Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. marz 1961 MORCUNbLAÐlÐ 11 Þórunn Jörgensen írd Siglufirði FFtÚ Þórunn Jörgensen frá Siglu firði verður jarðsett í dag. Hún lézt í Landsspítalannum 1. þ.m. eftir langa vanheilsu og margra mánaða þungbæra sjúkdómslegu. Fædd var hún 10. júlí árið 1900 í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Jónsson, sjómaður og bátasmiður, ættaður af Snæfells- nesi og Halldóra Ólafía Jónsdótt- ir, fædd og uppalin á Seltjarnar- nesi. Var hún ein hinna glæsilegu Mýrarhúsasyskina en yngstur þeirra var Jón Aðils sagnfræðing- ur, sem einnig var kunnur fyrir framúrskarandi söngrödd. Halldóra var mikil fríðleiks- kcna, tíguleg í framgöngu og Bvipmót hennar fannst mér mót- ast af sálarró og festu. Hög var hún, og bar öll handavinna henn- ar vott um ótvíræðan listasmekk. Faðir hennar Jón 1 Mýrarhúsum, var hagleiksmaður og í frásögur var fært hvílíkur listaskrifari hann hefði verið. I ættinni virð- ist listgáfa og fróðleiksfýsn hafa verið mjög ríkjandi, en nafn- kenndastir hafa þar orðið, þeir Jón Aðils og Brynjólfur listmál- ari ,en hann var elzta barn þeirra Halldóru og Þórðar, aðeins 4 ára þegar faðir hans dó. Næsta barn- ið, Ingunn kona Jóns Gunnlaugs- sonar stjórnarráðsfulltrúa var þá tveggja ára og Þórunn, yngsta barnið á fyrsta ári. Var hún heit- inn eftir Þórunni móðursystur sinni konu Jóns útvegsbónda í Ráðagerði; hún lézt rétt áður en yngri Þórunn fæddist. Ráðagerðis heimilið var stórt og mannmargt og elzta heimasætan uppkomin, svo litlu Þórunni var strax boðið þar til fósturs, þegar faðir henn- ar lézt, en eldri börnin fylgdu móður sinni. Fám árum síðar giftust þau Halldóra og Þórður í Ráðagerði. Voru þær því allt í senn Þórunn Jörgensen og Ólafía Hansson, sem lézt mónuði fyrr: systradætur, uppeldissystur og stjúpsystur. Gott er að hugsa til þess, að hún hafi nú væntanlega tekið á móti frænku sinni í ann- að sinn. Snemma sumars 1921 var póst- og símstjóraembættið í Siglufirði veitt Ottó Jörgensen. Hann var þá 25 ára og ekki var laust við, að ýmsa furðaði á að svo ungum mann skyldi vera veitt jafn á- byrgðarmikið starf. En starfsfer- ill hans við símann var jafn gam- all símanum sjálfum hér á landi. Jörgensen hafði unnið sér óskor- að traust yfirboðara sinna og það flýtti auðvitað fyrir framanum. Um haustið sótti hann brúði sína til Reykjavíkur. Aðkoman var ekki að öllu leyti ákjósanleg. Snjóa lagði snemma að í Siglu- firði þetta haust. Húsnæðið sem þau áttu að fá var ekki tilbúið og engir vandamenn né vinir til aý táka á móti þeim. Ég held að Þórunn hafi ekki þekkt einn ein- asta Siglfirðing í sjón. Þegar hún kom þangað fyrst. En öllum leist vel á ungu fallegu konuna, með djúpbláu augun, bjarta yfirlitið og gullna hárið. Ekki býst ég við að henni hafi verið það sársauka- laust, að skilja við vini sína í Reykjavík og ættingjana, sem hún var alla tíð tengd mjög traustum böndum. Snjóþyngslin og einangrun, sem óneitanlega var nokkuð mikil í Siglufirði, áð- ur en bílvegur var lagður yfir Skarðið, hafa vafalaust líka lagzt á með nokkrum þunga. Ekki kvartaði hún samt, enda var nógu eð sinna fyrsta sprettinn að koma heimilinu í lag og það lét henni einmitt svo vel. Listhneigð, lagvirkni og fegurðarsmekkur eettarinnar var henni í blóð bor- inn. — Lífið virtist brosa við þess um ungu hjónum. Þau höfðu ör- ugga fjárhagsafkomu, fallegt heimili, og eignuðust á næstu ár- um tvö efnileg börn: dreng og stúlku. Löngum dvaldi líka móð- Ir Þórunnar hjá henni, en góð imma hefir ætíð verið ein dýr- mætasta stoð barnaheimdlis. Jafn- vel á bjartasta só.lskinsdegi má búast við dimmum skýjabólstr- um. Og svo fór hér. Heilsa hús- móðurinnar hafði reyndar aldrei verið sterk og stundum var við þungbær veikindi að stríða, en þyngsta áfallið var þó, þegar Halldóra litla, yndislega 7 ára dóttirin, lézt af slysförum — varð fyrir bíl að móður hennar ásjáandi, án þess hún fengi nokk uð aðgert. — Mér fannst frú Þór- unn aldrei verða fyllilega söm eftir það, þó margvíslegar sára- bætur fengi hún smám saman. Systurdætur hennar stóðu hjarta hennar mjög nærri. Gunnar son- ur hennar, búsettur í Siglufirði og fulltrúi hjá föður sínum, kvæntist ágætri konu, sem var henni svo vel að skapi, að á betra varð ekki kosið. Og sonarbörnin elskuðu ömmu sína og minning- in um hana, verður þeim vafa- laust dýrmæt og kær alla ævina. Margra ánægjustunda hefi ég að minnast frá kynningu og ná- innar vináttu okkar