Morgunblaðið - 07.03.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 07.03.1961, Síða 3
Þriðjudagur 7. marz 1961 MORGVTUJL AÐIÐ 3 en Loftleiðir eru að mestu komnir yfir þá. Cloudmast er vélarnar hafa reynst mjög vel, enda eru þær tæknilega fullkoimnastar allra vélknú- inna flugvéla. Meðalflughraði Cloudmaster DC 6b eru 245 mílur í allt að 25 þús. feta hæð. í vélunum er jafnþrýs-ti loft, sem gerir það að verk um, að þrýstingurinn inn í þeim í 25 þús. feta hæð er jafn og annars mundi vera í 8 þús feta hæð. Flugþol vél anna eru 13—14 klst. og taka þær 80 farþega. Skymaster DC 4 taka 60 far þega og fljúga með 180 mílna meðalhraða í 8—10 þús. feta hæð, flugþol þeirra eru 16 tímar og er það tiltölulega styttri tími en flugþol DC 6b miðað við hraðamismun. ★ Hekla seld. Eins og áður er sagt hefur Skymasterflugvélin Hekla ver ið seld og eru kaupendurnir enskt útgerðarfélag, sem hef ur sett á stofn flugfélag til þess að geta sjálft annazl flutning áhafnanna á skipum sínum milli staða. Nafn flug félagsins er Llods Internation al Airways. Söluverð vélarinn ar er 145 þús dollarar stað- greitt. Flugfélag íslands hefur haft Heklu á leigu að undanförnu, en skilar henni í dag. Verður hún send til Noregs þar sem fara fram á henni nokkrar breytingar og hún endanlega afhent kaupendum 11. marz. Ingólfur Jónsson, flugmála- ráðherra heilsar Einari Árna- syni, flugstjóra. Loftleiöir fá þriðju Cioudmaster-velina NOKKUR MANNFJÖLDI var saman kominn á sunnudags- eftirmiðdaginn úti á flug- velli og beið komu hinnar nýju Cloudmaster flugvélar Loftleiða. Búizt var við flug- vélinni kl. 3,40 en það var ekki fyrr en kl. 4 að drunur tóku að heyrast og hinn glæsi legi farkostur renndi sér tign lega niður úr skýjaþykkn- inu og birtist sjónum hinna )eftirvæntingarfullu áhorfenda Einar Árnason, flugstjóri, skýrði síðar frá því, að töfin hefði orðið vegna vestlœgs vinds, sem reiknað var með, en brást. Er flugvélin hafði sveimað nokkrar mín. yfir bænum renndi hún sér glæsi i lega niður á brautina og stöðv aðist fyrir framan fltigskýli Loftleiða. Meðal þeirra, sem biðu komu flugvélarinnar voru Ingólfur Jónsson, flug- málaráðherra, stjórn Loft- leiða, framkvæmdastjórn félagsins og fréttamenn blaða og útvarps. A Hlýjar móttökur. Er stiga hafði verið rennt upp að hinni nýmáluðu og gljáandi hlið flugvélarinnar, steing áhöfnin, er flaug henni t yfir hafið, út og tók á móti ! hlýjum kveðjum og árnaðar- óskum. Engir farþegar voru með í ferðinni. Frú Kristjana Milla Thorsteinsson, kona Al- freðs Elíasson'ar, framkvstj. færði flugstjóranum blóm- vönd. Flugstjórinn og áhöfnin hafa dvalið að undanfömu í Miami, Florida, en þar fór móttaka vélarinnar fram. Áhöfnin var mjög útitekin og sælleg og stakk í stúf við aðra, sem þarna voru samankomnir. Einar flugstjóri, sagði að þeir hefðu farið svo til beint úr sjónum upp í flugvélina, til þess að fljúga henni heim um New York. Flugið frá Miami til New York tók 4 klst., en frá New York til Reykjavíkur 9 klst. og 45 mín. og lét áhöfn in mjög vel af flugvélinni. A Þorfinnur karlsefni. Nýja flugvélin, sem