Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. marz 196x MORCVNBLAÐIÐ 13 Aukning kaupmáttar launa og atvinnuöryggis þyðingamestu hagsmunamál iaunþega Frá aðalfundi VerzlunarmannaféBags Reykjavlkur AÐALFUNDUR Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur var haldinn mánudaginn 27. febrúar í Iðnó. Fundarstjóri var kjörinn Ingvar N. Pálsson. Aðeins einn listi hafði borizt txm kjör formanns, stjórnar og trúnaðarmannaráðs og var hann :því sjalfkjörinn. Formaður var kjörinn Gnðm. H. Garðarsson, viðskiptafræðing. ur í aðalstjórn voru kjörnir tii tveggja ára: Eyjólfur Guðmunds son, Hannes Þ. Sigurðsson og Óskar Sæmundsson, fyrir voru Gunnlaugur J. Briem, Otto. J. Ólafsson og Gísli Gíslason. í varastjórn voru kjörnir: Einar Ingimundar, Björn Þórhallsson og Helgi Guðbrandsson. 1 trúnaðarmannaráð: Andreas Bergmann, Sigurður Steinsson, Geir Fenger, Njáll Símonarson, Sverrir Jónsson Stella Jónsdótt- ir, Oddgeir Bárðarson, Richard Sigurbaldsson. Örlygur Hálf- dánarson, Pétur Einarsson og Markús Stefánsson. Varamenn: Helgi Eysteinsson, Þór Þormar, Gyða Halldórsdóttir Hreinn Hall dórsson Hjörleifur Jónsson, Hörður Felixson og Kjartan Guð mundsson. Formaður flutti skýrslu stjórn. ar. Greidi hann m. a. frá starf- eemi skrifstofu V.R., launa og kjaramálum, synjun ASÍ -— þings um upptöku verzlunar. fólks, 70 ára afmæli félagsins, útnefningu heiðursfélaga í því sambandi og veitingu gullmerkis V.R., stofnun Verzlunarbanka Is lands h.f. og væntanlega þátt_ töku verzlunarfólks í bankanum. Efnahagslegt sjálfstæði í lok ræðu sinnar ræddi Guð- mundur um hinn mikla voða, er steðji að íslenzku þjóðinni, ef framleiðslan væri stöðvuð á há- bjargræðistímanum svo sem nú heur átt sér stað. Komst hann m. a. svo að orði: S'tefna íslendingar visvitandi »ð því að gera sjálfa sig fátæk- ari og glata sjálfstæði sínu? Þeissi spurning verður æ áleitn- »ri með hverjum degi sem líður, þrátt fyrir hástemt lof sumra leiðtoga þjóðarinnar um gáfur hennar og hæfileika. Á það vissu lega við um aldamótakynslóðina, »em tryggði þjóðinni fullt sjálf- Stæði og lagði grundvöllinn und- ir núverandi atvinnulíf iands- manna. En hvar stendur þjóðin i dag, eðeins 17 árum eftir lýðveid'S- stofnunina? Skilur hún, hvaða (kröfur verður að uppfylla til 'þess að unnt sé að vernda sjálf- stæðið? Þekkir hún stöðu sína <og takmarkanir í alþjóðlegum viðskiptum? Að gefnu tilefni er hér aðeins varpað fram örfáum spurningum, því að allt bendir til þess, að nú sé verið að kippa fótunum undan efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Miklar kröfur hafa verið gerð »r til atvinnuveganna og hefur þeim víða verið fylgt eftir með verkföllum. Framkvæmd verk- fallanna hefur verið þannig, að þegar deila við einn aðila hefur verið leyst, þá hefur næsti hóp- ur fariö af stað og svo koll af kolli, þannig að um algjöra fram leiðslustöðvun hefur verið að ræða í þýðingarmiklum verstöðv um eins og t. d. Vestmannaeyj- um. Ósjálfrátt rifjast upp fyrir mönnum, að verkfallsvopnið var veitt á þeim tíma, þegar samn- ingagerð stóð á frumstigi og skilningur var allt annar á lausn ágreiningsatriða. Geysilegar breytingar hafa síðan orðið á lífskjörum fólksins og atvinnuháttum. Framleiðslu. keðja nútímans tengir lífskjör einstaklinga, hópa, stétta og allr ar þjóðarinnar miklu nánar sam an en áður fyrr, og má enginn hlekkur bresta, ef ekki á illa að fara. Þess vegna þarf að gæta mikillar varúðar, áður en skellt