Morgunblaðið - 07.03.1961, Side 22

Morgunblaðið - 07.03.1961, Side 22
22 MORGinSBLAÐIÐ Þ'riðjudagur 7. marz 1961 A síðustu mánútum jafnaði ísland 3 marka forskot Tékka F Y R S T I leikur íslenzka landsliðsins í handknattleik í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í Þýzkalandi var leikinn á sunnudaginn. Þá mættu þeir Tékkum, sem urðu nr. 2 í síðustu heimsmeistarakeppni árið 1958. í þessum leik skeðu óvæntustu úrslit heimsmeistarakeppninnar til þessa. Liðin skildu jöfn 15 mörk gegn 15. •k íslendingar koma á óvart Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda. Tékkar hófu leikinn með rólegu og settu Ovœnt ÞAÐ VAR mikil gleði ríkj- andi eftir að spurðist um úr- slit leiksins milli Islendinga og Tékka. Flestir bjuggust við því að Tékkar — sem kepptu um annað sætið í síðustu heimsmeistarakeppni — myndu eiga auðvelt með að sigra Islendinga. Síðast er þessi lið mættust ("1958 í heimsmeistarakeppninni) lykt aði leik 27:17 fyrir Tékka. Nú fór svo að liðin skildu jöfn. Blaðið hringdi í forráða- menn handknattleiks hér. Axel Einarssonr sagði: Ég bjóst við góðum tékkneskum sigri og lagði 25 kr. undir. Ég tapaði. En þær 25 kr. hef ég borgað með mestri gleði. Okk ar mönnum hefur tekizt það sem fremstu handknattleiks- þjóðum heims hefur ekki tek- izt. Ég vænti þess að það verði ekki erfitt fyrir fslend- inga að fá landsleik í hand- knattleik á næstunni. Þetta er sigur sem fleytir okkur á örskammri stuird yfir langan og breiðam veg þess hyldýpis sem skilur byrjandann í grein inni frá þcim sem langt eru komnir. ísl. liðið sýndi að hér á landi er handknattleikur á háu stigi þrátt fyrir vöntun á húsnæði. Blaðið hringdi og í Frímarm Gunnlaugsson landsliðsnefnd- armann HSÍ. Hann kvaðst meira en ánægður með árang- 1 urinn og sagði að við þetta opunðust svo margir mögu- leikar að ótrúlegt væri. Ef strákarnir vinna Svía — þó ólíklegt sé — þá eru þeir í úr- slitum um heimsmeistaratitil- inn! Ef þeir ná jafntefli og allt fer að öðru leyti vel þá gætu þeir keppt um þriðja | sætið. En um hvaða sæti sem þeir keppa, þá hafa þeir nú sýnt að hér á landi er hand- knattleikur í þeim blóma sem hann er mestur með þeim þjóðum er bezt og mest hafa verið þekktar fyrir handknatt leik á undanförnum árum. • Það sýndu þeir með úrslitum leiksins við Tékka. Foreldrar og aðstandendur piltanna sem úti eru létu for- vitni sína óspart í ljós. Það leyndi sér ekki gleðin og ánægjan í röddinni. En meira um það síðar. spili. Þeir héldu knettinum — töfðu leikinn — unz þeir höfðu skapað sér marktækifæri og skoruðu fyrstu mörkin. 1 hálf- leik stóð 10:7 þeim í vil. En það var er síðari hálf- Ieikur hófst, sem íslenzka lið- ið kom á óvart. Baráttuvilji þess, ákafi og keppnisskap heitt, sameinaði þá á örlaga- stund og smám saman gekk á forskotið sem Tékkarnir höfðu myndað sér og er flautað var af hafði Gunn- laugur Hjálmarsson jafnað. 15:15 og fsland hafði hlotið stig í lokakeppninni móti þeim sem sízt var vænzt að fá stig frá. ár Óvæntustu úrslitin Blaðamenn er horfðu á leikinn eru á einu máli um það að úrslit þessa leiks séu óvænt- wT W - ’ , 'i m Hjalti og Karl voru beztir ustu úrslit keppninnar. Þeir segja einum rómi að ákafi og baráttuvilji hafi fært íslending- um sigurinn. ÍC Norrænir víkingar. Framan af tóku Tékkar leik inn í sínar hendur og héldu öllu frumkvæði. Leikurinn var hæg ur og mótaður af reynslu Tékk anna sem fóru hægt er þeir voru í sókn en létu móðan mása er íslendingar höfðu knöttinn. Og hinir norrænu víkingar reyndust sterkari en synir Mið-Evrópu höfðu búizt við. tslendingarnir tóku mikinn og góðan endasprett og það þó að Tékkar hefðu 3 marka for skot 15:12. Áhorfendur voru mun meira með íslendingum og þegar Gunnlaugur Hjálmarsson jafn aði leikinn