Morgunblaðið - 07.03.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.03.1961, Qupperneq 20
20 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. marz 1961 brosti barnalega. „Eg þekki engan Lucien. En þú verður að fyrirgefa mér, ég verð að halda áfram að vinna, hann verður til á morgun“. Hann hélt aftur til bekkjarins og hélt áfram að fægja. Eg beygði mig og kíkti yfir öxl hans til að sjá hvað það væri sem hann væri svo upptekinn af. En það var ekkert. Hann var að nudda beran viðinn á vinnubekkn um. Eg lokaði dyrunum varlega á eftir mér og gekk áleiðist til Avenue des Ternes, einn. 10 Ekki var búið að læsa dyrum hússins, þegar ég kom og mér tókst að komast inn án þess að dyravörðurinn sæi mig. Klukkan var nokkrar mínútur yfir níu, og ég fór upp án þess að kveikja ljós. Áður en ég kom upp á efsta pallinn tók ég af mér skóna og læddist varlega upp bera stigana og lýsti mér með vasaljósi, sem ég hafði tekið úr skrifstofunni. En það var ekkert Ijós að sjá í vinnustofunni, en engu að síður stóð ég og hlustaði með eyrað við hurðina í tvær mínútur áður en ég sneri handfanginu varlega og gekk inn í herbergið. Glampinn frá borginni kom inn í gegnum stóru rúðurnar í þakinu og fyllti langt herbergið með daufu ljósi og mörgum skuggum. Andlitsmyndirnar virtust skyndi lega lifna við, er geislinn frá vasaljósi mínu lék á þeim. Síðan beindi ég honum að pallinum og að litla bakkanum, þar sem Francoise geymdi litina. Það var eitthvað þarna á milli krukkn- anna og litatúbana. Ljósgeislinn flökti, af því að hönd mín skalf, og ég neyddi sjálfan mig til að fara og athuga þetta. Ég tók var- lega utan af því og fann hár- flókann um fingur mína. Þetta var ískalt að koma við, og snert- ingin milli dauðs holdsins og leit andi sveittra handa minna varð til þess að hárið reis á hryggn- in. um á mér af skelfingu, en ég þurfti að nota það. Ég gat ekki horft á augun, því ég vissi að þau mundu stara á mig. Eg þvoði blóðstorkuna frá nösum og munni með augu lok- uð. Þegar þessu var lokið, ýtti ég þungri vinnustofugrindinni til hliðar og fór að leita að þrífæti Francoise, sem hún notaði, þeg- ar hún var að mála úti. Ég kom honum fyrir í miðju herberginu og festi eina af burstadósunum hennar á hvolf ofan á hann, svo þarna hafði ég hringlaga flöt, fimmtán sentimetra á breidd til þess að láta hlutina á. Síðan gekk ég inn í svefnherbergið til að finna einhver föt, sem Lucien ætti. Herbergið var fullt af Arq- ége-lykt, og er ég var að leita í skúffunum í einustu hirzlunni, fann ég mjúk föt hennar undir fingrum mínum, en þau límdust ekki við fingur mína eins og hið blóðuga hár Marots. Gula hand- klæðið lá kuðlað saman í einu horninu og ég sparkaði því til hliðar. Eg fann það, sem ég var að leita að, og fór aftur út í aðal- herbergið. í klukkustund vann ég í myrkrinu við þessa undarlegu höggmynd mína. Fyrst gerði ég grind með því að nota staf og kústskaft. Þrífótinn notaði ég fyrir fætur og hrygg og dósina fyrir háls. Svo' vafði ég gömlu lérefti og dúkum kringum beina grindina, klæddi hana síðan vandlega í fötin úr svefnher- berginu. Að lokum skrúfaði ég handfangið af eldhúshnífnum, svo aðeins blaðið og stálbroddur- inn voru eftir. Þetta rak ég ofan í dósina, fimm sentimetra af stálbroddinum stóðu út úr botn- inum, og á þá festi ég höfuð Marots. Ég hneppti skyrtuna og batt bindið og þarna stóð hann upprisinn og hryllilegur. Ég var ekki lengur hræddur við að horfa í augu hans, og það gladdi mig að sjá, að þau störðu galop- næstum því lifandi. Ég var nú farinn að flýta mér, kom borðlampanum öðru vísi fyrir og skýldi ljósinu þannig, að það féll beint