er á verkföllum, ekki hvað sízt á hábjargræðistíma þjóðarinnar eins og nú er gert. Vegna verkfallanna hefur þegar átt sér stað stórkostlegt at vinnu- og gjaldeyristap, nemur það tugum, ef ekki hundruðum milljóna króna. Þjóðin hefur orðið fyrir þungum búsifjum, þó einkum hinir stríðandi aðilar. í nútíma atvinnurekstri skipta fjórir þættir meginmáli, þ. e. vinnuaflið, fjármagnið, hráefn- ið eða náttúran og hið svonefnda skipulag eða menning. Þýðing þessara þátta fyrir afkomu þjóð- arinnar er mismunandi en nauð synlegt er, að þeir séu ofnir sam an í traustum vef, sem tryggir nýtingu sérhvers þeirra tii hins ýtrasta. Gæta ber þess, að eigi sé gengið of nærrj einhverjum að vera samtaka, ef vel á að fara fyrir fámennri þjóð. En margir eru bráðlátir. Þeir vilja byggja upp,ráðast í stór- framkvæmdir, fyigjast með tím_ anum, jafnframt því sem þeir hinir sömu krefjast meiri neyzlu tekna, stóraukinnar menntunar og fullkomins atvinnuöryggis, svo nokkuð sé nefnt. Sá, sem ekki fylgist með kröfum tímans, dregst aftur úr. Það vita allir. Hin mikla hætta En kröfur, sem stríða á móti eðlilegri þróun, geta einnig leitt til afturfarar og lífskjaraskerð- ingar. f Morgunblaðinú var fyrir skömmu viðtal við forustumann sem öðrum fremur er í snertingu við þann þátt efnahagsmálanna, sem ræður úrslitunum um lífs- kjarastig þjóðarinnar, þ. e. hina erlendu markaði. Viðkomandi maður hefur í áraraðir starfað að því að skapa íslendingum markaði_ fyrir fiskafurðir þeirra, lagt alúð við að tryggja þá og færa þjóðinni heim eftirsóttan og verðmætan- gjaldeyri. Haft forustu við djarfar framkvæmd' ir á erlendum vettvangi. Markaðirnir eru í hættu vegna fiskleysis, segir þessi kunni atorkumaður. Mikil vá er fyrir dyrum. Margra ára upp- byggingarstarf fyrir höfuðat- vinnuveg þjóðarinnar, sjávarút- veginn, getur verið unnið fyrir gýg, ef eigi er afgreiddur fiskur til erlendra neytnda sem eru Óttinn við fólkið Forustumenn á Alþingi hafa ekki treyst sér til að hafa vit fyrir fólkinu, þrátt fyrir hinn góða ásetning, sem fram kom í setningu hinna nýju laga um efnahagsmál s.l. vetur. Kjark- menn virðast vera fáir meðal leiðtoga þjóðarinnar. Sýnilegt er, að þeir óttast margir hverjir, að opinber andstaða við slíkt á- byrgðarleysi, sem núverandi verkföll á hábjargræðistíman- um eru, geti teflt stjórnmála- og valdaferli þeirra í hættu. Á íslandi býr enginn við skort. Sérhver vinnufús karl eða kona getur haft næga atvinnu. Lífskjör eru hér betri en víða annars staðar. Unga fólkið hefur mikla möguleika til atvinnu og menntunar. Fáar þjóðir búa við betri lífskjör en íslendingar, sem hafa notið þeirrar gæfu að geta alið upp kynslóð ungs, glæsilegs fólks, sem þekkir ekki hörmung- ar hungurs, styrjalda og stríðs- ótta. Hvers eig' hinir yngri að gjalda? Hvers vegna á að láta það óhindrað að framtíð þessa góða stofns verði eyðilögð í miskunn- arlausri valda. og hagsmunabar- áttu örfárra forustumanna, sem ekki virða hagsmuni þjóðarinn- ar, sem er full framleiðslu og stöðug vinna? Valdabarátta hinna fáu verður að víkja fyrir hagsmunum hinna mörgu. Það verður að finna nýj- ar, haldgóðar leiðir, sem tryggja örugga og óhindraða framleiðslu. Á 70 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, þann 27. janúar síðastliðinn, var Guð- jón Einarsson gerður að heiðursfélaga V.R. Aðrir sem eru á myndinni, voru sæmdir gull- merki félagsins. Við það tækifæri var þessi mynd tekin af þeim sem heiðraðir voru