Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. marz 1961 Lausn landhelgismálsins íslendingum til stórsóma — sagði Jóhann Hafslein á A!þ'ngi ÞINGSÁLYKTXJNARTILLAGA ríkisstjórnarinnar um lausn fisk- Teiðideilunnar við Breta var til 2. umr. á fundi sameinaðs þings í jær. Héldu stjórnarandstæðingar vPPi miklu málþófi, og var um- ræðum ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun í nótt, og var búizt ▼ið, að fundur stæði langt fram eftir nóttu. TJtanríkismálanefnd hafði fjallað um málið á fundi síðan 1. umræðu lauk og lá álit meiri hluta nefndarinnar fyrir fundinum í dag. Jóhann Hafstein, framsögumað W meirihluta utanríkismála- nefndar skýrði frá því í upphafi ræðu sinnar, að utanríkismála- nefnd hefði haldið fund um lausn landhelgismálsins er þings ályktunartillögu ríkisstj órnarinn- ar var vísað til hennar. Eftir ósk nefndarmanna hefðu þeir Guð- mundur í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, Bjarní Benedikts- son dómsmálaráðherra og Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, mætt á fundinum og hefðu ráðherrarnir svarað þar fyrirspurnum, sem beint var til þeirra, um einstök málsatriði. Fljótt hefði þó kom- ið í ljós, að ekki mundi nást sam komulag innan nefndarinnar um afgreiðslu málsins, en meirihluti hennar legði til, að tillagan yrði samþykkt óbreytt. Ótvíræð viðurkenning ' Andstæðingar málsins hefðu haldið því fram, sagði Jóhann, að ekki væri sama að „falla frá mót mælum gegn 12 mílna fiskveiði- lögsögu" og að viðurkenna 12 mílna fiskveiðilögsögu. í utanrík- ismálanefnd hefðu ráðherrarnir lagt á það ríka áherzlu að á þessu tvennu væri enginn skilsmunur, enda styddj öll meðferð málsins í viðræðunum við Breta, að svo væri ekki. Bretar hefðu mótmælt rétti okkar til 12 mílna fiskveiði- lögsögu og stutt mótmæli sín með herskipavaldi. Nú féllu þeir frá mótmælum sínum — „will no longer object to a twelve-mile fishery zone around Iceland". Þetta væri endanleg og óaftur- kallanleg viðurkenning af hálfu Breta á 12 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis ísland. Og utanríkis- ráðherra hefði einnig upplýst að gefnu tilefni, að ríkisstjórn Bret- lands mundi ekki fara fram á framlengingu hinna takmörkuðu veiðiréttinda á ytri 6 mílunum — að 3 ára samningstímanum liðnum. Eðli samkomulagsins Við Íslendingar ættum ekki að hafa löngun til þess að draga það í efa, sem alveg ótvírætt hefur samizt um réttarstöðu okkar við lok fiskveiðideilunnar við Breta, sagði Jóhann Hafstein. Það yrði að ætla, að efasemdir þær, sem vikið hefði verið að, væru settar fram í góðum huga, og að því leyti væri mikilsvert að þær hefðu komið til umræðu — að með því væri eytt öllum vafa um hinn ótvíræða rétt okkar og hinn rétti skilningur óvéfengjanlega skjalfestur á Alþingi. Síðan sagði Jóhann: „En er ekki samkomulagið, sem lagt er til, að gert sé við Breta, tímabundið — uppsegjanlegt af okkar hálfu eða er því ætlað að standa til eilífðarnóns? Þannig heyrum við andstæðinga máls- ins spyrja — og það er tortryggni í hreimnum. Við erum minnt á, að þegar Danir gerðu landhelgissamning- inn við Breta fyrir okkar hönd árið 1901 — hafi þó verið svo um samið, að samningunum mætti segja upp með 2 ára fyrirvara. Þá var samið um þá minnstu land- helgi, 3 mílna landhelgi eftir brezkri forskrift, með opnum flóum og fjörðum. Jafnvel Bret- ar gerðu sér fullljóst, að slíkt samkomulag var ekki til þess fall ið að standa til lengdar. En hvers eðlis er hið umrædda samkomulag nú? 1. Bretar viðurkenna nú 12 mílna fiskveiðilandhelgi íslands — endanlega og óafturkallan- lega. Er einhver fslendingur, sem vildi, að Bretar gætu sagt þessu samkomulagsákvæði upp eftir tiltekinn tíma? 2. Bretar viðurkenna þýðingar- miklar breytingar á grunnlín- um á fjórum stöðum umhverf is landið, en af því leiðir aukn ingu fiskveiðilögsögunnar um 5065 ferkm. Þetta er líka ó- afturkallanleg og ótímabundin viðurkenning á íslenzkum réttindum. 