á grátt, dautt ajadlitið, ég festi leiðsluna við að alljósið í vinnustofunni, þannig, að ef einhver kveikti við dyrnar, væri Marot það eina sem sæist, rambandi og glottandi á þrífæt- inum. Síðan slökkti ég og faldi mig bak við tjaldið fyrir eldhús- inu. Og þar beið ég skjálfandi af æsingi, eftir að Lucien kæmi aftur. Ég heyrði ekki fótatak hans fyrr en um miðnætti. Er hendi hans hristi dyrahandfangið fyrir utan, dró ég hin þungu tjöld að- eins frá, svo að ég gæti grillt í hina furðulegu fuglahræðu, og veggina bak við borðið, þangað hlaut Lucien að fara til að kveikja. Hann kom inn í her- bergið og s.tanzaði augnablik áð- ur en hann lokaði dyrunum. Hann virtist fá hugmynd um, að eitthvað væri að. Um leið og hann gekk í áttina að slökkvar- anum, fálmaði hann í vasann á frakika sínum og ég heyrði smella í byssu. Þegar hann teygði sig eftir slökkvaranum, riðaði hann lítið eitt og rakst á borðið. Hann var svolítið drukk- inn. Það var aðeins betra. Ljósið kviknaði og dauð augu Marots glottu. Skrokkurinn hall- aðist áfram, eins og hann ætlaði að ganga á móti húsbóndanum og bjóða hann velkominn. Luci- en gat ekkert nema staðið og glápt. Hann var negldur við jörð ina í skelfingu, og byssan skrölti í skjálfandi höndum hans. „Hvað vilt þú, þú?“ gargaði hann. ,,Hvaðan kemur þú?“ Hann fór allur að skjálfa, eins' og hann hefði fengið flogaveiki- kast, og hann gat ekki lengur talað, aðeins stamað. Hann rið- aði þarna í fulla mínútu áður en hann tók hendi fyrir hjarta sér, og hnén biluðu undir honum. Þegar hann féll á gólfið rakst öxl hans á borðið, sem valt um, og ávextir, skálar og vín dreifð- ist yfir nýþvegið gólfið. Ég gekk til hans, sneri honum á bakið og losaði um flibbann hans. And- litið var grátt og um munn hans voru trefjar af gulleitu slími. Ég tók í axlir hans, dró hann yfir að bekknum og lyfti honum upp. Hann angaði af áfengi. Nú hafði ég skyndilega hinn mesta viðbjóð á hinum klaúfa- lega líkamning. Það var eins og hann væri að horfa á, er ég beygði mig yfir Lucien, horfa slægðarlega á mig, og ég tók fíla beinsreglustiku af skrifborðinu og fór að eyðileggja fuglahræðuna. Hún hélt nokkuð vel velli, en högg mín voru þung, eins og ég væri að refsa henni fyrir einhvern glæp. Þegar slátruninni var lokið, ýtti ég fötunum út í hornið á svefn- herberginu, setti málaragrind- ina á sinn stað ög breiddi yfir höfuðið án þess að þora að snerta það, reyndi að hylja það með blóðugum striganum og ýtti því með fætinum undir vágninn. Ég sneri mér aftur að Lucien. Hann var algerlega hjálparlaus, að byrja að ná meðvitund, en engu að síður hjálparlaus. Hand- leggir hans lágu máttlausir við hliðar hans, og hann gat ekki talað. Ég tók byssuna upp af gólfinu, settist niður og horfði á hann ná sér, því að ég vildi að hann skildi sigurhrós mitt og hlustaði á dóm minn. Og þá heyrði ég trítl í háum hælum í stiganum og skrjálfið í stífu silki. Það var Francoise. Hún hafði komið aftur. Ég faldi skamm- byssuna í flýti í vasa mínum og setti púða undir höfuð Luciens og sneri mér síðan, sakbitinn á svip, að henni, um leið og hún kom inn í vinnustofuna. Hún sá Lucien og fór beint til hans. „Hvað hefurðu gert við hann?“ „Ég . . . Hann varð hræddur." Ég tvisté og varð skyndilega eins og drengur aftur. Ég spurði ekki hvers vegna hún hefði kom- ið. Hún baðaði og róaði hinn hjálparlausa Lucien jafnrólega og árangursríkt og hún hafði bundið um sár mitt fyrsta kvöld- ið, sem ég sá hana. Hún vildi fá að vita allt, og ég stóð þarna og stamaði söguna yfir öxl hennar. Ég sagði henni alla hina aumk- unarlegu sögu. Hún sagði ekki neitt, ekki einu sinni: „Ég sagði þér það.