Jóna Magnúsdóttir löjukosningin hefst í dag Steinn Ingi Jóhannesson Guðmundur Jónsson Framsóknar- blaðamennska í Bretlandi? í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM talaði einn ritstjóri, Þórarinn Þórarinsson. Hann sagði, að brezku blöðin teldu samkomulagið við íslendinga óhagkvæmt Bret- um, vegna þess að með því ætluðu þau að bæta að- stöðu brezku stjórnarinnar í framtíðinni. Og orðrétt segir þessi ritstjóri um málið í ritstjórnargrein gær: „Bretar miklast ekki af sigri sínum. Þeir láta miklu fremur eins og þeir hafi tapað. Blöð þeirra eru feng- in til að skrifa eins og sá, sem hefur orðið undir, sé sigurvegari". Þessi ritstjóri heldur því blákalt fram að öll press- an í Bretlandi sé á mála hjá ríkisstjórninni og falsi fréttirnar. Engum blaðamanni við nokkurt heiðarlegt blað gæti dottið í hug að láta sér um munn fara slík ummæli. Hins vegar er þessi hugsangangur í fullu samræmi við Framsóknarblaðamennsku, sem bygg- ist á fölsun frétta, hvenær sem það er talið hag- kvæmt í pólitískum tilgangi. En ritstjóri Tímans segir ekki einungis, að brezku blöðin séu á mála hjá ríkisstjórninni, heldur ráði Bretar einnig yfir blöðum allra annarra landa, sem um samkomulagið skrifa, en þau eru sammála um að íslendingar hafi sigrað. Með þessum ummælum Þórarins Þórarinssonar er fengin af hans eigin vörum sönnun fyrir því, sem Morgunhlaðið hefur haldið fram, að hjá Tímanum væri það beinlínis markmið í sjálfu sér að falsa frétt- ir, en alls ekki að reyna að skýra rétt frá atburðum. Héðan í frá þarf því enginn að efast um það, að fréttir þessa málgagns séu rangar, hvenær sem það hentar. Framsóknarmönnum. Enpinn skvldi því fram- ar láta sér detta það í hug að lesa Tímann til þess að fá sannar fregnir. Röksemdarfærslan er svo einnig upp á fram^ókn- armáta:Brezka stiórnin fær brezku nressuna til þess að útmála sinn eigin ósigur, segir Þórarinn!! í forystugrein í dag er fial1í>ð um athyp4!=verðan lærdóm. sem d*-aga má af máli annars ræðumanns Framsóknar í útvarpsumræðunum. Á DAG hefst stjórnarkjör í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Kosið er í skrif stofu félagsins í Skipholti 19 (=Röðull), í dag frá kl. 10 f. hád. til kl. 7 e. hád., en á morgun kl. 10 árd. til 10 síð- degis. B-listinn, listi lýðræðissinna, er þannig skipaður: Form. Guðjón Sv. Sigurösson; Varaform. Þorvarður Áki Eiríks son; Ritari Ingimundur Erlends- son; Gjaldk. Ingibjörg Arnórs- dóttir; Meðstj. Jóna Magnús- dóttir, Steinn Ingi Jóhannesson, Guðmundur Jónsson. Varastj. Þorvaldur Ólafsson, Klara Georgsdóttir, Ingólfur Jónasson. Endursk. Eyjólfur Davíðsson, Sigurður Valdimarsson. Varaend. Halldór Christensen. Uppl. um kosningaskrifstofu B-listans eru á forsíðu. — o — Stuðningsfólk B-Iistans! Mætið snemma á kjörstað og hindrið valdatöku Björns Bjarnsonar og annarra kommúnista! Kommúnistar vilja Iðjuverkfall Varðarkaffi verður ekki í dag KOMMUNISTAR leggja nú slíkt ofurkapp á að ná aftur völdum í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, að allt starfslið flokksins og Þjóðviljans og allt selluliðið hefur vikum saman unnið að undirbún- ingi stjórnarkosnringa í félag- inu. Á fundi, sem haldinn var með helztu stuðningsmönn- um Björns Bjarnasonar í sl. viku, var gefin skýring á því, hvers vegna kommúnistar heyja nú baráttu upp á líf Landhelgismálið Á Fundi Sameinaðs þings í gær var þingsályktunartillaga ríkissitjórnaninnar um lausaii landhelgisdeilunnar við Breta vísað til 2. umræðu að við- höfðu