nokkrum sekúnd um fyrir leikslok þá ætlaði allt um koll að keyra í salnum Á Karl beztur. Beztur ísl. leikmanna var Karl Jóhannsson sem hlaut ó- skorað lof lærðra sem leikra. Hann var maður dagsins af ís- lands hálfu. Hann skoraði 6 mörk fyrir ísland. Birgir og Pét Framh. á bls. 23 Vilhjálmur og Guðmundur, fslandsmeistarar í stökkum og kúluvarpi ÍR hlaut 5 íslandsmeistara Á LAUGARDAG og sunnudag fór fram Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss. Eitt met var sett. Var þar að verki Valbjörn Þorláksson ÍR, sem stökk 4.19 m í stangarstökki. Gamla metið sem hann átti, var 4,15. Tvísýnust var keppnin í há- stökki með atrennu. Þar mættust Jónarnir — tveir beztu hástökkv- arar okkar. Hinn ungi Jón Þ. Ól- afsson ÍR sigraði en náði ekki Heimsmeislararnir eru HRÆDDIR Einkaskeyti frá Svíþjóð frá fréttamanni Mbl. — Við Svíar erum hrædd- ir við íslendinga í handknatt leik skrifa sænsk blöð og bæta við. Það er fullkomin ástæða til að telja sér ekki leik við þá unninn fyrirfram. Sænsku blöðin skrifa mjög vel um leik fslendinga við Tékka og telja að jafnteflið við Tékka sé stærsti atburður og merkasti í íþróttasögu ís- lands. Blöðin segja að Ás- björn Sigurjónsson aðalfarar stjóri fslendinga hafi verið um setinn eftir leikinn og hylltur mjög. Sömu sögu var ekki að segja með tékkneska aðalfarar stjórann. Hann gat aðeins ságt þetta að sögn sænsku blað- anna: „Ég get enn ekki skilið hvað hefur komið fyrir“. Sænsku blöðin segja að það sé ótrúlegt, að fsland, sem ekki geti boðið sínum hand- knattleiksmönnum upp á lög legan æfingasal af fullri stærð, hafi staðið sig svo vel. Blöðin segja að það sé von Svía, að frammistaða ís- lendinga hafi verið tilviljun. Þá skoðun aðhyllist þó enginn nema með fyrirvara, því allir em sammála um það að Tékk ar léku mjög vel. Blaðið Gautaborgartíðindi segir að Hjalti Einarsson markvörður fslands sé í flokki með sínum sænska „kollega“ Donald Lindblom — en þess má geta að Lind blom hefur um langt skeið verið talinn í röðum beztu markmanna — og af sumum óumdeilanlega bezti markmað ur heimsins. Sænsku blöðin lofa mjö'g leik Karls Jóhannessonar og segja að hann hafi verið fremri öllum Tékkunum og bezti maður á vellinum þetta kvöld — leikmaður í sér- flokki. Annnars segja blöðin að lið fslands sé mjög jafnt, búi yfir gífurlegum keppnisvilja, leiki góðan handknattleik og eitt blaðið lýkur umsögn sinni með þessum orðum eftir frétta manni sínum í Þýzkalandi: „Maður trúði ekki sínum ei'g in augum.“ sínu gildandi meti. Heildarúrslit urðu þau að ÍR hlaut 5 meistara- stig en KR 1. Önnur félög ekk- ert. Úrslit mótsins urðu þessi. Langstökk án atrennu: 1. Viihj. Einarsson IR 3,25 2. Jón Pétursson KR 3.17 3. Jón Þ. Ólafsson IR 3,15 Kúluvarp: 1. Guðmundur Hermannsson KR 14,74 2. Gunnar Huseby KR 14,23 3. Jón Pétursson KR 13,95 Hástökk með atrennu: 1. Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,98 2. Jón Pétursson KR 1,95 3. Helgi Hólm ÍR 1,75 Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4,19 2. Brynjar Jensson HSH 3,49 3. Valgarður Sigurðsson IR 3,4» Hástökk án atrennu: 1. Halldór Ingvarsson ÍR 1,60 2. Karl Hólm ÍR 1,55 Fleiri fóru ekki byrjunarhæð. Þrístökk án atrennu: 1. Vilhjálmur Einarsson ÍR 9,45 2. Jón Þ. Ölafsson ÍR 9,22 3. Daníel Halldórsson ÍR 9,18 Þrístökk án atrennu, drengir: 1. Halldór Jónasson IR 8,61 2. Sigurður Dagsson A 8,54 Handknatt- leikur um heigina Handknattleiksmóti íslands var fram haldið á sunnudags- kvöld. Þá urðu úrslit þessi: Mfl. kvenna: Fram — Þróttur 11:9. 1. fl. karla: KR — Þróttur 14:17. Valur — Víkingur 13:8. Fram — Ármann 12:10. 2. fl. karla. FH — Víkingur 6:4. Fram — Haukar 14:9. 3. fl. karla: ÍR — Ármann 8:8. Fram — Haukar 11:9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.