3. Brezkum skipum verður heim- ilað að stunda veiðar á tak- mörkuðum svæðum á milli 6 og 12 mílna og takmarkaðan tíma á ári næstu 3 ár. Hér eru tvær tímatakmarkanir Bret- um í óhag. Þeir fá aðeins að njóta tiltekinna réttinda — takmarkaðan tíma á ári — og aldrei lengur en 3 ár! 4. Og þá komum við loks að fjórða atriðinu, sem gjarnan er orðað svo af andstæðingum þessa máls, að við íslendingar höfum, samhliða framan- greindu, afsalað okkur ein- hliða rétti til frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar en nú er tilskilið, um alla eilífð! Er þetta þá rétt? Nei, þetta er ekki rétt — held ur hið gagnstæða! Það, sem um þetta meginatriði felst er í niðurlagi hinnar fyrir huguðu orðsendingar til utanríkis ráðherra Betlands — en þar seg- ir: „Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiði- lögsögunnar við fsland, en mun tilkynna ríkisstjórn Bretlands slíka útfærslu, skal honum, ef annarhvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins". Einhliða útfærsla í þessu felst: 1. að íslendingar tilkynna Bretum strax, “að þeir muni halda áfram að vinna að frek ari útfærslu fiskveiðilögsög. unnar. 2. að íslendingar muni til- kynna Bretum útfærslu með 6 mánaða fyrirvara. 3. að ef ágreiningur rís um slíka útfærslu, skuli honum, ef annarhvor aðili óskar, skot ið til Alþjóðadómstólsins. 4. að ef Alþjóðadómstóll- inn hefur ekki úrskurðað um málið innan 6 mánaða, kemur útfærslan til framkvæmda, og Bretar skuldbinda sig til að beita ekki herskipum sín- um eða annarri valdbeitingu gegn henni. 5. að einhiiða útfærsla fs- lendinga er skuldbindandi fyrir Breta um aila framtíð — nema Alþjóðadómstóllinn kveði upp þann dóm, að út- færslan sé ekki í samræmi við alþjóðalög og rétt. Það er því aðeins eitt atriði. sem við íslendingar skuldbind- Jóhann Hafstein um okkur til um alla framtíð — með því samkomulagi, sem ráð- gert er til lausnar fiskveiðideil- unni við Breta — að gera ekki ráðstafanir, sem samkvæmt dómi Alþjóða- dómstólsins brjóta í bága við alþjóðalög og rétt. Er einhver háttvirtur alþingis. maður þeirrar skoðunar, að okk ur fslendingum sé sæmandi að taka á okkur slíka skuldbind- ingu aðeins tímabundið? Og er þetta nokkur ný skuld- binding? Nei — þessa skuldbind ingu höfum við áður undirgeng- izt með aðild okkar að Samein- uðu þjóðunum, en skv. 93. gr. sáttmála hinna Sameinuðu þjóða eru „allir meðlimir þeirra ipso facto aðilar að samþykkt Al- þjóðadómstólsins" sem skv. 7. gr. er ein af aðalstofnunum hinna Sameinuðu þjóða. En skv. 1. gr. sáttmála hinna Sameinuðu þjóða er markmiði þeirra þann- ig lýst — „að koma á sættum eða lausn milliríkjadeilumála á frið- samlegan hátt og i samræmi við grundvallarreglur réttvísi og þjóðarréttar". — Grunnlímibreytingarnar veigamiklar Þá vék ræðumaður að þeirri spurningu hver afstaða annarra þjóða mundi verða til þessa sam komulags milli Breta og íslend- inga. Sagði hann, að í því til- efni yrði að gera ráð fyrir að við mundum ekki meina öðrum þjóðum réttindi þau sem hér um ræðir, enda tækju þær þá á sig sömu skuldbindingar og Bretar. Enginn vafi er á því sagði Jó- hann Hafstein, að viðurkenning. in á hinum nýju grunnlinum er mjög veigamikil þó að hér skuli ekkert um það fullyrt, hvort við fáum með samkomulaginu ann- að eða meira viðurkennt en við hefðum getað fengið okkur til- dæmt með alþjóðadómi. Sað. reynd er hins vegar að ríkis- stjórn Hermanns Jónssonar gekk ekki svona langt með reglugerð inni frá 1. september 1958 — og í tillögum sínum á þessu þingi