nafnakalli. Allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins og ALþýðuflokksins greiddu at- kvæði með þeirri málsmeð- ferð, en þingmenn stjórnar- andstöðunnar lögðust gegn henni, utan 2, þeir Björn Fáls son og Finnbogi Rútur Valdi- marsson sem voru fjarstaddir. Atkvæði féllu því 33:25. — Síðan var samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til utanríkismáLa- nefndar. ísLcmcL kosið í fram- kvæmdaráh WHO 14. þing Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, (WHO) sem hófst í Nýju Dehli í Indlandi hinn 7. þ.m., er nýlega lokið. Fyrir þingið var ákveðið fram boð af íslands hálfu í fram- kvæmdaráð stofnunarinnar. Kosningin var undirbúin af ut- anríkisráðuneytinu og réttum ís- lenzkum stjórnvöldum. Á þinginu átti að kjósa 12 lönd í framkvæmdaráðið og var ís- land eitt þeirra landa er kjörið var. ísland hlaut 87 atkvæði, en aðildarriki alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, sem tóku þátt í kosningunni voru 97. Einungis Bandaríkin fengu fleiri atkvæði en ísland eða 95. Önnur ríki, sem kjörin voru eru þessi: Pakistan, Ítalía, Nigería, Pól- land, Spánn Chile, Senegal, Jap- an, Iraq og ísrael. Fulltrúar íslands á greindu þingi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Nýju Delhi voru prófessor dr. med. Júlíus Sigurjónsson og dr. med. Óli Hjaltested. Ákvörðun um hver verði fúll- trúi íslanas í framkvæmdaráði stofnunarinnar verður tekin bráð lega, en næsti fundur fram- kvæmdaráðsins mun haldinn í Genf hinn 29. maí 1961. (Frá Utanríkisráðuneytinu) og dauða til þess að ná aftur valdaaðstöðu í Iðju. Foringjar kommúnista hafa komizt að þeirri niðurstöðu að áhrifamest sé að beita fyr- ir sig kaupkröfum kvenna til þess að koma af stað nýrri verkfallsöldu. Þeir gerðu til- raun með þetta í Vestmanna- eyjum þar sem konur voru látnar halda áfram verkfalli, eftir að allir aðrir voru búnir að semja. Þessi tilraun mistókst, og þess vegna leita þeir nú eftir því, hvar hægt sé að byrja næst. Ef svo ólíklega vildi til, að þeir nræðu völdum í Iðju, er ætlunin að hún fari fyrst í verkfall hér í Reykjavík undir því yfirskini, að verið sé að berjast fyrir kaupi kvenna, en þær eru þrír fjórðu félagsmanna. Það vill svo til, að Iðju- félagar hafa nokkra reynslu af verkfallsstjórn kommún- ista, og því gæti svo farið, að þessi áform þeirra um að hrinda félaginu út í pólitískt verkfall á undan öðrum fengju verðskuldaða útreið í kosningunum nú um helgina. Rafmagnsbilun KLUKKAN um hálfníu í gser- kvöldi varð rafmagnslaust f nokkrum af úthverfum í Aust- urbænum, t. d. Hvassaleiti, Stóragerði og víðar. Einnig var um líkt leyti rafmagnslaust á svo nefndri Lögbergslínu. Frá henni fá rafmagn Árbæjarbyggðin, Smálöndin, Selás og fleiri. Þegar þetta er skrifað, eru starfsmenn Rafmagnsveitunnar farnir til að leita að biluninni. Það var talið að háspennulína Lögbergslínunnar hefði bilað. En hvort eða á hvern hátt sam- band var á milli rafmagnsleys- ins í Hvassaleiti og Lögbergslínu var ekki vitað Sjálfboðaliðar óskast til starfa fyrir B-lisfann Sjálfboðaliðar óskast til starfa í Iðjukosningunum. Kommúnistar hafa aldrei lagt sig eins fram og nú í Iðju- kosningunum, því að von þeirra er að geta beitt félag- inu fyrir sig í pólitísku verk- falli. Því er skorað á sem allra flesta að gefa sig fram til starfa í kosningaskrifstofu B-listans, sem er í Verzlunar mannafélagshúsinu (V.R.), Vonarstræti 4, á þriðju hæð. Mætum öll og vinnum að sigri lýðræðissinna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.