“ Hún hlustaði bara. Á andliti hennar sást ekki hvort hún skelfdist eða fylltist við- bjóði. Og aldrei gaf hún neina vísbendingu um með hvorum hún væri. Ég held henni hafi verið sama í raun og veru gjör- samlega sama. „Því komstu aftur hingað?“ Ég svaraði ekki. Skáldið og mamma litla 1) Já, ég man eftir fyrsta út- 2) ... langbylgja eða stutt- 3) ... spilari og engir afborg- varpstækinu hans pabba. Það var bylgja á því, enginn plötu- unarskilmálar. hvorki . . . — Herra McClune, sjáðu! .... — Úlfur! Komdu hingað! Það band hans .... Ef til vill eru það Hundurinn! er einhver tuska bundin við háls skilaboð! ,,Var það til að myrða Luci- en?“ „Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað ég ætlaði að gera við hann. En ég veit, að ég er algjörlega tómur núna. Ég hef engar til- finningar lengur um neitt. Ég er alveg tómur, engin reiði, eng- in meðaumkun, enginn hefndar- þorsti tómur.“ Hún stóð og strauk hárið frá enni sínu. „Hvað ætlarðu þá að gera?“ Ég leit á hana, leitaði að ein- hverju hjálparmerki, einhverj- um votti um væntumþykju og skilning. „Ég verð að komast frá París.“ ,,Hvert? Hvert ætlarðu að fara?“ „Til Eze.“ Þetta var að hálfu leyti spum- ing og hálfu leyti bæn, en hún horfði beint í gegnum mig, það var eins og hún vildi ekki muna daginn, sem ég hafði komið til hennar með sönginn minn, eins og hún þyrfti hvorki lengur á samúð minni að halda, né hönd- um mínum á öxlum sér. „Ég bað þig um að koma einu sinni áður,“ sagði hún. Og ég beygði höfuð mitt. „Einu sinni áður bað ég þig um að koma með mér, og þú neitað- ir. Þú elskaðir þessa vitlausu krossferð þína og vonina um æv> intýri meira en mig.“ Ég reyndi að taka hönd henn- ar, en hún ýtti mér frá sér. gflíltvarpiö Þriðjudagur 7. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Olaf* ur Skúlason — 8.05 Morgunleik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum" (Dagrúil Kristjánsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18:25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Neistar úr sögu þjóðhátíðarára- tugsins; II. erindi: „Aðrir lands menn horfa á leik vorn“ (Lúðvik Kristjánsson rithöfundur). 20.30 Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg 1960: Sinfónía í C-dúr eftir Strav insky (FílharmoníusVeit Berlín- ar leikur; Herbert von Karajan stjórnar). 21.00 ,,Og samt snýst hún": Hugleið- ingar um kirkjugöngu á Italíu (Einar Pálsson). 21.40 Einleikur á sembal: Fernando Valenti leikur sónötur eftir Scar latti. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (31). 22.20 Um fiskinn (Thorolf Smith). 22.40 Tónleikar: Þýzkir listamenn flytja lagasyrpur úr óperettum. 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna"; Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Skemmtt legur dagur" eftir Evi Bögenæs II. (Sigurður Gunnarsson kenn- ari) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „tJr sögu For sytættarinnar“ eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; IV. kaflf þriðju bókar: „Til leigu'*. Þýð- andi: Andrés Björnsson. — Leilc stjóri: Indriði Waage. Leigendur: Þorsteinn Ö. Stephensen. Valur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Helgi Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson. 20.45 Föstumessa í Fríkirkjunni (Prest ur: Séra Þorsteinn Björnsson. Organleikari: Sigurður ísólfsson) 21.30 „Saga mín“, æskuminningar Pad erewskys; V. (Árni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (32). 22.20 Upplestur: Tvö ævintýri frá Lapplandi, skráð af Robert Crott et (Haraldur Björnsson leikari þýðir og les). 22.45 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.