hlotið hefur nafnið Þorfinnur karls efni, er af gerðinni Cloudmast er DC 6b, eða sömu gerð og hinar vélar Loftleiða, Leifur Eiríksson og Snorri Sturlu- son. Vélar þessar eru smíðað ar í Douglas verksmiðjunum, 1 Californíu en frá þeim verk smiðjum eru einnig Skymast er DC 4 vélarnar, er Loftleið ir hafa haft í förum til þessa. Þorfinnur karlsefni verður tekin í notkun til fariþegaflugs 1. apríl n.k. og fljúga þá Loft leiðir eingöngu vélum af gerð inni Cloudmaster DC 6b og má segja að með þessum skiptum hafi verið brotið blað í sögu félagsins. Þorfinnur karlsefni er keypt ur af PAA eins og hinar Cloudmastervélar félagsins. Samningar um kaupin gengu mjög vel og lét áhöfnin frá PAA, sem flaug flugvélinni afhendingarflugið svo um- mælt, að það væri einkenni- legt að PAA léti Loftleiðir alltaf fá nýjustu og beztu vél arnar. Kaupverð vélarinnar ásamt tveimur auka hreyflum var 630 þús. dollarar, og er það mjög sambærilegt verð sem á Leifi og Snorra. 200 þús. doll arar hafa þegar verið greidd ir. Loftleiðir fengu ríkis- ábyrgð fyrir 432 þús. dollur- um, en lánin útvega þeir sjálf ir og gengur mjög greiðlega að fá þau, því að félagið nýtur mikils trausts vestan hafs. Er Þorfinnur karlsefni hef ur verið tekinn í notkun munu Loftleiðir geta flutt um 4 þús. farþegar vikulega milli Banda ríkjanna og Evrópu. ★ DC 4 — DC 6b. Loftleiðir hófu millilanda- flug 17. júní 1947 með því að Skymaster flugvélin Hekla flaug til Kaupmannahafnar og hefur félagið síðan notað ein göngu Skymaster flugvélar, þar til í fyrra er það fékk tvær vélar af Cloudmaster-gerð. Voru þá Skymaster og Cloud master notaðar jöfnum hönd um. Nú er Þorfinnur karlsefni hefur bætzt í hópinn mun félagið selja Skymaster flug vél sína Heklu og nota ein- göngu Cloudmaster. Slík skipti á tegundum hafa tals- verða erfiðleika í för með sér, ★ fslenzkar áhafnir. önnur breyting, sem mark ar tímamót í sögu Loftleiða, kemur til framkvæmda 1. apríl n.k., en frá þeim tíma fljúga eingöngu íslenzkar á- hafnir vélum félagsins, og bæt ast 5 nýjar áhafnir við starfs liðið. Frá því að félagið hóf millilandaflug hafa alltaf ver ið erlendir flugmenn í þjón ustu þess. Áhafnir félagsins eru nú alls 15, 7 menn í hverri 4 karlmenn og 3 flugfreyjur. Síðan flugfélagið var stofnað hefur það jafnt og þétt aukið starfsemi sína og starfslið og vinna nú um 340 manns hjá félaginu. Viðhald á vélum félagsins hefur til þessa allt farið fram í Noregi og er gert ráð fyrir að félagið greiði á þessu ári um 40 millj. kr. í gjaldeyri til þessarar starfsemi. Áhugi er nú mikill hjá stjórn félags ins á því að flytja viðhalds starfsemina til íslands. Til þess að það sé hægt þarf að sjálfsögðu stærri flugskýli og breytta aðstöðu á öllum svið um. Við þá þjónustu þyrftu að vinna um 120 manns og flestir sérmenntaðir. — ★ — Ingólfur Jónsson, flugmála ráðherra, kvaðst vera mjög ánægður með þennan áfanga er Loftleiðir hefðu nú náð og sagði, að virðingarvert væri hvernig þetta litla flugfélag hefði hazlað sér völl á al- þjóðavettvangi. l I I t sTaiTsTííIr Norðurlandabúar og fiskveiðitakmörkin Auðsætt er af