hafa stjórnarandstæðingar lagt til að lögfesta nú hinar gömlu grunnllnur. Um kröfu stjórnarandstæð- inga um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sagði Jóhann. að þetta mál væri þess eðlis að það væri fyrst og fremst ríkisstjórnar og Alþingis að taka ákvörðun um það samkv. stjórnarskránni. Hitt væri svo annað mál að það gæti vissulega verið freistandi að fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu um það, sérstaklega vegna hinna ) góðu undirtekta sem málið hefði fengið hjá öllum almenningi En þetta væri samningur milli tveggja ríkja sem þinginu bæri að taka afstöðu til. Undirtektir innan lands og utan Þá ræddi Jóhann Hafstein nokkuð um þær undirtektir, sem tillaga ríkisstjórnarinnar hefði hlotið bæði hér og heima og er- lendis. Gat hann þess, að Aliþingi hefði borizt fjöldi ályktana, sem mæla með samþykkt tillögunnar og fagna þeirri lausn, sem hún gerir ráð fyrir. Þá hefðu margar ályktanir sama efnis birzt í blöð- um og gerði hann grein fyrir efni nokkurra slíkra ályktana. Meðal þeirra aðila, sem lýst hefðu yfir ánægju með samkomu lagið væru t. d.: Vélstjórafélag Vestmannaeyja, Matsveinafélag S.S.Í., Farmanna- og fiskimanna smband íslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Vest mannaeyjum, Útvegsmannafélag Akraness, Bæjarstjórn Reykja- víkur, Bæjarstjórn Siglufjarðar, Sjómannafélag Reykjavíkur, Fé- lag ísl. botnvörpuskipaeigenda, Dandssamband íslenzkra útvegs- manna og Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar Því væri hins veg ar ekki að leyna, að samþykktir hefðu einnig borizt gegn sam- komulaginu, þ. á. m. frá Sveina- félagi húsgagnasmiða og A.S.B., félagi afgreiðslustúlkna í mjólk- ur- og brauðabúðum, auk sam- þykkta frá flokksfélögum stjórn arandstæðinga. Þá væri fróðlegt að sjá, hvernig almenningur í Bretlandi bregzt við samkomuiaginu, sagði Jóhann. Af fréttum útvarps og blaða mætti sjá, að þar væri megn andstaða og gremja meðal allra þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu máli. Og Ijóst væri, að brezka stjórnin hefði sætt þungum ákúrum af hálfu stjórnarandstæðinga í brezka þinginu. Þá væri það ljóst, að Bretum dettur ekki í hug að ímynda sér, eins og stjórnarand- stæðingar hér gera, að íslending- ar hafi afsalað sér rétti sínum til frekari útfærslu. Og það væri auðséð, að þeir óttist mest fram- haldandi sókn fslendinga til þess að fá yfirráð yfir öllu land- grunninu í samræmi við orðsend ingu íslenzku stjórnarinnar. Lausnin íslendingum til sóma Máli sínu lauk Jóhann Haf- stein á þessa leið: Meiri hluta utanríkisnefnd- ar er ljóst, að hæstvirt ríkis- stjórn hefur haft til úrlausnar mikið vandamál, þar sem er fiskveiðideila Breta og íslend- inga. Ríkisstjórn íslands hefur borið gæfu til að leggja nú fyr ir hæstvirt Alþingi tillögu til lausnar þessa vandamáls, sem er íslendingum til mikils sóma og mun verða þeim til ómetan lega trausts og halds í við- skiptum við aðrar þjóðir. Barátta fslendinga í land- helgismálinu hefur oft verið erfið. Afstaða þeirra hefir aldrei verið traustari en nú með sam komulagi því sem hæstvirt rík isstjóm fer fram á, að Alþingi heimili henni að gera við rík- isstjórn Bretlands. Við I meirihluta utanríkis- málanefndar leggjum því ein dregið til, að þingsályktunar- tillagan um lausn fiskveiði- deilunnar við Breta verði sam þykkt óbreytt. Þórarinn Þórarinsson tók næst ur til máls. Krafðist hann þess, að bréf það, sem utanríkisráð- herra segðist hafa í fórum sínum og segði að innihéldi tryggingu gegn því, að Bretar færu fram á framlengingu samningsins, yrði birt. Þórarinn sagði í lok ræðu sinnar, að hér væri um al gjöran nauðungarsamning að ræða, sem ríkisstjórnin gerði af ótta við brezk herskip og yrði að líta