Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 7. marz 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 Mobutu-menn berj- ast við her SÞ og taka mikilvæga hafnarborg Bandarísk herskip vióbúin til hjálpar Leopoldville, 6. marz (Reuter). KONGÓ-HER undir stjórn Mobutu hershöfðingja hefur tekið hafnarborgina Matadi við mynni Kongó-fljóts úr höndum herliðs SÞ. Bardagar stóðu uni borgina I 24 klst. og urðu hersveitir SÞ loks að hverfa brott úr henni. Herstjóri SÞ hefur til- kynnt Mobutu hershöfðingja og Kasavubu forseta, að hún muni fyrirskipa herliði sínu að beita vopnavaldi til að ná hafnarborginni aftur á sitt vald. Hafnarborgin Matadi er eins konar anddyri að Kongó. Ef hersveitir SÞ ráða ekki yfir henni eru þær innilok- aðar og birgðaflutningar til þeirra verða miklum vand- kvæðum háðir. Við þessar uggvænlegu fréttir gaf bandaríska stjórn- in fjórum herskipum sínum í sunnanverðu Atlantshafi fyr- — Sambykktir Frh. af bls. 2 3 ár, síðan öllum þjóðum voru heimilar fiskveiðar að fjögurra mílna mörkunum, þá ber að fagna þeim áfanga, sem nú hefur náðst, enda treystum við því, að stjórnarvöldin bæti Austfirðing um það tjón, sem fiskveiðar þeirra kunna að bíða af veiðum útlendinga á sex sjómílna belti 'landhelginnar, t.d. með því að beina auknu fjármagni í atvinnu vegi Austfirðinga. ' Við fögnum úrslitum þessa imáls sem sigri íslendinga á rétt argrundvelli og greiðum atkvæði gegn tillögunni. Eskifirði 3. marz, 1961. 1 Lúther Guðnason, Ingólfur Fr. Hallgrímsson, Guðmundur A. Auðbjörnsson. Sýningunni lýkur í kvöld í KVÖLD kl. 10 lýkur sýningu þeirri á verkum Gunnlaugs ÍBlöndal, sem staðið hefux yfir undanfarið. Voru gestir sýningar innar orðnir rúmlega 9000 á Bunnudagskvöldið, er henni skyldi loka. Var þá ákveðið að framlengja sýninguna, hafa hana opna þar til kl. 10 í kvöld. Donir breyta ehhi genginu KAUPMANNAHÖFN 6. marz. .(Frá fréttaritara Mbl.) — ÖU gjaldeyrisviðskipti stöðvuðust í Danmörku í dag vegna geng ishækkunar þýzka marksins og var engin tilkynning gefin út um gengisskráningu. Berlingatiðindi bera til baka þann orðróm sem komizt hefur á kreik, að Danir ætU að fara eins að og Hollending ar og hækka gengj dönsku krónunnar til samræmis við markið. Blaðið segir segir að danska krónan muni fylgja sterlingspundinu. irskipun um að sigla til ósa Kongó-fljóts og vera herliði SÞ til aðstoðar, ef á þyrfti að halda. Það voru kanadískir og súd- anskir hermenn í liði SÞ sem vörðu Matadi gegn hinni skyndi legu árás Mobutu hermannanna. Þeir hrintu fyrstu árásum kong- ósku hermannanna, en bráðlega dreif að liðsauka Mobutu-manna og var hann m. a. vopnaður vél_ byssum og sprengivörpum. Her_ menn SÞ voru aðeins búnir létt. um vopnum, rifflum og byssu- stingjum og fór svo að lokum að þeir neyddust til að biðja um vopnahlé. Mobuto-menn höfðu mikið oíurefli liðs. Er tal- ið að þeir hafi ekki verið færri en eitt þúsund, meðan tæplega hálft annað hundrað hermanna var í gæzluliði SÞ. Er vopnahlé var komið á hóf_ ust samningar milli herforingj- anna og settu foringjar Mobuto liðsins hinum úrslitakosti. Þeir yrðu að leggja niður vopn og hverfa þegar í stað á brott úr Matadi. Varð sv* að vera og voru hermenn SÞ fluttir vopn- lausir í morgun til Leopold- ville. Það er vitað að tveir Súd_ anar féllu og 13 s*rðust í bar- dögunum. Einn Kanadamaður féll og þrír særðust af vélbyssu- skotum. Munu beita valdi Herstjórn SÞ í Leopoldvil’e hefur mótmælt þessari árás harðlega og tilkynnt þeim Mo- butu hershöfðingja og Kasa- vubu forseta, að hún muni hið skjótasta gera ráðstafanir til að ná Matadi aftur á sitt vald og muni hún nú ekki skirrast við að beita vopnavaldi. Túnis hefur ákveðið að senda aukið herlið til Kongó á vegum SÞ til að bæta upp að Gínea og Arabalýðveldið hafa kallað her” lið sitt heim frá Kongó. Nú eru að hefjast flutningar á 600 tún- ískum hermönnum til Kongó og kemst tala þeirra við það upp í 3000 .