blöðum á Not®. urlöndum að þeim þykir íslend- ingum hafa tebizt furðulega vd í viðræðunum við Breta um lausn fiskveiðideilunnar. Bera blöðin gjarnan saman það samkomulag, sem tekizt hafði milli Norðmanna og Breta og Dana og Breta. Eins og menn muna var samkomulag Norðmanna og Dana við Breta miklum mun óhagstæðara þeim heldur en samkomulag það, sem íslendingar hafa nú gert. Þann- ig er til dæmis ráð fyrir því gert, að Bretar geti fiskað innan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna við Noreg í 10 ár. í Danmörku hefur einnig verið sbýrt frá því, að Danir hyggi sér nú til hreyfings um frekari kröfu fyrir hönd Fær eyinga og Grænlendinga. íað «r einnig samdóma álit blaða á Norð urlöndum að samkomulag íslend- inga og Breta sé okkur mjög hag- stætt og að íslendingar hafi unn- ið mikinn sigur í „þorskastríð- inu“ svokallaða. Afstaða New York Times Timamenn forðast eins og heit an eldinn að segja frá þeirri sam hljóða skoðun brezkra blaða, að samkomulagið um lausn fisk- veiðideilunnar sé stórsigur fyrir fsland. Þeir ganga jafnvel svo langt að halda því fram, að blöð í Bretlandi og víðar álíti fslend- inga hafa beðið ósigur. Er hér um að ræða einhverja grófustu frétta fölsun sem um getur í nokkru máli, af hálfu íslenzks blaðs. Tím inn hefur auðvitað ekki heldur sagt frá því, að New York Times, sem er viðurkennt íyrir að vera áreiðanlegasta og merkasta blað Bandaríkjanna skýrir nýlega /rá því í frétt á forsíðu, að Bretar hafi „gefizt upp í Íslandsstríð- inu“. Berja höfðinu við steininn Tímamenn halda áfram að berja höfðinu við steininn. SI. sunnudag segir Tíminn, að við höfum afsalað okkur einhliða út- færslurétti „um aldur og ævi“. Sannleikurinn er auðvitað sá, að íslendingar „afsala“ sér ekki neinum rétti. Þeir heita því að- eins, um leið og þeir áskilja sér rétt til þess að berjast áfram fyrir frekari verndun fiskimið- anna við strendur landsins, að ef til ágreinings komi um útfærslu fiskivciðitakmarkanna í framtíð- inni, þá muni þeir fallast á að alþjóðadómstóll skeri úr um hann. Hinu sama heita Bretar. Því fer þess vegna víðs fjarrl að hér sé um nokkurt réttinda- afsal að ræða. í því getur vissu- lega ekki fólgizt afsal réttinda að láta alþjóðadómstól skera úr, ef til ágreinings kemur. Það gerðu Norðmenn árið 1951 áður en þeir færðu út sín fiskveiðitakmörk og á þeim úrskurði Haag-dómstóls- ins í deilu Norðmanna og Breta byggðu íslendingar lokun flóa og fjarða og mörkun 4ra mílna fisk veiöitakmarkanna árið 1952. Bretar og Selvogsbanki Tíminn staglast á því að kona ein hafi spurt Ingólf Jónsson að því á Selfossfundinuxn, hvort Bretar ættu Selvogsbanka, og að ráðherrann hafi þá orðið „vand. ræðalegur“. Er það vitanlega hreinn uppspuni og „tímasann- leikur“. Ingólfur Jónsson svar- aði fyrirspurn konunnar á þá lund, að auðvitað hefðu Bretar aldrei átt Selvogsbanka. En þeir hefðu notað hann sem sína eign. Samkomulagið um lausn fisk- veiðideilunnar tryggir hinsveg- ar stóraukna vernd fiskimiðann* á þessum þýðingarmiklu uppeld- isstöðvum nytjafiska.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.