á hann í Ijósi þessarar staðreyndar. Og ef Alþingi sam þykkti nú þennan samning, mætti segja, að deilan við Breta væri 1 raun og veru að hefjast. því að hér eftir þyrftum við að sækja allan rétt okkar undir þá. Einar Olgeirsson taldi, að það væru ítök Breta og Atlantshaís- bandalagsins í íslenzku ríkis- stjórninni, sem yllu íslendingum mestum erfiðleikum. Sterkasti andstæðingur íslendinga í land- helgismálinu hefði verið At- lanshafsbandalagið, mðistöð ný- lendukúguniar f heiminum, en bandalagið hefði alltaf verið notað til þess að reyna að beygja íslendinga. Og nú væri árangur- inn af fortölum ráðamanna At- lantshafsbandalagsins og kúgun- artilraunum þeirra að koma i Ijós- Sigurvin Einarsson (F) talaði fyrstur á kvöldfundinum í gær- kvöldi. Var honum mjög í nöp við Alþjóðadómstólinn í Haag og sagði engri þjóð koma til hugar að leita þangað með lífsbjargar- mál sín, ef hún treysti sjálfri sér. Ef lausnin yrði samþykkt, væru þar með lagðir fjötrar á komandi kynslóðir, hér væri um nauð- ungarsamninga að ræða, gerð yrði Kópavogssamþykkt o. s. frv. o. s. frv. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, tók því næst til máls. Svaraði hann ýmsum gífur yrðum Sigurvins, taldi fjarstæðu að tala um fjötra í þessu sam- bandi, hér væri einmitt verið að tryggja íslenzku þjóðinni rétt. Ekki væri rétt, að Breta þyrfti að spyrja eins eða neins í sambandi við frekari útfærslu. Við þyrftum einungis að til- kynna Bretum og þar með öðr- um með 6 mán. fyrirvara um einhliða útfærslu okkar, sem tæki gildi eftir 6 mán., ef þeirri ákvörðun hefði ekki áður verið hnekkt með dómi Alþjóðadóm- stólsins. Skoplegt væri að heyra stjórnarandstæðinga tala um óhæfilega langan frest í þessu máli. Stjórnarandstæðingar sýndu, að þeir telja sjálfir nokkurn frest eðlilegan, þegar þeir létu nokkurn tíma líða frá útgáfu reglugerðarinnar 1958 og til gild istöku hennar. Með þeirri lausn deilumálsins, sem nú liggur fyrir, skuldbinda Bretar sig til að beita okkur ekki ofbeldi og kúgun, heldur skuli hugsanleg ágreiningsmál fara fyrir Alþjóðadómstólinn. Varaformaður Framsóknarflokks ins hefur fram að þessu haldið því fram, að ekki komi annað til mála en að fara að alþjóða- lögum. Það er alveg nýtt, og hefur aldrei heyrzt fyrr í sölum Alþingis, að ekki eigi að fara að alþjóðalögum í þessu máli. — Þá hljóta íslendingar að halda fast við það, að ákvæðin séu óupp- segjanleg af beggja hálfu, til þess að lög og réttur gildi, en ekki máttur hins sterkari. Nú biðja stjórnarandstæðingar um þjóðaratkvæði, en Islending- ar hafa sett sér stjórnarskrá sem kveður skýrt og ótvírætt á um það, að samningagerð er á valdi ríkisstjórnar og/eða Alþingis. Þetta er bæði réttur og skylda, sem lagt er á stjórn og þing og þessir aðilar eiga ekki að skjóta sér undan. Það væri að víkja sér undan skyldu, sem við höfum tek izt á hendur gagnvart þjóðinnL Þá hefur því verið haldið fram, að okkur skorti þinglegt umboð til að semja á þennan hátt, því að um annað hafi verið talað fyr- ir kosningar og þessi lausn brjóti í bága við samþykktina frá 5. maí 1959. Þetta er ekki rétt. Hér er samþykktinni fullnægt í einu og öllu og umboðið hefur verið staðfest í tvennum kosn- ingum, síðan samþykktin var gerð. Með því samkomulagi, sem nú liggur fyrir, játa Bretar fyrir- fram, að einhliða mótmæli þeirra veita þeim hvorki lagalegan né siðferðilegan rétt í málinu. Sá, sem segir, að með þessu séju la ð ar hömlur eða fjötrar á fslend- inga, heldur því fram um leið, að við ætlum að brjóta alþjóðali' En hver er sá, sem segir, að \ i höfum brotið alþjóðalög eða at - um okkur að halda svo á málui Heyrzt hefur og, að okkur b Framh. á bls. li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.