Þórunnar í nær fjóra áratugi. Bezt þótti mér að vera ein með henni í ró og næði og láta hana miðla mér af öllum þeim mikla fróðleik, sem hún hafði að sér viðað. Hún var ákaflega bókhneigð og víðlesin, mundi vel það sem hún las, sagði frá af fjöri og hafði glöggt auga fyrir perlum íslenzkra bók- mennta. Hátíðastundir á heimili Jörg- enshjónanna voru afbragðs skemmtilegar. Bæði voru hjónin samhent um gestrisni og glað- værð. Veitingar voru frábærar. Kom lagvirkni og smekkvísi hús- móðurinnar engu síður fram í matargerðinni, en í hirðingu heimilisins, enda var ungum stúlkum talinn það góður skóli, að vinna hjá henni, og við sumar þeirra, sem komu til hennar ung- ar, batt hún tryggð, sem enzt hef- ir alla tíð. Veit ég þær, sem nú eru löngu búnar að eignast sín eigin heimili, minnast hennar með einlægu þakklæti fyrir allt, sem þær hafi af henni lært, og engu síður fyrir órofa vináttu, enda var tryggð og vinfesti einn af sterkustu eðlisþáttum hennar. Fyrir vini sína sparaði hún hvorki fé né fyrirhöfn ef þeim lá á. Og engu skeytti hún eigin van- heilsu þegar sjúk vinkona þarfn- aðist hjúkrunar. Gott þótti okkur líka fjórum vinkonum sem lengsta samleið átt um, að skemmta okkur saman við spil og samræður. Lengi höfðum við það fyrir fasta reglu að hitt- ast hver hjá annarri til skiptis einu sinni í viku. Nú sit ég ein eftir með söknuð — en þakklæti í huga — þakk- læti fyrir allar góðu minning- arnar, og þá ekki sízt fyrir þá síðustu, sem ætíð mun vera mér ógleymanleg. — Kvöldstund fyr- ir rúmum hálfum mánuði, sat ég við sjúkrabeð Þórunnar ásamt manni hennar, tengdadóttur, syst ur o gsysturdætrum. Veikinda- stríðið hafði verið strangt und- anfarna daga og hún oftast verið meðvitundarlítil, en nú var hugs- unin þó alveg skír. Og þó hún væri ekki þjáningalaus, talaði hún glaðlega við okkur. — Hún minntist þess, hve vel sér hefði verið hjúkrað á Landsspítalanum, mælti ástúðarorð til manns síns og systur, lofaði umhyggjuogkær leika tengdadóttur og systurdætr anna. Lét hugann reika norður til sonarins og sonarbarnanna og þá varð svipurinn óendanlega bjartur. Hún taldi það mikla gæfu fyrir sig, hve góða vini hún hefði eignast í Siglufirði og bein- línis skemmti sér og okkur, við að rifja upp skrýtlur og ýmsa skemmtilega viðburði þaðan. Á sjónarhimni hennar vottaði ekki fyrir nokkrum skýhnoðra. Hún taldi einungis sólskinsstundirnar og ég held að við höfum öll fund- ið, að hún óskaði þess, að við gerðum það líka. Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá. UTBOÐ Tilboð óskast í múrvinnu á, húsi II. byggingaflokks Framtaks að Sólheimum 25. Útboðslýsingá og teikn- inga má vitja á skrifstofu félagsins, Sólheimum 32 í dag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20,30 til 22. gegn 300 króna skilatryggingu. Stjórnin Framtíöarstarf Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst starfsmann, sem annast getur sölu og aðstoðað við innkaup. — Starfið er f jölbreytt og krefst vöruþekk- ingar, árvekni og dugnaðar. — Tilboð merkt: „Framtíð — 1811“, sendist á afgr. Mbl. fyrir mið- vikudag 8. þ.m. Annað kvöld verSur 30. sýning á leikritinu „Engill horfðu heim“ í Þjóðleikhúsinu, og eru nú eftir aðeins þrjár sýningar á leiknum, sem hefur verið sýndur í allan vetur við ágæta aðsókn. — Myndin er af „Gant“ fjölskyldunni, en leikurinn fjallar um líf þessa fólks. Róbert og Guðbjörg leika foreldranna, en börn þeirra eru leikin af Gunnari Eyjólfssyni, Jóni Sigurbjörnssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur og Klemenzi Jónssyni. dœsileg hálf húseign á hitaveitusvæði til sölu. Málflutningsskrifstofan EGGERT CLAESSEN GÚSTAF A. SVEINSSON Hæstaréttarlögmenn Þórshamri. Tilboð óskast í eftirtalin tæki: — 1 skurðgrafa Priestman Cub. — 1 skurðgrafa P og H 150. — 1 vörubifreið Vz tonns Dodge Pick-up. — 2 Hercules benzínvélar 150 hö ásamt varahlutum. — Tækin verða til sýnis á verk- stæði voru, Kársnesbraut 68, þriðjudaginn 7. marz kl. 1 til 4. — Tilboðin verða opnuð þar á staðnum kl. 4,30 sama dag. Vélasjóður ríkisins WD Allt er fskt á götum Parísarborgar, — en þér fáið aðeins hinar alveg réttu fegrunarvörur frá LANCÖME le parfumeur de Paris Það er áríðandi að málverk og listmunir á næsta málverkauppboð berist í þessari viku. — Skoðað, virt og sótt heim til þeirra, sem hafa ákveðið að selja listaverk. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími 13715

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.