og eru þeir talið frá vinstri: Adolf Björnsson, Magnús Brynjólfsson, Indriði Bogason, Einar Ingimund- arson, Guðjón Einarsson, Sveinbjörn Árnason, Guðrún Árnadóttir, Carl Hemming Sveins, And- reas Bergmann og Nieljohníus Ólafsson. þessara þátta eða þeir vanrækt- ir. Er íslendingum vegna fá- mennis sérstaklega mikilsvert, að réttur skilningur sé á stöðu vinnuaflans gagnvart fjármagn- inu og öfugt, svo að ekki leiði til árekstra, sem geta haft í för með sér lélega nýtingu þessara þátta og lakari lífskjör. Ekkert má fara til spillis, og allir verða orðnir vanir íslnzkum gæðafiski. Mikil ógæfa blasir við, ef ekk ert verður að gert, og hið hörmulega er, að fiskleysið er sjálfskapað. Innbyrðis sundur- lyndi óraunhæfar kröfur og al- gjört skilningsleysi á þýðingu og samspili fyrrnefndra þátta er á góðri leið með að steypa þessari fámennu þjóð í hina mestu eymd. Örfáir menn eiga ekki að geta hindrað að heilar atvinnugrein- ar fái að starfa í friði. Valdbeit- ingu í hvaða formi sem er verð- ur að setja ákveðin takmörk. Forustumenn stéttarfélaganna verða að leggja á sig það erfiði að vinna sína „sigra“ með heið- arlegri og raunhæfri baráttu fyrir verkafólkið, en ekki eftir þeim leiðum, sem beinlínis rýra Guðmundur H. Garðarsson, 1 formaður kjör þess, þegar til lengdar læt- ur. Meiri kaupmáttur Hinn þekkti bandaríski verka- lýðsleiðtogi forseti Sambands iðnaðarverkamanna í bílaiðnaði Bandaríkjanna, Walter P. Reut_ her, komst svo að orði, eftir kjaradeilu sem háð var fyrir nokkrum árum: ,Við sögðum í þessum samning um, að við hefðum ekki ein- göngu áhuga á að fá fleiri dollara í launagreiðsluumslög verka. manna hjá General Motor fyrir- tækisins, heldur vildum við berj ast fyrir meiri kaupmætti. Fjöldi þeirra dollara, sem sér- hver verkamaður tekur heim í vikulokin, skiptir ekki máli. Það, sem skiptir meginmáli er, hvað verkamaðurinn getur keypt fyrir sérhvern dollara sem hann tekur með sér heim. Við sögðum þess vegna: Við viljum ekki fleiri doll ara ef hinn mikli fjöldi þeirra í launagreiðsluumslögunum kem” ur til með að þýða hærra verðlag. Ef slíkt á sér stað, erum við komnir í hringekju launa. og verðlagskapphlaups og munum aldrei ná tilætluðum árangri". Þannig er álit hins reynda verkalýðsforingja í því landi, þar sem raunverulega fram- leiðsluaukning er undirstaða aukinna tekna og meiri velmeg- unar. Hvatti formaður verzlunar- fólks til að standa einhuga að viðreisn efnahagsmálanna. Sýna þegnskap og ábyrgðartilfinningu, sem mætti verða öðrum til eftir- breytni. Fékk ræða hans góðar undir_ tektir. Athyglisverð stefna — nýjar leiðir Eftirfarandi tillögur um vinnu löggjöfina og efnahagsmálin sem stjórn stjórn V. R. lagði fram fyrir fundinn voru einróma sam_ þykktar. Endurskoðun vinnulöggjafarinnar: „Aðalfundur V.R., haldinn mánudaginn 27. febr. 1961 í Iðnó skorar á Alþingi, að hefja nú þegar undirbúning að setningu nýrrar vinnulöggjafar, þar eð nú gildandi vinnulöggjöf er úrelt orðin. Leggur fundurinn áherzlu á nauðsyn þess, að fullt samráð verði haft við Landssamband ísl. verzlunarmanna, sem og önnur samtök launþega". Lægri tollar og skattar raunhæfasta kjarabótin: „Aðalfundur V.R, haldinn mánudaginn 27. febr. 1961 i Iðnó leggur áherzlu á að raun- hæfustu kjarabætur fyrir laun_ þega miðað við núverandi ástand í efnahagsmálum, séu fólgnar í lækkun verðlags, og tel ur að allmiklum árangri í þessa i Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.