Þá tilkynna Indverjar, að þeir muni styðja herstjórn SÞ í Kongó með ráðum og dáð og senda aukið herlið til landsins. Búast þeir við að fjölga ind- verska liðinu upp í 5 þúsund á næstunni. - Gengisbreytingar Framh. af bls. 24. ópu, og hefur gjaldeyrisverzlun víða verið stöðvuð um helgina. Þýzkir framleiðendur eru margir óánægðir með gengis- hækkunina, því að þýzkar vörur verða dýrari í útflutningi, en innfluttar erlendar vörur ódýr- ari í Þýzkalandi. Til dæmis er greint frá því, að Fólksvagna- verksmiðjan i Wolfsburg hafi gefið út tilkynningu, þar sem sagt er að gengishækkunin sé stórkostlegt áfall fyrir verk- smiðjuna. - íþróttir Framhald af bls 22. ur voru og mjög góðir og Hjalti átti sinn stóra þátt í sigrinum með sinni ágætu markvörzlu. 1 kvöld eiga íslendingar aft ur að mæta til leiks. Þá eru andstæðingarnir Svíar — þeir er urðu heimsmeistarar 1958 og 1954 — en það er engan bil bug að finna á okkar mönnum þó þeir mæti slíkum. Þeir hafa enga vanmáttarkennd og þeir berjast til síðustu sek- úndu hvemig sem leikar standa. - Full viöurkenning Framh. af bls. 1 is ísland, sem mæld er frá grunnlínum samkvæmt 2. gr. hér á eftir, og er þá eingöngu átt við fiskveiðilögsögu“. Þegar á þessu stigi þykir á- stæða til að benda á, að í ís- lenzka textanum segir, að ríkis- stjórn Bretlands falli frá mót- mælum sinum (auðkennt hér), en í enska textanum segir: „The United Kingdom Govemment will no longer objeet to . . .“ (auðkennt hér). Þótt sérfræði- þekkingu á ensku máli sé ekki til að dreifa meðal deildar- manna, verður deildin þó að telja, að hér sé a. m. k. um nokkum blæbrigðamun að ræða á textunum tveimur. Þegar reglugerð nr. 21/1952 um fiskveiðilögsögu umhverfis ísland var sett, andmælti brezka ríkisstjómin þegar í stað þeirri ákvörðun á þeim grundvelli, að hún væri andstæð aþjóðarétti. Hinu sama gegndi, þegar reglu- gerð nr. 70/1958 um sama efni var sett, en þá fylgdi brezka ríkisstjórnin eftir andmælum sínum með virkum aðgerðum, svo sem kunnugt er. Af íslands hálfu hefir því ávallt verið hald ið fram, að ákvarðanir íslenzku ríkisstjórnarinnar hafi verið sam kvæmar alþjóðalögum. Hér hefir því verið um milliríkjadeilu að ræða, og er til þess stofnað með framangreindum orðsend- ingum að útkljá hana til fram- búðar. Þegar skýra á framan- greint orðalag í orðsendingu ut- anríkisráðherra íslands, verður að hafa í huga annars vegar, að ekki er að því stefnt að kveða á um, hvor aðilinn hafi hér á réttu að standa, heldur að því að leysa deiluna til frambúðar, og verður þá skilj- anlegt, að sneitt sé hjá að nota orðið „að viðurkenna" i þessu sambandi. Þegar réttarágreiningur er milli tveggja aðila og annar hefir andmælt skilningi hins eða aðgerðum, en lýsir síðan yfir því fyrirvaralaust, að hann falli frá andmælum sínum, er það skýrt svo samkvæmt almemnnum laga sjónarmiðum, að með því skuld- bindi sá aðili sig til að hverfa endanlega frá andmælum sínum og tjói ekki að hafa þau uppi síðar. Gegnir þessu eigi síður í milliríkjaviðskiptum. Ef greint orðalag verður þáttur í samningi milli brezku og íslenzku ríkis- stjórnanna, teljum við því, að samningurinn feli í sér skuld- bindingu fyrir brezka ríkið um að virða framvegis 12 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis ís- land. Samkvæmt þessu er það skoð- un okkar, að framangreint orða- lag feli efnislega í sér viður- kenningu brezku ríkisstjórnar- innar á 12 mílna fiskveiðilög- sögu umhverfis ísland, ef fisk- veiðideilan verður leyst með þessum hætti. Með sérstakri virðingu, Theodór B. Líndal (sign), Ármann Snævarr (sign). Magnús Þ. Torfason (sign). Rann loks upp ljós? Það vakti kátínu í þinginu, að þegar ráðherrann las þau orð bréfsins, þar sem segir að blæbrigðamunur sé á íslenzka og enska textanum, þá greip Sigurvin Einarsson fram í og sagði: „Þama kemur það“. Við lok lestursins spurði síðan Hall- dór Ásgrímsson hvort ekki hefði verið betra að ganga tryggilega frá orðalaginu við Breta sjálfa, en leita með það til' lagadeildar Háskóla íslands. Ráðherrann kvaðst ekki telja eftir sér að lesa niðurstöður lagadeildar aft- ur, ef von væri til þess að þing- maðurinn skildi hana þó. Síðan gat Bjarni Benediktsson þess, að þar sem um kynni að vera að ræða blæbrigðamun, þá sýndi það bezt hve varlega íslenzka ríkisstjómin hefði farið og fjarri því að vilja rangtúlka samkomu lagið við íslenzku þjóðina, að enska orðalagið væri sínu á- kveðnara, ef um blæbrigðamun væri að ræða á annað borð. — Hér með er þá endanlega hrun- ið til grunna eitt megmárásair- efni stjómarandstæðinga á sam- komulagið. AKRANESI, _ Sex bátar lönd uðu hér á sunnudaginn rúmlega 70 tonnum af fiski og höfðu afla hæstu bótarnir verið viku að veiðum. Var Ver með mestan afla 22 tonn. — Oddur. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á áttræðisaf- mæli mínu með heimsóknum, gjöfum, blómasendingum og skeytum. Matthildur Vilhjálmsdóttir frá Vopnafirði. Faðir okkar og tengdafaðir, ELLERT K. SCHRAM skipstjóri. andaðist í fyrrinótt. Börn og tengdaböm. SVANHILDUR STEINDÓRSDÓTTIR frá, Egilsstöðum andaðist að heimili sínu í Hveragerði 4. marz — Jarðar- förin auglýst síðar. Vandamenn. HELGA SVEINSDÓTTIR frá Gaul, andaðist 24. febrúar. — Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd okkar systranna og annarra vandamanna. Sigrún Sveinsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi INGIMUNDUR EINARSSON andaðist að heimili sínu Lynghaga 10, laugardaginn 4. marz sl. Jóhanna Egilsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn Útför sonar okkar JÓNS HJALTALlNS HÁKONARSONAR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. marz kl. 1,30 e.h. Fanney Ingólfsdóttír, Hákon Hjaltalin Jónsson Eisku litli drengurinn minn INGVI ÓMAR HAUKSSON sem lézt af slysförum 27. f.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. marz kl. 10,30. Jarðar- förinni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Inga Ingimarsdóttir PÉTUR JENSEN kaupmaður andaðist 2. marz. Jarðaför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Harriet Jensen, Páll Pétursson, Ása Pétursdóttir, Helga Viggósdóttír, Margrét Bjömsdóttir, Páll Jónasson Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför GUÐJÓNS GUNNARSSONAR framfærslufulltrúa Þökkum sérstaklega bæjarstjórn Hafnarfjarðar auð- sýnda virðingu Arnfríður Jónsdóttir, dætur og tengdasynir Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SÉRA JES A. GlSLASONAR Magnea Sjöberg, Friðrik Jesson, Sólveig Jesdóttir, Haraldur Eiríksson, Anna Jesdóttir, Óskar Kárason, Ásdís G. Jesdóttir, Þorsteinn Einarsson, Innilegar þakkir færi ég öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, EINARS Á. GUÐMUNDSSONAR klæðskerameistara frá ísafirði Fyrir hönd dætra, tengdasona og annarra vandamanna Þuríður Vigfúsdóttír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.